Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Sćvar efstur á öđlingamóti

Sćvar Alţjóđlegi meistarinn Sćvar Bjarnason (2100) er efstur međ 5 vinninga á Vetrarmóti öđlinga ađ lokinni sjöttu og nćstsíđustu umferđ fer fram fór í kvöld. Sćvar vann ţá Júlíus Friđjónsson (2187) sem leiddi fyrir umferđina. Mikill skriđur á Sćvari sem tapađi í fyrstu umferđ en hefur síđan veriđ óstöđvandi. Júlíus, Sverrir Örn Björnsson (2154), Gylfi Ţórhallsson (2156) og Halldór Pálsson (2064) koma nćstir međ 4,5 vinning. 

Úrslit sjöttu umferđar má finna hér. Stöđu mótsins má finna hér. Röđun sjöundu og síđustu umferđar, sem fram fer á miđvikudagskvöld má finna hér.

Í lokaumferđinni mćtast međal annars: Halldór-Sćvar, Júlíus-Gylfi og Jóhann Ragnarsson (2081)-Júlíus.



Carlsen efstur í London eftir sigur á Jones - kominn í 2857 skákstig

Carlsen og JonesLondon Chess Classic mótiđ hefur svo sannarlega stađiđ fyrir sínu. Ótrúlega fjörlega og skemmtileg taflmennska ţar sem Magnus Carlsen (2848) fer sannarlega á kostum. Carlsen vann í dag Íslandsvininn Gawain Jones (2644) í afar fjörugri skák. Međ sigrinum bćtir Carlsen enn stigametiđ á tifandi stigalistanum og er kominn međ 2857 skákstig og hefur nú ţar 50 stiga forskot á Aronian (2815) sem vann í dag Luke McShane (2713), í ekki síđur skemmtilegri skák. Öđrum skákum lauk međ jafntefli.

Frídagur er á morgun. Á fimmtudaginn mćtast međal annars Adams-Carlsen og Kramnik-McShane.

Níu skákmenn taka ţátt í mótinu og ţví situr alltaf einn yfir. Viđkomandi sér um skákskýringar í ţeirri umferđ. Veitt eru 3 stig fyrir sigur og 1 fyrir jafntefli.

Birkir Karl Sigurđsson (1725) teflir í FIDE-Open, sem fram fer samhliđa. Eftir 4 umferđir hefur 1˝ vinning en hann hefur teflt upp fyrir sig allt mótiđ.

Úrslit 4. umferđar: 

Hikaru Nakamura˝-˝Michael Adams
Magnus Carlsen1-0Gawain Jones
Vishy Anand˝-˝Vladimir Kramnik
Luke McShane0-1Levon Aronian

Stađan:

  • 1. Carlsen (2848) 10/4
  • 2. Kramnik (2795) 8/4
  • 3. Adams (2710) 7/3
  • 4. Nakamura (2760) 5/4
  • 5. Aronian (2815) 4/4
  • 6. Anand (2775) 3/3
  • 7. Jones (2644) 2/4
  • 8.-9. McShane (2713) og Polgar (2705) 1/3

Dagur međ 1 vinninga eftir 3 umferđir í Búdapest

Dagur ArngrímssonAlţjóđlegi meistarinn Dagur Arngrímsson (2384) er međ 1 vinning eftir 3 umferđir á First Saturday-mótinu sem nú er í gangi í Búdapest. Í 2. umferđ, sem fram fór í gćr, gerđi hann jafntefli viđ ungverka stórmeistarann Zoltan Varga (2455) en í dag tapađi hann fyrir Attila Czebe (2481), sem einnig er ungverskur stórmeistari.

Tíu skákmenn taka ţátt og eru međalstig 2426 skákstig. Dagur er nr. 7 í stigaröđ keppenda.

 


Sćbjörn sigursćll í Stangarhyl í dag

Sćbjörn Larsen GuđfinnssonŢađ mćttu tuttugu og fjórir heldri skákmenn til leiks í dag. Sćbjörn G. Larsen fór geyst af stađ eins og oft áđur, hann vann fyrstu ţrár skákirnar, en í fjórđu og fimmtu umferđum tapađi kappinn fyrir ţeim Gunnari Finnssyni og Haraldi Axel. Ţađ er nú ekki oft sem Sćbjörn tapar tveimur skákum í röđ, enda setti kappinn í hćrri gírinn og vann síđustu fimm skákirnar og varđ efstur međ átta vinninga af tíu mögulegum.

Jafnir í öđru til ţriđja sćti urđu svo Haraldur Axel og Guđfinnur R Kjartansson báđir međ sjö og hálfan vinning en Haraldur var hćrri á stigum.

Haraldur slćr ekkert af ţótt hann sé kominn á áttugasta og ţriđja ár.

Nćsta ţriđjudag verđur svo Jólahrađskákmótiđ ţá ćtlum viđ ađ tefla níu umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma.

Ţrír efstu fá verđlauna peninga.

Ađ ţví loknu verđur dregiđ í nokkurs konar happdrćtti ţar sem allir ţátttakendur fá vinning alveg óháđ ţví hvađa vinninga ţeir fá í mótinu.

Allir skákmenn 60+ velkomnir.

Mótiđ byrjar kl.13.00.

Nánari úrslit dagsins:

  • 1          Sćbjörn G Larsen                               8
  • 2-3       Haraldur Axel Sveinbjörnsson            7.5
  •             Guđfinnur R Kjartansson                    7.5
  • 4          Gunnar Finnsson                                 7
  • 5-7       Kristján Guđmundsson                       6
  •             Ari Stefánsson                                                6
  •             Valdimar Ásmundsson                       6
  • 8          Magnús V Pétursson                           5.5
  • 9-15     Páll G Jónsson                                     5
  •             Garđar Guđmundsson                         5
  •             Sigurđur Kristjánsson                          5
  •             Ásgeir Sigurđsson                               5
  •             Gísli Árnason                                      5
  •             Einar S Einarsson                                5
  •             Baldur Garđarsson                              5
  • 16-17   Jón Víglundsson                                 4.5
  •             Gísli Sigurhansson                              4.5
  • 18        Friđrik Sófusson                                  4
  • 19-20   Jónas Ástráđsson                                 3.5
  •             Halldór Skaftason                               3.5
  • 21-23   Eiđur Á Gunnarsson                           3
  •             Hlynur Ţórđarson                                3
  •             Reynir Jóhannesson                            3
  • 24        Óli Árni Vilhjálmsson                         2.5

Adams byrjar vel á London Chess Classic - Jafntefli hjá Kramnik og Carlsen

Adams byrjar vel á London Chess Classic - Jafntefli hjá Kramnik og Carlsen

Michael Adams (2710) byrjar vel á London Chess Classic. Hann vann Judit Polgar (2705) í 3. umferđ í gćr og hefur unniđ báđar sínar skákir. Kramnik (2795) og Carlsen (2848) gerđu jafntefli í uppgjöri efstu manna og leiđa sem fyrr á mótinu. Öđrum skákum lauk einnig međ jafntefli.

Fjórđa umferđ fer fram í dag og hefst síđar en vanalega eđa kl. 16. Ţá mćtast m.a. Carlsen-Jones og Anand-Kramnik.

Níu skákmenn taka ţátt í mótinu og ţví situr alltaf einn yfir. Viđkomandi sér um skákskýringar í ţeirri umferđ. Veitt eru 3 stig fyrir sigur.

Birkir Karl Sigurđsson (1725) teflir í FIDE-Open, sem fram fer samhliđa. Eftir 4 umferđir hefur 1˝ vinning en hann hefur teflt upp fyrir sig allt mótiđ.

Úrslit 3. umferđar: 

Levon Aronian

˝-˝

Vishy Anand

Vladimir Kramnik

˝-˝

Magnus Carlsen

Gawain Jones

˝-˝

Hikaru Nakamura

Michael Adams

1-0

Judit Polgar


Stađan:

  • 1.-2. Kramnik (2795) og Carlsen (2848) 7/3
  • 3. Adams (2710) 6/2
  • 4. Nakamura (2760) 4/3
  • 5. Anand (2775) 2/2
  • 6. Jones (2644) 2/3
  • 7. McShane (2713) ˝
  • 8.-9.  Aronian (2815) og Polgar (2705) 1/3 

Nýtt fréttabréf Skáksambandsins

Fréttabréf Skáksambands Íslands kom út í fyrsta skipti í dag. Fréttabréfiđ mun koma út tvisvar á mánuđi yfir vetrarmánuđina en sjaldnar yfir sumariđ. Fréttabréfiđ verđur sent í tölvupósti og er einnig ađgengilegt á vefnum.

Međal efnis í fyrsta tölublađinu er:

  • Ný fréttabréf SÍ
  • N1 Reykjavíkurskákmótiđ
  • Verkefnin framundan
  • Skákdagurinn
  • Friđrik teflir í Tékklandi
  • Nýr heimsmeistari kvenna
  • Grćnlandstrúbođ
  • Íslendingur í Sjávarvík?
  • Maraţon til styrktar Hringum.

Jólaskákmót SFS og TR: Tvöfaldur sigur Rimaskóla í yngri flokki

IMG 0146Í gćr, 2. desember, fór hiđ árvissa Jólaskákmót Skóla-og frístundasviđs og Taflfélags Reykjavíkur fram. Ţetta skákmót var nú haldiđ í 30. sinn. Ólafur H. Ólafsson, ötull félagsmađur í Taflfélagi Reykjavíkur, fyrrum skákţjálfari og fyrrverandi formađur í T.R., hefur veriđ skákstjóri á ţessum mótum frá upphafi og var ţví í dag skákstjóri á Jólaskákmótinu í 30. sinn!

Frá árinu 1983 - 2010 var ţetta skákmót kallađ IMG 0138Jólaskákmót ÍTR og TR. En eftir skipulagsbreytingar hjá Reykjavíkurborg fćrđist mótiđ frá Íţrótta-og tómstundasviđi yfir til Skóla-og frístundasviđs og heitir ţví Jólaskákmót SFS og TR. Skákmótiđ er tvískipt og er fyrir skáksveitir frá grunnskólum Reykjavíkur, annars vegar fyrir aldursflokkinn frá 1.-7. bekk og hins vegar fyrir aldursflokkinn frá 8.-10. bekk.

Í gćr var teflt í yngri flokki en ţađ eru nemendur úr 1.- 7. bekkjum grunnskólanna og ídag verđur teflt í eldri flokki. Veitt voru verđlaun fyrir ţrjár efstu drengjasveitirnar (eđa opnu sveitirnar, ţar sem sveitirnar eru blandađar stúlkum og drengjum). Einnig voru ţrenn verđlaun fyrir stúlknasveitir, en ađ ţessu sinni var ađeins ein stúlknasveit međal ţátttakenda. Eitthvađ sem skólastjórnendur í grunnskólum Reykjavíkur svo og skákhreyfingin öll geta íhugađ. Skemmtilegt vćri ef ţátttaka stúlkna í skákmótum yfirleitt og ţá sérstaklega í ţessum Jólaskákmótum fyrir grunnskólanemendur í Reykjavík vćri til jafns viđ ţátttöku drengjanna. En í dag voru af ca. 80 keppendum um 10 stúlkur međal ţátttakenda.

Teflt var í einum flokki, 6 umferđir eftir Monradkerfi međ 15 mínútna umhugsunartíma. 17 sveitir voru skráđar til leiks.

IMG 0141Rimaskóli bar sigur úr býtum í báđum flokkunum, en eina stúlknasveit mótsins kom einmitt frá Rimaskóla. Stúlknasveitin lenti einnig í 4. sćti í heildarmótinu međ 14 vinninga. A-sveit Rimaskóla fékk 21,5 vinning af 24 mögulegum. Melaskóli varđ í 2. sćti í mótinu međ 19,5 vinning. Kelduskóli fékk bronsverđlaunin međ 14,5 vinning.

Fyrstu ţrjár sveitirnar í drengjaflokki/opnum flokki fengu medalíur og sigursveitirnar eignabikar og svo farandbikar til varđveislu fram ađ nćsta Jólaskákmóti.

Jólaskákmótiđ fór mjög vel fram. Soffía Pálsdóttir frá SFS IMG 0132kom međ hljóđkerfi međ sér sem kom sér mjög vel! Međ hljóđnema í hönd veittist skákstjórum léttara en ella ađ ná til keppenda og halda utan um gang mótsins. Međal keppenda voru mörg börn sem ţegar hafa töluverđa reynslu í keppni á skákmótum, svo lítiđ var um vafaatriđi á međan mótinu stóđ sem skákstjórar ţurftu ađ skera úr um.

Birna Halldórsdóttir sá um veitingar á međan mótinu stóđ sem er ómissandi ţáttur í skákmóti sem ţessu sem tekur um ţrjá og hálfan tíma. Margir foreldrar, systkini, afar og ömmur voru međal áhorfenda sem setti skemmtilegan svip á mótiđ. 

IMG 0127Jólaskákmótiđ fór fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur. Mótsstjóri var Soffía Pálsdóttir, SFS. Skákstjórar voru Ólafur H. Ólafsson og Sigurlaug Regína Friđţjófsdóttir, formađur Taflfélags Reykjavíkur.

Keppni í eldri flokki fer fram á dag, mánudaginn 3. desember og hefst klukkan 17. Eins og í dag verđur teflt í félagsheimili T.R., Skákhöllinni ađ Faxafeni 12.

Heildarúrslit í yngri flokki urđu sem hér segir:

  • 1. Rimaskóli A-sveit               22,5 v. af 24.
  • 2. Melaskóli                             19,5 v.
  • 3. Kelduskóli                           14,5 v.
  • 4. Rimaskóli - stúlkur              14 v.
  • 5. Rimaskóli B-sveit                13 v.
  • 6. Ölduselsskóli                       13 v.
  • 7. Vesturbćjarskóli                 12,5 v.
  • 8. Landakotsskóli                    12,5 v.            
  • 9. Ingunnarskóli B-sveit          12 v.
  • 10. Árbćjarskóli                      11,5 v.
  • 11. Ingunnarskóli A-sveit       11,5 v.
  • 12. Grandaskóli                       11 v.
  • 13. Austurbćjarskóli               11 v. 
  • 14. Selásskóli                          10,5 v. 
  • 15. Rimaskóli C-sveit              10 v. 
  • 16. Foldaskóli                         9 v.
  • 17. Ártúnsskóli                        8 v.  

Rimaskóli A sveit:

  1. Nansý Davíđsdóttir
  2. Jóhann Arnar Finnsson
  3. Kristófer Halldór Kjartansson
  4. Joshua Davíđsson

Melaskóli:

  1. Kolbeinn Ólafsson
  2. Ellert Kristján Georgsson
  3. Svava Ţorsteinsdóttir
  4. Sigurđur Kjartansson
  1. varam. Björn Ingi Helgason
  2. varam. Katrín Kristjánsdóttir

Kelduskóli:

  1. Hilmir Hrafnsson
  2. Sigurđur Bjarki Blumenstein
  3. Styrmir Rafn Ólafsson
  4. Hilmir Sigurđsson

1.   varam. Andri Gylfason

Rimaskóli-stúlkur:

  1. Svandís Rós Ríkharđsdóttir
  2. Heiđrún A. Hauksdóttir
  3. Ásdís Birna Ţórarinsdóttir
  4. Tinna Sif Ađalsteinsdóttir

Pistill og myndir: Sigurlaug Regína Friđţjófsdóttir        

Myndaablúm (SRF)                    

 


Hrađkvöld hjá Helli í kvöld

Taflfélagiđ Hellir heldur hrađkvöld mánudaginn 3. desember nk. og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.

Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr máltíđ fyrir einn á Saffran. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu. Verđur Björgvin dreginn út ţriđja skiptiđ í röđ? Smile

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Carlsen vann Aronian - slćr stigamet!

Carlsen og AronianMagnus Carlsen (2848), stigahćsti skákmađur heims, vann í dag Levon Aronian (2815), ţann stigahćsta. Međ sigrunum er sá norski kominn međ 2855,7 skákstig  og hefur ţar međ slegiđ stigamet Kasparov, sem var 2851 skákstig. Ţó međ ţeim fyrirvara ađ stig Magnusar hafa enn ekki birst á opinberum stigalista heldur eru ađeins birt á ópinberum stigalista. Carlsen er efstur, međ međ 6 stig (veitt eru 3 stig fyrir sigur) ásamt Kramnik (2795) sem vann Nakamura (2760)

Níu skákmenn taka ţátt í mótinu og ţví situr alltaf einn yfir. Viđkomandi sér um skákskýringar í ţeirri umferđ.

Í 3. umferđ sem fram fer á morgun mćtast međal annars Kramnik og Carlsen.

Úrslit 2. umferđar:

Judit Polgar˝-˝Gawain Jones 
Hikaru Nakamura0-1Vladimir Kramnik
Magnus Carlsen1-0Levon Aronian
Vishy Anand˝-˝Luke McShane 

 

Stađan:

  • 1.-2. Kramnik (2795) og Carlsen (2848) 6/2
  • 3. Adams (2710) 3/1
  • 4. Nakamura (2760) 3/2
  • 5. Anand (2775) 1/1
  • 6.-8. McShane (2713), Polgar (2705) og Jones (2644) 1/2
  • 9. Aronian (2815) 0/2

 


Skákţćttir Morgunblađsins: Vignir Vatnar hafđi betur gegn Rússunum

Vignir vatnarVignir Vatnar Stefánsson var eini fulltrúi Íslands á heimsmeistaramóti ungmenna, 8-18 ára, í opnum flokkum og stúlknaflokkum sem lauk í Maribor í Slóveníu um síđustu helgi. Keppendur voru um 1.600 talsins en alls komu um 3.500 manns til Slóveníu vegna mótsins. Áriđ 2007 tefldu tíu íslensk ungmenni á HM í Tyrklandi en nú eru ađrir tímar og í ár lagđi SÍ meiri áherslu á Evrópumótiđ sem fram fór eftir svipuđu fyrirkomulagi.

Heimsmeistaramótiđ er stćrra í sniđum. Fyrir utan heimamenn voru Rússar međ stćrsta hóp keppenda, vel yfir hundrađ manns. Ţeir áttu sigurvegara í nokkrum flokkum, einnig Indverjar og Bandaríkjamenn en í flokki Vignis, ţar sem keppendur voru 10 ára og yngri, bar Víetnaminn Anh Khoi Ngyen sigur úr býtum og vann allar skákir sínar!

Vignir Vatnar, sem er 9 ára gamall, er á fyrra ári í 10 ára flokknum, hlaut 6 vinninga af 11 mögulegum. Elo-stigatala hans er mun lćgri en styrkleikinn segir til um og hann var ađ tefla „upp fyrir sig" nćr allt mótiđ. Fyrir undirritađan, sem var ţjálfari hans á mótsstađ, gafst góđur tími til ađ huga ađ ýmsum ţáttum taflmennsku hans. Og í sex skákum í röđ í 4.-9. umferđ gegn „rússneska skákskólanum" reyndi talsvert á undirbúning. Vignir hlaut 3 ˝ vinning gegn 2 ˝ Rússanna og átti raunar unniđ tafl á einhverjum punkti í flestum skákanna. Ţađ er af sú tíđ ţegar ađildarlönd FIDE gátu ađeins sent einn keppanda í hvern keppnisflokk. Rússar áttu 16 skákmenn í flokki Vignis. Viđureignir sjöundu og áttundu umferđar reyndu mjög á úthaldiđ og voru samtals um 200 leikir.

HM Maribor 2012; 4. umferđ:

Vignir Vatnar Stefánsson - Antion Sidorov (Rússland)

Kóngsindversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 d6 3. Rc3 e5 4. e3 Rbd7 5. Bd3 g6 6. Rge2 Bg7 7. O-O

Leiđin sem hvítur velur sést oft hjá svarti ţegar hvítur beitir kóngsindversku uppbyggingunni.

7. ... O-O 8. b4 c6 9. Ba3 He8 10. Hb1 Dc7 11. Db3 Rh5 12. b5 f5?

Svartur hefđi átt ađ bíđa međ ţennan leik.

gh4pv5sq.jpgSjá stöđumynd.

13. Bxd6!

Nú dugar ekki ađ leika 13. .... Dxd6 vegna 14. c5+! De6 15. Bc4 og drottningin fellur.

13. ... Dd8 14. c5+ Kh8 15. d5! e4 16. Bc4 Re5 17. dxc6 bxc6 18. bxc6 Rxc4 19. c7 Df6 20. Dxc4 Be6 21. Da6 Hac8 22. Rd4 Bd7 23. Rcb5?!

Einfaldara var 23. Hb8 eđa 23. Rd5.

23. ... f4 24. Db7 f3 25. Rxa7 Dg5 26. Bg3 fxg2 27. Hfe1 Bxd4 28. exd4 Rxg3 29. Rxc8 Bxc8

Ţetta var eina tćkifćri Rússans til ađ flćkja málin, 29. ... Rf1 gaf meiri von ţví ađ 30. Rd6 má svara međ 30. ... Dh5! og svartur er sloppinn. Hinsvegar vinnur 30. Hxe4 t.d. 30. ... Hxc8 31. Hbe1 Dh5 32. h4 o.s.frv.

30. Dc6 Hf8 31. Dd6 Kg8 32. Dxg3 Df6 33. Hbd1 Bg4 34. Hd2 Bf3 35. De5 Da6 36. Dd5 Kg7 37. De5 Kg8 38. d5 Da5 39. De7?

Vignir ćtlađi ađ leika 39. De6+ sem vinnur létt, en „missti" drottninguna til e7.

39. ... Dxd2 40. Dxf8+! Kxf8 41. c8=D+ Kg7 42. Dd7 Kh6 43. Hb1

Úrvinnslan er ekki vandalaus en Vignir missir ţó aldrei ţráđinn.

43. ... Dd3 44. Dh3 Kg5 45. Dg3 Kh5 46. De5 Kh6 47. Df4 Kh5 48. Hc1 Dxd5 49. h4 h6 50. c6 g5 51. Df8 e3 52. De8 Kxh4 53. Dxe3 Bg4 54. Dg3 Kh5 55. Dxg2

55. Dxg4+! Kxg4 56. c7 o.s.frv. var einnig gott.

55. ... Dd2 56. Hf1 Dc3 57. Dh2 Kg6 58. Dg3 Bf3 59. c7 g4 60. Dd6 Kh5 61. Df4 Bb7 62. Hc1 Dh3 63. Df5 Kh4 64. Df6 Kh5 65. Hc5

Og Sidorov gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

 

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 25. nóvember 2012.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.8.): 6
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 168
  • Frá upphafi: 8779790

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 97
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband