Leita í fréttum mbl.is

MP Reykjavíkurskákmótiđ hefst á miđvikudag

mpopen2011.jpgMP Reykjavíkurskákmótiđ 2011 er 26. Reykjavíkurskákmótiđ í 47 ára sögu mótanna.  Mótiđ hefst 9. mars og lýkur ţann 16. mars.  Mótiđ fer fram í Ráđhúsi Reykjavíkur.  Mótiđ er minningarmót um skákmeistarann Inga R. Jóhannsson og er auk ţess Norđurlandamót í opnum- og kvennaflokki.

Algjört ţátttökumet er slegiđ á mótinu en umIngi R. Jóhannsson 170 skákmenn taka ţátt og ţar af 30 stórmeistarar.  Hingađ til hafa mest 110 keppendur tekiđ ţátt.  Keppendur eru frá um 30 löndum sem einnig er met.

Margir af sterkustu skákmönnum heims taka ţátt.  Stigahćstur keppenda er enski stórmeistarinn Luke McShane međ 2683 skákstig.  McShane varđ nýlega efstur á sterku móti í London ásamt tveimur stigahćstu skákmönnum heims, heimsmeistaranum Anand og Magnusi Carlsen. 

Međal annarra keppenda má nefna hinn kunna bosníska stórmeistara Ivan Sokolov, sem var á međal sigurvegara í fyrra, stórmeistarann Evgenij Miroshnichenko, sem er einn sterkasti skákmađur Ólympíumeistara ÚkranínMcShane og Carlsenu.  Stigahćsti skákmađur Egypa Ahmed Adly tekur ţátt, nýkominn frá mótmćlunum á torginu í Karíó en hann er sterkasti skákmađur Afríku og Arabaheimsins.

Ungstirnin setja svip sinn sitt á mótiđ og má ţar sérstaklega nefna tvo 14 ára stráka sem eiga án efa eftir ađ láta ljós sitt skína.  Yngsti stórmeistari heims, Ilya Nyznhik frá Úkranínu tekur ţátt.  Ţađ gerir einnig Kiprian Berbatov en hann er bróđursonur Dimitar hjá Manchester United og búinn ađ vinna sér sćti í Ólympíuliđi Búlgara.

Efsti Norđurlandabúinn verđur Norđurlandameistari og má finna sterka kappa frá öllum Norđurlöndunum í bćđi opnum- og kvennaflokki.  Kunnastur ţessara NorđurlandakappDronavallia er Norđmađurinn Jon Ludvig Hammer, jafnaldri og félagi Magnusar Carlsens  Fulltrúi Fćreyinga er Helgi Dam Ziska.  

Margar sterkar skákkonur setja svip sinn á mótiđ og eru ţćr óvenju margar ađ ţessu sinni.  Stigahćst ţeirra er indverska skákdrottningin Harika Dronavalli, sem er á međal 10 stigahćstu skákkvenna heims.  Sterkasta skákkona Hvíta-Rússlands, Anna Sharevich tekur einnig ţátt.

Ţekktastur gömlu kempanna er lettneski stórmeistarinn Evgeny Sveshnikov sem kemur hingađ til landsins ásamt syni sínum, Vladimir.

Heimavarnarliđiđ skipa međal annars. stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson, sem hefur veriđ međal sigurvegara á síđustu ţremur Reykjavíkurskákmótinu, Héđinn Steingrímsson, sem var međal sigurvegara 2009 og Henrik Danielsen.  

Reykjavíkurskákmótiđ hefur ávallt veriđ tilvalinn vettvangur fyrir unga íslenska skákmenn.  Í ár er slegiđ aldursmet ţví Vignir Vatnar Stefánsson verđur yngsti skákmađurinn í sögu Reykjavíkurmótanna ađeins 8 ára.  Nansý Davíđsdóttir, sem einnig er átta ára, er sú nćstyngsta sem hefur tekiđ ţátt og er ađ sjálfsögđu yngsta stúlkan. 

Svo má ekki gleyma hinum hefđbundna áhugamanni en međal keppenda keppenda eru barnalćknir og lyfjafrćđingur.

Vignir Vatnar Stefánsson 8 ára í byrjun sigurskákar gegn Sigurlaugu, ótrúlega bratturSkákskýringar verđa á skákstađ á hverjum degi og verđa í umsjón "eldri" skákmeistara sem hafa lagt keppnisskóna ađ mestu á hilluna en hafa engu gleymt.  Má nefna ađ Jóhann Hjartarson, Margeir Pétursson, Jón L. Árnason og Helgi Ólafsson hafa ţegar bođađ ađ ţeir muni skýra skákir í einstaka umferđum.

Bođiđ verđur upp á beinar útsendingar á vefsíđu mótsins, www.chess.is en dagleg umfjöllun um skákmótiđ verđur á www.skak.is.

Samhliđa mótinu verđa alls konar hliđarviđburđir. Hćst ber Deloitte Reykjavík Barnablitz í umsjón Skákakademíu Reykjavíkur sem fram fer á sunnudag en ţá kljást sterkustu börnin (12 ára og yngri) um Reykjavíkurmeistaratitil barna í hrađskák.

Setning sjálfs MP Reykjavíkurmótsins hefst um kl. 16 en mótiđ sjálft kl. 16:30.  Eva Einarsdóttir, formađur Íţrótta- og tómstundaráđs Reykjavíkur setur mótiđ og leikur fyrsta leik ţess.   

Reykjavíkurskákmótiđ, var fyrst haldiđ áriđ 1964 og var haldiđ á tveggja ára fresti ţar til áriđ 2008 en árlega síđan ţá.  Margir af sterkustu skákmönnum heims hafa tekiđ ţátt í Reykjavíkurmótunum og má ţar nefna heimsmeistarana Tal og Smyslov og svo Korchnoi, Bronstein, Larsen, Short og norska undradrenginn Magnus Carlsen.

Helstu bakhjarlar mótsins ásamt Reykjavíkurborg eru MP banki og Deloitte. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 147
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 133
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband