Leita í fréttum mbl.is

Gallerý Skák: Gunnar sigrađi međ yfirburđum

Gunnar Gunnarsson - sigri hrósandiAđ venju hittumst menn til tafls í Gallerýinu í gćrkvöldi og gáfu ekkert eftir nema síđur vćri.

Ţađ sem var óvenjulegt var ađ ákveđiđ var ađ helga mótiđ Dáfríđi hinu fögru, afar sérstakri og afburđagáfađri kisu, sem látist hafđi daginn áđur langt um aldur fram.  Eigandi hennar Einar Ess, sem var međ í mótinu, kvađ hana hafa veriđ mjög áhugasama um skák og hafa jafnan fylgst grannt međ ţegar teflt var á heimili hans og átti ţá til ađ rugla stöđunni á skákborđinu.  Sem og haft mikiđ yndi af ţví ađ hreyfa taflmennina og ţoka ţeim út af borđinu ţess á milli.  Mun ţetta vera í fyrsta sinn í Dáfríđarmótiđskáksögunni svo vitađ sé, alla vega hér á landi, sem skákmót er helgađ ketti.  Ţó er vitađ til ţess ađ Vassili Smyslov, fyrrv. heimsmeistari, átti kött sem hann kvađst tefla viđ og stúdera skák međ.

Sigurvegari mótsins var Gunnar Kr. Gunnarsson, fyrrv. Íslandsmeistari á skák og knattspyrnu,  sem er ađ nálgast áttrćtt.  Ţađ virđist ţó ekki há góđri taflmennsku hans í styttri skákum en tefldar voru 11 umferđir međ 10 mín. uht.   Fléttumeistarinn Gunnar hlaut 9.5 vinning, en nćstur kom nafni hans Skarphéđinsson međ 7.5 og síđan ţeir Kristinn Bjarnason og  Kristján Stefánsson, stórmeistarabani,  gamlir reynsluboltar međ skitna 7 vinninga, sem hinum síđasttalda fannst vonum minna miđađ ágćti sitt, en hann var sá eini sem lagđi Gunnar Gunnarsson ađ velli  ţetta kvöldiđ. 

Nánar skv. mótstöflu og á www.galleryskak.net.

 

motstafla_-_urslit.jpg

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 19
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 223
  • Frá upphafi: 8764971

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband