Leita í fréttum mbl.is

Afmćlismót Ingibjargar Eddu í Vin á mánudaginn

Ingibjörg Edda á GrćnlandsslóđumMánudaginn 5. september, klukkan 13:00, heldur Skákfélag Vinjar mót til heiđurs afmćlisbarni dagsins, henni Ingibjörgu Eddu Birgisdóttur, sem verđur tuttugu og sjö vetra. Inga var rétt búin ađ taka upp fermingargjafirnar ţegar hún varđ Íslandsmeistari kvenna, í fyrra skiptiđ, en tók svo langa pásu frá skákinni. Hún hefur nú komiđ til baka međ offorsi og teflir međ Skákfélagi Selfoss og nágrennis í vetur. Auk ţess var hún kjörin í stjórn Skáksambandsins nú í vor.

Inga hefur haldiđ utan um skákina í Vin ađ miklu leyti í sumar og á skiliđ almennilegt mót. Hinn geđţekki borgarfulltrúi og formađur hverfisráđs miđborgar, fulltrúi í menntaráđi og varamađur annarra ráđa, Óttarr Ó. Proppé, mun heiđra keppendur og Vinjarfólk međ heimsókn í athvarfiđ. Óttarr mun setja mótiđ auk ţess ađ leika fyrsta leikinn. img_8733_copy.jpg

Cross fit meistarinn og framkvćmdastjóri Skákakademíunnar, Stefán S. Bergsson, ćtlar ađ halda utan um stjórn og dómgćslu og ađ venju fer allt vel fram enda deilir enginn viđ Stefán. Ekki oftar en einu sinni. Tefldar verđa sex umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma og bókaforlagiđ Bjartur hefur gefiđ vinninga á mótiđ, bćđi íslenskar og erlendar bćkur. Fimm efstu fá vinning og auk ţess verđur happadrćtti. Í hálfleik verđur afmćliskaffi.

Vinir og velunnarar bćđi Ingibjargar Eddu og Vinjar eru hvattir til ađ láta sjá sig. Skráning á stađnum og kostar ekkert.

Á myndunum má sjá Ingibjörgu einbeitta fylgja sporum ísbjarnar, sem hún vildi finna og klappa, viđ Ittoqqortoormiit á Grćnlandi í vor ţar sem hún hafđi umsjón međ skákkennslu og mótahaldi fyrir börn og unglinga á vegum Hróksins. Hún fann bangsa. Myndirnar tók Tim Vollmer.

Vin er athvarf Rauđa kross Íslands fyrir fólk međ geđraskanir ađ Hverfisgötu 47. Teflt er á mánudögum klukkan 13 og allir alltaf velkomnir.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 144
  • Frá upphafi: 8765508

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 121
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband