Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Carlsen, Anand og Karjakin efstir í Wijk aan Zee - Anand međ glćsisigur á Aronian

Ţađ er afar fjörlega teflt í a-flokki Wijk aan Zee en fimm skákum af sjö lauk međ hreinum úrslitum í fjórđu umferđ sem fram fór í dag. Van Wely, Wang Hao, Caruna, Carlsen og Anand unnu sínar skákir. Anand á glćsilegan hátt gegn Aronian. Carlsen og Anand eru efstir međ 3 vinninga og hafa vinningsforskot á nćstu menn.

Frídagur er á morgun en á fimmtudag mćtast međal annars Anand og Carlsen og Karjakin og Giri.

Úrslit 4. umferđar:

van Wely, L. - L'Ami, E.1-0
Wang, H. - Hou, Y.1-0
Nakamura, H. - Karjakin, S.˝-˝
Giri, A. - Leko, P.˝-˝
Caruana, F. - Sokolov, I.1-0
Aronian, L. - Anand, V.0-1
Carlsen, M. - Harikrishna, P.1-0

 

Í a-flokki eru međalstigin 2732 skákstig en 14 skákmenn tefla ţar allir viđ alla.


Hjörvar međ jafntefli í dag

Hjörvar Steinn eftir undirritunAlţjóđlegi meistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2516) gerđi jafntefli viđ hollenska FIDE-meistarann Miguoel Admiraal (2321) í 4. umferđ c-flokks Tata Steel-mótsins sem fram fór í Wijk aan Zee í dag. Hjörvar hefur nú 3 vinninga og er í 2.-3. sćti.

Argentínski stórmeistarinn Fernando Peralta (2617) er efstur međ 3,5 vinning. Ítalski stórmeistarinn Sabino Brunello (2572) er jafn Hjörvar í öđru sćti.

Frídagur er á morgun en á fimmtudag teflir Hjörvar viđ hollenska alţjóđlega meistarann David Klein (2445).

Í c-flokki eru međalstigin 2476 skákstig en 14 skákmenn tefla ţar allir viđ alla. Hjörvar er nr. 6 í stigaröđ keppenda.

Teflt um Friđriksbikarinn í Vin á mánudaginn!

Friđrik Ólafsson og Jón Kristjánsson í heimsókn í Vin.Skákfélag Vinjar, Hverfisgötu 47, efnir til stórmóts mánudaginn 21. janúar klukkan 13 í tilefni af Skákdegi Íslands.

Mótiđ markar upphaf ađ sannkallađri skákviku sem nćr hápunkti laugardaginn 26. janúar, en ţá er sjálfur Skákdagur Íslands á afmćlisdegi Friđriks.

Telfdar verđa 6 umferđir í Vin međ 7 mínútna umhugsunartíma og verđur teflt um Friđriksbikarinn. Ađ vanda eru allir velkomnir í Vin, en ţar er einstaklega blómlegt skáklíf.

Ţví er fagnađ á ţessu ári ađ 10 ár eru liđin síđan Hrókurinn hóf vikulegar skákćfingar í Vin, og í kjölfariđ var Skákfélag Vinjar stofnađ. Félagiđ teflir nú fram tveimur keppnissveitum á Íslandsmóti skákfélaga og hefur hátt í 100 liđsmenn innan sinna vébanda.

Ćfingar eru alla mánudaga klukkan 13 og nýtur Skákfélag Vinjar liđstyrks Skákakademíunnar viđ umsjón međ líflegu og kraftmiklu starfi. Róbert Lagerman, forseti Skákfélags Vinjar, annast skáklífiđ í Vin ásamt Hrafni Jökulssyni.

Nú ţegar eru tugir viđburđa komnir á dagskrá í kringum Skákdag Íslands 2013, og eru taflfélög, skólar og áhugasamir einstaklingar hvattir til ađ skipuleggja stóra sem smáa viđburđi til heiđurs Friđriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga.

Myndin: Friđrik Ólafsson í Vin áriđ 2004 ásamt Jóni Kristjánssyni, ţáverandi heilbrigđisráđherra.

 


Sevilla: Guđmundur međ fullt hús eftir 4 umferđir

Guđmundur KjartanssonAlţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2408) hefur byrjađ sérdeilis vel á alţjóđlegu skákmóti í Sevilla á Spáni. Eftir fjórar umferđir hefur hann fullt hús og er efstur ásamt fjórum öđrum.

Hingađ til hefur Guđmundur teflt viđ stiglćgri andstćđinga en ţađ breytist á morgun ţegar hann teflir viđ enska stórmeistarann Stewart Haslinger (2535).

223 skákmenn taka ţátt í mótinu og ţar af eru 11 stórmeistarar og 13 alţjóđlegir meistarar. Guđmundur er nr. 19 í stigaröđ keppenda. Ekki er ađ sjá ađ beinar útsendingar séu frá mótinu. Mótiđ er 9 umferđir.

Prag: Hannes međ sigur í dag

Hannes Hlífar StefánssonStórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2512) vann í dag indversku skákkonuna Bhakti Kulkarni (2238), sem er stórmeistari kvenna á Prague Open. Hann hefur nú unniđ tvćr skákir í röđ eftir slaka byrjun á mótinu.

Hannes hefur 5 vinninga og er í 10.-26. sćti.

Alls tekur 51 skákmađur ţátt í mótinu og ţar af eru 5 stórmeistarar. Hannes er nr. 3 í stigaröđ keppenda.

Wijk aan Zee: Karjakin, Anand og Carlsen unnu í dag - Karjakin efstur

KarjakinKarjakin vann Wang Hao, Anand sigrađri Caruano og Carlsen lagđi van Wely en 3. umferđ ofurmótsins í Wijk aan Zee fór fram í dag. Öđrum skákum lauk međ jafntefli. Karjakin er efstur međ 2,5 vinning en Anand, Carlsen og Harikrishna koma nćstir međ 2 vinninga.

Í 4. umferđ, sem fram fer á morgun, mćtast međal annars: Carlsen - Harikrishna og Aronian - Anand.

Úrslit 3. umferđar:

Carlsen, M. - van Wely, L.1-0
Harikrishna, P. - Aronian, L.˝-˝
Anand, V. - Caruana, F.1-0
Sokolov, I. - Giri, A.˝-˝
Leko, P. - Nakamura, H.˝-˝
Karjakin, S. - Wang, H.1-0
Hou, Y. - L'Ami, E.˝-˝

Í a-flokki eru međalstigin 2732 skákstig en 14 skákmenn tefla ţar allir viđ alla.


Riddarinn - Guđfinnur gefur hvorki griđ né friđ

Guđfinnur ErrRiddarar reitađa borđsins háđu sínar vikulegu burtreiđar á hvítum reitum og svörtum í vikunni sem leiđ.  Góđur hópur vaskra skákvíkinga var mćttur til tafls af Stór-Hafnarfjarđarsvćđinu sem teygđi sig alla leiđ austur á Stöđvarfjörđ ađ ţessu sinni.

Ekki verđur annađ sagt en menn leggi mikiđ á sig til ađ svala skákţorsta sínum og njóta góđrar afslöppunar og hvíldar frá daglegu amstri. Fátt er meira spennandi fyrir suma en ađ  reyna ađ brjóta  andstćđinga sína á bak aftur, ginna ţá í mátnet og njóta síđan sigurvímunnar og augnabliksins um stund. Til ţess er talsvert á sig leggjandi ţví ţađ ađ tefla skák getur líka veriđ krefjandi kvalrćđi á stundum, hálfgerđ píslarganga eins og dćmin sanna.  

Sá sem hvađ harđast gengur fram í ţessu er Ísfirđingurinn brottflutti, hinn glađbeitti Guđfinnur R. Kjartansson, sem um er kveđiđ í nýlegri drápu „Gefur hvorki griđ né friđ en geysist fram og heggur liđ". Og „Um varir leikur gráđugt  glott sem gefur ei til kynna gott"  og ađ endingu „Af ofsóknum (hans) mun loksins lát er lúinn kóngur verđur mát".  

Segja má ađ ţetta hafi veriđ dćmigert fyrir skákmót Riddarans í síđustu viku og frammistöđu GRK ţar enda ţótt viđ býsna harđsnúna mótherja vćri ađ etja svona innanum og samanviđ.  Guđfinnur gaf engin griđ,  barđist grimmt og vann mótiđ međ glćsibrag međ 9 vinningum af 11 mögulegum. Međ vinningi meira en Ingimar Halldórsson, sem jafnan selur sig dýrt og er  oftast í fyrsta sćti.  Sigurđur E. Kristjánsson var býsna drjúgur eins og fyrri daginn og nćldi sér í glás af vinningum međ góđri hjálp andstćđinganna. Harđjaxlarnir Stefán Ţormar og Össur Kristinsson máttu hafa sig alla viđ til ađ halda sjó og verđa á međal 5 efstu eins og oftast.

Sjá má nánari úrslit á međf. mótstöflu.

 

2013_riddarinn_9_jan.jpg

 

Guđfinnur Err sem stundum er nefndur „Viđeyjarundriđ", eftir ađ hann kom sjálfum sér og öđrum mjög á óvart međ ţví ađ verđa fyrir ofan tvo fyrrverandi Íslandsmeistara í Viđeyjarmótinu 2010, var vel ađ sigrinum kominn.  Hann stýrir mótum Riddarans og Gallerýsins jafnan međ annarri hendi eđa „einari" eins og hann  orđar ţađ um leiđ og hann teflir, sem virđist ekki há honum. Hann fer oftast létt međ ađ landa sigri eđa halda jöfnu -  án ţess ađ blása úr nös. 

Nćst verđur att kappi í Riddaranum á miđvikudaginn kemur kl. 13 -17  (11 umf.x10m)

ESE- Skákţankar 14.01.13


Wijk aan Zee: Hjörvar vann Romanishin

Hjörvar Steinn eftir undirritunAlţjóđlegi meistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2516) vann úkraínska stórmeistarann Oleg Romanishin (2521) í 3. umferđ c-flokks Wijk aan Zee sem fram fór í dag. Hjörvar er nú efstur ásamt stórmeisturunum Fernando Peralto (2617), Argentínu, Sabino Brunello (2572), Ítalíu, og Krikor Mekhitarian (2543), Brasilíu, međ 2˝ vinning.

Í 4. umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Hjörvar viđ hollenska FIDE-meistarann Miguoel Admiraal (2321).

Í c-flokki eru međalstigin 2476 skákstig en 14 skákmenn tefla ţar allir viđ alla. Hjörvar er nr. 6 í stigaröđ keppenda.


Metin falla í Hörpu í febrúar: Fjöldi meistara skráđur til leiks á N1 Reykjavíkurskákmótiđ

N1 Reykjavik Open 2013

 


N1 Reykjavíkurskákmótiđ
fer fram 19.-27. febrúar í Hörpu sem ţykir einn glćsilegasti skákstađur heims. Reykjavíkurmótiđ var fyrst haldiđ 1964 og er eitt elsta og virtasta skákmót veraldar. Keppendur á síđasta ári voru um 200, sem var met en flest bendir til ađ ţeir verđi enn fleiri núna. Útlit er fyrir ađ fleiri met falli í Hörpu í febrúar: Nú eru skráđir til leiks skákmenn frá 42 löndum og af 180 keppendum sem ţegar eru skráđir er 31 stórmeistari.

 

Ding Liren

 

N1 Reykjavíkurskákmótiđ fer fram 19.-27. febrúar í Hörpu sem ţykir einn glćsilegasti skákstađur heims. Reykjavíkurmótiđ var fyrst haldiđ 1964 og er eitt elsta og virtasta skákmót veraldar. Keppendur á síđasta ári voru um 200, sem var met en flest bendir til ađ ţeir verđi enn fleiri núna. Útlit er fyrir ađ fleiri met falli í Hörpu í febrúar: Nú eru skráđir til leiks skákmenn frá 42 löndum og af 180 keppendum sem ţegar eru skráđir er 31 stórmeistari.

Guo Qi


Í ađdraganda N1 Reykjavíkurskákmótsins fer fram landskeppni viđ firnasterkt landsliđ Kína og munu kínversku meistararnir síđan tefla í Hörpu. Alls eru 11 Kínverjar skráđir til leiks međ ofurstórmeistarann Ding Liren í broddi fylkingar. Hann er ađeins tvítugur en hefur ţrisvar orđiđ Kínameistari í skák. Af öđrum kínverskum keppendum má nefna undrabörnin Wei Yi, 13 ára, sem er stigahćsti skákmađur heims undir 14 ára, og hina 17 ára gömlu Guo Qi, heimsmeistara stúlkna 20 ára og yngri.

Wei Yi - 13 ára undrabarn frá Kína

 
Fleiri heimsmeistarar munu leika listir sínar á N1 Reykjavíkurskákmótinu: Tyrkinn Alexander Ipatov er heimsmeistari 20 ára og yngri og Dinara Saduakassova frá Kasakstan er heimsmeistari stúlkna 16 ára og yngri.

Nigel Short


 
Ţá er sérstakt fagnađarefni ađ enski snillingurinn Nigel Short, sem teflt hefur um heimsmeistaratitilinn, hefur bođađ komu sína á N1 Reykjavíkurskákmótiđ, sem og Ivan Sokolov, en hann er sigursćlasti meistari sem teflt hefur á Íslandi.

 

Fabiano Caruana and Ivan Sokolov shaking hands

 

Margar snjallar skákkonur munu setja svip á mótiđ, m.a. Tania Sachdev frá Indlandi og frá Sopiko Guramishvili frá Georgíu.

 

Tania Sachdev
 

 

Keppendur koma einnig frá Tógó, Sri Lanka, Namibíu og Íran svo nokkur dćmi séu nefnd.

 

Sopiko Guramishvili

 

Í heimavarnarliđinu verđa margir af sterkustu skákmönnum okkar, m.a. Hannes H. Stefánsson sem sigrađ hefur oftar á Reykjavíkurskákmótinu en nokkur annar, stórmeistararnir Henrik Danielsen, Stefán Kristjánsson og Íslandsmeistarinn Ţröstur Ţórhallsson, auk efnilegasta skákmanns Íslands, Hjörvars Steins Grétarssonar. Mikill fjöldi áhugamanna á öllum aldri og af báđum kynjum tekur líka ţátt í mótinu, yngstur allra er Vignir Vatnar Stefánsson, nýbakađur Íslandsmeistari barna.

 

Ţröstur

 

Samhliđa N1 Reykjavíkurskákmótinu verđur efnt til fjölda skákviđburđa, m.a. hrađskákmóts, spurningakeppni, málţings og meira ađ segja ,,landsleiks" í knattspyrnu milli íslensku og erlendu keppendanna.
 
 Ţađ verđur gaman í Hörpu 19.-27. febrúar!


Hrađkvöld hjá Helli í kvöld

Taflfélagiđ Hellir heldur hrađkvöld mánudaginn 14. janúar nk. og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.

Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr máltíđ fyrir einn á Saffran. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.8.): 22
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 247
  • Frá upphafi: 8779621

Annađ

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 175
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband