Leita í fréttum mbl.is

Henrik endaði í 2.-5. sæti í Kaupmannahöfn

HenrikStórmeistarinn Henrik Danielsen (2545) endaði í 2.-5. sæti á Copenhagen Chess Challange sem lauk í Köben í dag.  Henrik gerði jafntefli við sænska stórmeistarann Stellan Brynell (2486) í lokaumferðinni og hlaut 6½ vinning.   Sigurvegari mótsins varð danski FIDE-meistarinn Andreas Skytte Hagen (2346) með 7 vinninga sem með árangrinum kláraði lokaáfangann að alþjóðlegum meistaratitli og krækti sér í sinn fyrsta stórmeistaraáfanga!  Þröstur Þórhallsson (2392) tapaði fyrir sænska stórmeistaranum Hans Tikkanen (2560), fékk 5½ vinning og endaði í 13.-21. sæti.

Jafnir Henrik í 2.-5. sæti urðu Brynell, Tikkanen og finnski stórmeistarinn Heikki Westerinen (2350).

Árangur Henriks samsvaraði 2492 skákstigum og árangur Þrastar samsvaraði 2344 skákstigum.  Báðir lækka þeir lítis háttar á stigum, Henrik um 1 stig og Þröstur um 3 stig.

Atli Jóhann Leósson (1673) og Óskar Long Einarsson (1560) töpuðu báðir í lokaumferðinni og enduðu með 3 vinninga. 

Alls tóku 79 skákmenn þátt í mótinu og þar af 7 stórmeistarar og 9 alþjóðlegir meistarar.  Henrik var þriðji í stigaröð keppenda en Þröstur sé fjórtándi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 8779010

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 103
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband