Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Málţing um skákkennslu fer fram í dag í Hörpu

Maurice AshleyMálţing um skákkennslu verđur haldiđ í Hörpu laugardaginn 10. mars klukkan 13:00 - 14:15. Ţar munu skákfrömuđir, skólafólk og stórmeistarar rćđa um gildi skákkennslu fyrir börn og tengsl skákkunnáttu og námsárangurs.

Málţingiđ er haldiđ í tengslum viđ N1 Reykjavíkurskákmótiđ, sem haldiđ er í Hörpu, en ţar tefla margir af sterkustu skákmönnum heims af báđum kynjum. Reykjavíkurskákmótiđ er mesta skákhátíđ ársins á Íslandi. Međal keppenda eru börn og ungmenni, í bland viđ eldri og reyndari meistara.

Á málţinginu í Hörpu mun Stefán Bergsson framkvćmdastjóri Skákakademíu Reykjavíkur flytja fyrirlestur um skákkennslu á Íslandi, en skák er nú kennd í fjölmörgum grunnskólum vítt og breitt um landiđ.

Helgi Árnason skólastjóri Rimaskóla fjallar um ćvintýralegan árangur skólans á liđnum árum, en Rimaskóli er margfaldur Íslands- og Norđurlandameistari, og krakkarnir úr Grafarvogi hafa sópađ til sín verđlaunum.

Ingibjörg Rósa Ívarsdóttir kennari viđ Lágafellsskóla flytur erindi og fjallar um ávinning barna af skákiđkun.

Helgi Ólafsson stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands rćđir um skákrannsóknir og skákforrit. Helgi er lćrimeistari heillar kynslóđar efnilegustu ungmenna landsins og hefur af miklu ađ miđla.

Síđast en ekki síst mun bandaríski stórmeistarinn Maurice Ashley segja frá starfi sínu međal ćskufólks í Bandaríkjunum. Ashley hefur gríđarmikla reynslu sem kennari og ţjálfari, og er mikill ávinningur ađ ţví ađ fá hann til ţátttöku á málţinginu í Hörpu. Yfirskriftin ađ erindi stórmeistarans er „Skák er skemmtileg" - sem er sannarlega viđeigandi, einsog skákveislan mikla í Hörpu er til marks um.

Allir eru velkomnir og ađgangur er ókeypis.

 

Dagskrá á málţingi um skákkennslu í Hörpu:

Stefán Bergsson framkvćmdastjóri Skákakademíu Reykjavíkur

Yfirlit yfir skákkennslu á Íslandi.

Helgi Árnason skólastjóri Rimaskóla

Skákskólinn Rimaskóli

Ingibjörg Rósa Ívarsdóttir kennari Lágafellsskóla

Ávinningur af skákiđkun

Helgi Ólafsson

Skákrannsóknir og skákforrit

Maurice Ashley stórmeistari og skákfrömuđur í Bandaríkjunum

Skák er skemmtileg

 


N1 Reykjavíkurskákmótiđ í Hörpu: Bragi međal efstu manna

 

Bragi Ţorfinnsson

Bragi Ţorfinnsson vann hinn kunna franska stórmeistara Sebastian Maze sannfćrandi í 4. umferđ N1 Reykjavíkurmótsins sem fram fór í dag í Hörpu.  Bragi er nú efstur Íslendinga međ 3,5 vinning en alls hafa 6 skákmenn sigrađi í öllum sínum skákum.

Fabiano Caruana, stigahćsti keppandi mótsins, sigrađi hollenska stórmeistarann Erwin L´ami.  Caruana er efstur ásamt David Navara, Alexander Ipatov, Ivan Cheparinov, Ivan Sokolov, Robert Hess og Gawain Jones.   Fjórir skákmenn hafa 3,5 vinning og Bragi ţar á međal.

Međ 3 vinninga hafa Íslendingarnir: Hannes Hlífar Stefánsson, Ţröstur Ţórhallsson, Stefán Kristjánsson, Hjörvar Steinn Grétarsson, Héđinn Steingrímsson, Henrik Danielsen, Guđmundur Kjartansson, Róbert Lagerman, Björn Ţorfinnsson og Ţorvarđur F. Ólafsson.   Heimsmeistari kvenna, Hou Yifan, gerđi jafntefli annan dag í röđ og hefur 3 vinninga.  

Hilmir Freyr HeimissonMargir Íslendinganna náđu góđum úrslitum í 4. umferđum.  Dagur Ragnarsson, einn af mönnum mótsins, 15 ára piltur úr Rimaskóla, gerđi jafntefli viđ FIDE-meistarann Johan Henriksson, Elsa María Kristínardóttir, Íslandsmeistari kvenna lagđi Erlend Mikaelsen og ungu skákmennirnir Felix Steinţórsson, Mikael Jóhann Karlsson og Andri Freyr Björgvinsson unnu mun stigahćrri andstćđinga.   Einar Hjalti Jensson gerđi jafntefli viđ bandarísku skákdrottninguna Irina Krush.  Hilmir Freyr Heimssson, 10 ára, gerđi jafntefli viđ mun stigahćrri andstćđing. 

Tímaritiđ Skák kom út í dag eftir langt hlé og geta áhugasamir nálgast ţađ á skákstađ um helgina. 

Öll úrslit 4. umferđar má finna hér.    

Stöđu mótsins má finna hér.

Fimmta umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 15.  Ţá hefjast skákskýringar í umsjón Helga Ólafssonar kl. 17:30.  Röđun 5. umferđar má finnast hér.

Í 5. umferđ mćtast m.a.:

  • Jones - Caruana
  • Navara - Sokolov
  • Cheparinov - Hess
  • Bragi - Coleman
  • Björn - Kryvoruchko
  • Hou Yifan - Bartholomew 
  • Héđinn - Kore
  • Guđmundur - Hannes
Heimasíđur


Rafmögnuđ spenna í Hörpu: 4. umferđ ađ ná hámarki

1Vindurinn gnauđar í Hörpu ţegar fjórđa umferđ N1 Reykjavíkurskákmótsins er ađ ná hámarki. Fjölmargir áhorfendur eru mćttir til ađ fylgjast međ meisturunum.

Friđrik Ólafsson fyrsti stórmeistari Íslendinga og fv. forseti FIDE leit viđ nú seinnipartinn og bar lof á glćsilegt mót. Friđrik tók ţátt í fyrsta Reykjavíkurmótinu fyrir 46 árum og hefur í ţrígang sigrađ á mótinu.

Stefán Kristjánsson teflir hörkuskák viđ stórmeistarann Gawain Jones og Hannes H. Stefánsson og Joachim Thomassen grúfa sig yfir mjög flókna stöđu.

Caruana og L´Ami skylmast á 1. borđi í skák ţar sem allt getur gerst, og heimsmeistarinn Hou Yifan freistar ţess ađ komast aftur á sigurbraut í skák sinni viđ alţjóđlega meistarann Adam Hunt.

Fjölmargar spennandi skák eru í gangi á N1 Reykjavíkurskákmótinu og er 12 ţeirra sendar út beint á netinu. Sjón eru sögu ríkari og eru skákáhugamenn hvattir til ađ koma og taka ţátt í skákveislunni.

Jóhann Hjartarson stórmeistari verđur međ skákskýringar í hliđarsal og fer yfir stöđuna hjá meisturunum.


Nansý og Hilmir í úrslitum Gagnaveitumótsins - Reykjavík BarnaBlitz 2012

DSC_0052Ţađ var hart barist í undanúrslitum Gagnaveitumótsins - Reykjavík BarnaBlitz 2012, sem fram fóru í Hörpu á föstudag.

Hilmir Freyr Heimisson sigrađi Vigni Vatnar Stefánsson 2-0 og Nansý Davíđsdóttir sigrađi Baldur Theodor Petersson, einnig 2-0.

Bćđi einvígi voru hörkuskemmtileg og ćsispennandi, og ungu meistararnir kunnu vel viđ sig á sviđinu í Hörpu, ţar sem meistarar á borđ viđ Hue Yifan, Caruana og Navara leika venjulega listir sínar.

Hilmir Freyr og Nansý tefla til úrslita á Gagnaveitumótinu - Reykjavik BarnaBlitz á morgun, áđur en 5. umferđ N1 Reykjavíkurmótsins hefst.


Firmakeppni Fjölnis - Verkísmótiđ 2012

Ţađ styttist í ađ Firmakeppni Fjölnis í skák, međ stuđningi verkfrćđistofunnar Verkís, hefjist í Ráđhúsi Reykjavíkur.

Margir skákmenn og nokkur fyrirtćki hafa komiđ ađ máli viđ undirbúningsnefnd mótsins um hvort ekki vćri möguleiki á ađ rýmka til međ reglurnar og fá ţannig fleiri fyrirtćki og fleiri skákmenn til ađ koma ađ á mótinu.

Undirbúningsnefndin hefur ákveđiđ ađ verđa viđ ţessum óskum ţótt stutt sé í mótshaldiđ, enda um mikla veislu ađ rćđa ţegar horft er til verđlauna fyrir bestu skáksveitirnar og einstaklingana. Nú hvetjum viđ íslenska skákmenn til ađ bregđast fljótt og vel viđ breyttum ţátttökureglum og ţeir kanni möguleika sína á ađ mynda sveit/ir  sem fellur undir eftirfarandi skilyrđi:

Fyrirkomulag

-          Hvert fyrirtćki sendir fjögurra manna skáksveit til leiks. Leyfilegt er ađ hafa varamenn.

-          Liđsmenn skulu starfa hjá viđkomandi fyrirtćki eđa stofnun.

-          Leyfilegt er ađ tefla fram sameinuđu liđi tveggja fyrirtćkja.

-          Einn lánsmađur er leyfđur í hverju liđi.

-          Hvert liđ má tefla fram einum titilhafa ţ.e. GM eđa IM, eđa tveimur FM.

 

-          Teflt verđur í Ráđhúsi Reykjavíkur, 14. og 15. mars nk. kl. 16:00 - 19:00

-          Veitingar í hléi í frá Saffran og Icelandic Glacial.

 

1. Verđlaun:  Flug til Evrópu međ Iceland Express fyrir 4 liđsmenn og liđsstjóra - öll gjöld innifalin!

2.  Verđlaun: Glćný ljósmyndabók frá Sögum útgáfu og geisladisk frá 12 tónum.

3.  Verđlaun: Verđlaun: Ljósmyndabókin frá Sögum útgáfu.

 

Sérverđlaun, GSM snjallsími frá Símanum, ađ verđmćti 100.000 kr., verđa veitt fyrir bestan árangur einstaklings á mótinu. Einnig verđa vinningar dregnir af handahófi úr hópi allra ţátttakenda.

Skákdeild Fjölnis stendur ađ mótinu en verkfrćđistofan Verkís, sem fagnar 80 ára starfsafmćli í ár er ađalstyrktarađili mótsins.

Ţátttökugjald hvers fyrirtćkis/stofnunar er 50.000 kr. Tilkynniđ ţátttöku sem fyrst á firmakeppnin@gmail.com.

Međ von um jákvćđ viđbrögđ, stuđning og skemmtilegt samstarf,

 

Undirbúningsnefndin


Tímaritiđ Skák kemur út í dag

 

Tímaritiđ Skák

 

 

Í dag föstudaginn 9. mars kemur glóđvolgt úr prentun, Tímaritiđ Skák. Blađiđ er stútfullt af efni og má ţar nefna umfjöllun um Reykjavíkurskákmótin 2011 og 2012, Skákţing Íslands, Norđurlandamót öldunga,  Íslandsmót skákfélaga og árangur íslenskra skákmanna á erlendri grundu. Einnig má nefna grein um afmćlisbarniđ Bobby Fischer, áhugaverđ skrif um taflmennsku ungra sem aldinna og skáklistaverk eitt mikiđ. Er ţá raunar fátt eitt taliđ.  

Skákáhugamenn eru hvattir til ađ tryggja sér eintak en blađiđ verđur til sölu í Hörpu međan á Reykjavíkurskákmótinu stendur en ţar geta óţolinmóđir áskrifendur einnig nálgast sitt eintak fram á sunnudag. 

Ţeir áskrifendur sem ekki eiga heimangengt fá blađiđ sent heim en panta má áskrift hér.


Frétt á ChessBase um N1 Reykjavíkurskákmótiđ

Alina L´amiAlina L´ami frá Rúmeníu hefur skrifađ góđan, myndrćnan og skemmtilegan pistil á  Chessbase um N1 Reykjavíkurskákmótiđ.

Pistillinn á Chessbase


Pallborđiđ: Williams og Ingvar ţór

Simon Williams og Ingvar Ţór Jóhannesson voru í pallborđinu í dag og fóru mikinn.   Pallborđiđ má nálgast hér ađ neđan.

 

Watch live streaming video from reykjavikopen at livestream.com

Myndband frá ţriđju umferđ

Vijay Kumar heldur áfram ađ senda frá myndböndin.  Nú má finna myndbandiđ frá 3. umferđ.  Ţar má m.a. finna viđtöl viđ Caruana, Navara og Henrik Danielsen.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 98
  • Sl. viku: 321
  • Frá upphafi: 8780105

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 238
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband