Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Uppskeruhátíđ Skákakademíunnar í Ráđhúsinu á sunnudaginn!

- Skákmaraţon og áheitasöfnun barna
- Krakkarnir skora á forsetaframbjóđendur
- Jóhannes Kristjánsson stjórnar Skákuppbođi aldarinnar
- Skákflóamarkađur
- Fjöltefli stórmeistara


Skák er skemmtileg!Skákakademían býđur til Uppskeruhátíđar og skákmaraţons í Ráđhúsi Reykjavíkur, sunnudaginn 10. júní kl. 12-18. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá er í bođi fyrir alla fjölskylduna.

Tilgangurinn er ađ kynna starf Skákakademíunnar sl. ár og safna fé til styrktar ćskulýđsverkefnum í skák.

IMG_5439Katrín Jakobsdóttir menntamálaráđherra setur hátíđina klukkan 12 og síđan hefst taflmennska krakka úr Úrvalssveitum Skákakademíunnar.

Andstćđingar krakkanna greiđa upphćđ ađ eigin vali og er von ţeirra ađ sem allra flestir áskoruninni.

Krakkarnir hafa sett sér ţađ markmiđ ađ tefla alls 200 skákir á sunnudaginn, og geta einstaklingar og fyrirtćki heitiđ á krakkana.

Fjölmargir hafa bođađ komu sína, til ađ tefla viđ krakkana. Ţá hefur öllum forsetaframbjóđendum veriđ send áskorun og er útlit fyrir ađ flestir ţeirra mćti međ bros á vör.

Stórmeistararnir Friđrik Ólafsson, Jóhann Hjartarson og Stefán Kristjánsson tefla fjöltefli viđ gesti á öllum aldri.

Haldinn verđur Skákflóamarkađur, ţar sem hćgt verđur ađ kaupa skákbćkur, taflsett, minjagripi og ýmsa muni sem tengjast skák.

Taflsett Friđriks ÓlafssonarEinn af hápunktum dagsins verđur Skákuppbođ aldarinnar, en eru bođi merkirlegir gripir úr fórum margra bestu skákmanna landsins og hollvina skákarinnar. Međal ţeirra sem gefa gripi á uppbođiđ eru Friđrik Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafsson, Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir, Ríkharđur Sveinsson, Hrafn Jökulsson, Halldór Blöndal, Jón L. Árnason og Guđni Ágústsson.

Jóhannes hermir eftir Braga bóksala, Ólafur Ás fylgist međUppbođinu stjórnar enginn annar en Jóhannes Kristjánsson eftirherma og sérlegur vinur skákíţróttarinnar. Hćgt verđur ađ skođa uppbođsmunina hér á www.skak.is á nćstu dögum, og ţar er hćgt ađ senda inn tilbođ.

Skákakademía Reykjavíkur hefur á sl. ári stađiđ fyrir skákkennslu í 30 grunnskólum og hafa á annađ ţúsund börn notiđ kennslunnar. Ţá hefur Skákakademían stađiđ fyrir fjölda viđburđa, safnađ fé til góđra málefna og lagt mikinn metnađ og kraft viđ ađ útbreiđa skákíţróttina sem víđast og gera hana sýnilega.


Úrvalsliđ Skákakademíunnar á ferđ og flugi

Útgefendur og úrvalsbörn

Sigrar gegn útgefendum og RÚV, tap gegn firnasterkri sveit Landsbankans.

Úrvalssveit Skákakademíu Reykjavíkur heldur áfram ađ gera víđreist og heimsćkja fyrirtćki og stofnanir. Á síđustu dögum hafa krakkarnir teflt viđ sveitir bókaútgefenda, Ríkisútvarpsins og Landsbankans.

Međ heimsóknunum er Skákakademían ađ kynna starf sitt og Uppskeruhátíđina sem haldin verđur í Ráđhúsinu á sunnudaginn, 10. júní. Á döfinni eru međal annars einvígi viđ borgarstjórn Reykjavíkur, Securitas, 365 og Icelandair.

Sveit bókaútgefenda var ekki skipuđ neinum aukvisum. Tómas Hermannsson (eini Íslendingurinn sem unniđ hefur Judith Polgar í kappskák) fór fyrir sveitinni, og hafđi sér til halds og trausts ţá Egil Örn Jóhannsson, Björn Ţór Sigbjörnsson og Hrafn Jökulsson. Teflt var í rjómablíđu á bryggjunni hjá Víkinni í Sjóminjasafninu. Krakkarnir tefldu af miklu öryggi og unnu 11-5. Hilmir Freyr Heimisson náđi bestu árangri Úrvalsliđsins, sigrađi í öllum 4 skákum sínum.

Öruggur sigur í Efstaleiti

Jón Guđni og Heimir PállNćst lá leiđin í höfuđstöđvar RÚV í Efstaleiti, sem löngum hefur veriđ mikiđ vígi skáklistarinnar. Nokkuđ var um forföll í liđi RÚV, sem tefldi ţó fram hinum harđsnúna Jóni Guđna Kristjánssyni á efsta borđi.

Krakkarnir unnu nokkuđ öruggan sigur, ţegar upp var stađiđ, og erfitt ađ gera upp á milli frammistöđu keppenda Úrvalsliđsins, sem ađ ţessu sinni var skipađ Heimi Páli Ragnarssyni, Veroniku Steinunni Magnúsdóttur, Vigni Vatnari Stefánssyni og Felix Steinţórssyni.

 Tap fyrir stórveldinu í Austurstrćti

DSC_1846Á ţriđjudag heimsóttu krakkarnir ađalútibú Landsbankans í Austurstrćti og ţar tók sannkallađ ofurliđ á móti ţeim, enda Landsbankinn löngum eitt höfuđvígi skáklistarinnar. Međal keppenda í 10 manna liđi bankans voru m.a. Bergsteinn Einarsson, Ingimundur Sigurmundsson, Ólafur Kjartansson og Gunnar Björnsson, forseti Skáksambandsins.

Úrvalsliđiđ tapađi fyrri umferđinni međ minnsta mun, 4,5 vinningi gegn 5,5 en í seinni hálfleik sýndu bankamennirnir klćrnar og unnu 7-3. Lokaúrslit urđu ţví sigur Landsbankans, sem fékk 12,5 vinning en Úrvalsliđiđ fékk 7,5. Eftir skemmtilega viđureign var öllum bođiđ í ljúffengar veitingar, og ţar skorađi Úrvalsliđiđ á Landsbankann í annađ einvígi viđ fyrsta tćkifćri.

Krakkarnir sem tefldu í Landsbankanum voru Hilmir Freyr Heimisson, Dagur Ragnarsson, Oliver Aron Jóhannesson, Hrund Hauksdóttir, Svandís Rós Ríkharđsdóttir, Felix Steinţórsson, Leifur Ţorsteinsson, Heimir Páll Ragnarsson og Dagur Kjartansson.

Fyrirtćki, félög eđa stofnanir sem vilja fá heimsókn frá Úrvalsliđinu eru hvött til ađ hafa samband viđ Stefán Bergsson, framkvćmdastjóra Skákakademíunnar í stefan@skakakademia.is!


Mjóddarmót Hellis fer fram á laugardag

Göngugatan í MjóddMjóddarmót Hellis fer fram laugardaginn 9. júní í göngugötunni í Mjódd.  Mótiđ hefst kl. 14 og er mótiđ öllum opiđ. Góđ verđlaun í bođi.  Á síđasta ári sigrađi Brúđarkjólaleiga Katrínar en fyrir hana tefldi Dađi Ómarsson.  Tefldar verđa sjö umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma.  Skráning fer fram í síma 866-0116 og á heimasíđu Hellis: http://hellir.blog.is.   Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má nálgast hér.

Ţátttaka er ókeypis!

Verđlaun eru sem hér segir:

  • 1. 10.000
  • 2.   6.000
  • 3.   4.000

Skráning:


Landsmót UMFÍ 50+ - keppt í skák á laugardeginum

Landsmót UMFÍ 50+Skákmót Landsmót 50+ fer fram á laugardaginn 9. júní og hefst kl. 13 í Varmárskóla (bókasafni barnaskólans).

Tefldar verđa 9 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma.

Hćgt er ađ skrá sig til ţátttöku á netinu en einnig á mótstađ.

Ćskilegt ađ mćta tímanlega til tafls, a.m.k. hálftíma fyrir keppni.

Umsjón mótsins er í höndum RIDDARANS  - skákklúbbs eldri borgara á höfuđborgarsvćđinu -  og Einar S. Einarsson, verđur skákstjóri.

Nánar á http://www.umfi.is/umfi09/50plus/

Ţátttökugjald mótsins kr. 3.500-  gildir fyrir allar keppnisgreinar, margvíslega afţreyingu, heilsurćkt, fyrirlestra og fleira.


Krakkarnir skora á forsetaframbjóđendur í skák!

Kátir áskorendurKrakkarnir í Úrvalssveit Skákakademíunnar, sem ţessa dagana tefla viđ fulltrúa fyrirtćkja og stofnana, bjóđa öllum forsetaframbjóđendunum ađ mćta á Uppskeruhátíđ Skákakademíunnar í Ráđhúsinu á sunnudag og tefla eina skák.

Frambjóđendur til forseta eru Andrea Ólafsdóttir, Ari Trausti Guđmundsson, Hannes Bjarnason, Herdís Ţorgeirsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson og Ţóra Arnórsdóttir.

Bréf Skákakademíunnar til forsetaframbjóđenda er svohljóđandi:

,,Sunnudaginn 10. júní stendur Skákakademía Reykjavíkur fyrir Uppskeruhátíđ í Ráđhúsinu. Ţar munu börn úr úrvalssveitum Skákakademíunnar tefla viđ gesti og gangandi, og safna áheitum til stuđnings ćskulýđsstarfi í skák.

Krakkarnir hafa sett sér ţađ markmiđ ađ tefla 200 skákir frá klukkan 12 til 18 á sunnudaginn. Ţađ vćri okkur mikil ánćgja og heiđur ef ţú sem frambjóđandi til ćđsta embćttis ţjóđarinnar gćtir litiđ viđ einhverntímann dagsins og tekiđ eina skák viđ krakkana. Skák er ţjóđaríţrótt Íslendinga og viđ vonum innilega ađ ţú sjáir ţér fćrt ađ mćta á sunnudaginn.

Kjörorđ skákhreyfingarinnar er: Viđ erum ein fjölskylda.

Međ kćrri kveđju,

Stefán Bergsson, framkvćmdastjóri SR."


Val Gardena: Hjörvar og Ţorsteinn međ jafntefli gegn sterkum andstćđingum

Hjörvar og ŢorsteinnHjörvar Steinn Grétarsson (2477) og Ţorsteinn Ţorsteinsson (2248) gerđu báđir jafntefli í 4. umferđ alţjóđlega mótsins í Val Gardena á Ítalíu sem fram fór í dag.  Hjörvar viđ ţýska stórmeistarann Arkadij Rotstein (2512) en Ţorsteinn viđ ítalska alţjóđlega meistarann Fabio Bruno (2447).  Hjörvar hefur 3 vinninga og er í 6.-11. sćti en Ţorsteinn hefur 2,5 vinning og er í 12.-22. sćti.

Í 5. umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Hjörvar viđ pólska stórmeistarann Rafal Antoniewski (2536) en Ţorsteinn viđ ísraelska stórmeistarann Tal Baron (2467). 

56 skákmenn frá 19 löndum taka ţátt í ţessu móti og ţar af eru 14 stórmeistarar og 9 alţjóđlegir meistarar.  Hjörvar er nr. 13 í stigaröđ keppenda en Ţorsteinn er nr. 28.  

Allar skákir mótsins eru sýndar beint og hefjast umferđir kl. 13.  


Henrik međ jafntefli í lokaumferđinni og endađi í 2.-4. sćti

Henrik Danielsen ađ tafli í BrřnshřjStórmeistarinn Henrik Danielsen (2498) gerđi jafntefli viđ danska alţjóđlega meistarann Nikolaj Mikkelsen (2399) í 9. og síđustu umferđ alţjóđlega mótsins í Brřnshřj í Danmörku.  Henrik hlaut 6 vinninga og endađi í 2.-4. sćti.

Mikkelsen sigrađi á mótinu en hann hlaut 6,5 vinning og náđi jafnframt stórmeistaraáfanga.  Jafnir Henrik urđu sćnski stórmeistarinn Jonny Hector (2560) og danski alţjóđlegi meistarinn Mads Andersen (2432).

Frammistađa Henriks samsvarađi 2559 skákstigum og hćkkar hann um 7 stig fyrir hana.

Međalstigin á mótinu eru 2441 skákstig.   Í flokknum taka 10 skákmenn ţátt og ţar af 3 stórmeistarar.  Henrik er nr. 3 í stigaröđ keppenda.  Eins og svo oft á dönskum mótum er tefldar 2 umferđir á dag.   Umferđirnar hefjast kl. 8 og 13.  

Brřnshřj: Henrik vann í nćstsíđstu umferđ - er í ţriđja sćti fyrir lokaumferđina

Henrik DanielsenStórmeistarinn Henrik Danielsen (2498) vann danska alţjóđlega meistarann Andreas Skytte Hagen (2445) í áttundu og nćstsíđustu umferđ alţjóđlega mótsins í Brřnshřj í Danmörku sem fram fór í dag.  Henrik hefur 5˝ vinning og er í 3. sćti.

Dönsku alţjóđlegu meistararnir Nikolaj Mikkelsen (2399)  og Mads Andersen (2432) eru efstir međ 6 vinninga.

Henrik mćtir Mikkelsen í lokaumferđinni sem hefst nú kl. 13. 

Međalstigin á mótinu eru 2441 skákstig.   Í flokknum taka 10 skákmenn ţátt og ţar af 3 stórmeistarar.  Henrik er nr. 3 í stigaröđ keppenda.  Eins og svo oft á dönskum mótum er tefldar 2 umferđir á dag.   Umferđirnar hefjast kl. 8 og 13.  

Skákuppbođ aldarinnar til stuđnings ćskulýđsstarfi: Friđrik Ólafsson gefur tvö söguleg skáksett

Skákuppbođ aldarinnar nr 1,,Ţiđ skuluđ flýta ykkur út međ ţetta, áđur en mér snýst hugur," sagđi Friđrik Ólafsson kímileitur ţegar hann afhenti Skákakademíu Reykjavíkur tvö söguleg taflsett, sem hann fékk ađ gjöf á Piatigorsky-stórmótinu í Los Angeles 1963. Ţetta var sterkasta skákmót í Bandaríkjunum síđan 1927 og Friđrik lenti í 3. til 4. sćti, hársbreidd frá sigri.

Skákuppbođ aldarinnar nr 2Friđrik Ólafsson er verndari Skákakademíu Reykjavíkur og hann gefur tvö taflsett, hönnuđ af hinum frćga Peter Ganine, myndhöggvara og hönnuđi, á Skákuppbođ aldarinnar sem haldiđ er í tilefni af Uppskeruhátíđ Skákakademíunnar í Ráđhúsi Reykjavíkur, sunnudaginn 10. júní.

Ţá munu börnin, sem notiđ hafa góđs af kennslu og starfi Skákakademíunnar, tefla maraţon viđ gesti og gangandi, og safna fé til ćskulýđsstarfs í skák.

Á nćstu dögum verđa munir á Skákuppbođi aldarinnar kynntir. Margir bestu skákmenn ţjóđarinnar og hollvinir skákarinnar gefa gripi á uppbođiđ. Ţar má nefna Helga Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Guđfríđi Lilju Grétarsdóttur, Ríkharđ Sveinsson, Jón L. Árnason, Hrafn Jökulsson, Guđna Ágústsson, Össur Skarphéđinsson o.fl.

Ef ţú lumar á skemmtilegum skákgripum, og vilt láta gott af ţér leiđa í ţágu skákíţróttarinnar, verđur tekiđ viđ munum á Skákuppbođiđ, sem og á Skákflóamarkađ, sem haldinn verđur í Ráđhúsinu samhliđa maraţoninu á sunnudaginn. Sendu okkur línu á stefan@skakakademia.is.

Allur ágóđi af uppbođinu rennur til barna- og ungmennaverkefna í skák á vegum Skákakademíunnar. Á liđnu skólaári stóđ Skákakademían fyrir kennslu í 30 grunnskólum höfuđborgarinnar, og hélt fjölmörg mót og viđburđi. Ţá hefur Skákakademían unniđ, međ góđum árangri, međ Skáksambandinu, taflfélögum, fyrirtćkjum, félögum og einstaklingum.

Helsta markmiđ Skákakademíunnar er ađ innleiđa skákíţróttina í grunnskólana, svo öll börn á Íslandi fái ađ lćra skák -- svo allir njóti góđs af.

Lćgsta bođ í hvort taflsett um sig er 50.000 krónur. Tilbođ, ásamt símanúmeri, sendist Stefáni Bergssyni, framkvćmdastjóra Skákakademíunnar í stefan@skakakademia.is.

Fleiri munir á Skákuppbođi aldarinnar verđa kynntir á nćstu dögum.

 

 

 


Hjörvar međ jafntefli viđ stórmeistara - Ţorsteinn međ sigur

Hjörvar ađ tafli í 3. umferđ - ţarna má líka sjá Íslandsvinina Kveynis og BaklanAlţjóđlegi meistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2477) gerđi jafntefli viđ argentíska stórmeistarann Fernando Peralta (2590) í 3. umferđ alţjóđlega mótsins í Val Gardena á Ítalíu sem fram fór í dag.   Ţorsteinn vann stigalágan andstćđing (2036).  Hjörvar hefur 2,5 vinning en Ţorsteinn hefur 2 vinninga.

Í 4 umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Hjörvar viđ ţýska Ţorsteinn ađ tafli í 3. umferđstórmeistarann Arkadij Rotstein (2512) en Ţorsteinn teflir viđ ítalska alţjóđlega meistarann Fabio Bruno (2447).  

Efstir međ fullt hús eru úkraínski stórmeistarinn og Íslandsvinurinn Vladimir Baklan (2612) og ítalski alţjóđlegi meistarinn Federico Manca (2424).

56 skákmenn frá 19 löndum taka ţátt í ţessu móti og ţar af eru 14 stórmeistarar og 9 alţjóđlegir meistarar.  Hjörvar er nr. 13 í stigaröđ keppenda en Ţorsteinn er nr. 28.  

Allar skákir mótsins eru sýndar beint og hefjast umferđir kl. 13.  


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 123
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 94
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband