Fćrsluflokkur: Spil og leikir
9.6.2012 | 08:00
Mjóddarmót Hellis fer fram í dag
Mjóddarmót Hellis fer fram laugardaginn 9. júní í göngugötunni í Mjódd. Mótiđ hefst kl. 14 og er mótiđ öllum opiđ. Góđ verđlaun í bođi. Á síđasta ári sigrađi Brúđarkjólaleiga Katrínar en fyrir hana tefldi Dađi Ómarsson. Tefldar verđa sjö umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Skráning fer fram í síma 866-0116 og á heimasíđu Hellis: http://hellir.blog.is. Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má nálgast hér.
Ţátttaka er ókeypis!
Verđlaun eru sem hér segir:
- 1. 10.000
- 2. 6.000
- 3. 4.000
Skráning:
- Heimasíđa Hellis: http://hellir.blog.is
- Sími: 866 0116
Spil og leikir | Breytt 6.6.2012 kl. 15:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2012 | 07:00
Landsmót UMFÍ 50+ - skákkeppnin fer fram í dag
Skákmót Landsmót 50+ fer fram á laugardaginn 9. júní og hefst kl. 13 í Varmárskóla (bókasafni barnaskólans).
Tefldar verđa 9 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma.
Hćgt er ađ skrá sig til ţátttöku á netinu en einnig á mótstađ.
Ćskilegt ađ mćta tímanlega til tafls, a.m.k. hálftíma fyrir keppni.
Umsjón mótsins er í höndum RIDDARANS - skákklúbbs eldri borgara á höfuđborgarsvćđinu - og Einar S. Einarsson, verđur skákstjóri.
Nánar á http://www.umfi.is/umfi09/50plus/
Ţátttökugjald mótsins kr. 3.500- gildir fyrir allar keppnisgreinar, margvíslega afţreyingu, heilsurćkt, fyrirlestra og fleira.
Spil og leikir | Breytt 6.6.2012 kl. 15:29 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2012 | 21:07
Gleđin ríkti ţegar Úrvalssveitin mćtti Hemma Gunn og skáksveit 365
Ţađ var glatt á hjalla í Skaftahlíđ ţegar Úrvalssveit Skákakademíunnar mćtti í heimsókn í höfuđstöđvar 365, enda sjálfur Hemmi Gunn fyrirliđi í skáksveit fjölmiđlaveldisins.
365 rekur Stöđ 2, Bylgjuna, FM 957, X-iđ, Fréttablađiđ, Vísi.is og fleiri fjölmiđla. Hemmi hefur um árabil veriđ einn af vinsćlustu fjölmiđlamönnum landsins. Hann hefur spilađ landsleiki í bćđi handbolta og fótbolta, og er auk ţess mikill skákáhugamađur og teflir međ skákdeild Vals.
Ţađ voru fleiri stjörnur og stórlaxar í sveit 365, en auk Hermanns tefldu ţeir Ţorkell Máni Pétursson, Friđrik Geirdal Júlíusson, Björn Sigurđsson og Nökkvi Elíasson.
Úrvalssveitin var ađ vanda vel skipuđ. Ađ ţessu sinni tefldu Dagur Ragnarsson, Vignir Vatnar Stefánsson, Oliver Aron Jóhannesson, Jón Trausti Harđarson, Kristófer Jóel Jóhannesson og Hilmir Freyr Heimisson.
Tefldar voru ţrjár umferđir og niđurstađan var nokkuđ afgerandi sigur Úrvalsliđsins. Dagur Ragnarsson og Hermann tefldu hörkuskákir, og var Hemmi međ gjörunna stöđu í fyrstu skákinni en féll á tíma. Í nćstu umferđ var umhugsunartími Úrvalsliđsins styttur niđur í 2 mínútur gegn 5 mínútum skáksveitar 365, og í lokaumferđinni sýndu strákarnir ótrúlega takta međ ađeins 1 mínútu umhugsunartíma.
Ţetta var mjög skemmtileg viđureign, og ekki spillti fyrir ađ Hemmi fór međ hópinn í kynningarferđ um útsendingarstúdíó, ţar sem sumir vinsćlustu útvarpsmenn landsins voru í beinni međ bros á vör.
8.6.2012 | 18:57
Hjörvar međ jafntefli viđ Baklan - Ţorsteinn einnig međ jafntefli
Alţjóđlegi meistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2477) gerđi jafntefli viđ stigahćsta keppenda mótsins, úkraínska stórmeistarann Vladimir Baklan (2612), í sjöundu umferđ alţjóđlega mótsinsí Val Gardena sem fram fór í dag. Hjörvar hefur 5 vinninga og er í 2.-7. sćti.
Ţorsteinn Ţorsteinsson (2248) heldur einnig áfram ađ ná góđum úrslitum gegn stigahćrri skákmönnum. Í dag gerđi hann jafntefli viđ ítalska FIDE-meistarann Alaxande Bertagnolli (2370). Ţorsteinn hefur 4 vinninga og er í 15.-25. sćti.
Argentíski stórmeistarinn Fernando Peralta (2590) er efstur međ 6 vinninga, vinningsforskot á Hjörvar og fleiri.
Í áttundu og nćstsíđustu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Hjörvar viđ rússneska stórmeistarann, Evgeny Gleizerov (2570). Ţorsteinn mćtir ítalska FIDE-meistarann Federico Manca (2424).56 skákmenn frá 19 löndum taka ţátt í ţessu móti og ţar af eru 14 stórmeistarar og 9 alţjóđlegir meistarar. Hjörvar er nr. 13 í stigaröđ keppenda en Ţorsteinn er nr. 28.
Allar skákir mótsins eru sýndar beint og hefjast umferđir kl. 13.
- Heimasíđa mótsins
- Myndaalbúm (GF)
- Úrslitaţjónusta
- Beinar útendingar (hefjast kl. 13 nema síđasta umferđin kl. 7)
8.6.2012 | 17:24
Tal Memorial hófst í dag međ látum
Tal Memorial hófst í dag í Moskvu í Rússlandi. Mótiđ hófst međ látum og unnust fjórar skákir af fimm. Ţađ voru ađeins Carlsen (2835) og Kramnik (2801) sem gerđu jafntefli. Aronian (2825), Grischuk (2761), Morozevich (2769) og Radjabov (2784) unnu sínar skákir.
Úrslit 1. umferđar:
Aronian, Levon | - Nakamura, Hikaru | 1-0 |
Radjabov, Teimour | - Tomashevsky, Evgeny | 1-0 |
Grischuk, Alexander | - McShane, Luke J | 1-0 |
Morozevich, Alexander | - Caruana, Fabiano | 1-0 |
Carlsen, Magnus | - Kramnik, Vladimir | ˝-˝ |
Mótiđ er ćgisterkt en međalstig eru 2776 skákstig. Taflmennskan hefst kl. 13 á daginn nema ađ lokaumferđin hefst kl. 11. Frídagar eru 11. og 15. júní.
7.6.2012 | 23:53
Hjörvar braut 2500 stiga múrinn í dag
Alţjóđlegi meistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2477) vann rússneska stórmeistarann Mikhail Ulibin (2519) í sjöttu umferđ alţjóđlega mótsins í í Val Gardena sem fram fór í dag. Međ sigrinum braut hann 2500 stigamúrinn og ţađ á fimmtugsafmćlisdegi föđurs síns sem er međ honum á skákstađ. Sú hindrun ađ stórmeistaratitli er ţá úr vegi og nú vantar ađeins lokaáfangann. Hjörvar hefur 4,5 vinning og er í 3.-5. sćti.
Ţorsteinn Ţorsteinsson (2248) stendur sig einnig glimrandi vel. Í dag gerđi Ţorsteinn jafntefli viđ rússneska stórmeistarann Evgeny Gleizerov (2570), hefur 3,5 vinning, og er í 15.-25. sćti.
Efstir međ 5 vinninga eru stórmeistararnir Sipke Ernst (2554), Hollandi, og Fernando Peralta (2590), Argentínu.
Í sjöundu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Hjörvar viđ stigahćsta keppenda mótsins, úkraínska stórmeistarann Vladimir Baklan (2612), og Ţorsteinn viđ ítalska FIDE-meistarann Alaxande Bertagnolli (2370).56 skákmenn frá 19 löndum taka ţátt í ţessu móti og ţar af eru 14 stórmeistarar og 9 alţjóđlegir meistarar. Hjörvar er nr. 13 í stigaröđ keppenda en Ţorsteinn er nr. 28.
Allar skákir mótsins eru sýndar beint og hefjast umferđir kl. 13.
- Heimasíđa mótsins
- Myndaalbúm (GF)
- Úrslitaţjónusta
- Beinar útendingar (hefjast kl. 13 nema síđasta umferđin kl. 7)
7.6.2012 | 13:49
Leikgleđin í fyrirrúmi ţegar Úrvalssveitin heimsótti Securitas
Ţađ var glens og gaman ţegar krakkar úr Úrvalssveit Skákakademíunnar mćttu til leiks í höfuđstöđvum Securitas í Skeifunni í morgun. Securitas hlaut nýveriđ viđurkenningu VR sem fyrirmyndarfyrirtćki 2012, og vel var tekiđ á móti krökkunum.
Liđ Skákakademíunnar var ađ ţessu sinni skipađ Degi Ragnarssyni, Oliver Aron Jóhannessyni, Kristófer Jóel Jóhannessyni, Heimi Páli Ragnarssyni, Felix Steinţórssyni og Gauta Páli Jónssyni. Óhćtt er ađ segja ađ ţeir hafi allir fariđ á kostum, og vöktu tilţrif ţeirra óskipta ađdáun fjölmargra starfsmanna sem fylgdust međ viđureigninni.
Liđ Securitas sýndi góđa takta en varđ ađ játa sig sigrađ í einvígi ţar sem leiđgleđin var allsráđandi. Fyrir Securitas tefldu Ómar Brynjólfsson, Hafţór Theodórsson, Gestur Guđjónsson, Haukur Örn Steinarsson og Ţorkell Viđarsson.
Árni Guđmundsson framkvćmdastjóri gćslusviđs og stofnandi Securitas, lék fyrsta leikinn í einvíginu og í mótslok fćrđi Pálmar Ţórisson, framkvćmdastjóri markađs- og sölusviđs, strákunum góđar gjafir: Fótbolta, frisbídiska og öryggisljós. Skáksveit Securitas hefur ţegar ákveđiđ ađ tefla annađ einvígi viđ Úrvalssveitina -- og skorađi auk ţess á skákkrakkana í fótboltaleik!
Báđum áskorunum var tekiđ fagnandi.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2012 | 12:28
Ný íslensk skákstig
Ný íslensk skákstig eru komin út (miđuđ viđ 1. júní). Jóhann er stigahćstur međ 2624 skákstig en í nćstum sćtum eru Hannes Hlífar Stefánsson (2581) og Héđinn Steingrímsson (2551). Níu nýliđar eru á listanum og ţeirra stigahćstur er Guđmundur R. Gunnlaugsson (1484). Hilmir Hrafnsson hćkkar mest frá síđasta lista eđa um 232 skákstig.
Topp 20:
No. | Name | RtgC | Diff | Cat | Tit | Games |
1 | Jóhann Hjartarson | 2624 | 2 | - | GM | 755 |
2 | Hannes H Stefánsson | 2581 | -34 | - | GM | 1068 |
3 | Héđinn Steingrímsson | 2551 | 3 | - | GM | 344 |
4 | Helgi Ólafsson | 2543 | 1 | - | GM | 822 |
5 | Henrik Danielsen | 2529 | 8 | - | GM | 202 |
6 | Jón Loftur Árnason | 2515 | -2 | - | GM | 619 |
7 | Helgi Áss Grétarsson | 2501 | 1 | - | GM | 586 |
8 | Bragi Ţorfinnsson | 2470 | 16 | - | IM | 949 |
9 | Stefán Kristjánsson | 2469 | -26 | - | GM | 774 |
10 | Karl Ţorsteins | 2467 | -5 | - | IM | 568 |
11 | Hjörvar Steinn Grétarsson | 2449 | 32 | U20 | IM | 526 |
12 | Ţröstur Ţórhallsson | 2432 | 28 | - | GM | 1224 |
13 | Jón Viktor Gunnarsson | 2424 | -19 | - | IM | 1039 |
14 | Arnar Gunnarsson | 2403 | 0 | - | IM | 816 |
15 | Björn Ţorfinnsson | 2387 | -29 | - | IM | 1046 |
16 | Sigurbjörn Björnsson | 2383 | -1 | - | FM | 995 |
17 | Dagur Arngrímsson | 2376 | 39 | - | IM | 584 |
18 | Magnús Örn Úlfarsson | 2376 | 3 | - | FM | 547 |
19 | Guđmundur Kjartansson | 2366 | 17 | - | IM | 699 |
20 | Jón G Viđarsson | 2349 | 0 | - | IM | 889 |
Nýliđar
Níu nýliđar eru á listanum. Ţeirra stigahćstur er Guđmundur Reynir Gunnlaugsson međ 1484 skákstigum en í nćstum sćtum eru Mikael Máni Freysson (1188) og Gabríel Orri Duret (1173).
No. | Name | RtgC | Diff | Cat | Tit | Games |
1 | Guđmundur Reynir Gunnlaugsson | 1484 | 1484 | - | 11 | |
2 | Mikael Máni Freysson | 1188 | 1188 | U14 | 11 | |
3 | Gabríel Orri Duret | 1173 | 1173 | U14 | 12 | |
4 | Róbert Örn Vigfússon | 1098 | 1098 | U12 | 9 | |
5 | Haraldur Halldórsson | 1025 | 1025 | U14 | 11 | |
6 | Tinna Ósk Rúnarsdóttir | 1025 | 1025 | U12 | 11 | |
7 | Wiktor Tómasson | 1025 | 1025 | U14 | 11 | |
8 | Halldór Broddi Ţorsteinsson | 1000 | 1000 | U14 | 11 | |
9 | Óskar Víkingur Davíđsson | 1000 | 1000 | U08 | 9 |
Mestu hćkkanir
Hilmir Hrafnsson hćkkar mest frá 1. mars - listanum eđa um 232 skákstig. Nćstir eru nafni hans Freyr Heimisson (190) og Davíđ Kjartansson (165). Ellefu skákmenn hćkka um 100 skákstig eđa meira.
No. | Name | RtgC | Diff | Cat | Tit | Games |
1 | Hilmir Hrafnsson | 1232 | 232 | U12 | 29 | |
2 | Hilmir Freyr Heimisson | 1649 | 190 | U12 | 82 | |
3 | Dagur Kjartansson | 1817 | 165 | U16 | 264 | |
4 | Felix Steinţórsson | 1295 | 145 | U12 | 62 | |
5 | Hrund Hauksdóttir | 1685 | 130 | U16 | 221 | |
6 | Andri Freyr Björgvinsson | 1543 | 119 | U16 | 114 | |
7 | Leifur Ţorsteinsson | 1429 | 119 | U14 | 63 | |
8 | Nansý Davíđsdóttir | 1427 | 114 | U10 | 104 | |
9 | Oliver Aron Jóhannesson | 1867 | 110 | U14 | 182 | |
10 | Baldur Teodor Petersson | 1269 | 110 | U12 | 32 | |
11 | Jón Trausti Harđarson | 1880 | 107 | U16 | 175 |
Stigahćstu unglingar
Hjörvar Steinn Grétarsson er langstigahćsta ungmenni landsins (20 ára og yngri) međ 2449 skákstig. Í nćstum sćtum er Patrekur Maron Magnússon (2009), Mikael Jóhann Karlsson (2003) og Dagur Ragnarsson (2003).
No. | Name | RtgC | Diff | Cat | Tit | Games |
1 | Hjörvar Steinn Grétarsson | 2449 | 32 | U20 | IM | 526 |
2 | Patrekur Maron Magnússon | 2009 | 59 | U20 | 207 | |
3 | Mikael Jóhann Karlsson | 2003 | 60 | U18 | 268 | |
4 | Dagur Ragnarsson | 2003 | 29 | U16 | 180 | |
5 | Nökkvi Sverrisson | 1999 | 31 | U18 | 294 | |
6 | Örn Leó Jóhannsson | 1989 | 19 | U18 | 221 | |
7 | Vilhjálmur Pálmason | 1930 | 0 | U20 | 157 | |
8 | Hallgerđur H Ţorsteinsdóttir | 1912 | -18 | U20 | 400 | |
9 | Jón Trausti Harđarson | 1880 | 107 | U16 | 175 | |
10 | Jóhanna Björg Jóhannsdóttir | 1870 | 28 | U20 | 343 |
Stigahćstu skákkonur
Lenka Ptácníková (2225) er sem fyrr langstigahćsta skákkona landsins međ 2225 skákstig. Í nćstum sćtum eru Guđlaug Ţorsteinsdóttir (2025) og Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (1912).
No. | Name | RtgC | Diff | Cat | Tit | Games |
1 | Lenka Ptácníková | 2225 | -14 | - | WGM | 476 |
2 | Guđlaug U Ţorsteinsdóttir | 2025 | -28 | - | WFM | 366 |
3 | Hallgerđur H Ţorsteinsdóttir | 1912 | -18 | U20 | 400 | |
4 | Jóhanna Björg Jóhannsdóttir | 1870 | 28 | U20 | 343 | |
5 | Tinna Kristín Finnbogadóttir | 1858 | 12 | - | 286 | |
6 | Sigríđur Björg Helgadóttir | 1823 | 0 | U20 | 203 | |
7 | Guđfríđur L Grétarsdóttir | 1820 | 0 | - | WIM | 336 |
8 | Harpa Ingólfsdóttir | 1805 | 0 | - | 287 | |
9 | Elsa María Krístinardóttir | 1754 | -1 | - | 318 | |
10 | Sigurlaug R Friđţjófsdóttir | 1701 | 5 | - | 611 |
Stigahćstu öđlingar
No. | Name | RtgC | Diff | Cat | Tit | Games |
1 | Friđrik Ólafsson | 2510 | 0 | SEN | GM | 147 |
2 | Bragi Halldórsson | 2194 | 3 | SEN | 732 | |
3 | Magnús Sólmundarson | 2190 | 0 | SEN | 302 | |
4 | Björn Ţorsteinsson | 2182 | 7 | SEN | 810 | |
5 | Jón Torfason | 2175 | 0 | SEN | 283 | |
6 | Júlíus Friđjónsson | 2175 | -7 | SEN | 676 | |
7 | Arnţór S Einarsson | 2125 | 0 | SEN | 22 | |
8 | Gunnar Magnússon | 2117 | 11 | SEN | 148 | |
9 | Jónas Ţorvaldsson | 2110 | 0 | SEN | 216 | |
10 | Björn Theodórsson | 2105 | 0 | SEN | 28 |
Reiknuđ skákmót
- N1 Reykjavíkurskákmótiđ
- Íslandsmót skákfélaga (1.-4. deild)
- Áskorendaflokkur Íslandsmótsins í skák
- Landsliđsflokkur Íslandsmótsins í skák
- Landsmótiđ í skólaskák (eldri og yngri flokkur)
- Skákmót öđlinga
- Skákţing Fljótdalshérađs + úrslitakeppni
- Stigamót Hellis (4.-6. umferđ)
- Úrslitakeppni Íslandsmótsins í skák
- Skákţing Norđlendinga (4.-7. umferđ)
7.6.2012 | 09:41
Hjörvar og Ţorsteinn međ jafntefli gegn stórmeisturum
Hjörvar Steinn Grétarsson (2477) og Ţorsteinn Ţorsteinsson (2248) gerđu báđir jafntefli viđ stórmeistara í 5. umferđ alţjóđlega mótsins í Val Gardena á Ítalíu sem fram fór í gćr. Hjörvar viđ pólska stórmeistarann Rafal Antoniewski (2536) en Ţorsteinn viđ ísraelska stórmeistarann Tal Baron (2467). Ţorsteinn fer yfir skák sína á Skákhorninu.
Hjörvar hefur 3,5 vinning og er í 5.-14. sćti en Ţorsteinn hefur 3 vinninga og er í 15.-21. sćti. Hollenski stórmeistarinn Sipke Ernst (2554) er efstur međ 4,5 vinning.
Í 6. umferđ, sem fram fer í dag, tefla ţeir báđir viđ rússneska stórmeistara. Hjörvar Mikhail Ulibin (2519) en Ţorsteinn viđ Evgeny Gleizerov (2570).
56 skákmenn frá 19 löndum taka ţátt í ţessu móti og ţar af eru 14 stórmeistarar og 9 alţjóđlegir meistarar. Hjörvar er nr. 13 í stigaröđ keppenda en Ţorsteinn er nr. 28.
Allar skákir mótsins eru sýndar beint og hefjast umferđir kl. 13.
- Heimasíđa mótsins
- Myndaalbúm (GF)
- Úrslitaţjónusta
- Beinar útendingar (hefjast kl. 13 nema síđasta umferđin kl. 7)
7.6.2012 | 09:32
Vigfús sigrađi á atkvöldi
Vigfús Ó. Vigfússon sigrađi međ fullu húsi 6vinninga í sex skákum á atkvöldi Hellis sem fram fór 4. júní sl. Sigurinn var kannski ekki alveg eins öruggur og tölurnar segja til um ţví úrslitin réđust í skák Vigfúsar og Hilmis í 5 umferđ ţar sem Hilmir varđist vel í erfiđri stöđu og missti sennilega af tćkifćri til ađ snúa taflinu sé í vil rétt fyrir lokin. Í öđru sćti varđ Hilmir Freyr Heimisson međ 4,5v og ţriđji varđ svo Páll Andrason međ 4,5v.
Nćst á dagskrá hjá Helli er svo Mjóddarmótiđ í göngugötunni í Mjódd nćstkomandi laugardag og hefst ţađ kl. 14.
Lokastađan:
Röđ Nafn Vinn. M-Buch. Buch. Progr.
1 Vigfús Ó. Vigfússon, 6 12.5 17.5 21.0
2 Hilmir Freyr Heimisson, 4.5 12.5 20.0 17.0
3 Páll Andrason, 4 14.0 20.5 14.5
4 Jón Úlfljótsson, 3.5 12.5 20.0 12.5
5-6 Elsa María Kristínardóttir, 3 13.5 21.5 11.0
Óskar Víkingur Davíđsson, 3 8.5 13.0 9.0
7-8 Jakob Alexander Petersen, 2 11.0 17.5 6.0
Bjarni Ţór Guđmundsson, 2 11.0 16.0 7.0
9 Pétur Jóhannesson, 1.5 10.5 15.5 5.5
10 Björgvin Kristbergsson, 0.5 11.0 18.5 1.5
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 12
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 140
- Frá upphafi: 8779218
Annađ
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 98
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar