Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Jóhann Norđurfjarđarmeistari

Jóhann og HjörvarSkákhátíđinni á Ströndum lauk í gćr međ hrađskákmót á Norđurfirđi.  Jóhann Hjartarson vann öruggan sigur á mótinu, hlaut fullt hús í 6 skákum.  Guđmundur Gíslason varđ annar međ 5 vinninga. 

Góđ ţátttaka var á mótinu en ţátt tóku 32 skákmenn í blíđskaparveđri.  Kaffihúsiđ fyllist og var brugiđ á ţađ ráđ ađ setja hluta mótsins út.   

Ađ móti loknu héldu hluta gestanna í sundlaugina á Krossanesi ţar sem mesta ferđarykiđ var hreinsađ áđur en heim á leiđ var haldiđ.   

Frábćr skákhátíđ sem gerđ verđur betur skil í texta og myndum nćstu daga hér á Skák.is

 


Áskell Jónsmessuálfur

Áskell Örn KárasonÁ Jónsmessunótt fara álfar og vćttir á kreik. Í hóp ţeirra bćttust níu skákálfar fyrrakvöld og efndu til útiskákmóts í Kjarnaskógi í samvinnu viđ Skógrćktarfélag Eyfirđinga. Ţar var kátt á hjalla; ketilkaffi í bođi ađ hćtti skógarmanna og kynjaverur á sveimi eins og fyrr segir. Hjá skákálfum varđ ţetta niđurstađan:

  • Áskell Örn Kárason  7
  • Haki Jóhannesson 6
  • Tómas Veigar Sigurđarson 5
  • Sigurđur Eiríksson og Rúnar Ísleifsson 4
  • Sigurđur Arnarson og Karl Steingrímsson 3
  • Sveinbjörn Sigurđsson 2,5
  • Andri Freyr Björgvinsson 1,5

Ađ skákunum loknum hugđust keppendur bađa sig nakta í dögginni og óska sér um leiđ skákstigahćkkunar upp á 300 stig. Ţetta var ţó stöđvađ af viđstöddum, enda börn á svćđinu.


Skákţáttur Morgunblađsins: Fullkomin óvissa

MorozevichMinnisstćđ eru ţau ummćli enska stórmeistarans Jonathans Speelmans ţegar fimmta einvígi Kasparovs og Karpovs stóđ sem hćst áriđ 1990, ađ á stundum fengju ţeir upp stöđur ţar sem fullkomin óvissa ríkti, engar ţekktar viđmiđanir ćttu lengur viđ, skákmennirnir gćtu ekki stuđst viđ útreikninga; yrđu ađ berjast áfram í myrkrinu. Ţar sem lćgu hćttur viđ hvert fórmál.

Á minningarmóti um Tal sem stendur yfir ţessa dagana í Moskvu hafa veriđ tefldar nokkrar skákir ţar sem keppendur hafa ekki hikađ viđ ađ setja allt í bál og brand og fullkomin óvissa hefur veriđ um úrslit. Magnús Carlsen tefldi eina slíka skák gegn Gritsjúk en sá sem hefur teflt mest og best í anda Tal er Alexander Morosevitsj, litríkur skákmađur sem er aftur mćttur til leiks međal hinna bestu eftir nokkurra ára fjarveru. Hann er efstur eftir fimm umferđir međ 4 vinninga en á hćla hans koma Magnús Carlsen, Kramnik og Azerinn Radjabov.

Áđur en ađalmótiđ hófst fór fram hrađskákmót sem Moro vann. Fimm efstu menn hlutu rásnúmer 1-5 sem ţýddi fleiri skákir međ hvítu í níu umferđa móti, svipađ kerfi var fyrst tekiđ upp á Reykjavik rapid-mótinu áriđ 2004.

Í eftirfarandi skák sem tefld var í fimmtu umferđ lenti nćst stigahćsti skákmađur heims í magnađri baráttu viđ Moro og gaf ekkert eftir, svarađi peđsfórn međ mannsfórn og virtist á réttri leiđ en ónákvćmni hér og ţar í fullkomlega óljósri stöđu varđ honum ađ falli:

Lev Aronjan - Alexander Morozevitsj

Hollensk vörn

1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 c6 4. e3 Rd7 5. Rf3 f5 6. Bd3 Rh6!?

„Nýr reitur." Riddarinn á h6 heldur opnu fyrir hróknum eins og síđar kemur í ljós og á inni f7-reitinn.

7. b3 Bd6 8. Bb2 O-O 9. O-O Hf6 10. Dc2 Rf7 11. Rd2 e5!?

Tal hefđi veriđ ánćgđur međan ţennan leik. Svartur lćtur peđ af hendi fyrir óljósar bćtur.

12. Bxf5 e4!?

Hér er hugmyndin komin fram. Eftir 13. Bh3 Hg6 er ađstađa hvíts á kóngsvćng dálítiđ ótrygg. Ţess vegna var sennilega öruggara ađ leika 12. cxd5 og eftir 12 ... e4 13. Bc4 međ flókinni stöđu. En nú tekur Aronjan skemmtilega ákvörđun.

13. Bxh7+!? Kxh7 14. cxd5 Hg6 15. Rdxe4

Stađan minnir á „perluna frá Zandvoort" frćga sigurskák Max Euwe yfir Aljékín. Aronjan hefur látiđ mann af hendi og fengiđ ţrjú peđ.

15. ... Rf6 16. Rxf6 Dxf6 17. f4 Rh6 18. Re4 Df5 19. dxc6 Be7 20. c7 Hc6

gb7p7s8d.jpg21. Db1?

Ţó Aronjan hafi haslađ sér völl sem einn sterkasti skákmađur heims ţá á hann ţađ til ađ vera svolítiđ yfirborđskenndur. 21. Dd3 er meira „fram á viđ" en Aronjan gast ekki ađ leppuninni og skyggndist ekki nćgilega djúpt í stöđuna. Flćkjurnar sem koma upp eftir 21. ... Hxc7 22. Hac1! Hd7 eru hvítum í hag vegna 23. Rg5+! Bxg4 24. e4! er svartur er illa beygđur.

21. ... Hxc7 22. Rc3 Dxb1 23. Haxb1 Hd7 24. Hbd1 b6 25. e4 Bb7 26. h3 Rg8 27. e5 Hc8 28. d5 Bb4! 29. e6?!

Aronjan hikar ekki viđ ađ ryđja peđunum áfram en hér var 29. Hc1 betra.

29. ... Hdd8 30. Re4 Hxd5 31. Rg5+ Kg6!

Ţarna skorđar kóngurinn skorđar f4-peđiđ.

32. Hxd5 Bxd5 33. Hd1 Re7 34. Bd4 Hc2!

Hvítur er varnarlaus eftir ţennan leik.

35. g4 Bd2 36. Hf1 Bc1

36. ... Rc6 vinnur og einnig 36. .... Be3+! 37. Bxe3 Hg2+ 38. Kh1 Hxg4+ o.s.frv.

37. Rf3 Bxf4 38. Rh4 Kg5 39. Rf3 Kh6 40. h4 Hxa2

- og Aronjan gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

-------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 17. júní 2012.

Skákţćttir Morgunblađsins


Helgi og Jóhann sigurvegarar á afmćlismóti Róbert Lagerman í Trékyllisvík

Stórmeistararnir Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson urđu efstir og jafnir á afmćlismóti Róberts Lagerman sem fram fór í Trékyllisvík í dag.  Hlutu ţeir 8 vinninga í 9 skákum.  Helgi vann Jóhann Hjartarson en tapađi fyrir Gunnari Björnssyni.  Guđmundur Gíslason varđ ţriđji međ 7 vinninga og Jón Kristinn Ţorgeirsson fjórđi međ 6,5 vinning.  Gunnar, Hilmir Freyr Heimisson og Óskar Long Einarsson urđu í 5.-7. sćti međ 6 vinninga.  

Jón Kristinn hlaut jafnframt unglingaverđlaun á mótinu.  Ingibjörg Edda Birgisdóttir hlaut kvennaverđlaun og feđgarnir Ingólfur Benediktsson og Númi Fjalar Ingólfsson hlutu verđlaun fyrir bestan árangur heimamanna.  40 keppendur tóku ţátt í mótinu sem fram fór í algjöru blíđarskaparveđri í Trékyllisvík.

Í gćr tefldi Róbert fjöltefli á Hólmavík og um kvöldiđ fór fram tvískákmót í Djúpavík.  Ţar unnu Gauti Páll Jónsson og Ingibjörg Edda eftir harđa baráttu viđ forsetaliđiđ (Gunnar, Hrafn Jökulsson og Róbert Lagerman).  Halldór Blöndal og Hilmir Freyr Heimisson urđu í 3. sćti. 

Sameiginlegt grill fer fram í kvöld í Trékyllisvík.  Ţegar ţetta er ritađ liggur ljúfur ljúmur grillilmurinn í loftinu í blandi viđ fagran fuglasöng.  Á morgun lýkur skákhátíđinni međ hrađskákmóti á Norđurfirđi.  

Ítarlegri fréttir sem og fjöldi mynda frá skákhátíđinni verđur ađ finna á Skák.is nćstu dögum.


Vilka Sipilä skákmeistari Finnlands

FIDE-meistarinn Vilka Sipilä (2393) varđ finnskur meistari í skák en mótinu lauk í gćr.  Sipilä hlaut 8,5 vinning og varđ vinningi fyrir ofan alţjóđlega meistarann Mika Karttunen (2447) og hinn unga og efnilega Daniel Ebeling (2279).  

Sama fyrirkomulag er á efsta flokknum og Íslandi, ţ.e. 12 manna lokađur flokkur.   Enginn stórmeistari tók ţátt en 6 alţjóđlegir meistarar.  

 

 


Jónsmessumót á Akureyri í dag

Laugardaginn 23. júní heldur Skógrćktarfélag Eyfirđinga sína árlegu Jónsmessuhátíđ í Kjarnaskógi. Skákfélag Akureyrar mun nú, í fyrsta skipti, taka ţátt í hátíđinni og blása til skákmóts í lerkilundi norđan viđ sólúriđ í Kjarnaskógi kl. 20.30 (ath. breytt stađsetning). Allir skákáhugamenn eru hvattir til ađ mćta.


Íslandsmót skákmanna í golfi 2012

Íslandsmót skákmanna í golfi 2012 verđur haldiđ á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirđi laugardaginn 11.ágúst n.k.  Viđ eigum frátekna 24 rástíma á milli kl 13:00 og 13:50. Um leiđ og skákmenn taka ţátt í Íslandsmótinu ţá eru ţeir ţátttakendur í Opna Epli.is mótinu. Eftir ađ leik líkur verđur bođiđ upp á kvöldverđ í golfskálanum og ađ honum loknum verđur 15 umferđa hrađskákmót.
 
Keppt er í eftirfarandi flokkum:

Golf og skák, án forgjafar.

Sá sem nćr bestum árangri í golfi og skák hlýtur nafnbótina Íslandsmeistari skákmanna í golfi 2012. Notuđ er sérstök tafla sem umbreytir höggafjölda á Hvaleyrinni í skákstyrkleika (rating-performance). Skákstyrkleiki (rating-performance) í hrađskákmótinu er mćldurog samanlagđur árangur gildir.

Golf og skák, međ forgjöf.

Árangur í golfinu er mćldur í punktum á vanalegan hátt. Skákstyrkleiki umfram getur  (rating-performance mínus eigin skákstig) er mćldur í hrađskákmótinu. Ađ tefla á eigin getu, gefur mönnum 32 punkta. Hver 25 stig umfram getu gefur einn punkt. Sá sem nćr flestum punktum samanlagt hlýtur nafnbótina Punktameistari skákmanna í golfi 2012.

Dagskráin
12:30 - 13:20: Skákmenn mćta tímanlega í sinn rástíma
13:00 - 13:50: Rástímar
18:00 - 18:50: Golfleik líkur
19:00 - 20:00: Kvöldverđur í golfskálanum
Lambasteik ađ hćtti Brynju (nánar síđar)
20:00 - 23:00: 15.umferđa hrađskákmót í golfskálanum
 
Viđ eigum frátekna 24 rástíma á milli kl 13:00 og 13:50
Ţátttökurétt eiga allir golfarar međ forgjöf og íslensk skákstig.
Ţeir sem eru ekki međ forgjöf eđa treysta sér ekki á ađalvöllinn, geta spilađ Sveinskotsvöllinn sem er 9 holu völlur viđ hliđina á ađalvellinum. Viđkomandi taka ţátt í keppninni um Punktameistara skákmanna.

Ţátttökugjald er 9500 kr og innifaliđ í ţví er mótsgjaldiđ og kvöldverđurinn. Ţeir sem spila Sveinskotsvöllinn greiđa 6500 kr.

Ţátttökutilkynningar berist Halldór Grétari ( halldor@skaksamband.is ) fyrir föstudaginn 29. júní nk.
 
Eftirtaldir skákmenn er vitađ til ađ hafa forgjöf í golfi.
 (Íslensk skákstig 1.júní 2011, golf-forgjöf 1.júlí 2011):
Nafn  Skákstig  Félag   Forgjöf  
Ţórleifur, Karlsson  2085  Mátar  4.5
Hrafn, Loftsson  2187  TR  6.8
Bergsteinn, Einarsson  2224  TR  8.2
Baldur, Hermannsson  1985  Víkingaklúbburinn  10.1
Sigurđur Páll, Steindórsson  2220  KR  12.2
Ingimar, Jónsson  1915  KR  12.4
Helgi, Ólafsson  2535  TV  12.8
Sveinn, Arnarsson  1781  Gođinn  13.7
Unnsteinn, Sigurjónsson  1970  TB  14.7
Páll, Sigurđsson  1989  TG  16.2
Ögmundur, Kristinsson  2088  Hellir  16.5
Arnaldur, Loftsson  2085  Hellir  17.4
Karl, Ţorsteins  2477  Hellir  17.5
Benedikt, Jónasson  2210  TR  17.6
Halldór Grétar, Einarsson  2194  TB  17.6
Ásgeir Ţór, Árnason  2133  TG  18.7
Hilmar, Viggósson  1995  KR  18.8
Sigurbjörn, Björnsson  2360  Hellir  19.3
Páll L, Jónsson  2043  SSON  19.5
Jón G, Briem  2025  KR  23.6
Ingvar, Jóhannesson  2338  TV  23.9
Jón Loftur, Árnason  2514  TB  25.4
Gunnar, Björnsson  2087  Hellir  34.9
Ţröstur, Ţórhallsson  2401  Gođinn  36

Heimasíđa mótsins


Sumarnámskeiđin hafin

DSC 2538Ţađ hefur veriđ glatt á hjalla í Kvennaskólanum ţessa vikuna. Ţar fara nú fram sumarnámskeiđ Skákakademíunnar. Ţrjátíu krakkar hafa mćtt til leiks ţessa vikuna og von er á fleirum nćstu vikurnar. Hćgt er ađ byrja á námskeiđi hvenćr sem er en námskeiđin standa yfir til 17. ágúst. Helstu kennarar hafa veriđ Stefán Bergsson og Inga Birgisdóttir auk ţess sem nafnarnir Björn Ívar Karlsson og Björn Ţorfinnsson hafa kennt. Von er á góđum gestum í sumar; skákkennurum, stórmeisturum og landsliđsmönnum og konum.

Krakkarnir eru á öllum aldri og misreynd. Ţannig hefur Inga kennt byrjendum mannganginn, hvernigDSC 2530 best er ađ hefja tafliđ, gaffal, leppun og fleira. Hinir eldri og reyndari hafa lćrt ýmislegt um stök og bakstćđ peđ, og svo endataflsstöđur eins og Philidor og Lucena. Í gćr var svo fylkt liđi í VIN á Sólstöđumótiđ 2012.

Skráning á sumarnámskeiđin er í stefan@skakakademia.is.

Góđ ađstađa er fyrir skákiđkun í Kvennaskólanum og er salurinn sífellt ađ taka á sig skáklegri mynd. Opiđ hús er fyrir alla skákáhugamenn frá 15:00, mánudag til fimmtudags. Ţingholtsstrćti 37, gegnt breska og ţýska sendiráđinu.

Myndaalbúm (HJ)


Oliver Aron Sólstöđumeistari

 

Sigurvegararnir - ţrjú á palli

Ţađ var frábćr stemning á Sólstöđumótinu sem haldiđ var í Vin eftir hádegi í gćr. 33 ţátttakendur sem gerir mótiđ ţađ nćstfjölmennasta sem haldiđ hefur veriđ á Hverfisgötunni hingađ til. Teflt var bćđi inni og úti en rigningarskúrir voru ađeins ađ stríđa keppendum, en allir ţó í sólskinsskapi.

 

Úrslitaskákin, Óliver Aron og Gauti PállOliver Aron Jóhannsson er í fantaformi ţessa mánuđina og sigrađi í sex umferđa mótinu ţar sem umhugsunartíminn var 7 mínútur. Gerđi hann jafntefli viđ Gunnar Björnsson en vann rest. Oliver vann hinn ţrettán ára Gauta Pál Jónsson í hreinni úrslitaskák en Gauti Páll átti frábćrt mót og lagđi miklu stigahćrri andstćđinga á leiđ sinni í úrslitaskákina. Viđ tapiđ féll hann í fjórđa sćtiđ en Vigfús Vigfússon varđ annar međ fimm vinninga sem og hin ţýska Caroline Rieseler, Fide-meistari kvenna,  sem varđ ţriđja.

Vöfflukaffi var í hléi til ađ byggja upp orku fyrir lokaumferđirnar sem voru ćsispennandi. Ţau Stefán Bergsson og Ingibjörg Edda Birgisdóttir, frá Skákakademíu Reykjavíkur komu međ ótrúlega flottan hóp ungmenna úr Sumarskákskólanum auk ţess sem fjöldi efnilegustu unglinga okkar mćtti á svćđiđ.  Gaman var ađ fá ferđalangana Caroline og hinn enska David Cook í heimsókn, en ţau leituđu uppi mót til ađ taka ţátt í á ferđ sinni.  Frábćrlega skipađ mót og sérlega skemmtilegt.

Veitt voru bókaverđlaun fyrir efstu sćtin auk ţess sem Krummi Arnar Bang fékk verđlaun fyrir 6 áraHópur úti - einhverjir draga sig út í horn..... og yngri, Hilmir Freyr Heimisson (4v.) í flokki 12 ára og yngri, Gauti Páll (4,5 v.) í 16 og yngri, Svandís Rós Ríkharđsdóttir fyrir bestan árangur stúlkna og auk ţess voru happadrćttisvinningar.

Hrannar Jónsson, fyrirliđi Vinjarliđsins, stjórnađi mótinu af röggsemi og sleppti ţví ađ taka ţátt ađ ţessu sinni.

1.   5.5    Oliver Aron Jóhanneson

 2.   5.0   Vigfús Vigfússon    

 3.   5.0   Caroline Rieseler   

 4.   4.5   Gauti Páll Jónsson    

5.   4.5   Gunnar Björnsson    

 6.   4.0  Hilmir Freyr Heimisson

 7.   4.0  Jorge Fonseca       

 8.   4.0  Jón Trausti Harđarson

 9.   4.0   Sigurjón Haraldsson 

 10.  4.0   Stefán Bergsson     

 11.  3.5   Eiríkur K. Björnsson

 12.  3.5   Haukur Halldórsson 

Tíu voru međ ţrjá vinninga og ađrir međ minna.

Myndaalbúm (AV)


Jónsmessuskák á Akureyri á laugardag

Laugardaginn 23. júní heldur Skógrćktarfélag Eyfirđinga sína árlegu Jónsmessuhátíđ í Kjarnaskógi. Skákfélag Akureyrar mun nú, í fyrsta skipti, taka ţátt í hátíđinni og blása til skákmóts í lerkilundi norđan viđ sólúriđ í Kjarnaskógi kl. 20.30 (ath. breytt stađsetning). Allir skákáhugamenn eru hvattir til ađ mćta.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 24
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 188
  • Frá upphafi: 8779148

Annađ

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 117
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband