Leita í fréttum mbl.is

Skákakademían: Skák í grunnskólum komin á fulla ferđ

Smári Rafn og sigursveit Álfhólsskóla 2012Skákakademían og Skákbúđin hafa gert međ sér samkomulag ţess efnis ađ Skákakademían noti kennsluefni Smára Rafns Teitssonar grunnskólakennara, en hann hefur í mörg ár ţróađ námsefni í skák, og er einn reyndasti skákkennari Íslands.

Kennsluefni Smára Rafns mun nýtast vel, enda er kennsla á vegum Skákakademíunnar nú farin á fulla ferđ í grunnskólum Reykjavíkur. Kennsluhópinn í vetur skipa Aron Ingi Óskarsson, Björn Ívar Karlsson, Björn Ţorfinnson, Bragi Ţorfinnsson, Róbert Lagerman og Stefán Bergsson. Flestir eru ţeir ţrautreyndir skákkennarar og er helmingur hópsins međ kennsluréttindi eđa í kennsluréttindanámi.

Smári RafnSmári Rafn, höfundur kennsluefnisins sem Skákakademían mun nota í vetur, er ţjálfari keppnissveitar Álfhólsskóla, sem varđ Íslandsmeistari barnaskólasveita 2012. Kennsluhefti Smára Rafns eru ađ mestu byggđ á skákţrautum, og er styrkleiki miđađur viđ fimm stig, frá byrjendum til lengra kominna, sem hafa ţá tileinkađ sér víđtćkan skilning á skákinni. Einnig er fariđ í gegnum helstu lögmál skákarinnar á skýran og hnitmiđađan hátt og geta heftin ţannig nýst almennum grunnskólakennurum í byrjendakennslu. Kennarahandbók geymir svör viđ ţrautunum, og margvíslegan fróđleik um skáksöguna.

Námsefni Smára Rafns er tilvaliđ í alla grunnskóla, og nýtist bćđi viđ kennslu á vegum Skákakademíunnar og grunnskólakennara sem vilja kenna nemendum sínum grundvallaratriđin.

Mikill áhugi er innan grunnskóla um allt land ađ auka og efla skákkennslu. Reynslan og rannsóknir sýna ađ skákkunnátta hefur mjög jákvćđ áhrif á námsárangur og bćtir félagslega fćrni barnanna. Fjölmargir íslenskir skólastjórar og kennarar eru í fararbroddi skákvćđingar grunnskólanna.

Skipuleg kennsla fer fram í flestum grunnskólum Reykjavíkur og Kópavogs í vetur, sem og víđar á höfuđborgarsvćđinu. Skólar á landsbyggđinni sýna líka sífellt aukinn áhuga á skákkennslu, og býđur Skákakademían öllum grunnskólum ađstođ og ráđgjöf viđ ađ byggja upp kennslu og skáklíf.

Smári Rafn TeitssonÍ Skákbúđinni, sem Smári Rafn heldur úti, er hćgt nálgast kennsluefniđ, sem og taflsett og fleiri skákvörur.

Frekari upplýsingar um ráđgjöf og ađstođ viđ grunnskóla, sem hafa áhuga á kennslu og eflingu skáklífs, veitir Stefán Bergsson framkvćmdastjóri Skákakademíunnar í stefan@skakakademia.is.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 143
  • Frá upphafi: 8765507

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 120
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband