Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Einar Hjalti, Björgvin og Ţröstur efstir á Gestamóti Gođans

Ţriđja umferđ á Gestamót Gođans var tefld í gćrkvöld á Íslenska skákdeginum. Einar Hjalti Jensson og Björgvin Jónsson gerđu jafntefli og Ţröstur Ţórhallsson vann Björn Ţorfinnsson. Einar, Björgvin og Ţröstur eru efstir á mótinu međ 2,5 vinninga.

Jón Ţorvaldsson tapađi fyrir Kristjáni Eđvarđssyni í gćrkvöld. Fram ađ skákinni í gćrkvöld hafđi Jón veriđ ósigrađur í síđustu 18 kappskákum, en Jón tapađi síđast kappskák seint á síđustu öld!

Öll úrslit 3. umferđar má finna hér og stöđu mótsins má finna hér.

Tveimur skákum var frestađ til mánudagskvölds og pörun í 4. umferđ verđur ţví ekki ljós fyrr en ađ ţem loknum.


Fjöltefli í Leikskólanum í Marbakka

CIMG1779Skákgleđi var á leikskólanum Marbakka í Kópavogi. Skákgleđi og söngvar međal elstu leikskólabarna stjórnađ var af stórmeistara kvenna Lenku Ptáčníková.

Allmargar myndir frá gleđinni má finna í myndaalbúmi Skákdagsins.


Árni H. Kristjánsson međ bréfskák ársins 2011

Vinningsskák Árna H. Kristjánssonar gegn alţjóđlega bréfskákmeistaranum Tomas Learte Pastor varđ hlutskörpust í kjörinu um bréfskák ársins 2011. Skákin var tefld í landskeppni Íslands og Spánar.

Árni er gríđarlega öflugur í bréfskákinni um ţessar mundir og er jafnframt í hópi okkar reyndustu og virkustu bréfskákmanna. Fyrir utan mjög góđan árangur í landskeppnum, ţá er hann efstur á Íslandsmótinu í bréfskák, sem er tileinkađ minningu Sverris Norđfjörđ. Mótiđ er langt komiđ. Hann er einnig međal efstu manna í Evrópukeppni landsliđa ţar sem hann teflir á ţriđja borđi. Ţá tekur hann ţátt í undanúrslitum heimsmeistaramótsins ţar sem hann fer ágćtlega af stađ.

Skákina sjálfa má skođa á Skákhorninu.


Hrađskákmót Reykjavíkur fer fram á sunnudag

Hrađskákmót Reykjavíkur verđur haldiđ í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur Faxafeni 12, sunnudaginn 29. janúar kl. 14.

Tefldar verđa 2x7 umferđir eftir Sviss-Perfect kerfi. Umhugsunartími verđur 5 mínútur á skák.

Ţátttökugjald er kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt fyrir 15 ára og yngri.

Ţrenn verđlaun í bođi.

Eftir Hrađskákmótiđ fer fram verđlaunaafhending fyrir  KORNAX mótiđ 2012 - Skákţing Reykjavíkur.

Núverandi hrađskákmeistari er Hjörvar Steinn Grétarsson.


Skákbođ á Bessastöđum

 

Forsetinn og unglingarnir
Ólafur forseti, Friđrik og fulltrúar Íslands á NM í skólaskák

 

Mikiđ var mannvaliđ á Bessastöđum hinn snjóţunga morgun Skákdagsins. Afmćlisbarniđ, Friđrik Ólafsson, var ađeins of seint á stađinn og í rćđu sinni hafđi Gunnar Björnsson á orđi ađ Friđrik vćri einmitt ţekktur fyrir tímahrak, en ţá kom Friđrik međ dobbl á ţađ útspil Gunnars; „En ég féll nú samt aldrei" - og vakti mikla kátínu viđstaddra.

 

 

063
Vignir og Nansý skemmtu sér vel á Bessastöđum

 

Ólafur Ragnar flutti rćđu ţar sem hann bar mikiđ lof á Friđrik, afrek hans og mikilvćgi ţeirra fyrir íslenska ţjóđ. Ţegar Friđrik braust fram á sjónarsviđiđ á 6. áratugnum efldi hann sjálfsmynd og sjálfstraust lýđveldis sem var rétt ađ skríđa á unglingsaldur, komst forsetinn ađ orđi. Sýndi og sannađi Friđrik ađ fulltrúar Íslands gćtu stađiđ sig í samkeppni á vettvangi ţjóđanna.

 

054

 

Eggert frá HB Granda og Jóhann Hjartarson

Ađ lokinni rćđu Ólafs tók Friđrik til máls, ţakkađi hann ţann heiđur og virđingu sem honum var sýnd og rifjađi upp skemmtilegar sögur af sínum ferli.

 

035

 

Karitas og Thelma frá Hörpu mćttu til Bessastađa

Dró Ólafur Ragnar svo fram tafliđ sem íslensk skákbörn gáfu honum á Íslandsmóti barna. Stakk Ólafur upp á ţví ađ Nansý Davíđsdóttir og Friđrik myndu vígja tafliđ í sýningarskák. Friđrik vann peđ í 15. leik en af sinni alkunnu séntilmennsku bauđ hann Nansý jafntefli sem hún ţáđi.

 

048

 

Friđrik og Nansý

 

Međal gesta á Bessastöđum voru flestir fulltrúar Íslands á NM í skólaskák sem fram fer í Finnlandi um miđjan febrúar.

Skemmtileg samkoma ađ Bessastöđum og viđ hćfi ađ forseti landsins heiđri hina miklu lýđveldishetju Friđrik Ólafsson.


Fjöltefli í Snćlandsskóla

cimg1761.jpgFrá Lenku Ptácníková:

Í tilefni dagsins fór fram kl. 10.00 í dag fjöltefli Omars Salama í Snćlandsskóla í Kópavogi. Ágćtt stemning var á stađnum. Allt tefldu 22 nemendur skólans en fjöldi áhorfenda fylgđi međ fjölteflinu. Stór barátta endadi 21-1 fyrir Omar.cimg1768.jpg

Miklu fleiri áttu áhuga ađ tefla og vonum ađ bráđum verđum aftur međ tafli í skólanum.

Óskum Friđriki Ólafssyni til hamingju međ daginn! :)

Helgi Ólafs á Hyrnutorgi

fjoltefli_helga_lafs_a_hyrnutorgi.jpgSkólastjóri Skákskólans Helgi Ólafsson ţekkir vel til í Borgarfirđi enda sinnt ţar skákkennslu um árabil. Helgi setti í gírinn á  Skákdaginn og brunađi í Borgarfjörđ, rakleiđis á Hyrnutorg ţar sem ellefu skákmenn biđu hans í fjöltefli. Helgi lagđi níu ţeirra ađ velli en tapađi fyrir fyrrum nemendum sínum ţeim Tinnu Kristínu Finnbogadóttur og Jóhanni Óla Eiđssyni.skaksundlaugarsett_vigt_i_borgarnesi.jpg

Í Borgarnesi var einnig vígt skáksett, og ţví eiga ţeir fjölmörgu ferđalangar sem eiga leiđ um Borgarnes kost á ţví ađ slaka á í sundlaug stađarins og taka eina bröndótta um leiđ.


Skákdagurinn: Fórnir á Laugarvatni

Baldur GarđarssonBréf frá Baldri Garđarssyni Menntaskólanum á Laugarvatni

Góđan dag.

Međfylgjandi mynd er tekin í morgun í ML og sýnir undirritađan koma inn úr kuldanum eftir ađ hafa gengiđ frá Hérađsskólanum ađ ML í algjörlega snarvitlausu veđri međ 5 skáksett í pokum, en til stendur ađ halda skákmót hér í ML í dag til heiđurs F.Ó.

Ţađ er m.ö.o. mikiđ á sig lagt fyrir skákgyđjuna, leiđin sem farin var međ skákdótiđ er ca 400 m., en vegna veđurs ţurfti undirritađur ađ stoppa í skjóli viđ bíl á miđri leiđ í ca 10 mínútur uns rofađi örlítiđ til.

Sendi ykkur ţetta til gamans,

kveđja, Baldur Garđarsson

kennari ML


Gunnar sigrađi á Toyota-skákmótinu

T0YOTA MÓT ÖLDUNGA 2012  ese 4Ćsir skákfélag eldri borgara í Reykjavík héldu sitt árlega Toyota-skákmót í dag á Íslenska skákdeginum ţar sem allir tefldu til heiđurs fyrsta stórmeistara Íslands Friđriki Ólafssyni sem á afmćli í dag.

Friđrik sýndi öldungunum ţann heiđur ađ mćta á skákstađ og leika fyrsta leikinn í skák Björns Ţorsteinssonar og Jóns Steinţórssonar.

Björn Ţorsteinsson vann mótiđ á síđasta ári , hann vann einnig fyrsta Toyota-skákmótiđ,sem var haldiđ 2008. Jóhann Örn Sigurjónsson vann bikarinn 2009 og 2011 vann Sigurđur Herlufsen

Ţetta var í fjórđa sinn sem mótiđ er haldiđ í söludeild Toyota viđ frábćrar ađstćđur.

Forstjóri Toyota Úlfar Steindórsson setti mótiđ og bauđ menn velkomna til leiks.T0YOTA MÓT ÖLDUNGA 2012  ese 38

Úlfar lýsti yfir ánćgju sinni yfir ađ fá skáköldunga til leiks einu sinni á ári, og sagđist vona ađ framhald  verđi á ţvi.

Tuttugu og sex heldri skákmenn mćttu til leiks í dag og var hart barist á öllum borđum,Ţarna voru mćttir margir gamlir meistarar,minnsta kosti ţrír fyrrverandi Íslandsmeistarar

Í mótslok stóđ Gunnar Gunnarsson  uppi sem sigurvegari međ 7.5 vinning af níu mögulegum Jóhann Örn Sigurjónsson hreppti annađ sćtiđ međ 7 vinninga.

Jafnir í 3-5 sćti  međ 6 vinninga urđu Sćbjörn Guđfinnsson,Ţór Valtýsson og Gísli Gunnlaugsson. Sćbjörn reyndist efstur á stigum og fékk bronsverđlaunin.

Alls fengu sautján efstu menn peningaverđlaun sem öll eru gefin af Toyota

Úlfar forstjóri afhenti verđlaunin ásamt skákstjórum ţeim Birgi Sigurđssyni og Finni Kr Finnssyni.

Ţátttakendur voru flestir úr skákfélaginu Ćsir og Riddaranum í Hafnarfirđi.

Nánari úrslit:

  • 1          Gunnar Gunnarsson                            7.5
  • 2          Jóhann Örn Sigurjónsson                    7
  • 3-5       Sćbjörn Guđfinnsson                         6
  •             Ţór Valtýsson                                      6
  •             Gísli Gunnlaugsson                             6
  • 6-9       Björn Ţorsteinsson                              5.5
  •             Stefán Ţormar                                     5.5
  •             Ingimar Jónsson                                  5.5
  •             Páll G Jónsson                                     5.5
  • 10        Gísli Árnason                                      5
  • 11-15   Össur Kristinsson                                4.5
  •             Magnús V Pétursson                           4.5
  •             Björn V Ţórđarson                              4.5
  •             Egill Sigurđsson                                  4.5
  •             Halldór Skaftason                               4.5
  • 16-21   Ásgeir Sigurđsson                               4
  •             Ţorsteinn Guđlaugsson                       4
  •             Jón Víglundsson                                 4
  •             Eiríkur Viggósson                               4
  •             Jón Steinţórsson                                 4
  •             Einar S Einarsson                                4

Nćstu fimm skákmenn fengu örlítiđ fćrri vinninga              

Myndaalbúm mótsins


Teflt á Blönduósi á Skákdaginn

grimmt_barist_a_blonduosi.jpgŢađ er mikiđ fagnađarefni ađ segja frá ţví ađ teflt var á Blönduósi á Skákdaginn. Skáklíf hefur legiđ í dvala á Blönduósi um nokkurt skeiđ en greinilegt er ađ skákarfur stađarins lifir góđu lífi enda Skáksamband Íslands stofnađ á Blönduósi áriđ 1925. Nú skakmot_i_blonduskola.jpger lag fyrir bćjarbúa ađ fylgja eftir glćsilegum Skákdegi á stađnum en 22 nemendur á miđstigi tefldu á móti sem haldiđ var í Blönduskóla.

Myndirnar tók Óli Ben kennari í Blönduskóla.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 6
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 163
  • Frá upphafi: 8780469

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 87
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband