Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Henrik í 2.-3. sćti í Óđinsvéum eftir tvö jafntefli í dag

Henrik DanielsenStórmeistarinn Henrik Danielsen (2498) er í 2.-3. sćti međ 5,5 vinning eftir 7 umferđir á móti tileinkuđu H.C. Andersen, sem fram fer í Óđinsvéum, eftir tvö jafntefli í dag.  Í 6. umferđ gerđi hann jafntefli viđ makedóníska stórmeistaranum Vladimir Georgiev (2555) en í sjöundu umferđ viđ ţýska alţjóđlega meistarann Thorsten Michael Haub (2476).

Georgiev er efstur međ 6 vinninga en jafn Henrik í 2. sćti er danski alţjóđlegi meistarinn Andreas Skytte Hagen (2445).

Í áttundu og nćstsíđustu umferđ, sem fram fer í fyrramáliđ, teflir Henrik viđ búlgarska stórmeistarann Krasimir Rusev (2525).

56 skákmenn taka ţátt í mótinu og ţar af 5 stórmeistarar og 9 alţjóđlegir meistarar.  Henrik er nr. 5 í stigaröđ keppenda.  Tefldar eru tvćr umferđir á dag eins og svo gjarnan á dönskum mótum og hefjast ţćr kl. 8 og 13.



Gunnar endurkjörinn forseti SÍ

Gunnar forzetiAđalfundur SÍ fór fram í dag.  Gunnar Björnsson var endurkjörinn forseti SÍ.  Önnur í stjórn SÍ voru kjörin; Andrea Margrét Gunnarsdóttir, Eiríkur Björnsson Helgi Árnason, Ingibjörg Edda Birgisdóttir, Róbert Lagerman og Stefán Bergsson.  Í varastjórn voru kjörin; Pálmi R. Pétursson, Ţorsteinn Stefánsson, Steinţór Baldursson og Óskar Long Einarsson.

Steinţór og Óskar eru nýir inn í stjórn.  Halldór Grétar Einarsson, fráfarandi varaforseti, og Haraldur Baldursson gengu úr stjórn.  Sérstaklega var klappađ fyrir Halldóri Grétari sem hefur reynst ákaflega dugmikill stjórnarmađur.

Fundurinn var fremur tíđindalitill og stuttur en málefni skákhreyfingarinnar rćdd engu ađ síđur út frá ýmsum vinklum.

 


Jafnt í Vinamóti Eyja og Álfhóls

Í gćr hófst Vinamót Eyja- og Álfhóls í Kópavogi međ fyrstu umferđ kl. 18:00 og í morgun fór fram önnur umferđ kl. 9:30 en sú síđari hófst kl. 13 en mótinu lýkur á morgun kl. 10 međ síđustu umferđinni.

Í fyrstu umferđinni kom í ljós ţađ sem Eyjamenn reyndar vissu ađ Eyjastrákarnir voru ansi ryđgađir og töpuđu öllum sínum skákum 0-5.  Í morgun voru ţeir ţó vel vaknađir og sigruđu 3-2 og hefur ţví hvort liđiđ um sig unniđ eina umferđ, en Álfhólsskóli er yfir á vinningum 7-3. Tefldar eru kappskákir klukkstund + 30 sek á leik.

Margir af krökkunum eru ađ tefla sínar fyrstu kappskákir og standa sig bara vel.

Dagskráin :
3 umf. Laugardagur kl. 13:00
4 umf. Sunnudagur kl. 10:00

Keppendur eru allir á aldrinum 11-13 ára, en leyfilegt er ađ bćta inn mönnum ef ţátttaka verđur ekki nćg.  Mótiđ er hugsađ sem ćfingamót fyrir krakkana, en Álfhólsskóli varđ íslandsmeistari barnaskólasveita í vor og eru á leiđ á Norđurlandamót í Svíţjóđ í haust.

Allir keppendur fá verđlaunapening og svo verđa verđlaunabikarar fyrir bestu skákir úr hvoru liđi.

Í dag klukkan 16:00 hófst OPIĐ Vorhrađskákmeistaramót Vestmannaeyja međ ţátttöku allra ţessara krakka og félagsmanna í TV og annarra gesta.  Verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin í mótinu sjálfu og einnig eru sérstök verđlaun fyrir yngri en 16 ára.  Rétt er ađ ítreka ađ mótiđ er öllum opiđ, eina skilyrđiđ er ađ mćta á stađinn fyrir kl. 16:00 á laugardaginn.  Mótiđ fer fram í Skáksetrinu ađ Heiđarvegi 9 í Vestmannaeyjum.


Skákmót Landsmót UMFÍ 50+ fer fram laugardaginn 9. júní

Landsmót UMFÍ fyrir 50+ fer fram um helgina 8.-10. júní í Mosfellsbć.  Skákkeppnin fer fram laugardaginn 9. júní og fer fram á milli 12 og 17.  Keppt verđur í einum flokki eftir Monrad-kerfi.  Veitt verđa verđlaun fyrir bestan árangur karla og kvenna.

Mótiđ verđur nánar kynnt ţegar nćr dregur.

Landsmót UMFÍ 50+


Davíđ sigrađi á Stigamóti Hellis

Davíđ Kjartansson

Davíđ Kjartansson sigrađi á Stigamóti Hellis sem lauk í gćrkvöldi. Davíđ fékk 6,5 vinning í sjö skákum og gerđi ađeins eitt jafntefli viđ Einar Hjalta Jensson sem kom nćstur í 2. sćti međ 6 vinninga. Ţessir tveir keppendur voru skáru sig nokkuđ frá öđrum keppendum á mótinu en jafnir í 3. og 4. sćti voru Vigfús Ó. Vigfússon og Oliver Aron Jóhannesson međ 4,5 vinning.

Nćst á dagskrá hjá Helli er svo hrađkvöld nćsta mánudagskvöld.

Úrslit 7. umferđar :

BorđNafnVinn.ÚrslitVinn.Nafn
1Kjartansson David 1 - 0Hardarson Jon Trausti 
2Jensson Einar Hjalti 51 - 04Ragnarsson Dagur 
3Vigfusson Vigfus 1 - 0Jonsson Tomas Arni 
4Einarsson Oskar Long 30 - 1Johannesson Oliver 
5Sigurdsson Birkir Karl 30 - 13Thoroddsen Arni 
6Petersen Jakob Alexander 1 - 02Kravchuk Mykhaylo 
7Zacharov Arsenij 21 - 02Davidsson Oskar Vikingur 
8Gudmundsson Bjarni Thor 1 bye
 

Lokastađan: 

RöđNafnStigVinn.TB1TB2TB3
1Kjartansson David 23206,5312228,5
2Jensson Einar Hjalti 23036302124,3
3Vigfusson Vigfus 19944,5282014,3
4Johannesson Oliver 20504,5271913,5
5Ragnarsson Dagur 19034292112
6Thoroddsen Arni 16534231711,5
7Omarsson Dadi 22043,5292013
8Hardarson Jon Trausti 17623,5261910
9Jonsson Tomas Arni 03,525189,75
10Petersen Jakob Alexander 03,520157,5
11Sigurdsson Birkir Karl 17283282110
12Einarsson Oskar Long 1587328209
13Zacharov Arsenij 0320145,5
14Steinthorsson Felix 13412,526186,25
15Gudmundsson Bjarni Thor 02,518124,5
16Kravchuk Mykhaylo 0221153,5
17Davidsson Oskar Vikingur 0219143,5
18Duret Gabriel Orri 00,517111

Myndaalbúm
(VÓV)

Ađalfundur SÍ hefst kl. 10

Skáksamband ÍslandsAđalfundur Skáksambands Íslands fer fram laugardaginn 19. maí nk.  Fundurinn fer fram í húsnćđi TR, Faxafeni 12 og hefst kl. 10. 

 


Skákţing Norđlendinga fer fram um Hvítasunnuhelgina

Nú er búiđ ađ setja Norđurlandsmótiđ inn á Chess results síđuna og má skođa skráđa ţátttakendur á ţessari slóđ http://chess-results.com/tnr72977.aspx?ix=1&lan=1&turdet=YES

Verđlaunafé í opna flokknum hefur nú veriđ ákveđiđ kr. 165.000 og skiptist sem hér segir:

1. verđlaun kr. 50.000

2. verđlaun kr. 30.000

3. verđlaun kr. 20.000

4. verđlaun kr. 10.000

Skákmeistari Norđlendinga  kr. 25.000

Efstur skákmanna međ 1801-2000 kr. 15.000

Efstur skákmanna međ 1800 stig og minna kr. 15.000

Hver ţátttakandi vinnur ađeins ein verđlaun.

Ţátttökugjald er kr. 4000 (2000 fyrir f. 1996 og yngri), en frítt fyrir stórmeistara og alţjóđlega meistara.

Skráning í netfangiđ askell@simnet.is.

Sjá nánar um mótiđ á heimasíđu SA.


Meistaramót Skákskóla Íslands fer fram 1.-3. júní

Skákskóli ÍslandsMeistaramót Skákskóla Íslands fyrir starfsáriđ 2011/2012 hefst föstudaginn 1. júní. Tefldar verđa sjö umferđir eftir svissneska kerfinu. Ţátttökurétt hafa nemendur skólans og allir ţeir sem tekiđ hafa ţátt í námskeiđum á vegum  skólans eđa hlotiđ ţjálfun á vegum skólans.  

Núverandi meistari Skákskóla íslands er Hjörvar Steinn Grétarsson.   

Ţátttökuréttur:

Allir nemendur skólans og ţeir sem tekiđ hafa ţátt í námskeiđum á vegum skólans.

Ađ öđru leyti áskilur skólastjóri/mótsnefnd sér rétt til ađ bjóđa völdum einstaklingum til ţátttöku.

Dagskrá mótsins verđur međ eftirfarandi hćtti:

Umferđafjöldi: Sjö umferđir. Í ţrem fyrstu umferđunum verđa tefldar atskákir en fjórar lokaumferđirnar eru kappskákir.

Tímamörk: Atskákir 25 10  ţ.e 25 mínútur ađ viđbćttum sekúndum fyrir hvern leik. 

Kappskákir:  90 30 ţ.e. 90 mínútur á alla skákina og 30 sekúndur bćtast viđ eftir hvern leik.

Fyrirkomulag: Svissneska kerfiđ - Swiss Perfect

Skákstig: Mótiđ verđur reiknađ til skákstiga, en ţrjár fyrstu umferđirnar til at-skákstiga.

Verđlaun:

A:

1. verđlaun:

Meistaratitill Skákskóla Íslands 2011/2012 og farandbikar. Einnig  flugfar m/Flugleiđum á Evrópuleiđ* og uppihalds kostnađi kr. 30 ţús.

2. verđlaun: Flugfarmiđi á leiđum Flugfélags Íslands innanlands.  

3. - 5. verđlaun: Vandađar skákbćkur.

Sérstök stúlknaverđlaun:

Farmiđi á leiđum Flugfélags Íslands innanlands.

Aldursflokkaverđlaun. 

1. Tvenn verđlaun fyrir ţá keppendur sem ná bestum árangri í hópi 14 ára og yngri

2. Tvenn verđlaun fyrir ţćr stúlkur sem bestum árangri ná í mótinu.

Verđlaun fyrir keppendur 12 ára og yngri.

1. - 3. verđlaun: Vandađar skákbćkur.

* Mótshaldarinn áskilur sér rétt til ađ finna hagstćđasta fargjald sem hćgt er ađ fá enda verđi tilkynnt um ferđir međ góđum fyrirvara. 

Verđlaunahafi verđur ađ nýta sér farmiđa innan 12 mánuđa frá lokum mótsins.

B:

Dagskrá:

  • 1. umferđ: Föstudagurinn 1. júní kl. 18  
  • 2. umferđ: Föstudagurinn 1. júní kl. 19
  • 3. umferđ. Föstudagurinn 1. júní kl. 20.
  • 4. umferđ: Laugardagurinn 2. júní kl. 10-14  
  • 5. umferđ: Laugardagurinn 2. júní 15 - 19
  • 6. umferđ: Sunnudagurinn 3. júní kl. 10.-14.
  • 7. umferđ: Sunnudagurinn 3. júní kl. 15-19.

 * Hljóti einhver stúlka 1. eđa 2. verđlaun mun 2. sćti međal stúlkna gilda til sérstakra stúlknaverđlauna.

 Verđlaunaafhending fer fram strax ađ móti loknu.

Ţátttöku skal tilkynna í síma SÍ 5689141 á netfangiđ skaksamband@skaksamband.is eđa helol@simnet.is .

Mótsnefnd áskilur rétt til ađ gera breytingar á fyrirfram bođađri dagskrá.


Hjörvar fékk afreksstyrk frá Landsbankanum

Afreksstyrkir frá LandsbankanumHjörvar Steinn Grétarsson fékk afreksstyrk frá Landsbankanum í dag.   Styrkurinn var eyrnamerktur fyrir afreksmenn framtíđarinnar.  Hjörvar var einn 12 afreksmanna sem fékk styrk frá Landsbankanum í dag.

Hjörvar átti ekki heimangengt ţar sem hann er erlendis og tók Gunnar Björnsson, forseti SÍ, viđ viđurkenningunni fyrir hönd Hjörvars.

Í tilkynningu frá Landsbankanum segir:

Tólf framúrskarandi íţróttamenn fengu í dag úthlutađ afreksstyrk úr Samfélagssjóđi Landsbankans. Fimm fá styrk ađ upphćđ 400.000 krónur, en ţeir eru allir í fremstu röđ íslenskra íţróttamanna og einnig voru veittir sjö styrkir til afreksmanna framtíđarinnar, hver ađ upphćđ 200.000 krónur.

Ţetta er í fyrsta sinn sem Landsbankinn veitir afreksstyrki međ ţessum hćtti en ţeir verđa veittir árlega hér eftir. Samtals námu afreksstyrkir Landsbankans í ár 3,4 milljónum króna og bárust alls 120 umsóknir um ţá.

Markmiđ međ styrkveitingunni er ađ styđja viđ bakiđ á afreksfólki sem iđkar einstaklings- eđa paraíţróttir. Allir styrkţegar hafa náđ langt hver á sínu sviđi og geta státađ af framúrskarandi árangri bćđi hér heima og á erlendum vettvangi. Í hópi styrkţega eru ţrír frjálsíţróttamenn, ţrír sundmenn, tveir skíđamenn og einn úr badminton, skák, skotfimi og skylmingum.

Steinţór Pálsson, bankastjóri Landsbankans segir: „Afreksmenn í íţróttum eru metnađarfullir, agađir og kraftmiklir einstaklingar sem eru okkur öllum góđ fyrirmynd. Allt ţađ íţróttafólk sem viđ styrkjum í dag hefur metnađ og vilja til ađ ná enn lengra en ţađ ţegar hefur gert og svo ţađ geti tekist ţarf m.a. meira fjármagn. Landsbankinn hefur um árabil stutt dyggilega viđ íslenskt íţrótta- og ćskulýđsstarf og afhending afreksstyrkja úr Samfélagssjóđi er mikilvćg viđbót viđ ţann stuđning. Viđ leggjum áherslu á ađ styđja viđ ţá sem ţegar hafa náđ langt en ekki síđur viđ ungt og efnilegt íţróttafólk og ţess vegna eru veittir sérstakir afreksstyrkir framtíđarinnar til íţróttamanna sem ekki eru orđnir tvítugir."

Í dómnefnd afreksstyrkja sátu Ţórdís Lilja Gísladóttir lektor viđ Háskólann í Reykjavík, sem jafnframt var formađur dómnefndar, Ómar Bragi Stefánsson verkefnastjóri hjá UMFÍ og Atli Hilmarsson, handknattleiksţjálfari og starfsmađur Landsbankans. Skipan dómnefndar er í samrćmi viđ ţá stefnu bankans ađ fagfólk utan hans myndi jafnan meirihluta í dómnefnd.

Eftirtaldir hlutu afreksstyrki ađ upphćđ 400.000 kr.

  • Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíţróttakona í Ármanni
  • Ásgeir Sigurgeirsson, skotfimimađur í Skotfimifélagi Reykjavíkur
  • Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona í Sundfélaginu Ćgi
  • Ragna Ingólfsdóttir, badmintonkona í TBR
  • Ţorbjörg Ágústsdóttir, skylmingakona í Skylmingafélagi Reykjavíkur

Eftirtaldir hlutu afreksstyrki framtíđarinnar ađ upphćđ 200.000 kr.

  • Aníta Hinriksdóttir, frjálsíţróttakona í ÍR
  • Anton Sveinn McKee, sundmađur í Sundfélaginu Ćgi
  • Freydís Halla Einarsdóttir, skíđakona í Ármanni
  • Hilmar Örn Jónsson, frjálsíţróttamađur í ÍR
  • Hjörvar Steinn Grétarsson, skákmađur í Taflfélaginu Helli
  • Jón Margeir Sverrisson, sundmađur úr Fjölni og Landssambandi fatlađra
  • María Guđmundsdóttir, skíđakona úr Skíđafélagi Akureyrar

Samfélagssjóđur Landsbankans veitir fimm tegundir styrkja á hverju ári: Námsstyrki, samfélagsstyrki, nýsköpunarstyrki, umhverfisstyrki og afreksstyrki.

Nánar á heimasíđu Landsbankans


Henrik efstur í Óđinsvéum

Henrik DanielsenStórmeistarinn Henrik Danielsen (2498) er efstur međ 4,5 vinning ađ loknum 5 umferđum á móti tileinkuđu H.C. Andersen, sem fram fer í Óđinsvéum í Danmörku.  Henrik er efstur ásamt makedóníska stórmeistaranum Vladimir Georgiev (2555).  Ţeir mćtast í sjöttu umferđ, sem fram fer í fyrramáliđ.

56 skákmenn taka ţátt í mótinu og ţar af 5 stórmeistarar og 9 alţjóđlegir meistarar.  Henrik er nr. 5 í stigaröđ keppenda.  Tefldar eru tvćr umferđir á dag eins og svo gjarnan á dönskum mótum og hefjast ţćr kl. 8 og 13.

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.8.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 157
  • Frá upphafi: 8779642

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 131
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband