Fćrsluflokkur: Spil og leikir
17.1.2012 | 20:33
Aronian vann Kamsky - efstur ásamt Carlsen
Aronian (2805) vann Kamsky í 4. umferđ Tata Steel-mótsins sem fram fór í Wijk aan Zee í dag. Karjakin vann Navara en öđrum skákum lauk međ jafntefli. Carlsen og Aronian eru efstir og jafnir međ 3 vinninga en Caruana og Radjabov eru í 3.-4. sćti međ 2,5 vinning. Frídagur er á morgun. Í fimmtu umferđ mćtast m.a.: Carlsen-Giri, Van Wely-Aronian og Kamsky-Caruana.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 12:30 nema lokumaferđin kl. 11 - frídagar (18., 23. og 26. janúar)
- ChessBomb
17.1.2012 | 20:26
Guđfinnur sigrađi í Ásgarđi

minnt er á Toyota skákmót heldri manna sem verđur haldiđ fimmtudaginn 26. janúar kl. 13.00 í söludeild Toyota viđ Nýbýlaveg
Nánari úrslit:
- 1 Guđfinnur R. Kjartansson 7.5 vinninga
- 2-3 Kristján Guđmundsson 6.5
- Stefán Ţormar 6.5
- 4-6 Haukur Angantýsson 6
- Gísli Sigurhansson 6
- Gísli Árnason 6
- 7 Haraldur Axel 5,5
- 8-11 Óli Árni Vilhjálmsson 5
- Ţorsteinn Guđlaugsson 5
- Magnús V Pétursson 5
- Finnur Kr Finnsson 5
- 12-17 Benedikt Bjarnason 4.5
- Hlynur Ţórđarson 4.5
- Ásgeir Sigurđsson 4.5
- Valdimar Ásmundsson 4.5
- Jón Víglundsson 4.5
- Bragi G Bjarnarson 4.5
- 18-20 Viđar Arthúrsson 4
- Grímur Jónsson 4
- Baldur Garđarsson 4
- 21 Jónas Ástráđsson 3.5
Nćstu fimm fengu örlítiđ fćrri vinninga.
17.1.2012 | 18:19
Henrik međ 1,5 vinning í 2 skákum í dag
Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2536) fékk 1,5 vinning í 2 skákum sem tefldar voru í dag í alţjóđlega mótinu í Nýju-Dehli. Henrik hefur 4 vinninga og er í 7.-35. sćti. Í sjöttu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Henrik viđ indverska alţjóđlega meistarann Debhasis Das (2389) sem var međal keppenda á síđasta Reykjavíkurskákmóti.
Efstir međ fullt hús eru stórmeistararnir Oliver Barbosa (2573) og John Paul Gomez (2506), Filippseyjum, og Marat Dzhumaev (2481), Úsbekistan.
304 skákmenn taka ţátt í mótinu og ţar af eru 19 stórmeistarar. Henrik er nr. 10 í stigaröđ keppenda.- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar ( 4 skákir í hverri umferđ)
- Chess-Results
17.1.2012 | 14:03
Ný vefsíđa um skáksögu
Hrafn Jökulsson hefur sett upp vefsíđu hér á blog.is ţar sem fariđ er yfir skáksögulegar stađreyndir. Bćđi um innlenda og erlenda skáksögu. Eins og segir á síđunni:
Skákin er ekki ađeins tómstundaiđja. Marga mikilvćga eđlisţćtti mannhugans - nýtilega í lífshlaupi hvers manns - má vekja og efla međ taflmennsku, svo ađ ţeir séu undirbúnir hvenćr sem á ţarf ađ halda. Lífiđ sjálft er einskonar tafl."´ Benjamin Franklin (1706-1790) lét ţessi orđ falla, og hann vissi hvađ hann söng. Á ţessari síđu er ausiđ úr brunni skáklistarinnar. Hér birtast sögubrot og fróđleikur úr heillandi heimi. Saga skáklistarinnar nćr yfir meira en 1500 ár...
Á síđunni má m.a. finna umfjöllun Ásmund Ásgeirsson og bestu skákmenn Íslands á 19. öld.
Tengill um síđuna verđur hér á vinstri hluta Skák.is undir lykilsíđur.
17.1.2012 | 00:10
KORNAX mótiđ: Pörun 5. umferđar
Tvćr frestađar skákir úr 4. umferđ KORNAX mótsins fóru fram í kvöld. Brćđurnir Bragi og Björn Ţorfinnssynir unnu ţá Stefán Bergsson og Dag Ragnarsson. Ţví liggur fyrir pörun 5. umferđar sem fram fer á miđvikudagskvöld. Ţá mćtast m.a.: Ingvar Ţór - Sverrir Örn, Haraldur Bald - Bragi, Guđmundur Kja - Einar Hjalti, Hjörvar Steinn - Jóhann H. og Björn - Kristján Örn. Pörun 5. umferđar í heild sinni má finna hér. Stöđuna má finna hér.
Mjög góđ ţátttaka er á mótinu eđa 73 skákmenn. Mótiđ er sterkt en fimm alţjóđlegir meistarar eru međal ţátttakenda. Teflt er á sunnudögum (kl. 14) og á mánu- og miđvikudögum (kl. 19:30).
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Myndaalbúm (GB, HÁ, SRF og JHR)
16.1.2012 | 23:56
Hannes međ jafntefli í 4. umferđ í Prag
Hannes Hlífar Stefánsson (2534) gerđi jafntefli viđ tékkneska alţjóđlega meistarann Josef Pribyl (2310) í 4. umferđ Prag Open sem fram fór í dag. Hannes hefur 3 vinninga og er í 11.-29. sćti. Á morgun eru tefldar tvćr skákir. Í ţeirri fyrri, sem hefst kl. 8, teflir hann viđ rússneska alţjóđlega meistarann Alexander Chudinovskikh (2276).
Efstir međ fullt hús eru aserski stórmeistarinn Nidjat Mamedov (2601), úkraínski alţjóđlegi meistarinn Vitaliy Bernadskiy (2462) og brasilíski stórmeistarinn Alexandr Fier (2603).
Alls taka 139 skákmenn ţátt í mótinu frá 26 löndum. Ţar af eru 6 stórmeistarar. Hannes er fjórđi stigahćstur keppenda. Tefldar eru níu umferđir.
Allar umferđir hefjast kl. 15 nema 5. (17. janúar) og 9. umferđ (20. janúar) sem hefjast kl. 8.16.1.2012 | 20:56
Carlsen efstur í Sjávarvík eftir sigur á Aronain
Stigahćsti skákmađur heims, Magnus Carlsen (2835) vann í dag ţann nćststigahćsta Levon Aronian (2805) í 3. umferđ Tata Steel-mótsins í Wijk aan Zee. Radjabov vann Navara og Karjakin lagđi Giri en öđrum skákum lauk međ jafntefli. Carlsen er efstur međ 3 vinninga, Aronian, Caruana og Radjabov eru nćstir međ 2 vinninga.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 12:30 nema lokumaferđin kl. 11 - frídagar (18., 23. og 26. janúar)
- ChessBomb
16.1.2012 | 20:52
Birgir Sigurđsson 85 ára - vann sitt eigiđ afmćlismót
Elfur tímans áfram streymir - ćvin líđur fljótt! Minniđ allt hiđ góđa geymir - gleymist annađ skjótt!" segir í nýlegri stöku eftir Svölu Sóleygu sem margir eldri borgarar geta vissulegar tekiđ undir.
Ţann 11.janúar sl. fagnađi Birgir Sigurđsson, formađur ĆSA skákklúbbs Félags eldri borgara í Reykjavík 85 ára afmćli sínu. Birgir hefur um margra áratugaskeiđ haldiđ merki skáklistarinnar á lofti, bćđi međ taflmennsku sinni og óeigingjörnu starfi ađ framgangi hennar og félagsstörfum.
Birgir hóf ađ tefla innan viđ tvítugt ađ í Taflfélagi Reykjavíkur međ góđum árangri, varđ m.a. Norđurlandameistari í 1. flokki 1950, 5. í Landsliđsflokki 1954. Ţá vann Birgir mikiđ ađ útgáfumálum skákhreyfingarinnar, m.a.sem ritstjóri Tímaritsins Skákar 1949-50; útgefandi og ritstjóri tímaritsins 1955-1962 og starfađi síđan sem setjari og prentari međ Jóhanni Ţóri Jónssyni ađ útgáfu blađsins, ótal mótsblađa og skákbóka um langt árabil.
Birgir hlaut sérstaka skákorđu" fyrstur manna áriđ 2008, sem Skákefli vinafélag, sem stendur ađ baki Gallerý Skákar, veitir árlega einhverjum ţeim sem unniđ hefur heilladrjúgt starf ađ eflingu skáklistarinnar í landinu og var jafnframt útnefndur skáköđlingur árins.
Undanfarin ár hefur Birgir unniđ gott starf ađ skákmálum eldri borgara sem skákstjóri og formađur ĆSA síđan áriđ 2000, fyrst í Glćsibć og síđan Ásgarđi viđ Stangarhyl, ţar sem nú mćta ađ jafnađi á 3ja tug öldunga til tafls á ţriđjudögum allan veturinn.
Í tilefni af afmćli Birgis Sigurđssonar stóđ Magnús V. Pétursson, forstjóri, fyrir smá-afmćlisskákmóti" Birgi til heiđurs sl. föstudag í húsakynnum Jóa Útherja og flutti honum jafnframt smá-amćlisdrápu" og fćrđi honum smá-afmćlisgjöf" í ţakklćtisskyni fyrir skákiđkun hans á langri ćvibraut" og óskađi honum áframhaldandi heilla viđ skákborđiđ sem á öđrum sviđum enn um langa hríđ".
Birgir gerđi sér lítiđ fyrir og vann mótiđ, hlaut 3 vinninga af 4 mögulegum, og geri ađrir betur hátt á nírćđisaldri.
ESE
16.1.2012 | 20:45
Henrik vann í 3. umferđ í Nýju-Dehli
Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2536) vann Indverjann N Surendan (2209) í 3. umferđ alţjóđlegs móts í Nýju-Dehli. Henrik hefur 2,5 vinning og er í 20.-53. sćti. Á morgun eru tefldar tvćr umferđir. Í ţeirri fyrri teflir Henrik viđ indverska alţjóđlega meistarann P D S Girinath (2360).
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2012 | 20:03
Yourchessnews breytir um áherslur
Ţar sem ađstćđur hafa breyst mikiđ á umsjónarmanni á yourchessnews.com, hefur veriđ ákveđiđ ađ leggja niđur íslenska hlutann. A.m.k. í langan tíma. Á sama tíma verđur lagđur meiri kraftur í yourchessnews.com sem er nú rekinn á breyttri mynd. Sú síđa hefur nú tekiđ á sig endanlega mynd en ţar er blandađ saman fréttur, skákţjálfun og -sögu auk athygliverđra greina og viđtala.
Síđan ţakkar fyrir mjög jákvćđ viđbrögđ í ţann tíma sem ađ hún á lofti. Auđvelt er viđurkenna ţađ ađ ţetta var erfiđ ákvörđun en vonandi fylgja traustir lesendur yourchessnews.com eftir í stađinn. Á yourchessnews.com verđur selt efni frá Amazon.com sem og góđri skákverslun sem sjá má á hćgri hliđ síđunnar.
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 22
- Sl. sólarhring: 27
- Sl. viku: 174
- Frá upphafi: 8780499
Annađ
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 96
- Gestir í dag: 18
- IP-tölur í dag: 16
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar