Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Íslandsmót skákfélaga: Töfluröđ 1. og 2. deildar

Katrín Jakobsdóttir, dró í gćr um töfluröđ á Íslandsmóti skákfélaga.  Var ađ hluti af hátíđarhöldunum í kringum Menningarnótt.   Töfluröđin varđ sem hér segir:

1. deild:

  1. Taflfélagiđ Hellir
  2. Taflfélag Bolungarvíkur b-sveit
  3. Víkingaklúbburinn
  4. Taflfélag Vestmanneyja
  5. Skákfélag Akureyrar
  6. Taflfélag Reykjavíkur
  7. Taflfélag Bolungarvíkur a-sveit
  8. Skákfélagiđ Gođinn

2. deild:

  1. Taflfélag Vestmanneyja b-sveit
  2. Taflfélag Reykjavíkur b-sveit
  3. Taflfélag Garđabćjar
  4. Taflfélagiđ Hellir b-sveit
  5. Taflfélagiđ Mátar
  6. Skákdeild Fjölnis
  7. Skákdeild Hauka
  8. Skákfélag Reykjanesbćjar

Fjör og fjölmenni á hátíđ Skákakademíunnar á Menningarnótt

1rHátíđ Skákakademíunnar á Lćkjartorgi á Menningarnótt var ein samfelld skákveisla. Mikill fjöldi tók ţátt í hátíđinni og ennţá fleiri fylgdust međ ćsispennandi og skemmtilegum tilţrifum viđ taflborđiđ.

1abNánar verđur sagt frá einstökum viđburđum, en međal áhugaverđustu úrslita má nefna 6-0 sigur Helga Ólafssonar í klukkufjöltefli gegn kvennalandsliđinu, og öruggan sigur Jóhanns Hjartarsonar gegn Hjörvari Steini Grétarssyni í Bónus-einvíginu, en Hjörvar hafđi ţá fyrr um daginn sigrađ međ yfirburđum á Alheimsmótinu í leifturskák.

Jón Viktor Gunnarsson og Ingi Tandri Traustason sigruđu í keppninni ,,Heilinn og höndin" og harđsnúiđ liđ KR-inga gjörsigrađi Reykjavíkurmeistara Vals. Heiđursgestur skákhátíđarinnar, Katrín Jakobsdóttir menntamálaráđherra, dró um töfluröđ í 1. og 2. deild á Íslandsmóti skákfélaga.

2

Myndaalbúm frá hátíđ Skákakademíunnar á Lćkjartorgi.


EM ungmenna: Vignir og Dagur unnu í 2. umferđ

Vignir Vatnar og Stefán BergssonVignir Vatnar Stefánsson og Dagur Ragnarsson unnu báđir í 2. umferđ sem fram fór í EM ungmenna í Prag í dag.   Hinir íslensku fulltrúarnir töpuđu.  Vignir hefur fullt hús, Dagur hefur 1 vinninga, Oliver Aron og Hilmir Freyr hafa 0,5 vinning en Jón Kristinn er ekki kominn á blađ. 

Nánar um fulltrúa Íslands:

  • Dagur Ragnarsson (1913) - sem teflir í u16-flokki - er nr. 86 á stigum af 111 keppendum
  • Oliver Aron Jóhannesson (2047) - sem teflir í u14-flokki - er nr. 42 á stigum af 141 keppenda
  • Jón Kristinn Ţorgeirsson (1747) - sem teflir einnig í u14-flokki - er nr. 118 á stigum
  • Hilmir Freyr Heimisson (1720) - sem teflir í u12-flokki - er nr. 88 á stigum af 151 keppenda
  • Vignir Vatnar Stefánsson (1590) - sem teflir í u10-flokki - er nr. 51 á stigum af 134 keppendum

Fararstjóri strákanna er Stefán Bergsson, sem ćtlar ađ skrifa reglulega pistla hér á Skák.is frá skákstađ.  Myndirnar eru fengnar af Facebook-síđu Áróru Hrannar Skúladóttur, móđur Hilmis Freys.


EM öđlinga: Gunnar tapađi fyrir Balashov

Gunnar Finnlaugsson (2062) tapađi í fyrstu umferđ á EM öđlinga, 60 ára og yngri, fyrir rússneska stórmeistaranum og stigahćsta keppenda mótsins, Yuri Balashov (2450).  Mótiđ fer fram í Kaunas í Litháen.

Ţátt taka 103 skákmenn og ţar af 7 stórmeistarar.  Gunnar er nr. 52 í stigaröđ keppenda.  


Ólympíufarinn: Tinna Kristín Finnbogadóttir

Tinna Kristín

Í gćr hófst kynning á fulltrúm Íslands á Ólympíuskákmótinu međ kynningu á Henrik Danielsen.  Nú er Tinna Kristín Finnbogadóttir, skákmćr frá Borgarfrđi kynnt til leiks.

Kynningarnar halda áfram á morgun.

Minnt er á sér fćrsluflokk ţar sem öllum ólymíufréttum, og ţar međ taliđ kynningu á Ólympíuförunum verđur safnađ saman.

Nafn: 

Tinna Kristín Finnbogadóttir

Stađa í liđinu:

4. borđ í kvennaflokki

Aldur:

21 ára

Hvenćr teflt fyrst á Ólympíuskákmót og hversu oft hefur ţú tekiđ ţátt í Ólympíuskákmóti:

Tefldi fyrst áriđ 2010, svo ţetta er í annađ skipti sem ég tek ţátt.

Besta skákin á ferlinum?

Ein af ţeim betri er klárlega sú sem ég tefldi gegn stúlkunni frá Írak á síđasta Ólympíumóti. 

Minnisstćđasta atvik á Ól?

Ég hitti afrískan mann sem hafđi hvorki séđ, né heyrt talađ um sebrahesta og vissi ekki ađ ţeir vćru til. Hann vissi samt ađ Ísland vćri í Evrópu og vildi vita hvernig kjöt viđ borđuđum og hvort viđ veiddum okkur til matar.

Spá ţín um lokasćti Íslands?

Ţađ er erfitt ađ segja, ćtla bara ađ spá okkur góđum árangri.

Spá um sigurvegara?

Ég ţori ekkert ađ segja um ţađ heldur.

Hver hefur veriđ undirbúningur ţinn fyrir ÓL?

Ađallega byrjunarstúderingar í sumar, en ćtlađi ađ taka skákţrautabók međ mér út.

Persónuleg markmiđ?

Ég á ţađ til ađ vera afar fórnfús og bráđ í sókn. Ćtli markmiđiđ sé ekki ađ halda aftur af svoleiđis vitleysu.

Eitthvađ ađ lokum?

Ég hef smakkađ sebrahestakjöt.


,,Heilinn og höndin" á Lćkjartorgi: 10 liđ keppa í Skáktjaldinu

Elsa MaríaTíu liđ eru skráđ til leiks á  Eymundsson Íslandsmótiđ í ,,Heilinn og höndin" í Skáktjaldinu á Lćkjartorgi á Menningarnótt. ,,Heilinn og höndin" er skemmtilegt keppnisform ţar sem tveir eru saman í liđi. Heilinn mćlir fyrir um hvađa gerđ af taflmanni á ađ hreyfa (til dćmis peđ, riddara, kóng) en ,,höndin" velur leikinn. Allt samráđ er harđbannađ, og ţví velur ,,höndin" óhjákvćmilega stundum allt ađra leiki en ,,heilinn" hafđi í huga.

Tinna KristínSamanlögđ stig liđsmanna á mótinu á Lćkjartorgi mega ađ hámarki vera 4300, og óhćtt ađ segja ađ margir áhugaverđir dúettar verđi međ. Stigahćsti keppandinn er Jón Viktor Gunnarsson sem hefur Inga Tandra Traustason sér til fulltingis. Eitt kvennaliđ tekur ţátt í keppninni, skipađ Tinnu Kristínu Finnbogadóttur og Elsu Maríu Kristínardóttur.

Liđin 10 eru svona skipuđ:

  1. Róbert Lagerman og Kjartan Guđmundsson
  2. Ingi Tandri Traustason og Jón Viktor Gunnarsson
  3. Rúnar Berg og Ţorvarđur Fannar Ólafsson
  4. Jón Trausti Harđarson og Davíđ Kjartansson
  5. Gunnar Freyr Rúnarsson og Tómas Björnsson
  6. Tinna Kristín Finnbogadóttir og Elsa María Kristínardóttir
  7. Gunnar Björnsson og Sćvar Bjarnason
  8. Björn Jónsson og Einar Hjalti Jensson
  9. Elvar Guđmundsson og Jón Jónsson
  10. Ingibjörg Edda Birgisdóttir og Ingvar Ţór Jóhannesson

Spennandi Bónuseinvígi framundan: Hvađ gerir Hjörvar gegn Jóhanni eftir ţjálfun hjá Sokolov?

Jóhann HjartarsonJóhann Hjartarson og Hjörvar Steinn Grétarsson mćtast í Bónus-einvíginu í skáktjaldinu á Lćkjartorgi á Menningarnótt. Einvígiđ hefst klukkan 17 og verđur án efa mjög spennandi. Jóhann er stigahćsti meistari íslenskrar skáksögu en Hjörvar Steinn er 19 ára landsliđsmađur, sem vantar ađeins einn áfanga til ađ landa stórmeistaratitli.

Hjörvar SteinnHjörvar Steinn hefur undanfariđ veriđ í ţjálfunarbúđum hjá sjálfum Ivan Sokolov, sem um árabil hefur veriđ međal sterkustu skákmanna heims, og unniđ marga frćkna sigra á Íslandi. Hjörvar hlakkar til einvígisins viđ Jóhann og segir:

,,Ég get ekki sagt annađ en ađ ég sé mjög spenntur ađ fá ađ tefla einvígi viđ einn besta  skákmann okkar Íslendinga frá upphafi. Virđing mín fyrir honum verđur engu ađ síđur sett til hliđar á međan einvíginu stendur."

Jóhann sló á létta strengi og vísađi til ţess ađ Bónus leggur til rausnarlega vinninga í formi inneignarkorta:

,,Ekki verra ađ ţurfa ekki ađ svelta nćstu vikurnar ţótt allt annađ fari til fjandans! Verst ađ mađur rćđur líklegast ekkert viđ strákinn eftir ţjálfunina hjá Ivan."

Jóhann og Hjörvar Steinn tefla 4 skákir. Umhugsunartími er 5 mínútur, auk 3 sek. viđbótartíma fyrir hvern leik. Einvígiđ er einn af mörgum viđburđum sem Skákakademían efnir til í Skáktjaldinu á Lćkjartorgi á Menningarnótt. Dagskráin hefst klukkan 12 og stendur í 8 klukkustundir.


EM ungmenna: Vignir Vatnar vann í fyrstu umferđ

Vignir Vatnar í PragEM ungmenna hófst í dag í Prag í Tékklandi međ fyrstu umferđ.  Íslendingar fengu 2 vinninga af 5 mögulegum.  Vignir Vatnar Stefánsson vann, Oliver Aron Jóhannesson og Hilmir Freyr Heimisson gerđu jafntefli en Dagur Ragnarsson og Jón Kristinn Ţorgeirsson töpuđu.

Nánar um fulltrúa Íslands:

  • Dagur Ragnarsson (1913) - sem teflir í u16-flokki - er nr. 86 á stigum af 111 keppendum
  • Oliver Aron Jóhannesson (2047) - sem teflir í u14-flokki - er nr. 42 á stigum af 141 keppenda
  • Jón Kristinn Ţorgeirsson (1747) - sem teflir einnig í u14-flokki - er nr. 118 á stigum
  • Hilmir Freyr Heimisson (1720) - sem teflir í u12-flokki - er nr. 88 á stigum af 151 keppenda
  • Vignir Vatnar Stefánsson (1590) - sem teflir í u10-flokki - er nr. 51 á stigum af 134 keppendum

Fararstjóri strákanna er Stefán Bergsson, sem ćtlar ađ skrifa reglulega pistla hér á Skák.is frá skákstađ.  Myndirnar eru fengnar af Facebook-síđu Áróru Hrannar Skúladóttur, móđur Hilmis Freys.


EM ungmenna hafiđ: Stefán Bergsson skrifar frá Prag

Jón Kristinn, Vignir og Stefán í PragŢegar ţetta er ritađ er rúmur klukkutími liđinn af fyrstu umferđ á Evrópumóti ungmenna sem haldiđ er í Prag. Viđ Íslendingar eigum fimm fulltrúa á mótinu; Vignir Vatnar teflir í u10, Hilmir Freyr Heimisson u12, Jón Kristinn Ţorgeirsson og Oliver Aron í u14 og Dagur Ragnarsson í u16. María, Stefán Már og Áróra fylgja svo sínum drengjum ţeim Jóni, Vigni og Hilmi.

Ferđin frá Keflavík til Prag gekk vel, en hópurinn var ţó  ansi ansi feginn í gćrkveldi ađ komast loksins á hóteliđ eftir langa biđ í Kaupmannahöfn. Vel var tekiđ á móti hópnum en ţó ţurfti ég ađ stíga fast til jarđar í nokkrum praktískum álitamálum. Hef lćrt ţađ af GM Helga Ólafssyni ađ ţađ dugir enga linkind gagnvart austanblokkinni. Hotel Praha er risastórt, sennilega byggt fyrir einhverjum áratugum og skemmtilega  a-evrópskur íburđur prýđir hýbýlin, fyrir utan herbergin, sem eru eins og af gamalli sovéskri heimavist. Hópurinn fékk allur herbergi á sama gangi sem er mikilvćgt á svo stóru hóteli. Sem dćmi um stćrđina er um 3-4 mínútna ferđ ađ fara frá herbergjunum í keppnissalina. Salirnir eru ţrír og tefla Vignir og Hilmir í sama salnum, sem og Jón Kristinn og Oliver og Dagur svo einn Íslendinga í ţeim ţriđja. Ađstađa keppenda er gríđargóđ, gott pláss milli borđa, góđir stólar og góđ lýsing. Ađrir en liđsstjórar, keppendur og skákstjórar fá ekki ađ fara inn í salinn nema fyrstu tíu mínúturnar til ađ taka myndir. Í sölunum eru ţví nćr einungis keppendur og mjög gott hljóđ; eitthvađ sem má athuga á helstu barnamótum á Íslandi.

Viđ munum borđa á sama  veitingarstađnum hér á hótelinu, og í raun ekki mikill tími til ađ fara af ţví. Hér er allt til alls og ţegar ekki er teflt er mikilvćgt ađ eyđa tímanum í hvíld og undirbúning fyrir skákirnar. Pörun birtist um 10 á kvöldin og mun undirbúningur međ strákunum fara fram frá miđjum morgni fram ađ umferđ. Ţađ verđur ţó mismikiđ hvađ hver stúderar fyrir hverja umferđ, enda mismargar skákir međ andstćđingunum ađgengilegar, Rússinn sem Hilmir er ađ tefla viđ á t.d. engar skákir í beisnum.

Mótiđ er ţađ fjölmennasta frá upphafi EM ungmenna og eiga Tékkarnir hrós skiliđ fyrir skipulagiđ. Ég tók sérstaklega eftir ákveđnu handapatssystemi hjá skákstjórunum ţegar umferđin hófst; greinilega vel ćft hvernig ţeir létu hvorn annan vita af ţví ađ allir vćru sestir, en hér gildir zero-tolerance rule, sem ţýđir ađ keppandi tapi sé hann ekki mćttur viđ upphaf skákar. Ég veit ekki til ţess ađ neinn hafi tapađ ţannig í ţessari 1. umferđ.

Á svona mótum er gríđar mikilvćgt ađ halda góđri rútínu, huga ađ reglulegum svefni og passlegri hreyfingu. Á morgun verđur gönguferđ um morguninn og kíkt í líkamsrćktina og sundlaugina. Einnig skiptir máli ađ hvíla sig frá skák í stundarkorn og eru kvöldin frjáls fyrir drengina eftir ađ ţeir hafa fariđ yfir skákir sínar.


EM ungmenna hófst í dag í Prag

 

EM-hópurinn

EM ungmenna hófst í dag í Prag í Tékklandi.  Fimm fulltrúar eru frá Íslandi ađ ţessu sinni.  Ţađ er ţeir:

  • Dagur Ragnarsson (1913) - sem teflir í u16-flokki - er nr. 86 á stigum af 111 keppendum
  • Oliver Aron Jóhannesson (2047) - sem teflir í u14-flokki - er nr. 42 á stigum af 141 keppenda
  • Jón Kristinn Ţorgeirsson (1747) - sem teflir einnig í u14-flokki - er nr. 118 á stigum
  • Hilmir Freyr Heimisson (1720) - sem teflir í u12-flokki - er nr. 88 á stigum af 151 keppenda
  • Vignir Vatnar Stefánsson (1590) - sem teflir í u10-flokki - er nr. 51 á stigum af 134 keppendum

Jón Kristinn, Vignir og Stefán í PragFararstjóri strákanna er Stefán Bergsson, sem ćtlar ađ skrifa reglulega pistla hér á Skák.is frá skákstađ.   Myndirnar eru fengnar af Facebook-síđu Áróru Hrannar Skúladóttur, móđur Hilmis Freys.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 133
  • Frá upphafi: 8778922

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 100
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband