Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Sigurbjörn efstur á Íslandsmótinu í skák - Ţröstur vann Hannes

Sigurbjörn BjörnssonFIDE-meistarinn Sigurbjörn Björnsson (2393) er efstur međ fullt hús ađ lokinni 2. umferđ Íslandsmótsins í skák sem fram fór í dag í Stúkunni á Kópavogsvelli.  Sigurbjörn vann Dag Arngrímsson (2361) í dag.  Fimm skákmenn koma humátt á eftir Sigurbirni međ 1,5 vinning, ţar á međal stórmeistarinn Ţröstur Ţórhallsson (2398) sem vann hinn ellefufalda Íslandsmeistara Hannes Hlífar Stefánsson (2531) í stórskemmtilegri skák.  Ađrir međ 1,5 vinning eru stórmeistararnir Stefán Kristjánsson (2500) og Henrik Danielsen (2504) og alţjóđlegu meistararnir og brćđurnir Bragi (2421) og Björn (2416) Ţorfinnssynir.  Ţröstur Ţórhallsson

Afar fjörlegra er teflt á Íslandsmótinu og ekkert um stutt jafntefli! Ţriđja umferđ fer fram á morgun.  Og ţá vantar ekki stórviđureignirnar ţví ţá mćtast međal annars: Sigurbjörn-Hannes, Henrik-Björn og Ţröstur-Bragi.  

Rétt er ađ minna á ađ ţađ eru afar góđar ađstćđur á skákstađ og auđvelt ađ fylgjast međ gangi mála ţar.  Ţar er skákunum varpađ upp á skjá ţar sem sterkustu skákmenn ţjóđarinnar af ţeim sem ekki taka ţátt spá í spilin!

Úrslit 2. umferđar:

  • Björn Ţorfinnsson - Guđmundur Kjartansson 0,5-0,5
  • Dagur Arngrímsson - Sigurbjörn Björnsson 0-1
  • Hannes Hlífar Stefánsson - Ţröstur Ţórhallsson 0-1
  • Bragi Ţorfinnsson - Davíđ Kjartansson 1-0
  • Stefán Kristjánsson - Einar Hjalti Jensson 1-0
  • Guđmundur Gíslason - Henrik Danielsen 0-1

Stađan:

  • 1. FM Sigurbjörn Björnsson (2393) 2 v.
  • 2.-6. SM Stefán Kristjánsson (2500), SM Henrik Danielsen (2504), SM Ţröstur Ţórhallsson (2398), Bragi Ţorfinnsson (2421) og Björn Ţorfinnsson (2416) 1,5 v.
  • 7.-11. Einar Hjalti Jensson (2245), AM Guđmundur Kjartansson (2357), AM Dagur Arngrímsson (2361), FM Davíđ Kjartansson (2305) og SM Hannes Hlífar Stefánsson (2531) 0,5 v.
  • 12. Guđmundur Gíslason (2346) 0 v.


Skáklist án landamćra á ţriđjudag

Lćkur

Ţar sem List án landamćra hefst í vikunni tekur Skákfélag Vinjar forskot á sćluna, ţriđjudaginn 17. apríl, og heldur mót, „skáklist án landamćra" í Lćk, sem er athvarf Rauđa kross Íslands fyrir fólk međ geđraskanir í Hafnarfirđi. Mótiđ hefst klukkan 13:15.

Ţetta er fyrsta alvörumótiđ sem haldiđ er í Lćk, sem er viđ Hörđuvelli 1, alveg viđ lćkinn og fyrir framan Lćkjarskóla.

Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma og bođiđ verđur upp á kaffiveitingar í hléi.

Bókavinningar fyrir efstu sćtin og happadrćtti, allir eiga séns.

Bara mćta tímanlega og skrá sig. Síminn í Lćk er 566-8600.

Nánar um athvarfiđ: http://redcross.is/page/rki_hafnarfjardardeild_laekur


Íslandsmótiđ í skák: Beinar útsendingar frá 2. umferđ

Bragi ŢorfinnssonBeinar útsendingar frá 2. umferđ Íslandsmótsins í skák sem fram fer í Stúkunni á Kópavogsvelli eru hafnar.  Í umferđ dagsins mćtast m.a. stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson og Ţröstur Ţórhalsson.  Forystusauđirnir Björn Ţorfinnsson og Sigurbjörn Björnsson mćta Guđmundi Kjartanssyni og Degi Arngrímsson.

Eđalađstćđur eru skákstađ og hćgt ađ fylgjast međ skákunum á tjaldi.   

Beinar útsendingar úr 2. umferđ má nálgast hér.  

Sundskák í Kópavogi!

DSC 0128Landsliđsflokkur í skák fer nú fram í Kópavogi og í tengslum viđ hann fara fram ýmsir skemmtilegir skákviđburđir. Í morgun var sundlaugum Kópavogs fćrđ ađ gjöf skáksundlaugarsett frá Skákakademíu Reykjavíkur.

DSC 0136Félagarnir úr skáksveit Salaskóla, ţeir Róbert Örn Vigfússon og Hilmir Freyr Heimisson, vöknuđu snemma í morgun. Ţeir höfđu fengiđ ţađ verkefni ađ vígja skáksundlaugarsettin.

Í Salalaug tók Guđmundur forstöđumađur á móti köppunum og fylgdarliđi ţeirra. Guđmundur sagđist hafa sem ungur piltur fylgst vel međ einvígi Friđriks og Larsens í Sjómannaskólanum. Drengirnir tefldu snarpa skák í Sikileyjarvörn sem endađi međ sigri Hilmis.

sundlaugarskak_i_kopavogi[1]Svo var haldiđ í Sundlaug Kópavogs. Ţar var vel tekiđ á móti öllu fylgdarliđinu sem fékk fćrt kaffi í pottinn. Landsliđsflokkurinn var svo vel kynntur í hátalarakerfinu. Einhver galsi var hlaupinn í drengina sem tefldu nú kóngsbragđ en aftur sigrađi Hilmir eftir snarpa vörn Róberts.

En semsagt; nú skal teflt í sundlaugum Kópavogs.

Myndaalbúm (HJ)


Jafntefli hjá Héđni gegn Zherebukh

Héđinn Steingrímsson (2562) gerđi jafntefli viđ úkraínska stórmeistarann Yaroslav Zherebukh (2642) í 14. umferđ ţýsku deildakeppninnar sem fór í dag.    Í lokaumferđinni, sem fram fer á morgun og hefst kl. 8, teflir Héđinn ađ öllum líkindum viđ slóvakíska stórmeistarann Peter Michalik (2529).



Héđinn teflir um helgina í ţýsku deildakeppninni

Héđinn fékk bćn sína uppfyllta - Valur vannHéđinn Steingrímsson (2562) teflir um helgina í ţýsku deildakeppninni (Bundesliga).  Í 14. og nćstsíđustu umferđ, sem hófst nú kl. 12, teflir hann viđ úkraínska stórmeistarann Yaroslav Zherebukh (2642).   Héđinn teflir á 2. borđi fyrir Hansa Dortmund sem harđri botnbaráttu.  Ţeir mćta í dag sveit Hamborgar.  


Íslandsmótiđ í skák: Birnir unnu Guđmunda

Sigurbjörn BjörnssonSigurbjörn Björnsson (2393) og Björn Ţorfinnsson (2416) byrjuđu best allra á Íslandsmótinu í skák sem hófst í dag í Stúkunni á Kópavogsvelli.  Björn vann Guđmund Gíslason (2346) en Sigurbjörn vann Guđmund Kjartansson (2357).   Öđrum skákum lauk međ jafntefli og ţar á međal gerđi Davíđ Kjartansson (2305) jafntefli viđ ellefufaldan Íslandsmeistara, Hannes Hlífar Stefánsson (2531).  Björn Ţorfinnsson 

Önnur umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 16.  Ţá mćtast međal annars: Hannes-Ţröstur, Björn-Guđmundur K og Dagur-Sigurbjörn.

 

Íslandsmótiđ í skák hafiđ - ţađ er gott ađ tefla í Kópavogi

Balliđ er byrjađ!Íslandsmótiđ í skák hófst kl. 16 í Stúkunni viđ Kópavogsvöll.  Ármann Kr. Ólafsson, bćjarstjóri, setti mótiđ og lék fyrsta leikinn, riddara á f3, í skák stórmeistaranna Henriks Danielsens og Stefáns Kristjánssonar.   Sú skák sem stoliđ hefur athygli fjölmargra áhorfenda í fyrstu umferđ er skák Guđmundar Gíslasonar og Björns Ţorfinnsonar er Guđmundur fórnađi riddara á f7 strax í áttunda leik.

 



Gallerý Skák: Jón Ţorvaldsson kom sá og sigrađi

Jón Ţorvaldsson

Í gćrkvöldi var ţröng á ţingi í Gallerýinu ţar sem fram fór EftirPáskaMótiđ um SAMBÓ NammiBoltann, sem keppt var um ađ nýju ţar sem gefandinn GRK vann hann sjálfur í síđustu viku.  Ekkert var gefiđ eftir í baráttunni fyrir sćtum sigri  -nema síđur vćri - rétt eins og vanalega og mörg óvćnt úrslit litu dagsins ljós, enda orđiđ bjart frameftir kvöldi.

Jón Ţorvaldsson úr Gođum kom í heimsókn til hrista af sér sleniđ og velgja öđrum ţátttakendum undir uggum í leiđinni eftir bestu getu. Ekki verđur annađ sagt en ađ  honum hafi tekist ţađ bćrilega međ smáheppni ađ vísu, en ekki er spurt ađ vopnaviđskiptum heldur leikslokum.  Hann kom sjálfum sér á óvart međ ţví ađ vinna mótiđ međ 9.5 vinningi af 11 mögulegum, rétt á undan Jóni Ţ. Ţór sem kom nćstur međ 9 vinninga.  Gunnar Gunnarsson varđ ţriđji međ ađeins 7.5 vinninga og  hefur oft gengiđ betur.  Síđan komu nokkrir ađrir í hnapp eins og oft vill verđa raunin á ţegar allir geta unniđ alla og teflt er fyrir fegurđina.

Heilabrot eru heilsubót:  Ekki verđur međ sanni sagt ađ skákmenn sitji bara á rassinum og geri ekki neitt ţegar taflmennska er annars vegar eins og oft er haldiđ fram.   Alls voru tefldar 198 skákir ţetta kvöldiđ ađ jafnađi 50 leikir hver eđa um 10.000 leikir alls.  Ţađ er ţví deginum ljósara ađ skákiđkun er  bćđi andleg og líkamleg heilsurćkt. Ţađ reynir mikiđ á jafnt  andlegt og líkamlegt atgervi ađ úthugsa alla ţess leiki og síđan ađ hreyfa taflmennina tíu ţúsund sinnum á stuttum tíma 

Ađ venju gerđu menn sér alls konar kruđerí ađ góđu og snćddu síđan Hróa Hattar pizzur međ góđri list í taflhléi og rćddu um daginn og veginn eins og sjá má á međf. myndum.

Myndaalbúm (ESE)

 

Mótstafla

 

 


Íslandsmótiđ í skák hefst í Kópavogi á morgun

Stúkan á KópavogsvelliÍslandsmótiđ í skák hefst á morgun en mótiđ fer fram í glćsilegum húsakynnum í Stúkunni á Kópavogsvelli.   Mótiđ er geysisterkt, fjórir stórmeistarar taka ţátt, en međalstig eru 2398 skákstig og er mótiđ ţađ sterkasta á ţessari öld.  Umferđir hefjast kl. 16 á daginn.   Ármann Kr. Ólafsson, bćjarstjóri í Kópavogi, setur mótiđ og leikur fyrsta leik ţess.

Stefnt er ađ skákskýringum alla daga sem verđa međal annars í umsjón Helga Ólafssonar og Ingvars Ţór Jóhannessonar. 

Á skákstađ verđur líka góđ ađstađa fyrir áhorfendur ţar sem hćgt verđur ađ fylgjast međ skákunum á skjá, grípa í tafl og ţiggja kaffiveitingar.  Einnig er hćgt er ađ nálgast skákirnar á netinu en ţar verđa ţćr sýndar međ 30 mínútna seinkun.

Ţetta er í annađ skiptiđ sem mótiđ fer fram í Kópavogi.  Mótiđ fór ţar fram áriđ 2000 og ţá varđ Jón Viktor Gunnarsson Íslandsmeistari.  

Hannes Hlífar Stefánsson, ellefufaldur Íslandsmeistari í skák, og Henrik Danielsen, Íslandsmeistari Hannes Hlífar Stefánsson2009, eru einu keppendurnir nú sem áđur hafa orđiđ Íslandsmeistarar. 

Hannes hefur sigrađ í 11 síđustu skipti sem hann hefur á annađ borđ tekiđ ţátt eđa frá árinu 1998 en hann tók ekki ţátt árin 2000, 2009 og 2011.  Núverandi Íslandsmeistari í skák er Héđinn Steingrímsson sem ekki tekur ţátt í ár.  

Mikiđ verđur um ađ vera í Kópavogi á međan mótinu fer fram.  Međal annars verđur Kópavogsmótiđ í skólaskák haldiđ í Salaskóla 17. apríl, Íslandsmótiđ framhaldsskóla fer fram í Stúkunni 18. apríl og einnig er stefnt ađ keppni á milli "eldri skákmanna" úr Taflfélagi Kópavogs og ungra og efnilegra skákmanna úr Kópavogi sem eru fjölmargir.  

Keppendalisti mótsins:

  1. SM Hannes Hlífar Stefánsson (2531)
  2. SM Henrik Danielsen (2504)
  3. SM Stefán Kristjánsson (2500)
  4. AM Bragi Ţorfinnsson (2421)
  5. AM Björn Ţorfinnsson (2416)
  6. SM Ţröstur Ţórhallsson (2398)
  7. FM Sigurbjörn Björnsson (2393)
  8. AM Dagur Arngrímsson (2361)
  9. AM Guđmundur Kjartansson (2357)
  10. Guđmundur Gíslason (2346)
  11. FM Davíđ Kjartansson (2305)
  12. Einar Hjalti Jensson (2245) 

Í fyrstu umferđ mćtast međal annars: Henrik-Stefán og Davíđ-Hannes.  


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.8.): 12
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 192
  • Frá upphafi: 8779829

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 100
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband