Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Reykjavík Barna Blitz: Ungstirnin áfram

Baldur Teódór lagđi Kristófer Jóel eftir bráđabanaÁtta manna úrslit í Reykjavik Barna Blitz fóru fram í dag. Spennan var mikil enda nokkur áfangi ađ komast í gegnum undanrásir taflfélaganna. Hilmir Freyr og Vignir Vatnar komust nokkuđ örugglega áfram. Hilmir lagđi nafna sinn Hrafnson ađ velli og Vignir sigrađi félaga sinn úr TR Gauta Pál Jónsson. Baldur Teodor Petersson komst áfram eftir bráđabana ţar sem Kristófer Jóel lék af sér kóngnum í unninni stöđu. Loks lagđi Nansý Davíđsdóttir Dawid Kolka ađ velli í sviptingamiklu einvígi. Hilmir *2

Undanúrslitin fara fram á morgun klukkan 14:00 í Hörpu.

Ţá mćtast:

Hilmir Freyr - Vignir Vatnar

Baldur Teodor - Nansý Davíđsdóttir

Vignir og Nansý komust einnig í undanúrslit í fyrra og lenti Nansý ţá í öđru sćti en Vignir í ţriđja.

Myndaalbúm (Hrafn Jökulsson)


Henrik og Stefán međ fullt hús á N1 Reykjavíkurskákmótinu

Hou Yifan í upphafi skákar

Stórmeistararnir Henrik Danielsen og Stefán Kristjánsson eru međal efstu manna međ fullt hús ađ lokinni 3. umferđ N1 Reykjavíkurmótsins sem fram fór í kvöld.  Henrik vann Dag Ragnarsson, sem hefur veriđ sá skákmađur sem mest hefur komiđ á óvart. 

Stefán Kristjánsson vann litháískan FIDE-meistara.   Heimsmeistarinn Hou Yifan mátti sćtta viđ jafntefli viđ ţýska alţjóđlegan meistara í hörkuskák.

Međal óvćntra úrslita má nefna ađ Einar Hjalti Jensson DSC 0044gerđi sitt annađ jafntefli viđ stórmeistara ađ ţessu sinni viđ franska stórmeistarann Fabian Libiszewski.  Björn Freyr Björnsson gerđi jafntefli viđ bandaríska stórmeistarann Yuri Shulman.   

Einnig náđu Dagur Kjartansson, Halldór Pálsson, Hrannar Jónsson, Nökkvi Sverrisson og Svandís Rós Ríkharđsdóttir eftirtektarverđum úrslitum.   

Öll úrslit 3. umferđar má finna hér.    

Stöđu mótsins má finna hér.

Fjórđa umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 15.  Ţá hefjast skákskýringar í umsjón Jóhanns Hjartarsonar kl. 17:30.  Röđun 4. umferđar má finnast hér.

Í 4. umferđ mćtast m.a.:     

  • Fabiano Caruana - Erwin L´ami
  • Ivan Sokolov - Simon Williams
  • Robert Hess - Henrik Danielsen
  • Stefán Kristjánsson - Gawain Jones
  • Adam Hunt - Hou Yifan
  • Thomas Trella - Héđinn Steingrímsson
  • Hannes Hlífar Stefánsson - Joachim Thomassen

Heimasíđur


Vel heppnađur fyrirlestur Avrukhs í morgun

Boris Avrukh bókMargt skemmtilegt er á dagskránni međfram Reykjavíkurskákmótinu. Í morgun hélt Boris Avrukh fyrirlestur um fyrirbyggjandi ađgerđir og byrjanaundirbúning. Var fyrirlesturinn vel sóttur en um 40 manns hlýddu á stórmeistarann. Avrukh er einn ţekktasti byrjanasérfrćđingur heims og var međal annars spurđur hvernig honum fyndist ađ andstćđingar hans hefđu ađgang ađ bókunum.Sagđi hann ţá leitast viđ ađ breyta útaf í skákum sínum á einhverjum tímapunkti miđađ viđ teoríuna í bókum sínum. 

Fjölbreytni einkenndi áhorfandahópinn en ţar voru bćđi stórmeistarar og byrjendur, og útlendingar og Íslendingar skiptust hér um bil til jafns. 

Var fyrirlesturinn mjög fróđlegur, vel heppnađur og slíkar uppákomur án efa eftir ađ einkenna Reykjavíkurskákmót nćstu ára. 

Á morgun klukkan 21:00 fer fram Chess Puib Quiz (Skákspurningakeppni) í Hörpunni. Tveir keppendur í hverju liđi. 

Á laugardaginn er svo skákmót í Viđey um morguninn og klukkan 13:00 Málţing um skákkennslu í Hörpu.


Íslendingar í eldlínunni: Hjörvar gegn Navara!

DSC_0605Fjölmargir Íslendingar verđa í eldlínunni á efstu borđum í ţriđju umferđ N1 Reykjavíkurskákmótsins í Hörpu. Ellefu íslenskir skákmenn hafa unniđ fyrstu tvćr skákirnar og ađeins tveir mćtast innbyrđis: Hinn ungi Dagur Ragnarsson mćtir stórmeistaranum Henrik Danielsen.

Ţúsundir skákáhugamanna um allan heim munu fylgjast međ viđureign tékkneska snillings David Navara og Hjörvars Steins Grétarssonar, efnilegasta skákmanns Íslands.

Sverrir Örn Björnsson, sem í gćr skellti alţjóđlega meistaranum Birni Ţorfinnssyni, fćr nú ađ glíma viđ enska stórmeistarann Simon Williams.

Af öđrum skákum heimavarnarliđsins í dag má nefna ađ  Jón Viktor Gunnarsson mćtir Bandaríkjamanninum Robert Hess, međan Bragi Ţorfinnsson stígur dans međ Kuzubov.

Á allra efstu borđum eru mjög áhugaverđar viđureignir. Bandaríska skákkonan Irina Krush teflir viđ Caruana og heimsmeistarinn Hue Yifan mćtir Ţjóđverjanum Thomas Trella.

Umferđin hefst klukkan 16.30 í Hörpu og eru skákáhugamenn hvattir til ađ mćta og sjá dýrđina međ eigin augum.


Málţing um skákkennslu fer fram á laugardag í Hörpu

Maurice AshleyMálţing um skákkennslu verđur haldiđ í Hörpu laugardaginn 10. mars klukkan 13:00 - 14:15. Ţar munu skákfrömuđir, skólafólk og stórmeistarar rćđa um gildi skákkennslu fyrir börn og tengsl skákkunnáttu og námsárangurs.

Málţingiđ er haldiđ í tengslum viđ N1 Reykjavíkurskákmótiđ, sem haldiđ er í Hörpu, en ţar tefla margir af sterkustu skákmönnum heims af báđum kynjum. Reykjavíkurskákmótiđ er mesta skákhátíđ ársins á Íslandi. Međal keppenda eru börn og ungmenni, í bland viđ eldri og reyndari meistara.

Á málţinginu í Hörpu mun Stefán Bergsson framkvćmdastjóri Skákakademíu Reykjavíkur flytja fyrirlestur um skákkennslu á Íslandi, en skák er nú kennd í fjölmörgum grunnskólum vítt og breitt um landiđ.

Helgi Árnason skólastjóri Rimaskóla fjallar um ćvintýralegan árangur skólans á liđnum árum, en Rimaskóli er margfaldur Íslands- og Norđurlandameistari, og krakkarnir úr Grafarvogi hafa sópađ til sín verđlaunum.

Ingibjörg Rósa Ívarsdóttir kennari viđ Lágafellsskóla flytur erindi og fjallar um ávinning barna af skákiđkun.

Helgi Ólafsson stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands rćđir um skákrannsóknir og skákforrit. Helgi er lćrimeistari heillar kynslóđar efnilegustu ungmenna landsins og hefur af miklu ađ miđla.

Síđast en ekki síst mun bandaríski stórmeistarinn Maurice Ashley segja frá starfi sínu međal ćskufólks í Bandaríkjunum. Ashley hefur gríđarmikla reynslu sem kennari og ţjálfari, og er mikill ávinningur ađ ţví ađ fá hann til ţátttöku á málţinginu í Hörpu. Yfirskriftin ađ erindi stórmeistarans er „Skák er skemmtileg" - sem er sannarlega viđeigandi, einsog skákveislan mikla í Hörpu er til marks um.

Allir eru velkomnir og ađgangur er ókeypis.

 

Dagskrá á málţingi um skákkennslu í Hörpu:

Stefán Bergsson framkvćmdastjóri Skákakademíu Reykjavíkur

Yfirlit yfir skákkennslu á Íslandi.

Helgi Árnason skólastjóri Rimaskóla

Skákskólinn Rimaskóli

Ingibjörg Rósa Ívarsdóttir kennari Lágafellsskóla

Ávinningur af skákiđkun

Helgi Ólafsson

Skákrannsóknir og skákforrit

Maurice Ashley stórmeistari og skákfrömuđur í Bandaríkjunum

Skák er skemmtileg

 


Leiđréttingar frá Magnúsi Sólmundarsyni

Skáksagan greinir frá ţví 16.1 2012 ađ Baldur Möller hafi ţrívegis orđiđ skákmeistari Íslands, ţetta er nú langt frá ţví rétta, sjö sinnum vann hann ţennan eftirsótta titil, ţađ munar um minna! 

Sjálfsagt hefur höf. fengiđ rangar uppl. einhversstađar, prentvilla eđa eitthvađ annađ allavega hef ég ekki séđ neina leiđréttingu. 

Ţađ er sitthvađ annađ ađ athuga viđ ţessa Skáksögu og sýnir ađ menn ţurfa ađ vanda sig ţegar ţeir skrifa um Skáksögu Íslands sem er okkur öllum svo kćr, annars breytist ţetta í sögufölsun međ hugsanlega slćmum afleiđingum seinna meir.

Ţá er ţađ skákţáttur Helga Ólafssonar nú nýlega, ţar er Gunnar Gunnarsson sagđur eini Íslandsm. í skák á tuttugustu öld sem hafi einnig orđiđ Íslandsm. í annarri grein (Knattspyrna). Ekki er hann alveg sá eini og kemur nú Baldur Möller aftur viđ sögu, en Baldur var sem ég held ađ fáir viti var einn af fótfráustu mönnun Íslands um og fyrir 1940.

Meistaramót Íslands. 1935. 400.hundruđ m. hlaup.Ísl.m. Baldur Möller

                   "                1941 200. hundruđ m.hlaup          sami

 Ţá var Baldur í sigursveit Ármanns í 4x100 m. bođhl. á Meistaram. 1941.

Magnús Sólmundarson 


Alţjóđlega Viđeyjarmótiđ fer fram á laugardag

ViđeyAlţjóđleglega Viđeyjarmótiđ (Viđey International) fer fram laugardagsmorgun.  Teflt verđur hrađskákmót, 7 umferđir.  Tekin verđur ferja frá Hörpu kl. 9:30 og til baka um kl. 13.   Ţátttökugjöld eru 2.000 kr.   Ađeins 35 sćti laus.

Skráning fer fram í netfangiđ chesslion@hotmail.com.

Auglýsing á ensku:

Viđey International

Saturday morning

Take a trip to the historical island near Reykjavik on Saturday morning.

-        Blitz tournament with seven rounds.

-        The ferry will leave Harpa at 9:30 and return by 13:00 (15 minute trip only - you can see the island from the playing hall!).

-        Entrance fee only 2000 kr., payable in cash on the ferry.

-        Only 35 seats available!

 

Registration on chesslion@hotmail.com.


Fyrirlestrar Avrukh í Hörpu í dag

Boris Avrukh

Boris Avrukh sá mikli skákfrćđimađur mun halda tvo fyrirlestra í Hörpu í fyrramáliđ, fimmtudaginn 8. mars, en Avrukh er höfundur hinna vinsćlu bóka um d4 og nú síđast skrifađi hann tvćr bćkur um Grünfeld sem hefur veriđ mikiđ teflt á međal sterkustu skákmanna heims. Avrukh er eftirsóttur fyrirlesari og hefur unniđ bćđi međ Caruana og Kramnik og einnig hefur hann veriđ landsliđsţjálfari Ísreal svo ţađ er mikill fengur ađ fá Avrukh sem fyrirlesara.  Avrukh varđ á sínum heimsmeistari 12 ára og yngri og er tvöfaldur landsmeistari Ísrael. 

Fyrri fyrirlesturinn ber heitiđ " Prophylactical Thinking" sem snýst um ađ lesa í framtíđarplön og leika undirbúningsleiki, bćđi til ađ koma veg fyrir plön andstćđingsins og undirbúa sín eigin plön.

Síđari fyrirlesturinn ber heitiđ "Opening preparation on high level" ţar sem Avrukh stiklar á stóru ađ fenginni reynslu hvađ ţarf ađ hafa í huga ţegar er veriđ ađ undirbúa sig  fyrir byrjanir.

Fyrirlestrarnir fara fram í skákskýringarherberginu.

10:30-11:15 Prophylactical thinking

11:15-11:30 Hlé

11:30-12:15 Opening preparation on high level

Ađgangur er ókeypis og engin skráning.


Fimmtudagsmót hjá TR í kvöld

Fimmtudagsmót hjá TR 2012 verđur í kvöld og hefst ađ venju kl. 19:30 en húsiđ opnar kl. 19:10.

Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma.

Mótin fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni ađ Faxafeni 12. Glćsilegur verđlaunapeningur er í bođi fyrir sigurvegarann.

Mótin eru öllum opin og er ađgangseyrir kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt er fyrir 15 ára og yngri.  Bođiđ er upp á kaffi ásamt léttum veitingum án endurgjalds.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.8.): 8
  • Sl. sólarhring: 47
  • Sl. viku: 327
  • Frá upphafi: 8780111

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 244
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband