Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Námskeiđ Skákskóla Íslands hefjast 21. janúar

Skákskóli Íslands kynnir:

Byrjenda- og framhaldsflokkar Skákskóla Íslands hefjast

21. janúar

 

Stundatafla

Byrjendaflokkur I:   laugardagar  10:30 - 11:30

Byrjendaflokkur II:  laugardagar 11:30 - 12:30

Byrjendaflokkur III: laugardagar 16:00 - 17:00

Framhaldsflokkur I:   ţriđjudagar  15:30 - 17:00, laugardagar 12:30-14:00.

Kennt verđur í 13 vikur en frí um páska og helgina sem Íslandsmót Skákfélaga stendur yfir, 2.-4. mars.

Kennarar flokkanna eru hinir reyndu skákkennarar Björn Ívar Karlsson, Stefán Bergsson og Torfi Leósson auk ţess sem stórmeistarar koma ađ kennslu allra flokkanna. Nemendur Skákskólans hafa í gegnum tíđina skarađ fram úr á skáksviđinu og má nefna alţjóđlegu meistarana Guđmund Kjartansson og Dag Arngrímsson og svo helstu skákstjörnu Íslands Hjörvar Stein Grétarsson landsliđsmann.

Innifaliđ í námskeiđunum er kennsla, kennslugögn, heimaverkefni og umsjón međ skákmótaţátttöku nemenda. Nemendum er vísađ á skákmót viđ hćfi og veitt eftirfylgni á ţeim skákmótum.

Verđ: Byrjendaflokkur 14.000 kr. og framhaldsflokkur: 22.000 kr.

Skráning og fyrirspurnir á skakskolinn@gmail.com

Viđ skráningu er sendur tölvupóstur  tilbaka um í hvađa flokki nemandinn verđur. Skráningu skal fylgja fćđingarár nemanda, grunnskóli og hvađa skákćfingar/skáktíma nemandinn hefur sótt.

Námskeiđum lýkur 12. maí međ uppskeruhátíđ.

 

 


Henrik tapađi í lokaumferđinni

HenrikStórmeistarinn Henrik Danielsen (2536) tapađi fyrir Indverjanum Kanna Navin (2377) í 11. og síđustu umferđ alţjóđlega mótsins í Chennai í Indlandi sem lauk í dag.  Henrik hlut 7 vinninga og endađi í 36.-54. sćti.  

Kínverjinn Yu Ruiyuan (2491) sigrađi á mótinu en hann hlaut 9 vinninga.

Árangur Henriks samsvarađi 2372 skákstigum og lćkkar hann um 18 stig fyrir frammistöđu sína.

Henrik heldur nú til Nýju-Dehli ţar sem hann tekur ţátt í Parsvanth-mótinu sem hefst á sunnudag.  

Alls tóku 297 skákmenn ţátt í mótinu og ţar af eru 16 stórmeistarar.   Henrik var nr. 5 í stigaröđ keppenda.  

 

 


Skákţing Vestmannaeyja hafiđ

Skákţing Vestmannaeyja hófst í gćrkvöldi. 10 taka ţátt ađ ţessu sinni og ákveđiđ var ađ tefla lokađ mót, ţannig ađ allir tefla viđ alla.  Björn Ívar Karlsson er ekki međ ađ ţessu sinni, en hann hefur boriđ sigur úr býtum undanfarin ár.

Stefán og Einar tefldu ágćta skák framan af en í miđtaflinu var Stefán sleginn blindu og tapađi manni og gafst upp stuttu seinna.

Jörgen átti fína skák og átti ágćta möguleika gegn Sverri í miđtaflinu eftir ađ hafa gefiđ peđ í byrjun, en misst taktinn og fékk tapađ endatafl.

Nökkvi og Dađi Steinn tefldu hörkuskák ţar sem Dađi Steinn varđist vel og var kominn međ ágćt fćri í miđtaflinu en tapađi síđan peđi og ţar međ skákinni.

Kristófer og Gauti tefldu lengstu skák umferđarinnar ţar sem Gauti tapađi manni í miđtaflinu en fékk 2 peđ uppí hann og virtist ekki hafa mikla möguleika, en náđi ađ snúa á soninn og gera peđin ađ stórhćttulegum uppvakningum og fékk ađ lokum hálfan punkt.

Michal og Sigurđur Arnar tefldu hörkuskák ţar sem peđ eđa menn voru ekki talin heldur allt gefiđ fyrir fćrin og var mikiđ fjör í gangi. Ađ lokum missti Sigurđur af góđri leiđ sem Michal nýtti sér vel og fékk mátsókn sem ekki varđ stöđvuđ.

 

Úrslit 1. umferđar:

NameRtgRes.NameRtg
Stefán Gíslason18690  -  1Einar Guđlaugsson1928
Jörgen Freyr Ólafsson11670  -  1Sverrir Unnarsson1946
Nökkvi Sverrisson19301  -  0Dađi Steinn Jónsson1695
Kristófer Gautason1664˝  -  ˝Karl Gauti Hjaltason1564
Michal Starosta01  -  0Sigurđur A Magnússon1367

 

2. umferđ - sunnudaginn 15. janúar kl. 14:00

NameRtgRes.NameRtg
Einar Guđlaugsson1928-Sigurđur A Magnússon1367
Karl Gauti Hjaltason1564-Michal Starosta0
Dađi Steinn Jónsson1695-Kristófer Gautason1664
Sverrir Unnarsson1946-Nökkvi Sverrisson1930
Stefán Gíslason1869-Jörgen Freyr Ólafsson1167


Fimmtudagsmót TR hefjast aftur í kvöld

Fyrsta fimmtudagsćfing TR 2012 verđur 12. janúar og hefst ađ venju kl. 19:30 en húsiđ opnar kl. 19:10.

Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma.

Mótin fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni ađ Faxafeni 12. Glćsilegur verđlaunapeningur er í bođi fyrir sigurvegarann.

Mótin eru öllum opin og er ađgangseyrir kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt er fyrir 15 ára og yngri.  Bođiđ er upp á kaffi ásamt léttum veitingum án endurgjalds.

 


KORNAX mótiđ: Mikael Jóhann gerđi jafntefli viđ Björn Ţorfinnsson

Mikael Jóhann og Björn ŢorfinnssonFimmtán skákmenn hafa fullt hús eftir 2. umferđ KORNAX mótsins - Skákţings Reykjavíkur sem fram fór í kvöld.  Nokkuđ var um óvćnt úrslit og ber ţar hćst ađ Mikael Jóhann Karlsson (1867) gerđi jafntefli viđ alţjóđlega meistarann og landsliđsmanninn Björn Ţorfinnsson (2406).    Úrslit 2. umferđar má finna hér og pörun 3. umferđar, sem fram fer á föstudagskvöld, má Hvađ er ađ fara í gegnum hausinn á Stefáni Bergssyni?finna hér.

Myndir frá umferđinni má finna í myndaalbúmi mótsins.

Mjög góđ ţátttaka er á mótinu eđa 73 skákmenn. Mótiđ er sterkt en fimm alţjóđlegir meistarar eru međal ţátttakenda.  Teflt er á sunnudögum (kl. 14) og á mánu- og miđvikudögum (kl. 19:30).


Gestamót Gođans haldiđ í fyrsta sinn

ŢrösturGođinn efnir til lokađs ćfingamóts í S-V gođorđi félagsins 12. janúar - 23. febrúar 2012. Teflt verđur einu sinni í viku, 7 umferđir alls, og er mótiđ m.a. hannađ til upphitunar fyrir lokaátökin í Íslandsmóti skákfélaga í mars.

Um er ađ rćđa langsterkasta mót sem Gođinn hefur stađiđ ađ til ţessa. Til leiks mćta nokkrir af öflugustu skákmönnum Gođans ásamt stigaháum og grjóthörđum bođsgestum frá öđrum skákfélögum. Međal keppenda eru stórmeistari, ţrír alţjóđlegir meistarar og fimm Fide-meistarar ásamt nokkrum Íslandsmeisturum og fleiri sigurvegurum kunnra skákmóta sem eru til alls líklegir.

Sérstaklega er ánćgjulegt ađ nokkrir af hinum bráđefnilegu öđlingum eldri kynslóđarinnar taka ţátt. Ţar má nefna snillingana Gunnar Gunnarsson, Jónas Ţorvaldsson og Harvey Georgsson ađ ógleymdum Gođanum, Birni Ţorsteinsssyni.

Gođinn býđur gesti sína velkomna og óskar keppendum öllum ánćgjustunda og aukinnar ţekkingar á leyndum dómum hinnar göfgu listar.

Mótsstjórar eru Hermann Ađalsteinsson og Einar Hjalti Jensson.

Yfirskákdómari er Gunnar Björnsson.

Keppendur:

 

1
IMBjörn Ţorfinnsson2406
2GMŢröstur Ţórhallsson2400
3FMSigurbjörn Björnsson2379
4IMBjörvin Jónsson2359
5IMDagur Arngrímsson2346
6FMIngvar Ţór Jóhannesson2337
7FMSigurđur Dađi Sigfússon2336
8 Jónas Ţorvaldsson2289
9FMHalldór Grétar Einarsson2248
10 Einar Hjalti Jensson2241
11 Kristján Eđvarđsson2223
12 Björn Ţorsteinsson2214
13 Hrafn Loftsson2203
14 Harvey Georgsson2188
15 Gunnar Gunnarsson2183
16 Gylfi Ţóhallsson2177
17FMTómas Björnsson               2154
18 Ţorvarđur F. Ólafsson2142
19 Jón Ţorvaldsson               ÍSL 2083 
20 Sigurđur Jón Gunnarsson1966
21 Páll Ágúst Jónsson1930
22 Benedikt Ţorri SigurjónssonÍSL 1712

 


KORNAX mótiđ - Beinar útsendingar í kvöld (BILAĐ)

IMG 9328Fimm skákir hverrar umferđar á KORNAX mótinu eru sýndar beint.  Önnur umferđ hefst í kvöld kl. 19:30 og verđa eftirtaldar skákir sýndar beint í kvöld.

Beinar útsendingar verđa EKKI í gangi í kvöld vegna ólags hjá hýsingarađila.

 

 

  • Jóhanna Björg (1874) - Hjörvar Steinn (2470)
  • Bragi (2426) - Ólafur Gísli (2870)
  • Mikael Jóhann (1867) - Björn (2406)
  • Ingvar Ţór (2337) - Sveinbjörn Jónsson (2861)
  • Kristján Örn (1858) - Guđmundur Kja (2326) 

Beinar útsendingar fyrir 2. umferđ má nálgast hér (tengill verđur virkur rétt fyrir umferđ).

Ólag á útsendingu - unniđ er ađ viđgerđ.

 


Henrik međ jafntefli í nćstsíđustu umferđ

HenrikStórmeistarinn Henrik Danielsen (2536) gerđi jafntefli viđ indverska alţjóđlega meistarann Shrarma Himanshu (2408) í tíundu og nćstsíđustu umferđ alţjóđlega mótsins í Chennai í Indlandi.  Henrik hefur nú 7 vinninga og er í 16.-27. sćti.

Í lokaumferđinni sem fram fer nćstu nótt teflir Henrik viđ enn einn Indverjann, ţann níunda í röđ.  Ađ ţessu sinni viđ Kanna Navin (2377).  

Kínverjinn Yu Ruiyuan (2491) er efstur međ 8,5 vinning. 

Alls taka 297 skákmenn ţátt í mótinu og ţar af eru 16 stórmeistarar.   Henrik er nr. 5 í stigaröđ keppenda.  

Hćgt er ađ fylgjast međ nokkrum skákum beint í hverri umferđ á Chessbomb og virđast skákir Henriks ávallt vera sýndar.  Umferđirnar hefjast hins vegar allar hér eftir kl. 4 ađ nóttu!

 

 


Skákţing Vestmanneyja hefst í dag

Skákţing Vestmannaeyja fyrir áriđ 2012 hefst miđvikudaginn 11. janúar kl. 19:30.  Tefldar verđa 9 umferđir Monrad - fer ţó eftir ţátttöku. 

Tímamörk verđa 90 mínútur á skák + 30 sek. í uppbótartíma á hvern leik.
Mótiđ verđur reiknađ til íslenskra og alţjóđlegra stiga.

Dagskrá (gćti breyst)

  • 1. umferđ miđvikudaginn 11. janúar kl. 19:30
  • 2. umferđ sunnudaginn 15. janúar kl. 14:00
  • 3. umferđ miđvikudaginn 18. janúar kl. 19:30
  • 4. umferđ sunnudaginn 22. janúar kl. 14:00
  • 5. umferđ miđvikudaginn 25. janúar kl. 19:30
  • 6. umferđ miđvikudaginn 1. febrúar kl. 19:30
  • 7. umferđ miđvikudaginn 8. febrúar kl. 19:30
  • 8. umferđ miđvikudaginn 15. febrúar kl. 19:30
  • 9. umferđ miđvikudaginn 22. febrúar kl. 19:30

Nánar á heimasíđu TV


Sćbjörn gefur engin griđ

Sćbjörn t.v.Sćbjörn ekki gefur griđ, í góđsemi vinnur hann alla.  Sćbjörn sigrađi alla í Stangarhyl í dag, ţar sem tuttugu eldri skákmenn mćttu til leiks ţrátt fyrir vetrarveđur og varasama fćrđ. Ţetta er í fimmta sinn sem Sćbjörn sigrar í vetur, hann hefur ekki náđ fullu húsi fyrr en í dag.

Valdimar Ásmundsson náđi öđru sćti međ 7,5 vinning og Ţorsteinn Guđlaugsson  ţví ţriđja međ 6 vinninga.

Toytaskákmót heldri skákmanna verđur haldiđ 26 janúar á afmćlisdegi Friđriks Ólafssonar. Skákstađur er söludeild Toyota viđ Nýbýlaveg, ţađ verđur auglýst nánar ţegar nćr dregur.

Nánari úrslit dagsins:

  • 1          Sćbjörn Guđfinnsson                         9 vinninga
  • 2          Valdimar Ásmundsson                       7.5
  • 3          Ţorsteinn Guđlaugsson                       6
  • 4          Gísli Árnason                                      5.5
  • 5-7       Karl Steingrímsson                              5
  •             Halldór Skaftason                               5
  •             Haraldur Axel Sveinbjörnsson            5
  • 8-12     Magnús V Pétursson                           4.5
  •             Ásbjörn Guđmundsson                       4.5
  •             Jón Víglundsson                                 4.5
  •             Jónas Ástráđsson                                 4.5
  •             Finnur Kr Finnsson                             4.5
  • 13-14   Birgir Sigurđsson                                4
  •             Einar S Einarsson                                4

Nćstu  sex fengu örlítiđ fćrri vinninga.

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 5
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 143
  • Frá upphafi: 8780509

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 81
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband