Leita í fréttum mbl.is

Spennandi Íslandsmót íţróttafélaganna á laugardaginn

Stefán KristjánssonŢađ stefnir í hörkuspennandi Íslandsmót íţróttafélaganna í skák á Hlíđarenda á laugardaginn og útlit fyrir ađ allt ađ 14 liđ sendi keppnissveitir. Flest Reykjavíkurfélögin tefla fram liđum, og er búist viđ ađ KR-ingar mćti firnasterkir til leiks međ Stefán Kristjánsson stórmeistara á 1. borđi.

Valsmenn sigruđu međ yfirburđum á Reykjavíkurmóti íţróttafélaganna í fyrra, en steinlágu fyrir KR á Lćkjartorgi á menningarnótt. Liđ Valsara er ţó til alls líklegt međ Jón Viktor Gunnarsson í broddi fylkingar.

Jóhann Hjartarson og Helgi Áss GrétarssonFramarar ćtluđu sér stóra hluti í fyrra en höfđu ekki erindi sem erfiđi. Í liđi ţeirra núna verđa m.a. stórmeistararnir Jóhann Hjartarson og Helgi Áss Grétarsson.

Allt bendir til ađ Reykjavíkurfélögin Fylkir, Ţróttur, Leiknir og Víkingur verđi međ, líkt og í fyrra, og verđa sagđar fréttir af ţeim liđum á nćstu dögum.

Norđanmenn senda sameiginlegt liđ til keppni undir merkjum KA/Ţórs og međal liđsmanna eru Gylfi Ţórhallsson og Halldór B. Halldórsson. Ţá mćta galvaskir Skagamenn undir liđstjórn Einars K. Einarssonar, og Halldór Grétar Einarsson stýrir sterku liđi Breiđabliks.

Björn Ívar Karlsson stýrir liđi ÍBV, en auk ţess er vonast eftir liđum frá Hafnarfirđi og Garđabć.

Skákakademían stendur ađ mótinu. Hvert liđ er skipađ 4 mönnum, auk varamanns og liđstjóra. Tefldar verđa hrađskákir og hefst mótiđ klukkan 11 á laugardaginn. Tekiđ er viđ skráningum í stefan@skakakademia.is.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 13
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 234
  • Frá upphafi: 8765210

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 137
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband