Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í atskák fer fram á föstudag

ŢrösturHjörvarÚrslitaeinvígi Íslandsmótsins í atskák fer fram föstudagskvöldiđ, 13. maí.  Stórmeistarinn Ţröstur Ţórhallsson og Hjörvar Steinn Grétarsson mćtast í úrslitum.  Ađ ţessu sinni fer einvígiđ ekki fram í sjónvarpi.  Kapparnir tefla í húsnćđi Skáksambandsins, Faxafeni 12 og eru áhorfendur velkomnir.   Einvígiđ hefst kl. 19.  Einvíginu verđur varpađ upp á risaskjá í Billiardbarnum sem er hliđina á Skáksambandinu en verđur ekki sýnt beint á netinu.

Helgi Ólafsson verđur ţar á stađnum og fer yfir ţađ sem er ađ gerast í skákinni jafnóđum.  Ingvar Ţór Jóhannesson ćtlar einnig ađ mćta međ tölvuforrit og greina frá ţví hvađ tölvuforritin segja um gang mála jafnóđum. 

Sigurbjörn bóksali verđur međ bóksölu á stađnum.

Áhugamenn geta ţví ýmist fylgst međ skákinni beint og fylgst međ skýringum Helga og Ingvars.    

 

 


Sautján á skáklist - án landamćra.

CIMG1871

Eina skákkonan í hópnum stjórnađi mótinu í Vin ţar sem ţátttakendur komu frá Rúmeníu, Selfossi , Bandaríkjunum og Grafarholti. Jafnvel vesturbćnum líka. Skáklist án allra landamćra ţar sem tékkneski sjálfbođaliđinn í Vin, hún Lenka Müllerova, bakađi djúsí köku og serverađi međ ís í hálfleik.

Tefldar voru sex umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma og allt fór ţokkalega vel fram. 20 manna hópur Vinjargengis fór í morgun til Englands ađ chilla svo skákfólkiđ átti húsiđ. CIMG1866

Ingibjörg Edda stjórnađi af röggsemi og var sú eina sem náđi jafntefli gegn Róberti Lagerman, Bandaríkjamanninum í hópnum. Hann sigrađi semsagt á sterku skáklistarmótinu, ţar sem Stefán Bergsson var annar međ fimm vinninga. Ingi Tandri krćkti svo í bronsiđ, jafn Birgi Berndsen en hćrri á stigum.

Úrslit:

  • 1.       Róbert Lagerman              5,5
  • 2.       Stefán Bergsson                5
  • 3.       Ingi Tandri Traustas         4
  • 4.       Birgir Berndsen                 4
  • 5.       Magnús Matthíasson       3,5
  • 6.       Jón Úlfljótsson                  3,5
  • 7.       Haukur Angantýsson       3,5
  • 8.       Ingibjörg Edda Birgisd     3,5
  • 9.       Gunnar Freyr Rúnarss     3,5
  • 10.   Bjarni Hjartarson              3
  • 11.   Kristján B. Ţór                   3
  • 12.   Arnar Valgeirsson             3
  • 13.   Hrafn Jökulsson                2
  • 14.   Gunnar Gestsson              2
  • 15.   Csaba Daday                      2
  • 16.   Grétar Sigurólason           1
  • 17.   Davíđ Friđbertsson           1
Myndaalbúm mótsins

Áskorendaeinvígin: Enn óvćnt úrslit - Grischuk og Kramnik áfram - Aronian úr leik

GrischukŢađ urđu enn óvćnt úrslit í áskorendaeinvígum FIDE í dag ţegar Grischuk felldi Aronian úr leik eftir ćsilegar at- og hrađskákir.   Kramnik vann Radjabov og ţar gekk líka á ýmsu.  Klukkan bilađi í hrađskákinni í jafnteflislegri stöđu sem Kramnik ţurfti nauđsynlega ađ vinna til ađ jafna einvígiđ og ţađ gerđi hann og hafđi svo betur, aftur međ ţví ađ vinna jafnteflislegt endatafl!

Undanúrslit hefjast 12. maí.  Ţá mćtast Kramnik-Grischuk og Kamsky-Gelfand.  

Rétt er ađ benda á ađ Henrik Danielsen er međ daglegar skákskýringar á Chessdom.

Lokastađan í 8 manna úrslitum:


Topalov (BUL) - Kamsky (USA) 1˝-2˝
Kramnik (RUS) - Radjabov (AZE) 6˝-5˝
Aronian (ARM) - Grischuk (RUS) 3˝-4˝
Gelfand (ISR)- Mamedyarov (AZE) 2˝-1˝

 


Akureyringar lögđu Ása í Vatnsdal

Síđasta laugardag sendu Skákfélag eldri borgara í Reykjavík Ćsir, tíu manna sveit skákmanna  til móts viđ eldri borgara sveit Skákfélags Akureyrar.  Mótsstađurinn var sá sami og á síđasta ári, veiđihúsiđ í Vatnsdalshólum sem er alveg frábćr stađur til ţess ađ halda svona mót.

Einn Akureyringurinn Karl Steingrímsson og hans ágćta frú sáu um allar veitingar fyrir sunnanmenn, sem voru alveg frábćrar, eins og á bestu hótelum.

Á milli bardaga gengu menn út í Ţórdísarlund og söfnuđu orku fyrir nćstu orrustu. Ţetta er fallegur stađur sem Húnvetningafélagiđ hefur rćktađ og reist minnisvarđa um fyrstu konuna sem fćddist í Vatnsdal. Ţórdísi Ingimundardóttir "gamla"

Á laugardag var keppt í 15 mínútna skákum í tveimur riđlum, fimm menn í hvorum riđli.

Í A riđli sigruđu Akureyringar međ 14˝ vinningi gegn 10˝ vinningum Sunnanmanna.

Bestum árangri  fyrir Ćsir náđi Björn Ţorsteinsson 4 v af 5. Hjá Akureyringum fékk Sigurđur Eiríksson flesta v eđa 3 ˝ af 5

Í B riđli fóru leikar nákvćmlega eins 14 ˝ gegn 10 ˝ fyrir Akureyringa.

Haki Jóhannesson var bestur norđan manna í B riđli fékk 4˝ v af 5.  Björn V Ţórđarson stóđ sig best í B riđli fyrir sunnan menn fékk 3˝ v af 5

Á laugardagskvöldiđ var svo haldiđ 7 mínútna hrađskákmót eftir ađ menn höfđu snćtt dýrindis kvöldverđ og sumir fengiđ sér smá Víking í ađra tána

Ţar varđ Björn Ţorsteinsson efstur međ 8˝ v af 9. Jóhann Örn Sigurjónsson varđ annar međ 7˝ v. Ţriđja sćtinu náđi Ţór Valtýsson fyrirliđi norđan manna međ 6˝ v.

Svo skemmtilega fór ađ ţegar lagđir voru saman vinningar liđanna eftir ţetta hrađskákmót skildu liđin jöfn, hvort liđ međ 45 vinninga.

Á sunnudag kl. 11 var svo hrađskákkeppnin liđ gegn liđi 7 mín. umhugsunartíma, tíu í hvoru liđi. Ţar fóru leikar ţannig ađ Norđanmenn sigruđu međ 57 vinningum gegn 43  Jón Ţ. Ţór fékk flesta vinninga Norđanmanna 9 v af 10. Björn Ţorsteinsson var bestur af sunnan mönnum međ 8˝ v.

Ţetta var allt saman hin besta skemmtun, engin sár en sumir nokkuđ móđir eins og gengur.

Ćsismenn ţakkaAkureyringum kćrlega fyrir drengilega keppni og skemmtilega helgi.

Finnur Kr. Finnsson


 

EM öldungasveita: Tap gegn Belgum

Polar BearsÍslenska sveitin, Polar Bears Iceland, tapađi ˝-3˝ fyrir belgískri sveit í 7. umferđ EM öldungasveita sem fram fór í morgun í Ţessalóníku í Grikklandi í morgun.  Íslenska sveitin hefur 7 stig og 12 vinning og er í 21. sćti.  Gunnar Gunnarsson gerđi jafntefli en ađrir töpuđu.  Í áttundu og nćstsíđustu umferđ sem fram fer á morgun teflir íslenska sveitin viđ England 2.

Rússar eru efstir međ 12 stig, Ísraelar ađrir međ 11 stig og Belgar og Ítalir hafa 10 stig.  

Sterkir skákmenn taka ţátt í keppninni, ţar á međal 12 stórmeistarar.  Stigahćstur keppenda er Evgeni Vasjukov (2480).  

Fleiri myndir hafa bćst viđ í myndaalbúm mótsins frá Gunnari Finnlaugssyni.


Úrslit 7. umferđar:

Bo.18  BelgiumRtg-20  Polar Bears IcelandRtg3˝: ˝
6.1FMRooze Jan2333- Einarsson Arnthor22271 - 0
6.2 Van Herck Marcel2135- Gunnarsson Gunnar K2209˝ - ˝
6.3 Schuermans Robert2085- Finnlaugsson Gunnar20751 - 0
6.4 Hajenius Willem1983- Kristjansson Sigurdur19451 - 0


Íslenska sveitin:


  1. Arnţór Sćvar Einarsson (2227) 4˝ v.
  2. Gunnar Gunnarsson (2209) 4˝ v.
  3. Gunnar Finnlaugsson (2075) 2˝ v.
  4. Sigurđur Kristjánsson (1945) ˝ v.

Sveitin er sú 20. sterkasta af 35 samkvćmt stigum.


Skáknámskeiđ í sumar hjá Skákakdemíunni

Eins og síđastliđin sumur mun Skákakademía Reykjavíkur standa fyrir skáknámskeiđum fyrir börn og unglinga. Námskeiđin hefjast 6. júní og standa til 19. ágúst. Skipt verđur í flokka eftir aldri og reynslu. Kennslan mun fara fram í Skákakademíu Reykjavíkur ađ Tjarnargötu 10 A. Kennarar verđa međal annarra Stefán Bergsson, Róbert Lagerman, Hjörvar Steinn Grétarsson, Björn Ívar Karlsson, Bragi Ţorfinnsson og Guđmundur Kjartansson.

Hver flokkur verđur á 2-3 ćfingum í sumar, 1.5 - 2 tíma í senn. Byrjendur verđa á 2 ćfingum í viku en ţeir sem eru eldri og reyndari á 3 ćfingum. Ćfingarnar munu fara fram á bilinu 10:00-18:00.

Verđ: 12.000-20.000 kr. fyrir allt sumariđ.

Opnađ hefur veriđ fyrir skráningu á www.skak.is.

Mjög mikilvćgt er ađ netfang fylgi skráningu.

Í  byrjun júní verđur stundatafla allra hópa komin á hreint. Ţá fá skráđir ţátttakendur tölvupóst um tímasetningu ţeirra flokka.

Reynt verđur eftir megni ađ koma til móts viđ óskir ţátttakanda um tímasetningar, svo ađ allir krakkarnir komist á ţćr ćfingar sem ţeim standa til bođa í hverri viku. Ef ţađ kemur á daginn ađ einhver kemst ekki alla dagana í sinn flokk gćti hann ţá komiđ einhvern daginn í annan flokk. Slíkum óskum verđur sinnt ađ lokinni stundatöflugerđ allra flokka.

Á námskeiđunum verđur hvoru tveggja mikiđ lagt upp úr taflmennsku og ţjálfun. Ţegar viđrar vel mun kennslan ađ einhverju leyti fara fram utandyra og verđur mikiđ líf í kringum útitafliđ viđ Lćkjargötu eins og síđasta sumar.


Skáklist án landamćra - mót í Vin í dag

Mánudaginn 9. mai verđur haldiđ skákmót í Vin, Hverfisgötu 47.

Mótiđ hefst klukkan 13:00 og skráning á stađnum.

Í tilefni ţess ađ „List án landamćra" er í fullum gangi, ţar sem listamönnum á öllum aldri hefur stađiđ til bođa ađ sýna verk sín í hvađa formi sem er, ţá höldum viđ ađ sjálfsögđu skáklistarmót.

Ţó er ţetta ei s og í öđrum íţróttum, ţađ eru stigin sem telja á endanum, ekki verđa veitt fegurđaverđlaun.

Tefldar verđa sjö umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma og skákstýra er Ingibjörg Edda Birgisdóttir.

Í miđju móti verđur „café a la Vin" til ađ bústa upp mannskapinn.

Bókaverđlaun fyrir efstu sćtin auk happadrćttis.

Allt skákáhugafólk ţvílíkt velkomiđ í Vin sem er ađ Hverfisgötu 47 í Reykjavik,

síminn er 561-2612.


Vignir Vatnar sigrađi á Vormóti Skákskólans

Vignir VatnarVormót Skákskólans fór fram á sunnudaginn. Mót ţetta markar lok framhaldsflokks Skákskólans á hverju ári og er skipađ nemendum í ţeim flokki. Allir nemendur framhaldsflokks eiga ţađ sameiginlegt ađ hafa bćtt sig töluvert í vetur enda ćfingar tvisvar í viku í einn og hálfan tíma í senn. Krakkarnir eru einnig dugleg viđ ađ sćkja ćfingar sinna taflfélaga og nokkur ţeirra sćkja
 tíma Helga Ólafssonar í Kópavogsstúkunni.
 
Tefldar voru sex umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma. Eftir ţrjár umferđir mćttust ţeir einu keppendur söm höfđu fullt hús. Eftir harđa baráttu sömdu Dawid Kolka og Vignir Vatnar um jafntefli í endatafli sem Dawid taldi vera dautt jafntefli. Vignir gat prísađ sig sćlan međ ţetta ţví Dawid átti vinning sem honum yfirsást. Eftir ţessa skák héldu engin bönd Vigni sem varđ öruggur sigurvegari međ 5 vinninga af sex mögulegum. Í öđru sćti međ 4.5 vinning lenti Felix Steinţórsson liđsmađur í sveit Álfhólsskóla Kópavogi og Taflfélaginu Helli. Árangur Felix kom nokkuđ á óvart en undirstrikar ţćr framfarir sem hann og fleiri í flokknum hafa tekiđ í vetur. Í ţriđja sćti varđ svo Nansý Davíđsdóttir međ 4 vinninga. 
 
Úrslit
 
Rk.NamePts. TB1
1Vignir Vatnar Stefánsson  520
2Felix Steinţórsson  4,520,5
3Nansý Davíđsdóttir  420
4Hilmir Freyr Heimisson  417,5
5Dawid Kolka  3,521,5
6Leifur Ţorsteinsson  318
7Elín Nhung  316
 Gauti Páll Jónsson  316
9Kári Georgsson  313,5
10Donika Kolica  221,5
11Heimir Páll Ragnarsson  114,5
12Eric Daniel  017
 
 
Skákstjórar voru Davíđ Ólafsson og Stefán Bergsson.
 

Skákţáttur Morgunblađsins: Úrslitaskákin

Henrik og HéđinnŢrír skákmeistarar áttu raunhćfa möguleika á Íslandsmeistaratitlinum ţegar lokaumferđin hófst á Eiđum fyrir viku. Héđinn Steingrímsson var međ 6 ˝ vinning af átta mögulegum og hafđi ˝ vinnings forskot á Henrik Danielsen og Braga Ţorfinnsson sem voru í 2. – 3. sćti međ 6 vinninga. Lokaumferđin bauđ upp á hreina úrslitaskák milli Héđins og Henrik og ţađ var ekki víst ađ jafntefli dygđi Héđni. Mikiđ var líka undir hjá Braga í skákinni viđ Guđmund Kjartansson.

Í úrslitaskákum á borđ viđ ţá sem Héđinn og Henrik háđu er engin ţekkt uppskrift til ađ árangri. Ţó er mćlt međ ţví ađ menn reyni ađ halda haus og grípa ţau tćkifćri sem gefast. Reynslan hefur kennt mönnum ađ miklar líkur eru á ţví ađ báđum ađilum verđi á einhver mistök viđ spennuţrungnar ađstćđur. Í öđru einvígi Karpovs og Kasparovs haustiđ 1985 var heimsmeistaratitillinn undir í lokaskákinni og Karpov varđ ađ vinna til ađ halda titlinum. Á hárfínu augnabliki gat hann – og varđ – ađ herđa sóknina en hikađi og tapađi. Tveim árum síđar ţegar 24. skákin í einvígi nr. 4 í Sevilla á Spáni, var tefld dugđi Karpov jafntefli til ađ ná heimsmeistaratitlinum úr höndum Kasparovs, hleypti sér í mikiđ tímahrak, missti af rakinni jafnteflisleiđ og náđi síđan ekki ađ hanga á lakari biđstöđu peđi undir. Henrik Danielsen hafđi svart gegn Héđni og kóngsindverska vörnin er sjaldan slćmt val undir slíkum kringumstćđum, gallinn var hinsvegar sá ađ hvađ eftir annađ stofnađi hann til uppskipta og sat eftir međ óvirka stöđu ţar sem vinningsmöguleikarnir voru Héđins megin. Á einum stađ fékk Henrik ţó tćkifćri til ađ hrista rćkilega upp í stöđunni en sat fastur í skotgröfunum og tapađi:

Skákţing Íslands 2011; 9. umferđ:

Héđinn Steingrímsson – Henrik Danielsen

Kóngsindversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Rf3 O-O 6. Be2 e5 7. O-O Rc6 8. d5 Re7 9. b4 c6

Algengast 9. ... Rh5 en Henrik hefur sennilega viljađ koma Héđni á óvart.

10. Bb2 a5 11. a3 Bg4 12. Rd2 axb4 13. axb4 Hxa1 14. Bxa1 Bxe2 15. Dxe2 cxd5 16. exd5 Rh5 17. Hd1 Rf4 18. Df1 Dd7 19. Rb5 Ha8 20. Bc3 Ha2 21. g3 Rh3 22. Kg2 Rf5 23. Ha1

Vitaskuld ekki 23. Kxh3 Re3+ og drottningin fellur.

23. ... Hxa1 24. Bxa1 Rg5 25. De2 h5 26. h4 Rh7 27. Bc3 Rf6 28. Re4 Rg4 29. Dd3 Rf6 30. Rxf6 Bxf6 31. c5 dxc5 32. bxc5 Re7

32. .... Rd4 stođar lítt. Eftir 33. Bxd4! Dxd5+ 34. Df3 Dxf3 35. Kxf3 exd4 36. Ke4 á svartur erfitt endatafl fyrir höndum.

33. Rd6 Bg7 34. Bb4 f5 35. Ba3?

go5nd87e.jpgHér fékk Henrik eina tćkifćriđ í skákinni, 35. .... Da4! Ţá strandar 36. Rxb7 á 36. ... e4! o.s.frv. Hvítur getur haldiđ velli međ 36. f3 eđa 36. Bc1 en vandamál svarts eru ađ baki og stađan má heita í jafnvćgi.

35. ... Kh7? 36. Db3 e4 37. Kf1 Be5? 38. Rf7! Bf6 39. d6 Rc6 40. Rg5+

Gott var einnig 40. Bb2! t.d. 40. ... Ra5 (eđa 40. .... Bxb2 41. Rg5+ o.s.frv.) 41. Rg5+ Bxg5 42. Dc3! og vinnur.

40. ... Bxg5 41. hxg5 f4 42. gxf4 Rd4 43. Dc3 Rb5 44. Db3 Rd4 45. Dc3 Rb5 46. De3 Dg4 47. Bb2 Dd1 48. Kg2 Dg4 49. Dg3 De6 50. Dh3

– og svartur gafst upp.

Međ ţessum sigri tryggđi Héđinn sér Íslandsmeistaratitilinn í annađ sinn. Hann varđ síđast Íslandsmeistari áriđ 1990 ađeins 15 ára gamall, sá yngsti frá upphafi.

gafst upp.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 1. maí 2011.

Skákţćttir Morgunblađsins


Kamsky og Gelfand komnir áfram

Kamsky.jpgGata Kamsky og Boris Gelfand eru komnir áfram í undanúrslit áskorendaeinvígi FIDE.   Kamsky gerđi jafntefli gegn Topalov í fjórđu skákinni í dag og vann ţví einvígiđ 2˝-1˝ og koma sú úrslit verulega á óvart.  Öllum skákum dagsins lauk međ jafntefli og hafđi ţví Gelfand betur gegn Mamedyarov .  Sigur Gelfandar kemur hins vegar ekki mikiđ á óvart.  Kamsky og Gelfand mćtast í undanúrslitum.  Hin tvö einvígin enduđu hins vegar 2-2 og verđa tefld til ţrautar á morgun međ atskák og hrađskák ef međ ţarf. Taflmennskan hefst kl. 11.

Rétt er ađ benda á ađ Henrik Danielsen er međ daglegar skákskýringar á Chessdom.

Stađan í 8 manna úrslitum:


Topalov (BUL) - Kamsky (USA) 1˝-2˝
Kramnik (RUS) - Radjabov (AZE) 2-2
Aronian (ARM) - Grischuk (RUS) 2-2
Gelfand (ISR)- Mamedyarov (AZE) 2˝-1˝

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 168
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 104
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband