Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Íslandsmót barna: Vegleg verđlaun frá Bónus

Dawid KolkaGlćsileg verđlaun eru í bođi á Íslandsmóti barna í Rimaskóla á laugardaginn. Sigurvegarinn vinnur sér inn ferđ á Norđurlandamótiđ í skólaskák í Finnlandi, sem fram fer í febrúar. 

Bónus gefur ţremur efstu keppendum á Íslandsmótinu inneignarkort, samtals ađ andvirđi 50 ţúsund krónur, og fjöldi skemmtilegra vinninga verđur í happdrćtti Íslandsmótsins, svo allir eiga möguleika á glađningi.

Verđlaunin frá Bónus skiptast ţannig ađ 1. sćti gefur 25 ţúsund króna inneign, 2. sćtiđ 15 ţúsund og 3. sćtiđ 10 ţúsund. Ef verđlaunahafar eru jafnir ađ vinningum munu verđlaunin skiptast jafnt á milli ţeirra.

Í happdrćtti mótsins verđa margir vinningar, bćkur, geisladiskar, leikhúsmiđar, borđspil, sundkort og fjölskylduferđ í Húsdýragarđinn, svo nokkuđ sé nefnt. Eftirtalin fyrirtćki gefa vinninga: Sena, Nexus, Húsdýragarđurinn, ÍTR, Borgarleikhúsiđ og Sögur útgáfa.

Síđast en ekki síst verđur keppt um skínandi verđlaunapeninga og bikara á Íslandsmótinu í Rimaskóla og eru veitt verđlaun fyrir bestan árangur í hverjum árgangi.

Íslandsmót barna er opiđ öllum börnum í 1. til 5. bekk. Ţađ hefst klukkan 11 í Rimaskóla og eru keppendur hvattir til ađ skrá sig sem fyrst hér á skak.is.

Myndin er af Dawid Kolka, Íslandsmeistara barna 2011.


Guđmundur vann Hebden - í 4.-6. sćti - fćr stórmeistaraáfanga međ sigri á morgun

Guđmundur KjaAlţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2326) fer mikinn á Hastings-mótinu og vinnur nú hvern stórmeistarann á fćtur öđrum!  Í dag í áttundu og nćstsíđustu umferđ lagđi hann enska stórmeistarann Mark Hebden (2515) í hörkuskák, međ svörtu, sem var síđasta skák umferđarinnar til ađ klárast.  Guđmundur er nú kominn í 4.-6. sćti međ 6 vinninga. 

Guđmundur mćtir franska stórmeistaranum Andrei Istatescu (2627), međ hvítu, í lokaumferđinni sem fram fer á morgun.  Skákin sú verđur sýnd beint á vefsíđu mótsins og hefst kl. 14:15.  Sigur Guđmundar í ţeirri skák tryggir honum sinn annan stórmeistaraáfanga. 

Sigurskák Guđmundar gegn Howell fylgir međ fréttinni.

Kínverski stórmeistarinn Wang Yue (2697) er efstur međ 7 vinninga.  Indversku alţjóđlegu meistararnir Babu Lalith (2484) og Sundar Shyam (2462) eru í 2.-3. sćti međ 6˝ vinning.

116 skákmenn taka ţátt í Hastings.  Ţar á međal eru 13 stórmeistarar.  Guđmundur er nr. 30 í stigaröđ keppenda. 

Mikil spenna í Reggio Emila - Caruana vann Ivanchuk

Ítalinn ungi Fabiano Caruana Ţađ er ótrúlega fjörlega teflt á ofurskákmótinu í Reggio Emila og ađeins 7 jafntefli hafa veriđ gerđ í 24 skákum sem einstakt á svo sterku móti.  Nakamura er efstur međ 15 stig ţrátt fyrir tap gegn Morozevich (2762) í áttundu umferđ sem er annar međ 14 stig.  Giri (2714) er ţriđji međ 12 stig en stigahćsti skákmađur heims undir tvítugu Caruana (2727) nálgast óđflug efstu menn, hefur nú 11 stig, en hann vann Ivanchuk (2775) í dag. 

Stađan:

  • 1. Nakamura ( 2758) 15 stig
  • 2. Morozevich (2762) 14 stig
  • 3. Giri (2714) 12 stig
  • 4. Caruana (2727) 11 stig
  • 5. Ivanchuk (2775) 8 stig
  • 6. Vitjugov (2729) 5 stig

Heimasíđa mótsins

 


KORNAX mótiđ - Skákţing Reykjavíkur hefst á sunnudag - stefnir í vel sótt og sterkt mót

KORNAX mótiđ 2012 - Skákţing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 8. janúar kl. 14. Tefldar verđa 9 umferđir eftir svissnesku kerfi og eru tímamörk 1˝ klst. á alla skákina auk 30 sek. á leik. Umferđir fara fram á miđvikudögum og föstudögum kl. 19.30 og á sunnudögum kl. 14.  Teflt er í húsnćđi Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni 12.

Nú ţegar eru 37 keppendur skráđir til leiks og ţar á međal 4 alţjóđlegir meistarar ţeir: Bragi Ţorfinnsson (2426), Jón Viktor Gunnarsson (2424),  Björn Ţorfinnsson (2406) og Guđmundur Kjartansson (2326) sem er ađ gera góđa hluti í Hastings.  Skráning í mótiđ fer fram á heimasíđu TR og upplýsingar um skráđa keppendur má finna hér.

Verđlaun:

  • 1. sćti kr. 100.000
  • 2. sćti kr. 50.000
  • 3. sćti kr. 25.000
  • Besti árangur undir 2000 skákstigum kr. 10.000 (íslensk stig gilda)
  • Besti árangur undir 1800 skákstigum kr. 10.000 (íslensk stig gilda)
  • Besti árangur undir 1600 skákstigum - bókaverđlaun (íslensk stig gilda)
  • Besti árangur undir stigalausra - bókaverđlaun

Sigurvegarinn hlýtur auk ţess nafnbótina Skákmeistari Reykjavíkur 2012 og farandbikar til varđveislu í eitt ár.  Núverandi Skákmeistari Reykjavíkur er Björn Ţorfinnsson.

Ţátttökugjöld:

  • kr. 4.000 fyrir 16 ára og eldri
  • kr. 2.000 fyrir 15 ára og yngri

Dagskrá:

  • 1. umferđ sunnudag   8. janúar  kl. 14
  • 2. umferđ miđvikudag 11. janúar  kl. 19.30
  • 3. umferđ föstudag     13. janúar  kl. 19.30
  • 4. umferđ sunnudag   15. janúar  kl. 14
  • 5. umferđ miđvikudag 18. janúar  kl. 19.30
  • 6. umferđ föstudag      20. janúar  kl. 19.30
  • 7. umferđ sunnudag    22. janúar  kl. 14
  • 8. umferđ miđvikudag 25. janúar  kl. 19.30
  • 9. umferđ föstudag      27. janúar  kl. 19.30

Skákţingiđ er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga.

Skráning fer fram á heimasíđu Taflfélags Reykjavíkur, http://www.taflfelag.is.

Athugiđ ađ skráningu lýkur 15 mínútum fyrir auglýst upphaf móts, ţ.e. kl. 13.45.


Henrik međ 1˝ vinning eftir 2 umferđir í Chennai

HenrikStórmeistarinn Henrik Danielsen (2536) hefur 1˝ vinning eftir 2 umferđir á alţjóđlegu skákmóti sem hófst í dag í Chennai í Indlandi.  Henrik tefldi viđ fremur stigalága andstćđinga í dag.  

Alls taka 297 skákmenn ţátt í mótinu og ţar af eru 16 stórmeistarar.   Henrik er nr. 5 í stigaröđ keppenda.  

Hćgt er ađ fylgjast međ átta skákum beint í hverri umferđ á Chessbomb.  Umferđirnar hefjast hins vegar flestar kl. 4 ađ nóttu!

 

 


Forseti Íslands heiđursgestur á Íslandsmóti barna

Ólafur Ragnar Grímsson og Bent Larsen međ splunkunýja fálkaorđu á Bessastöđum 2003.Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands verđur heiđursgestur viđ setningu Íslandsmóts barna í Rimaskóla á laugardaginn klukkan 11. Forsetinn mun hitta keppendur, foreldra, áhugamenn og forystumenn í íslensku skáklífi og leika fyrsta leikinn á mótinu.

Mikill áhugi er fyrir mótinu og er búist viđ spennandi og skemmtilegri keppni.

Međal keppenda verđa Vignir Vatnar Stefánsson, Nansý Davíđsdóttir, Heimir Páll Ragnarsson, Mykhaylo Kravchuk, Joshúa Davíđsson, Jón Jörundur Guđmundsson, Felix Steinţórsson, Hilmir Freyr Heimisson og Ásdís Birna Ţórarinsdóttir.

Öll hafa ţessi börn unniđ góđa sigra á undanförnum misserum, enda höfum viđ sjaldan eđa aldrei átt jafn stóran hóp af efnilegum börnum á aldrinum 6 til 11 ára.

Íslandsmótiđ er öllum opiđ og er ţátttaka ókeypis. Keppendur eru hvattir til ađ skrá sig sem allra fyrst hér á skak.is!

Myndin er frá Bessastöđum 2003, ţegar forseti Íslands sćmdi skákmeistarann Bent Larsen riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorđu.


Hiđ árlega ofurhrađskákmót SSON fer fram í dag

Hiđ árlega Ofurhrađskákmót SSON fer fram miđvikudagskvöldiđ 4. janúar, tefldar verđa 5 mínútna skákir í Selinu ađ vanda.

Áđur en mót hefst mun formađur fara yfir dagskrá félagsins fram ađ vori.

Félagsmenn eru hvattir til ađ mćta

Hrađskákmeistari félagsins verđur á stađnum og mun veita keppendum holl ráđ á milli skáka.


Guđmundur vann Howell - mćtir Hebden á morgun

 

Guđmundur Kjartansson

 

Alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2326) gerđi sér lítiđ fyrir og sigrađi stórmeistarann sterka David Howell (2633) í sjöundu umferđ Hastings-mótsins, sem fram fór í dag.  Guđmundur er í 7.-12. sćti međ 5 vinninga.   Kínverski stórmeistarinn Wang Yue (2697) er efstur međ 6 vinninga.

Í áttundu og nćstsíđustu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Guđmundur viđ enska stórmeistarann Mark Hebden (2515). 

116 skákmenn taka ţátt í Hastings.  Ţar á međal eru 13 stórmeistarar.  Guđmundur er nr. 30 í stigaröđ keppenda. 

Sćbjörn sigursćll í Stangarhyl

Sćbjörn t.v.Ćsir ţeir hittust í Ásgarđi í dag á fyrsta skákdegi ársins og börđust eins og brjálađir berserkir til síđasta manns, eins og ţeir eru vanir.  Sćbjörn Guđfinnsson varđ sigursćlastur eins og hann hefur oft veriđ áđur, hann fékk 8 vinninga af 9 mögulegum. Í öđru sćti varđ Ţorsteinn Guđlaugsson međ 7.5 vinning.  Ţriđja sćtinu náđi Valdimar Ásmundsson međ 6.5 vinning.  Tuttugu og ţrír heldri skákmenn mćttu til leiks í dag.

Nánari úrslit:

  • 1          Sćbjörn Guđfinnsson                         8 vinninga
  • 2          Ţorsteinn Guđlaugsson                       7.5
  • 3          Valdimar Ásmundsson                       6.5
  • 4          Haukur Ásmundsson                          6
  • 5          Óli Árni Vilhjálmsson                         5.5
  • 6-10     Haraldur Axel                                     5
  •             Gunnar Finnsson                                 5
  •             Stefán Ţormar                                     5
  •             Gísli Árnason                                      5
  •             Kort Ásgeirsson                                  5
  • 11-14   Viđar Arthúrsson                                4.5
  •             Birgir Sigurđsson                                4.5
  •             Gísli Sigurhansson                              4.5
  •             Eiđur Á Gunnarsson                           4.5
  • 15-18   Einar S Einarsson                                4
  •             Finnur Kr Finnsson                             4
  •             Ásgeir Sigurđss0n                               4
  •             Baldur Garđarsson                              4

Nćstu fimm skákmenn fengu örlítiđ fćrri vinninga.

 


Reykjavíkurskákmótiđ í Hörpu

 

Samningar um Hörpu undirritađir: Höskuldur, Gunnar og Karitas
Skáksamband Íslands og Harpa hafa gert međ sér samkomulag um ađ Alţjóđlega Reykjavíkurskákmótiđ verđi haldiđ í Hörpunni árin 2012-14.  

 

Ađstćđur í Hörpunni eru einstakar til skákmótahalds, ćtla má ađ hvergi í heiminum sé bođiđ upp á jafnglćsilega umgjörđ um opin skákmót og ţar. Teflt verđur í Flóanum svonefnda sem er rýmiđ fyrir aftan veitingastađinn Munnhörpuna.  Skákskýringar verđa í sérstöku rými ţar sem innangengt er úr skáksal.  Stefnt er ađ ţví ađ risaskjár verđi í veitingarýminu ţar sem skákmenn og skákáhugamenn geta sest og skođađ skákirnar á sama tíma og ţćr fara fram.

Höskuldur Ásgeirsson, framkvćmdastjóri Hörpu: „Okkur er mikill fengur í ađ fá ţennan merka skákviđburđ í Hörpuna. Skákin er listgrein sem á sér sterkar rćtur menningu ţjóđarinnar og hún fellur ţví vel ađ okkar starfsemi."

Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands: „Ţađ er sannkallađ fagnađarefni ađ geta bođiđ skákmönnum og skákunnendum upp á ţessar glćsilegu ađstćđur, ađ ég tali ekki um ţađ ađdráttarafl sem Harpan hefur gagnvart erlendum gestum."

Reykjavíkurskákmótiđ er eitt elsta skákmót í heimi. Vegur ţess hefur aukist jafnt og ţétt síđustu ár og í fyrra tóku ţátt um 170 skákmenn ţátt víđs vegar ađ úr heiminum. Stefna mótshaldara í samvinnu viđ styrktarađila og Hörpuna er ađ stćkka mótiđ enn á komandi árum.  Er ţá sérstaklega horft til ársins 2014 en ţá verđur hálf öld liđin síđan fyrsta mótiđ var haldiđ og galdramađurinn Mikhail Tal kom sá og sigrađi međ 12˝ vinningi af 13 mögulegum. 

Ríflega 20 stórmeistarar eru ţegar skráđir til leiks á Reykjavíkurmótinu 2012. Stigahćsti skráđi keppandinn sem skráđur er til leiks er tékkneski stórmeistarinn David Navara (2712).  Enn stigahćrri og ţekktari keppandi verđur kynntur til sögunnar á nćstu dögum.   

Heimasíđa mótsins


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 16
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 154
  • Frá upphafi: 8780520

Annađ

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 89
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband