Leita í fréttum mbl.is

Spenna á Íslandsmótinu: Hvađ gerir Ţröstur gegn Henrik?

DSC 0387Sjötta umferđ Íslandsmótsins í skák hófst nú klukkan 16 í Stúkunni á Kópavogsvelli. Mjög spennandi skákir eru í uppsiglingu. Efstu menn glíma, og má búast má viđ ađ Ţröstur Ţórhallsson geri harđa hríđ ađ Henrik međ svörtu. Ţröstur teflir byrjun sem Henrik hefur skrifađ heila bók um, svo hann hlýtur ađ luma á einhverju trompi.

Sigri Henrik í dag verđur hann međ a.m.k. vinningsforskot eftir 6 umferđir. Bragi Ţorfinnsson og Dagur Arngrímsson tefla skák, sem gćti skoriđ úr um hvor kemst í baráttuna í efri hlutanum í seinni hluta mótsins.

DSC 0379Stórmeistararnir Stefán Kristjánsson og Hannes H. Stefánsson hafa ekki ennţá náđ sér á strik. Hannes hefur svart gegn Birni Ţorfinnssyni, en Stefán stýrir hvítu mönnunum gegn Guđmundi Kristjánssyni.

DSC 0374Ţá má búast viđ mikilli baráttuskák hjá Guđmundi Gíslasyni og Sigurbirni Björnssyni, en báđir hafa 2,5 vinning. Einar Hjalti Jensson hefur svo hvítt gegn Davíđ Kjartanssyni, en báđir hafa náđ athyglisverđum úrslitum, ţrátt fyrir ađ vera í neđri hluta mótsins eftir fyrri helming.

Kjörađstćđur eru hér í Stúkunni á Kópavogsvelli og líflegar umrćđur um stöđuna í skákunum. Flestum ber saman um ađ Íslandsmótiđ núna, sé meira spennandi en í árarađir. Mikiđ hefur veriđ um óvćnt úrslit og hart barist í hverri einustu skák.

Beinar útsendingar úr 6. umferđ má nálgast hér.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 139
  • Frá upphafi: 8765564

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 116
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband