Leita í fréttum mbl.is

Haustmót SA hefst í dag

Haustmót Skákfélags Akureyrar verđur í ár međ nýju sniđi.  Mótiđ verđur teflt á tveimur helgum, dagana 28.-30. september og 13.-14. október. Tefldar verđa 7 umferđir. Tímasetningar umferđa og tímamörk eru sem hér segir:

 • 1.-2. umferđ föstudaginn 28. september kl. 20.00. Umhugsunartími 25 mín.
 • 3. umferđ laugardaginn 29. september kl. 13.00. Umhugsunartími 60 mín + 30 sek. á leik.
 • 4. umferđ sunnudaginn 30. september kl. 13.00. Umhugsunartími 60 mín + 30 sek. á leik.
 • 5. umferđ laugardaginn 13. október kl. 13.00. Umhugsunartími 60 mín + 30 sek. á leik.
 • 6. umferđ laugardaginn 13. október kl. 17.00. Umhugsunartími 60 mín + 30 sek. á leik.
 • 7. umferđ sunnudaginn 14. október kl. 13.00. Umhugsunartími 60 mín + 30 sek. á leik.

Ţátttökugjald er kr. 3000 fyrir félagsmenn SA, en kr. 3.500 fyrir ađra. Unglingar fćddir 1996 og síđar greiđa kr. 1500, en ţeir sem greiđa ćfingajald fyrir haustmisseri greiđa ekkert aukalega fyrir ţátttöku í haustmótinu.

Arion banki er ađalstyrktarađili mótsins og verđa veitt peningaverđlaun sem hér segir:

 • 1. verđlaun kr. 20.000
 • 2. verđlaun kr. 10.000
 • 3. verđlaun kr. 6.000

Stigaverđlaun (1799 stig og lćgri) kr. 6.000

Teflt er um titilinn "Skákmeistari Skákfélags Akureyrar". Mótiđ er öllum opiđ en ađeins félagsmađur í Skákfélaginu getur unniđ meistaratitilinn. Peningaverđlaun gilda fyrir alla án tillits til félagsađildar.

Skákir 3-7. umferđar verđa reiknađar til íslenskra og alţjóđlegra skákstiga


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (23.1.): 0
 • Sl. sólarhring: 51
 • Sl. viku: 283
 • Frá upphafi: 0

Annađ

 • Innlit í dag: 0
 • Innlit sl. viku: 220
 • Gestir í dag: 0
 • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband