Fćrsluflokkur: Spil og leikir
20.8.2012 | 19:41
Ólympíufarinn: Ţröstur Ţórhallsson
Áfram er haldiđ međ kynningar á Ólympúförunum. Nú er kynntur til sögunnar Íslandsmeistarinn í skák, Ţröstur Ţórhallsson en áđur var búiđ ađ kynna til sögunnar Henrik Danielsen, Tinnu Kristínu Finnbogdóttur, sem er til viđbótar fékk góđa kynningu í DV í dag og Davíđ Ólafsson liđsstjóra kvennaliđsins. Kynningarnar halda áfram á morgun.
Minnt er á sér fćrsluflokk ţar sem öllum ólymíufréttum, og ţar međ taliđ kynningu á Ólympíuförunum verđur safnađ saman.
Nafn:
Ţröstur Ţórhallsson
Stađa í liđinu:
Varamađur í opnum flokki
Aldur:
43 ára
Mitt fyrsta Ólympiuskákmót var fyrir 24. árum síđan og var haldiđ í Saloniki í Grikklandi áriđ 1988.
Ţetta er mitt tíunda ólympíuskákmót. 1988 Saloniki - 1992 Manila -1996 Yerevan - 1998 Khalmykia - 2000 Istanbul - 2002 Bled - 2004 Mallorca - 2006 Torino - 2008 DresdenBesta skákin á ferlinum?
Erfitt ađ taka eina skák út úr en skákin á móti Ivan Sokolov frá Reykjavík Open 1996 er eftirminnileg.
Minnisstćđasta atvik á Ól?
Ţađ eru mörg ógleymanleg atvik sem hćgt er ađ rifja upp. Áriđ 2002 var mótiđ haldiđ í Bled í Slóveníu. Á frídeginum í miđju móti átti íslenska liđiđ međ Guđfríđi Lilju í broddi fylkingar ţátt í ađ skipuleggja keppni milli Larry Christianssen og Ivan Sokolov. Keppnin fólst í kapphlaupi um hver vćri fljótari ađ hlaupa í kringum Bled vatniđ. Ivan var í feiknaformi en Larry ekki og ţess vegna samţykkti Ivan ađ Larry fengi ađ leggja 10 mín. fyrr af stađ. Ţađ sem Ivan vissi ekki var ađ skipuleggjendur voru búnir ađ leigja hjól fyrir Larry og ţar sem skógur umlykur vatniđ ţá voru skipuleggjendur og Larry vongóđir um ađ komast upp međ ráđabruggiđ. Hugmyndin var sem sagt sú ađ Larry átti ađ hlaupa nokkur hundruđ metra og finna hjóliđ sem var faliđ bak viđ rjóđur og hjóla svo langleiđina í mark en fela hjóliđ ţó áđur en yfir marklínuna var komiđ.
Öllum á óvart vann Ivan kapphlaupiđ. Larry fann ekki hjóliđ fyrr en of seint !
Spá ţín um lokasćti Íslands?
Á međal 30 efstu.
Spá um sigurvegara.
Kína.
Hver hefur veriđ undirbúningur ţinn fyrir ÓL?
Undirbúningur byrjađi í júní međ stúderingum og svo var júlí ađ mestu frímánuđur. Eftir Verslunarmannahelgi ţá var aftur byrjađ ađ stúdera af krafti. Liđiđ hittist alla virka daga frá 15 ágúst og fram ađ brottför 27. ágúst. 4-5 tímar á hverjum degi.
Persónuleg markmiđ?
Performance 2600 stig.
Eitthvađ ađ lokum?
Áfram Ísland!
Spil og leikir | Breytt 21.8.2012 kl. 23:22 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2012 | 18:10
KR malađi Val á Menningarnótt
Harđsnúiđ liđ KR sigrađi rauđklćdda Valsmenn örugglega í skemmtilegri viđureign í Skáktjaldinu á Menningarnótt. Viđureign Reykjavíkurrisanna var liđur í fjölbreyttri dagskrá Skákakademíunnar á Lćkjartorgi.
Fyrirfram var búist viđ spennandi viđureign, enda urđu Valsmenn Reykjavíkurmeistarar íţróttafélaganna 2011, en KR-ingar mćttu mjög ákveđnir til leiks undir liđstjórn Sigurbjörns Björnssonar.
Liđin voru skipuđ 4 leikmönnum og tefldu allir viđ alla, tvöfalda umferđ. Magnús Örn Úlfarsson fór mikinn fyrir Val og fékk 6,5 vinning af 8 mögulegum. Sigurbjörn, Sigurđur Dađi Sigfússon og Einar Hjalti Jensson fengu allir 4,5 vinning, og KR landađi ţví alls 20 vinningum gegn 12.
Omar Salama stóđ sig best Valsmanna, fékk 4,5 vinning, en Jón Viktor Gunnarsson, Róbert Lagerman og liđstjórinn Gunnar Björnsson urđu ađ sćtta sig viđ fćrri vinninga.
Skákakademían vinnur nú ađ undirbúningi Íslandsmóts íţróttafélaganna, sem haldiđ verđur í september.
20.8.2012 | 17:03
Töfluröđ í 1. og 2. deild
Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráđherra, dró í gćr um töfluröđ á Íslandsmóti skákfélaga. Var ađ hluti af hátíđarhöldunum í kringum Menningarnótt.
Töfluröđin varđ sem hér segir:
1. deild:
- Taflfélagiđ Hellir
- Taflfélag Bolungarvíkur b-sveit
- Víkingaklúbburinn
- Taflfélag Vestmanneyja
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Reykjavíkur
- Taflfélag Bolungarvíkur a-sveit
- Skákfélagiđ Gođinn
2. deild:
- Taflfélag Vestmanneyja b-sveit
- Taflfélag Reykjavíkur b-sveit
- Taflfélag Garđabćjar
- Taflfélagiđ Hellir b-sveit
- Taflfélagiđ Mátar
- Skákdeild Fjölnis
- Skákdeild Hauka
- Skákfélag Reykjanesbćjar
20.8.2012 | 11:03
Öruggur sigur Jóhanns gegn Hjörvari í Bónus-einvíginu
Jóhann Hjartarson vann öruggan sigur á Hjörvari Steini Grétarssyni í Bónus-einvíginu á Lćkjartorgi á Menningarnótt. Jóhann sýndi afhverju hann er stigahćsti meistari íslenskrar skáksögu og lagđi hinn bráđefnilega Hjörvar međ 3,5 vinningi gegn hálfum.
Jafntefli varđ í fyrstu skákinni, en síđan tók Jóhann öll völd á taflborđinu, ţrátt fyrir góđa tilburđi Hjörvars. Ungi meistarinn úr Grafarvogi, sem kom daginn áđur til landsins úr ţjálfunarbúđum hjá Ivan Sokolov, hafđi fariđ mikinn á Lćkjartorgi fyrr um daginn og m.a. sigrađ međ fullu húsi á Alheimsmótinu í leifturskák, og teflt fjöltefli viđ gesti og gangandi.
Bónus gaf veglega vinninga og hlaut Jóhann 40 ţúsund króna inneign hjá Bónus en Hjörvar fékk 20 ţúsund. Donika Kolica, fyrirliđi Úrvalssveitar Skákakademíunnar, afhenti verđlaunin.
Hćgt er ađ skođa fjölda skemmtilegra mynda frá hátíđ Skákakademíunnar á Menningarnótt:
20.8.2012 | 07:00
Meistaramót Hellis hefst í dag
Meistaramót Hellis 2012 hefst mánudaginn 20. ágúst klukkan 19:30. Mótiđ er 7 umferđa opiđ kappskákmót sem lýkur 8. september. Vegleg og fjölbreytt verđlaun eru í bođi. Umhugsunartíminn verđur 1˝ klst. á skákina auk hálfrar mínútu á hvern leik.
Mótiđ er öllum opiđ og er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga. Skráning fer fram á heimasíđu Hellis. Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má nálgast hér.
Teflt er á mánudögum, ţriđjudögum og miđvikudögum.
Ađalverđlaun:
- 30.000
- 20.000
- 10.000
Upplýsingar um aukaverđlaun koma síđar.
Ţátttökugjöld:
- Félagsmenn kr. 2.000; ađrir 3.000-
- Unglingar 15 ára og yngri: Félagsmenn: 1.500; Ađrir 2.000.
- Allir titilhafar fá frítt í mótiđ
Umferđartafla:
- 1. umferđ, mánudaginn, 20. ágúst, kl. 19:30
- 2. umferđ, ţriđjudaginn, 21. ágúst, kl. 19:30
- 3. umferđ, miđvikudaginn, 22. ágúst, kl. 19:30
- 4. umferđ, mánudaginn, 27. ágúst, kl. 19:30
- 5. umferđ, ţriđjudaginn, 28. ágúst, kl. 19:30
- 6. umferđ, miđvikudaginn, 29. ágúst, kl. 19:30
- 7. umferđ, mánudagur, 3. september, kl. 19:30
Spil og leikir | Breytt 6.8.2012 kl. 08:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2012 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: 25 ár frá afreki Jóhanns í Szirak
Um ţessar mundir eru 25 ár liđin frá sigri Jóhanns Hjartarsonar á millisvćđamótinu í Szirak í Ungverjalandi sem margir telja mesta mótasigur íslensks skákmanns.
Samanburđur viđ afrek Friđriks Ólafssonar frá millisvćđamótinu í Portoroz 1958 er ekki einfaldur vegna ţess ađ áriđ 1987 fóru fram ţrjú millisvćđamót í stađ eins. Taflmennska Friđriks var glćsileg og greinarhöfundur hefur lengi veriđ á ţeirri skođun ađ hann hafi teflt best allra keppendaog ađ einungis klaufaskapur gegn minni spámönnunum og tímaskortur í unnu hróksendatafli gegn sigurvegaranum Tal hafi komiđ í veg fyrir hćrra sćti.
Jóhann varđ efstur ásamt Valeri Salov en neđar á töflunum komu nafntogađir meistarar á borđ viđ Beljavskí, Portisch, Ljubojevic og Nunn. Hann tapađi einni skák í 17 umferđum og hlaut 12 ˝ vinning. Engin ástćđa til ađ hafa önnur orđ um taflmennsku hans en ţau sem Tal lét falla í samtali viđ undirritađan, ađ hún hafi veriđ frábćr. Ţađ var eins og reynsla liđinna missera gagnađist honum í hvívetna; t.d. vann hann auđveldan sigur gegn Englendingnum Flear og gat ţar nýtt sér reynslu af móti í Moskvu nokkrum vikum fyrr, stutt skák gegn Karli Ţorsteins í Skákkeppni stofnana veturinn 1987 virtist hafa veitt honum ţann innblástur sem dugđi ţegar hann atti kappi viđ Larry Christiansen. Ţá var sigur Jóhanns yfir Ljubojevic í 12. umferđ afar mikilvćgur. Júgóslavinn hafđi veriđ međ á millisvćđamótum allar götur síđan í Petropolis áriđ 1973. Aftur biđu hans vonbrigđi í Szirak:
Lubomir Ljubojevic - Jóhann Hjartarson
Spćnskur leikur
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8. c3 O-O 9. a4
Óvenjulegur leikur á ţessum tíma en Ljubojevic fór yfirleitt sínar eigin leiđir í byrjunum. Leikurinn hafđi dugađ honum til sigurs gegn Karpov á Ólympíumótinu í Dubai 1986.
9. ... Bd7
Karpov lék 9. ... Bg4 í fyrrnefndri skák en Jóhann velur sömu leiđ og Beljavskí hafđi gert gegn Ljubojevic fyrr í mótinu.
10. d4 h6 11. Rbd2 He8 12. d5
Eđlilegara er 12. Rf1 o.s.frv.
12. ... Ra5 13. Bc2 c6! 14. b4 Rc4 15. Rxc4 bxc4 16. dxc6 Bxc6 17. De2 Hc8 18. Bd2 Bf8 19. Had1 Bb7 20. Rh4 g6 21. a5 Bg7 22. Rf3 Dc7 23. Be3 d5!
Međ ţessum leik hrifsar svartur til sín frumkvćđiđ enda hefur taflmennska hvíts, t.a.m. Rh4 og aftur - Rf3 veriđ ómarkviss.
24. Bb6 Dc6 25. Rd2 d4! 26. cxd4 exd4 27. Bxd4 c3 28. Rf1 Rxe4 29. Df3
Betra var 29. Bxg7 en Ljubojevic gast ekki ađ 29. ... Rg3! sem ţó er hćgt ađ svara međ 30 Df3.
Kraftmikill leikur sem gerir stöđu svarts afar erfiđa.
30. Hxe8 Hxe8 31. Dxc6 Bxc6 32. Bxg7 Kxg7 33. Re3 Hb8!
Eftir ţennan leik verđur stöđu hvíts ekki bjargađ.
34. Hc1 Hxb4 35. Rd1 Hg4 36. g3 Rf3 37. Kf1 Bb5 38. Kg2 Re1 39. Kg1 Rxc2 40. Hxc2 Ba4 41. Hc1 Bxd1 42. Hxd1 c2 43. Hc1 Hc4 44. Kf1 Kf6
Ađ lokum er ţađ betri kóngsstađa sem gerir útslagiđ.
45. Ke2 Ke5 46. Kd2 Kd4 47. h4 h5 48. f3 f6 49. Hxc2 Hxc2 50. Kxc2 Kc4 51. g4 f5 52. gxh5 gxh5 53. Kd2 f4 54. Kc2 Kb4 55. Kd3 Kxa5 56. Ke4 Kb4 57. Kxf4
- og Ljubojevic gafst upp um leiđ. Framhaldiđ gćti orđiđ 57. ... a5 58. Ke3 Kc3! 59. f4 a4 60. f5 a3 61. f6 a2 62. f7 a1(D) 63. f8(D) De1+ ásamt Df1+ og hvíta drottningin fellur.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
-------------------------------------------
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 12. ágúst 2012.
Spil og leikir | Breytt 11.8.2012 kl. 08:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2012 | 18:50
Ólympíufarinn: Davíđ Ólafsson
Í dag er haldiđ áfram međ kynningar á Ólympíuförunum. Áđur er búiđ ađ kynna Henrik Danielsen og Tinnu Kristínu Finnbogadóttur til sögunnar. Nú er hins vegar komiđ ađ einum "fylgifiskunum" ţví nú er kynntur til sögunnar, Davíđ Ólafsson, liđsstjóri kvennaliđsins.
Minnt er á sér fćrsluflokk ţar sem öllum ólymíufréttum, og ţar međ taliđ kynningu á Ólympíuförunum verđur safnađ saman.
Nafn:
Davíđ Rúrik Ólafsson
Stađa í liđinu:
Liđsstjóri kvennaliđsins
Aldur:
44 ára
Hvenćr teflt fyrst á Ólympíuskákmót og hversu oft hefur ţú tekiđ ţátt í Ólympíuskákmóti:
Aldrei - forfallađist á síđustu stundu fyrir síđasta Ólympíuskákmót.
Besta skákin á ferlinum?
Engin ein sem stendur sérstaklega upp úr. Minnisstćđustu skákirnar eru ţó 2 skákir úr Reykjavíkurskákmótum. Sú fyrri á móti Walter Brown 1986 ţar sem mér tókst ađ snúa verri stöđu hćgt og rólega upp í vinning en ţađ er ekki skákin sjálf sem stendur ţar upp úr heldur ţađ ađ í miklu tímahraki tók andstćđingur minn upp á ţví ađ borđa rjómatertu međ miklum látum viđ skákborđiđ vćntanlega í von um ađ ţađ truflađi mig eitthvađ - ég hef sjaldan skemmt mér betur! Sú seinni var á móti Efim Geller 1990, ţar náđi ég ađ snúa á hann, vinna skiptamun og koma honum í mátnet! Karlinn var ekki par ánćgđur eftir ađ hafa tapađ ţeirri skák sem ég síđar frétti ađ vćri tapskák á móti ţriđja Ólafssyninum sem hann hafđi teflt viđ.
Minnisstćđasta atvik á Ól?
Engin so far!
Spá ţín um lokasćti Íslands?
Kvennaliđ verđur í miđjum hóp og karlaliđ í kringum 20. sćti.
Hver hefur veriđ undirbúningur ţinn fyrir ÓL?
Ađ undirbúa stelpurnar sem best fyrir mótiđ međ reglulegum ćfingum auk ţess sem fariđ var í ćfingarferđ á mót í Tékklandi síđastliđiđ haust.
Persónuleg markmiđ?
Ađ allar stelpurnar í liđinu séu međ performance í plús.
Eitthvađ ađ lokum?
Ég vona ađ allir skákáhugamenn styđji vel viđ bakiđ á okkar liđum á mótinu og ađ líflegar umrćđur verđi um skákirnar á horninu" enda allar skákir í beinni útsendingu.
Spil og leikir | Breytt 21.8.2012 kl. 09:01 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2012 | 18:26
EM: Töp í 3. umferđ
Allir íslensku keppendurnir töpuđu í 3. umferđ EM ungmenna sem fram fór í dag í Prag. Vignir hefur 2 vinninga, Dagur hefur 1 vinninga, Oliver Aron og Hilmir Freyr hafa 0,5 vinning en Jón Kristinn er ekki kominn á blađ.
Nánar um fulltrúa Íslands:
- Dagur Ragnarsson (1913) - sem teflir í u16-flokki - er nr. 86 á stigum af 111 keppendum
- Oliver Aron Jóhannesson (2047) - sem teflir í u14-flokki - er nr. 42 á stigum af 141 keppenda
- Jón Kristinn Ţorgeirsson (1747) - sem teflir einnig í u14-flokki - er nr. 118 á stigum
- Hilmir Freyr Heimisson (1720) - sem teflir í u12-flokki - er nr. 88 á stigum af 151 keppenda
- Vignir Vatnar Stefánsson (1590) - sem teflir í u10-flokki - er nr. 51 á stigum af 134 keppendum
Fararstjóri strákanna er Stefán Bergsson, sem skrifar eglulega pistla hér á Skák.is frá skákstađ. Myndirnar eru fengnar af Facebook-síđu Áróru Hrannar Skúladóttur, móđur Hilmis Freys.
19.8.2012 | 18:09
Spassky flýr til Rússlands!
Hér áđur fyrr kom ţađ fyrir ađ sovéskir skákmenn flúđu land sitt. Nú virđist sagan vera önnur ţví í reyfarakenndi frásögn á Chessbase kemur fram ađ Boris Spassky, fyrrverandi heimsmeistari í skák, hafiđ flúiđ eiginkonu sína og heimili sitt í Frakklandi, ţar sem hann segist hafa veriđ í stofufangelsi og hafi veriđ haldiđ frá bćđi síma og Interneti.
Dulúđin í kringum Fischer og Spassky virđist engan enda ćtla ađ taka!
Ţessa ótrúlegu frásögn má lesa á Chessbase.
19.8.2012 | 17:50
EM í Prag: dagur 2 - pistill frá Stefáni Bergssyni
Ţegar ţetta er ritađ er um klukkutímí í ađra umferđ. Fyrsta umferđin fór ágćtlega. Vignir vann nokkuđ örugglega eftir ađ hafa tekiđ óţarfa áhćttu í byrjuninni, en hann er seigur varnarskákmađur og eftir ađ hafa hrundiđ sókn Skotans var hann međ mun betri stöđu. Góđur sigur hjá Vigni sem teflir í dag gegn Rússa.
Hilmir Freyr tefldi 4 tíma baráttuskák gegn Rússa međ tćp 2000 stig. Snemma tafls fór Hilmir út úr byrjuninni og lék h5 sem hann fylgdi eftir međ Rg4 og geymdi kónginn á f8. Hann hélt sókninni áfram og sá hver er vildi ađ Rússinn var orđinn mjög stressađur. Hann lék ţó nákvćmum varnarleikjum og var stađan lengi afar dýnamísk. Í tímahraki beggja áttađi Hilmir sig á ţví ađ á EM er greint á milli manna og drengja, dúndrađi sér á hlýrabolinn og bombađi e4-e3 á Rússann; lék peđinu ofan í ţrćlvaldađan reit og opnađi fyrir biskup á b7. Áfram hélt Hilmir ađ hóta og pressa og ađ lokum ţrálék Rússinn í stöđu sem var eitthvađ betri á hann, en hann hafđi fengiđ nóg af eilífum hótunum svarts, hristi höfuđiđ og gekk í burtu. Frábćrt jafntefli hjá Hilmi og bestu úrslit 1. umferđar. Hilmir fćr í dag stigahćsta keppanda flokksins og er nokkuđ vel undirbúinn fyrir nimzo-inverska vörn, en fjölmargar skákir eru í beisnum međ ţessum Grikkja.
Jón Kristinn tefldi međ hvítu gegn mun stigahćrri Pólverja og drap of snemma tafls á d5 í slavneskri vörn. Svartur fékk betra nokkuđ snemma og klárađi međ laglegri fléttu. Eftir skákina fórum viđ Jón yfir hana og rćddum um ađ ţađ vćri ekki endilega svo gott ađ drepa á d5 međ hvítu í slavneskri vörn.
Oliver tefldi mjög vel framan af í gćr gegn Dananum, og fékk í raun unniđ tafl. Daninn barđist ţó vel og eftir 2 slćma leiki hjá Oliver var stađan orđin jöfn og ţráleikiđ í stöđu sem erfitt var ađ komast í gegnum. Viđ Oliver fórum vel yfir ţađ eftir skákina ađ í svona stöđum ţar sem nóg er af tíma á borđinu, snýst leiđin ađ sigrinum mikiđ um ađ laga kallana sína og hafa ákveđiđ tak á stöđunni, Oliver flýtti sér hins vegar of mikiđ sem gaf andstćđingnum gagnfćri sem hann nýtti sér.
Dagur tefldi gegn gríđar sterkum Króata međ 2200 stig. Dagur barđist vel og hafđi sín fćri, en smá ónákvćmni í miđtaflinu gaf Króatanum alla stöđuna. Engu ađ síđur fín skák gegn sterkum andstćđing.
Í dag tefla drengirnir allir gegn sterkum andstćđingum en eru vel undirbúnir og munu berjast, ţađ er ljóst.
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Sunnudagsmorgun (dagur 3):
Gćrdagurinn fór ágćtlega; góđir sigrar hjá Vigni og Degi gegn mun stigahćrri andstćđingum. Sérstaklega var gaman ađ fylgjast međ Degi yfirspila andstćđing sinn í miđtaflinu. Vignir vann skákina á sínum styrkleikum, var ţolinmóđur í miđtaflinu, passađi sig á hćttum andstćđingsins og vann hann svo í endataflinu. Jón Kristinn og Oliver áttu báđir slćmar dag, en ţó ber ađ hrósa Jóni fyrir mikla baráttu og var hann ekki langt frá jafntefli. Oliver barđist einnig fram í rauđan dauđann. Hilmir Freyr fór of geyst í sókn gegn stigahćsta andstćđingnum sem nýtti sér ţađ um leiđ. Mjög sterkur ţessi 12ára Grikki sem hefur í sumar veriđ ađ leggja nokkra FM og IM í sterkum mótum.
Ég er nokkuđ ánćgđur međ hópinn ađ loknum ţessum fyrstu 2 umferđum. Menn eru ađ leggja sig fram og berjast, bera enga virđingu fyrir stigahćrri andstćđingum.
Ţriđja umferđin hefst á eftir klukkan ţrjú. Hér er glampandi sól og hópurinn á leiđ í tennis áđur en stúderingar hefjast.
Mig langar ađ lokum ađ ţakka öllum sem komu ađ Skákhátíđ Skákakademíunnar á Menningarnótt. Svakalega gaman ađ skođa myndirnar.
Stefán Bergsson.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.7.): 23
- Sl. sólarhring: 24
- Sl. viku: 130
- Frá upphafi: 8778916
Annađ
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 99
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 20
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar