Leita í fréttum mbl.is

Henrik heldur forystunni á ćsispennandi Íslandsmóti í skák: Mikiđ um óvćnt úrslit

DSC 0387Henrik Danielsen heldur forystunni á ćsispennandi Íslandsmóti í skák, sem stendur nú sem hćst í Kópavogi. Ţegar tefldar hafa veriđ 6 umferđir af 11 hefur Henrik 4,5 vinning en Ţröstur Ţórhallsson 4. Ţrír meistari koma í humátt á eftir međ 3,5 vinning.

Henrik gerđi jafntefli gegn Ţresti Ţórhallssyni í ađeins 16 leikjum í 6. umferđ. Ţröstur hafđi m.a. lagt stórmeistarana Stefán Kristjánsson og Hannes Hlífar Stefánsson, og Henrik vildi ţví ekki taka neina áhćttu.

Stefán Kristjánsson hélt sér í toppbaráttunni međ sigri á Guđmundi Kjartanssyni og sama gerđi Sigurbjörn Björnsson sem lagđi Guđmund Gíslason.

DSC 0379Ţá bar til tíđinda ţegar Björn Ţorfinnsson sigrađi Hannes H. Stefánsson, ellefufaldan Íslandsmeistara. Ţetta er fyrsti sigur Björns gegn Hannesi í kappskák, en ţeir hafa marga hildi háđ gegnum tíđina. Ţetta var ţriđja tapskák Hannesar á mótinu og er hann nú í 7.-10. sćti.

Jafntefli gerđu Bragi og Dagur, og ţeir Einar Hjalti og Davíđ.

Henrik mćtir Sigurbirni Björnssyni í 7. umferđ á morgun og býst viđ ,,blóđugum bardaga" enda sé Sigurbjörn mikill víkingur viđ skákborđiđ.

Ţröstur mćtir Einari Hjalta á morgun og andstćđingar Ţrastar í síđustu umferđunum eru flestir í neđri hluta mótsins. Hinn gamalreyndi stórmeistari á ţví raunhćfa möguleika á ađ verđa Íslandsmeistari í fyrsta sinn.

Stađan:

1. Henrik Danielsen 4,5 vinningar

2. Ţröstur Ţórhallsson 4

3.-5. Stefán Kristjánsson, Bragi Ţorfinnsson, Sigurbjörn Björnsson 3,5

6. Dagur Arngrímsson 3

7.-10. Davíđ Kjartansson, Hannes H. Stefánsson, Guđmundur Gíslason og Björn Ţorfinnsson 2,5

11.-12. Guđmundur Kjartansson og Einar Hjalti Jensson 2

Á morgun mćtast:

Davíđ og Björn

Ţröstur og Einar Hjalti

Sigurbjörn og Henrik

Guđmundur K. og Guđmundur G.

Dagur og Stefán

Hannes og Bragi

Beinar útsendingar úr 6. umferđ má nálgast hér

Góđ ađstađa er fyrir áhorfendur, en teflt er í Stúkunni á Breiđabliksvellinum í Kópavogi. Jafnframt Íslandsmótinu stendur yfir mikil skákveisla í Kópvogi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 205
  • Frá upphafi: 8764953

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 155
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband