9.9.2012 | 10:22
Ól-pistill nr. 13 - Mikil spenna og Bakú 2016
Þá er lokaumferð ólympíuskákmótsins í fullum gangi. Strákarnir tefla við Úrúgvæ en stelpurnar við Albaníu. Bæði íslensku liðin teljast sigurtranglegri og ljóst að góð úrslit í dag geta þýtt mjög ásættanlegt sæti í báðum flokkum eftir skrykkjótta byrjun. Toppbaráttan er mögnuð, ein sú magnaðasta sem ég minnist. FIDE-þingið klárast í dag en stærstu tíðindin hljóta að teljast að ólympíuskákmótið 2016 verður í Bakú í Aserbaídsjan.
Gærdagurinn
Sjálfur sat ég FIDE-þingið í gær en flestir hinna fóru í bæjarferð og kíktu á markaði hér. Svolítið skrýtið að hafa frídag fyrir lokaumferðina (5-5-1). Mér þætti 4-4-3 eða jafnvel 5-3-2 vera eðlilegra.
Umferð dagsins
Úrúgvæar eru andstæðingar dagsins. Þeir hafa þrjá nokkuð sterka skákmenn, stórmeistara á fyrsta borði, 2 alþjóðlega meistarara, en eru veikir á fjórða borði. Við höfum mætt þeim fjórum sinnum áður. Höfum unnið þá þrisvar. Fyrst á því fræga móti 1939 í Buenos Aires þegar við unnum Copa America bikarinn, en þá tefldu Baldur Möller, Ásmundur Ásgeirsson, Jón Guðmundsson og Guðmundur Arnlaugsson fyrir Íslands hönd gegn Úrúgvæ. Einnig árin 1962 og 1990, en í síðari skiptið voru það Helgi liðsstjóri, Jón L. , Jóhann og Héðinn sem unnu 4-0. Við töpuðum svo fyrir þeim 1964 með minnsta mun. Staðan er samtals 12-4.
Kvennaliðið mætir liði Albaníu. Við mættum þeim einnig árið 2010. Þá vannst góður 3-1 sigur.
FIDE-málefni
Síðustu daga hef ég sótt FIDE-þingið og var það klárast fyrir skemmstu. Sérstök samkunda og athyglisverðar umræður á köflum.
Það náðist samkomulag um ný grundvallarlög FIDE eftir miklar samningaviðræður á milli Kasparovs og hans fólk og FIDE-fólks. Kasparov var boðaður sigri hrósandi í ræðustól eftir þær þar sem hann tók í hönd Kirsans og talaði um einingu í skákheiminum.
Tilfinningin, sem ég fékk og fleiri, er sú að Kasparov sé byrjaður að huga að forsetaframboð 2014. Georgios Makropoulos (yfirleitt kallaður Makro), staðgengill forseta (deputy president) stjórnar fundinum eins og herforingi og er afar klókur sem slíkur en getur verið afar ófyrirlitinn þegar hann vill ná sínu fram.
Kirsan situr hliðina á honum eins og brúða og segir ekki orð. Hann á reyndar einstaka innákomur sem geta verið magnaðar.
Alls konar umræður hafa átt sér stað á fundinum. Mikið var rætt um franska svindlið í Khanty, þar sem klappað var vel og lengi fyrir hvernig Frakkar og FIDE tóku á málinu, mikið var einnig rætt um stutt jafntefli, en fram kom tillaga um að banna jafntefli sem vísað var til nefndar. Alls konar útfærslur voru ræddar þar með talið 60 leikja regla. Í dag var svo mest ræða um kostnaðinn, 1 milljón evra, sem lenti á FIDE vegna málaferla fimm skáksambanda.
Stærsta mál gærdagsins var kosning um vettvang ólympíuskákmótsins 2016. Fram höfðu komið 3 umsóknir, frá Bakú í Aserbaídsjan, frá Tallinn í Eistlandi og Albena í Búlgaríu.
Eistar drógu umsókn sína til baka. Í gær svo í samræmi við reglur FIDE umsókn Asera tekin framyfir umsókn Búlgara þar sem Heimsbikarmótið (World Cup) er einnig inn í þeim pakka.
Hófst þá mikil gagnrýni Armena, sem leidd var af Lputian, þar sem hann lýsti yfir mikilli ónægju þeirra með að mótið var haldið í Aserbaídsjan og taldi Armena þar ekki örugga og sagði þá ekki mundu taka þátt. Menntamálaráðherra Asera, sem fór fyrir umsókn þeirra, lofaði að ekkert vandamál yrðu með vegabréfsáritanir og lofaði fullu öryggi Armena á meðan mótinu stæði. Armenar hafa einnig lýst því yfir þeir sækist eftir heimsmeistaramóti landsliða (10 lið) 2015 og er það sennilega mótleikur þeirra.
Þá kom Kirsan með sína innkomu. Og þvílík innkoma, hann hélt snilldarræðu um að blanda ætti ekki saman og pólitík og skák og landslagið á milli þjóðanna gæti verið allt annað árið 2016. Meðal annars stakk hann upp á því að Armenía fengi mann í mótsnefnd og einnig að Kasparov, sem sé fæddur í Bakú, verði einnig í mótsnefnd.
Mikið var klappað fyrir ræðu hans, líka meðal þeirra sem seint teljast stuðningsmenn hans og umsókn Asera samþykkt í kjölfarið með lófaklappi mótatkvæðalaust.
Að lokum
Komnar eru inn myndir frá 10. og 11. umferð, teknar af Davíð Ólafssyni.
Læt þetta duga í bili. Lokapistill á morgun eða hinn.
Gunnar Björnsson
Meginflokkur: Spil og leikir | Aukaflokkur: Ól 2012 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.7.): 5
- Sl. sólarhring: 24
- Sl. viku: 141
- Frá upphafi: 8779034
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 112
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.