Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Ađalfundur TR fer fram á miđvikudag

Ađalfundur Taflfélags Reykjavíkur verđur haldinn miđvikudaginn 23. maí kl. 20 í húsnćđi félagsins ađ Faxafeni 12.

Dagskrá fundarins er venjuleg ađalfundarstörf.

Stjórn T.R.


Björn efstur í Salento ásamt ţremur öđrum

Björn ŢorfinnssonBjörn Ţorfinnsson (2388) er efstur ásamt ţremur öđrum skákmönnum ađ loknum ţremur umferđum á alţjóđlegu skákmóti, sem fram fer ţessa dagana, í Salento á Ítalíu.   Í dag voru tefldar tvćr umferđir.  Í ţeirri fyrri gerđi Björn jafntefli viđ ítalska alţjóđlega meistarann Duilio Collutiis (2513) en í ţeiri síđari vann hann ítalska alţjóđlega meistarann Fabrizio Bellia (2425).  

Björn hefur 2˝ vinning og er efstur ásamt ţýska stórmeistaranum Igor Khenkin (2670) og heimamönnunum Roberto Mogranzini (2461) og Francesco Bentivegna (2276).  Björn mćtir Khenkin í fjórđu umferđ sem fram fer á morgun og hefst kl. 13:30.

Vignir Vatnar Stefánsson (1512) heldur áfram ađ ná góđum úrslitum í b-flokki en ţar var ađeins tefld ein umferđ í dag.  Í dag gerđi hann jafntefli viđ mun stigahćrri skákmann (1835) og hefur 1˝ vinning eftir 2 umferđir.   Hilmir Freyr Heimisson (1752) tapađi sinni skák og hefur 1 vinning.

22 skákmenn tefla í a-flokki og ţar af eru 4 stórmeistarar og 6 alţjóđlegir meistarar.  Björn er nr. 8 í stigaröđ keppenda.  

 


Skákţáttur Morgunblađsins: Haukur Angantýsson

HaukurAngantysJohann 93Ég hygg ađ ég hafi séđ Hauk Angantýsson, sem lést hinn 4. maí, í fyrsta sinn í Laugardalshöllinni sumariđ 1972. Hann var ađ skýra skák úr einvígi Fischers og Spasskís. Haukur var ásamt Guđmundi Sigurjónssyni talinn fremsti skákmađur sinnar kynslóđar og á dögum einvígisins fór mikiđ orđ af honum fyrir framgöngu viđ skákborđiđ; hann hafđi unniđ afar öflugt hrađskákmót í skákklúbbi einvígisins í Glćsibć og voru ţar engir veifiskatar á ferđ, ef ég man rétt var Friđrik Ólafsson međal ţátttakenda.

Eftir ađ Haukur kom ađ loknu efnafrćđinámi í Gottingen í Ţýskalandi tefldi ég oft viđ hann á heimili Guđmundar Ágústssonar bakarameistara á Vesturgötunni. Hann jók ţátttöku á skákmótum heilmikiđ, varđ efstur viđ fjórđa mann á Skákţingi Íslands 1975, Íslandsmeistari 1976, efstur ásamt greinarhöfundi á Íslandsmótinu 1978 og viđ ţurftum ađ tefla einvígi um titilinn. Í millitíđinni flugum viđ vestur um haf og tefldum á opnu móti í ţorpi upp viđ Klettafjöllin í Bandaríkjunum, Lone Pine. Ađ lokinni eftirminnilegri ferđ til Las Vegas settist Haukur á móti gamla undrabarninu Samuel Reshevsky. HaukurAIngiR„Sammy" hafđi orđ á sér fyrir ađ vera dálítiđ „bröndóttur" og í miđri skák tók hann upp leik. Eftir skákina, sem Haukur vann, spurđum viđ hann af hverju hann hefđi látiđ hinn frćga andstćđing komast upp međ ţessa framkomu. Viđ fengum ţau svör ađ hann hefđi ekki haft geđ í sér til ađ kalla á skákstjórann.

„Ţar fyrir utan," bćtti hann viđ hlćjandi, „tók hann upp besta leikinn í stöđunni."

Á Ţýskalandsárum sínum tefldi hann fyrir ţarlenda klúbba, háđi harđa baráttu viđ Guđmund Sigurjónsson um Íslandsmeistaratitilinn 1968, ári síđar mćtti Friđrik Ólafsson og hafđi sigur eftir mikla keppni viđ Guđmund. Ţar réđ miklu ađ Guđmundur tapađi fyrir Hauki í skák sem hér fer á eftir:

Skákţing Íslands 1969:

Haukur Angantýsson - Guđmundur Sigurjónsson

Sikileyjarvörn

1. f4 g6 2. Rf3 Bg7 3. g3 c5 4. Bg2 Rc6 5. 0-0 d6 6. e4 e6 7. c3 Rge7 8. Ra3 Hb8 9. Rc2 b5 10. d4 b4 11. c4 Ba6 12. dxc5 Bxc4

Knýr hvítan til ađ fórna skiptamun, öruggara var var 12.... dxc5 og stađan er í jafnvćgi eftir 13. De2.

13. cxd6! Bxf1 14. Kxf1 e5 15. fxe5 Bxe5

Eftir 15.... Rxe5 á hvítur 16. Bg5! peđiđ á d6 er sem óţćgur ljár í ţúfu.

16. Rxe5 Rxe5 17. Bf4 R7c6 18. Dd5 Df6 19. Rd4!

Enn einn hnitmiđađur leikur.

19.... g5 20. Rxc6 Rxc6 21. e5 Df5

Nú blasir viđ ađ leika 22. Dxc6+ en eftir 22....f8 sleppur kóngurinn til g7 og biskupinn á f4 fellur. Nćsti leikur Hauks kom eins og ţruma úr heiđskíru lofti.

gpcp2jcj.jpg22. e6! Dxd5 23. Bxd5 Rd4 24. Be5 fxe6 25. Bxh8 Rc2 26. Bc6 Kf7 27. Hc1 b3 28. axb3 Rb4 29. Be5 Rd3 30. He1

- og Guđmundur gafst upp. Glćsileg skák.

Einn sinn stćrsta sigur vann Haukur svo á World open-mótinu 1979 og var yfirleitt í toppbaráttunni á ţeim mótum sem hann tók ţátt í á ţessum árum. Ţađ var ţungbćrt fyrir fjölskylduna og alla sem ţekktu hann ađ horfa á Hauk veikjast alvarlega snemma á níunda áratugnum. Hann tefldi alltaf annađ veifiđ eftir ţađ en náđi aldrei fyrri styrk. En í veikindum sínum stóđ hann keikur; Sćvar Bjarnason frćndi hans sagđi mér ađ Haukur hefđi varla misst úr dag í vinnu sinni viđ netagerđ í Hampiđjunni en ţar starfađi hann um áratugaskeiđ.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

-------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 13. maí

Skákţćttir Morgunblađsins


Irina Krush bandarískur skákmeistari kvenna

Irina Krushrina Krush (2457) varđ í kvöld bandarískur skákmeistari kvenna.  Hún vann Anna Zatonskih (2510) í úrslitaeinvígi 2-0 en ţćr höfđu komiđ jafnar í mark á sjálfu ađalmótinu međ 7 vinninga í 9 skákum.  Rusudan Goletiani (2333) varđ í ţriđja sćti međ 5˝ vinning.

Ekkert skákmót hefur jafn skemmtilegar og líflegar útsendingar og bandaríska meistaramótiđ í skák.  Ţađ var Macauley Peterson, sem sá um tćknilegu hliđ útsendinganna.  Sá sami og sá um útsendingar N1 Reykjavíkurskákmótsins í fyrr í ár.  Peterson hefur ţegar samţykkt ađ taka ađ sér útsendingar mótsins á nćsta ári. 


Henrik sigurvegari alţjóđlegs móts í Óđinsvéum

 

Henrik Danielsen ađ tafli í Óđinsvéum

Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2498) er sigurvegari á alţjóđlegu móti sem fram fór um helgina í Óđinsvéum í Danmörku.  Henrik hlaut 7 vinninga í 9 skákum rétt eins og makedóníski stórmeistarinn Vladimir Georgiev (2555).  Henrik telst hins vegar sigurvegari mótsins eftir stigaútreikning.

Tvćr síđustu umferđirnar fóru fram í dag.  Í ţeirri fyrri vann hann búlgarska stórmeistarann Krasimir Rusev (2525) en í ţeirri síđari gerđi hann jafntefli viđ danska alţjóđlega meistarann Andreas Skytte Hagen (2425).

Frammistađa Henriks samsvarađi 2632 skákstigum.  Fyrir frammistöđuna hćkkar Henrik um heil 17 skákstig og er ţví aftur kominn yfir 2500 skákstig eftir stutt hlé eins og sjá má á stigalista afreksmanna.

Nćst á dagskrá hjá Henrik er lokađ alţjóđlegt mót sem fram fer í  Brřnshřj í Danmörku 1.-5. júní nk.

56 skákmenn tóku ţátt í mótinu og ţar af 5 stórmeistarar og 9 alţjóđlegir meistarar.  Henrik var nr. 5 í stigaröđ keppenda.

Álfhólsskóli sigurvegari vinamótsins

Álfhólsskóli sigrađi í tveimur síđustu umferđunum á Vinamóti Eyja- og Álfhóls í Kópavogi og unnu ţví ţrjár umferđir af fjórum og ţar međ mótiđ.

Í ţriđju umferđ vann Álfhólsskóli međ 3 vinningum gegn 2 vinningum Eyjamanna og í síđustu umferđinni unnu ţier međ 4,5 vinningum gegn 1/2 vinningi Eyjamanna.

Bestu skákir í hvoru liđi um sig voru valdar og unnu ţeir sérstök verđlaun: Guđlaugur Gísli Guđmundsson Vestmannaeyjum í 2 umferđ og Felix Steinţórsson Álfhólsskóla fyrir skák í 3 umferđ.

Frekari umfjöllun um mótiđ er vćntanleg á morgun.

Heimasíđa TV


Andleysiđ tekur enda: Gelfand vann Anand - leiđir 4-3

Anand og Gelfand

Ţar kom ađ ţví ađ hrein úrslit fengust í heimsmeistaraeinvígi Anand og Gelfand. Gelfand vann sjöundu skákina og leiđir nú 4-3 í einvíginu.  Tefld var slavnesk vörn.  Fyrsta vinningsskák Gelfand gegn Anand síđan 1993!  Áttunda skák einvígisins fer fram á morgun og hefst kl. 11

Henrik Danielsen er međ myndbandsskýringar frá hverri skák sem finna má á Chessdom

Alls tefla ţeir 12 skákir. 


Úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í skák fer fram um Hvítasunnuhelgina í Stúkunni

1Fjögurra skáka úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í skák fer fram Hvítasunnuhelgina, 25.-28. maí, í Stúkunni í Kópavogi.  Til úrslita tefla ţeir Ţröstur Ţórhallsson og Bragi Ţorfinnsson.   Alls tefla ţeir 4 kappskákir föstudag-mánudag og tefla svo til ţrautar á miđvikudaginn 30. maí međ styttri tímamörkum verđi jafnt eftir ţessar 4 skákir.  

Mikiđ er í húfi ţví sigurvegarinn vinnur sér bćđi inn sćti í landsliđi Íslands á Ólympíuskákmótinu í Istanbul í haust og fćr keppnisrétt fyrir Íslands hönd á EM einstaklinga sem fram fer í Póllandi í apríl 2013.

Dagskrá:

 

  • 1. skák, föstudaginn, 25. maí, kl. 16:00
  • 2. skák, laugardaginn, 26. maí, kl. 14:00
  • 3. skák, sunnudaginn, 27. maí, kl. 14:00
  • 4. skák, mánudaginn, 28. maí, kl. 14:00
  • Bráđabani ef jafnt, miđvikudaginn, 30. maí, kl. 16:00 

 

Samhliđa einvíginu á föstu- og laugardag tefla ţeir Dagur Ragnarsson og Oliver Aron Jóhannesson til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í skólaskák í eldri flokki.  

 


Nakamura bandarískur meistari

NakamuraHikaru Nakamura (2775) varđ í kvöld bandarískur meistari í skák.  Nakamura hlaut 8,5 vinning í 11 skákum og var vinningi fyrir ofan Gata Kamsky (2741), sem varđ annar međ 7,5 vinning.  Ţriđji varđ Alexander Onichuk (2660) međ 6,5 vinning.

Skákkonurnar Anna Zatonskih (2510) og Irina Krush (2457) urđu langefstar og jafnar í kvennaflokki og tefla til úrslita á morgun. 


Björn, Vignir og Hilmir unnu allir í fyrstu umferđ í Selento

Hilmir Freyr lagđi Vignir VatnarÍslensku skákmennirnir skákmennirnir byrjuđu allir vel á alţjóđlega mótinu sem hófst í Selento á Ítalíu í dag.  Björn Ţorfinnsson (2388), sem teflir í a-flokki, vann ítölsku skákkonuna Maria Teresa Arnetta (2020), sem er FIDE-meistari kvenna.  Tvćr umferđir eru tefldar á morgun.  Í 2. umferđ, sem hefst kl. 7:30, teflir Björn viđ ítalska alţjóđlega meistarann Duilio Collutiis (2513). 

Vignir Vatnar Stefánsson (1512) og Hilmir Freyr Heimisson (1752), sem tefla í b-flokki, unnu einnig í fyrstu umferđ.  Vignir vann mun stigahćrri andstćđing (1838) en Hilmir vann stigalćgri andstćđing.

22 skákmenn tefla í a-flokki og ţar af eru 4 stórmeistarar og 6 alţjóđlegir meistarar.  Björn er nr. 8 í stigaröđ keppenda.  

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 152
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 126
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband