Fćrsluflokkur: Spil og leikir
22.1.2013 | 20:05
Helgi Ólafsson sigrađi á Friđriksmótinu í Vin
Helgi Ólafsson stórmeistari sigrađi á Friđriksmótinu í Vin, sem fram fór á mánudaginn og heppnađist í alla stađi frábćrlega. Mótiđ markađi upphaf mikillar skákviku, og var haldiđ til heiđurs Friđriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslands og fv. forseta FIDE. Friđrik var sjálfur međal keppenda og sýndi leiftrandi takta. Róbert Lagerman forseti Skákfélags Vinjar náđi silfrinu af miklu öryggi.
Tuttugu og fjórir skákmenn settust ađ tafli í Vin og komu sumir um langan veg. Helgi vann skák eftir skák og sigrađi m.a. í uppgjöri stórmeistarana í 4. umferđ. Ađeins Róbert Lagerman náđi jafntefli viđ Helga, sem tefldi af fyrirhafnarlausri snilld.
Friđrik tefldi vel, en tapađi slysalega á móti Helga og gerđi jafntefli viđ Hauk Halldórsson. Haukur var tvímćlalaust stjarna mótsins, tapađi ađeins einni skák og var međal efstu manna. Haukur er mjög virkur í Skákfélagi Vinjar, ćfir oft í viku og teflir međ félaginu á Íslandsmóti skákfélaga.
Gestir á skákmótinu glöddust líka yfir tilţrifum Vignis Vatnars Stefánssonar, sem á dögunum varđ Íslandsmeistari barna. Vignir varđ í 5.-7. sćti ásamt Hauki og Inga Tandra Traustasyni, hinum dygga liđsmanni Skákfélags Vinjar. Ólafur B. Ţórsson varđ í 3.-4. sćti ásamt Friđriki, en lćgri á stigum.
Leikgleđin var í fyrirrúmi, einsog jafnan í Vin. Í hálfleik var bođiđ upp á kaffi og krćsingar ađ hitta Vinjar.
Skákćfingar eru alla mánudaga klukkan 13 í Vin. Ţangađ eru allir hjartanlega velkomnir.
Myndaalbúm frá Friđriksmótinu í Vin (HJ)
LOKASTAĐAN Á FRIĐRIKSMÓTINU Í VIN, 21. JANÚAR 2013
1 Helgi Ólafsson 5.5 16.0 24.0 20.0
2 Róbert Lagerman 5 14.5 21.0 18.0
3-4 Friđrik Ólafsson 4.5 13.5 21.5 16.0
Ólafur B. Ţórsson 4.5 13.5 20.5 18.0
5-7 Haukur Halldórsson 4 13.0 19.5 14.5
Vignir Vatnar Stefánsson 4 12.0 19.5 15.0
Ingi Tandri Traustason 4 12.0 18.0 11.0
8-10 Gunnar Björnsson 3.5 14.5 21.5 12.0
Hrannar Jónsson 3.5 13.5 19.0 14.5
Oliver Aron Jóhannesson 3.5 12.5 20.5 11.0
11-13 Jon Olav Fivelstad 3 13.0 20.5 8.0
Friđgeir Hólm 3 12.0 16.0 9.0
Hjálmar Sigurvaldason 3 9.0 14.0 6.0
14-18 Birgir Berndsen 2.5 14.5 21.5 11.5
Gunnar Nikulásson 2.5 12.5 19.0 11.5
Stefán Pétursson 2.5 11.5 17.0 12.0
Einar S. Einarsson 2.5 10.5 16.0 8.0
Finnur Kr. Finnsson 2.5 10.5 16.0 6.0
19-21 Ásgeir Mogensen 2 12.0 17.5 9.0
Hörđur Jónasson 2 10.5 15.0 8.0
Jón Gauti Magnússon 2 9.0 12.0 5.0
22 Albert Geirsson 1.5 10.0 14.5 5.0
23 Björn Agnarsson 1 10.0 15.0 3.0
24 Hylur Hörđur Ţórusuon 0 8.5 13.0 0.0
22.1.2013 | 19:40
Carlsen kominn međ vinningsforskot í Wijk aan Zee
Magnus Carlsen (2861) er í miklu stuđi á Tata Steel-mótinu í Wijk aan Zee. Í dag vann hann kínversku skákdrottninguna Hou Yifan (2603) og er nú kominn međ vinningsforskot á heimsmeistarann Anand (2772) sem er annar. Öđrum skákum lauk međ jafntefli ađ ţví undanskyldu ađ van Wely (2679) vann Sokolov (2667).
Úrslit 9. umferđar:
Sokolov, I. - van Wely, L. | 0-1 |
Leko, P. - Anand, V. | ˝-˝ |
Karjakin, S. - Harikrishna, P. | ˝-˝ |
Hou, Y. - Carlsen, M. | 0-1 |
L'Ami, E. - Aronian, L. | ˝-˝ |
Wang, H. - Caruana, F. | ˝-˝ |
Nakamura, H. - Giri, A. | ˝-˝ |
Stađa efstu manna:
- 1. Carlsen (2861) 7 v.
- 2. Anand (2772) 6 v.
- 3.-4. Aronian (2802) og Nakamura (2769) 5˝ v.
- 5.-6. Harikrishna (2698) og Karjakin (2780) 5 v.
- 7.-9. Leko (2735), van Wely (2679) og Caruana 4˝ v.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast almennt kl. 12:30)
22.1.2013 | 19:28
Hjörvar tapađi í dag
Alţjóđlegi meistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2516) tapađi í dag fyrir ítalska stórmeistarann Sabino Brunello (2572) í níundu umferđ c-flokks Tata Steel-mótsins. Hjörvar hefur 4 vinninga og er í 7.-10. sćti.
Í 10. umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Hjörvar viđ hollensku skákkonuna Lisa Schut (2295) er alţjóđlegur meistari kvenna.
Brunello er efstur međ 7,5 vinning.
Myndir af vettvangi af Hjörvari eru frá Calle Erlandsson.
Í c-flokki eru međalstigin 2476 skákstig en 14 skákmenn tefla ţar allir viđ alla. Hjörvar er nr. 6 í stigaröđ keppenda.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast almennt kl. 12:30)
22.1.2013 | 08:18
Fjöltefli í Selásskóla


Á annarri myndinni er Karvel til vinstri (í grćna bolnum) ásamt félaga sínum Árna Magnúsi.
22.1.2013 | 07:00
Skákkeppni vinnustađa fer fram 1. febrúar
Taflfélag Reykjavíkur býđur öllum vinnustöđum ađ taka ţátt í Skákkeppni vinnustađa 2013 sem fram fer í félagsheimili T.R, Skákhöllinni Faxafeni 12, föstudaginn 1. febrúar 2013 og hefst kl. 19.30
Upplýsingar og keppnisfyrirkomulag:
Dagsetning: Föstudagur 1. febrúar kl. 19.30
Stađur: Taflfélag Reykjavíkur, Faxafeni 12 (Skeifunni)
Sveitakeppni: Ţetta er liđakeppni/sveitakeppni og tefla 3 í hverju liđi. Vinnustađirnir geta sent fleira ein eitt liđ til keppni. Liđin verđa ţá auđkennd sem A-liđ, B-liđ o.s.frv. Hvert liđ getur haft 1-2 varamenn.
Umferđir: Fjöldi umferđa fer eftir ţátttöku (7-11 umferđir). Umhugsunartími er 10 mínútur á mann.
Keppnisfyrirkomulag: svissneskt kerfi og flestir vinningar gilda.
Verđlaun:
1. verđlaun: Eignabikar fyrir vinnustađinn og farandbikar til vörslu í 1 ár auk verđlaunapeninga (medalíur) fyrir keppendur
2. verđlaun: Eignabikar fyrir vinnustađinn auk verđlaunapeninga (medalíur) fyrir keppendur
3. verđlaun: Eignabikar fyrir vinnustađinn auk verđlaunapeninga (medalíur) fyrir keppendur
Ţátttökugjald er kr. 15.000 á hverja sveit.
Upplýsingar veitir Ríkharđur Sveinsson, stjórnarmađur í Taflfélagi Reykjavíkur. Netfang: rz@itn.is gsm: 7722990.
Skráning og stađfesting ţátttöku: skráning fer fram á heimasíđu Taflfélags Reykjavíkur, www.taflfelag.is á sérstöku skráningarformi eđa međ ţví ađ senda skráningu átaflfelag@taflfelag.is
Ţátttökugjaldiđ greiđist inn á reikning Taflfélags Reykjavíkur. Reikningsnúmer: 0101-26-640269. Kennitala: 640269-7669. Vinsamlegast setjiđ í skýringu: VINNUST
Veriđ velkomin ađ taka ţátt í Skákkeppni vinnustađa 2013 - hlökkum til ađ sjá ykkur!
Spil og leikir | Breytt 21.1.2013 kl. 21:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2013 | 21:12
Skákin í öndvegi í Hlíđarskóla
Eftirfarandi texti barst forseta SÍ nýlega í kringum Skákdaginn. Rétt ađ leyfa ađ öđrum ađ njóta!
Hlíđarskóli er sérskóli á Akureyri fyrir börn sem hafa ekki ţrifist í venjulegum grunnskóla og eiga ekki möguleika ţar, öll međ hegđunarvanda og nánast allar hamlanir s.s. lesblindu, ADHD og annađ í ţeim dúr. Ţetta eru 20 krakkar og sum eru hér árum saman. Viđ byrjuđum í fyrra ađ vera međ skák sem valgrein 2-3 sinnum í viku og er skemmst frá ađ segja ađ skákin svínvirkar á ţau, ţau ná ró og ţjálfa athygli og átta sig á ađ skákin ţarf ađ vinnast í ró og friđi.
Ţetta eru ekki börn sem nokkur hefđi trúađ ađ gćtu setiđ kyrr í hálfan eđa einn tíma og hugsađ sig um yfir skákborđi og ţađ er alltaf fullt af nemendum sem velja skákina og sum hafa gefiđ ţá skýringu ađ ţađ er svo friđsćlt ţar og mađur verđur svo öruggur međ sig, ţannig ađ hér er teflt flesta daga en auđvitađ eru hćfileikarnir mismiklir og fara eftir ţroskastigi ţeirra en fyrst og fremst veitir ţetta ţeim vellíđan sem skiptir mestu. Fannst tilvaliđ ađ senda ţér ţessa línu eftir ađ bréfiđ um skákdaginn kom.
Kveđja,
Reynir Hjartarson,
kennari Hlíđarskóla
21.1.2013 | 11:00
Nýtt fréttabréf SÍ
Nýtt fréttabréf Skáksambands Íslands út kom út í dag en bréfiđ kemur út tvisvar á mánuđi yfir vetrarmánuđina og er sent í tölvupósti til viđtakenda. Hćgt er ađ skrá sig fyrir fréttabréfinu á Skák.is (ofarlega til vinstri).
Međal efnis er:
- Skákdagur - skákvika framundan
- Vignir Vatnar Íslandsmeistari barna
- Starfshópur um skákkennslu í grunnskólum skipađur
- Metin falla í Hörpu í febrúar: Fjöldi meistara skráđur til leiks á N1 Reykjavíkurskákmótiđ
- Árgangameistarar á Íslandsmóti barna
- Reykjavik Open og Wijk aan Zee
- Hjörvar og Guđmundur á faraldsfćti
- Evrópukeppni einstaklinga í Póllandi í maí
- Nýjustu skráningar í N1 Reykjavíkurskákmótiđ
- Mót á döfinni
Fréttabréfiđ má nálgast hér.
Hćgt er ađ nálgast eldri fréttabréf hér.
Spil og leikir | Breytt 20.1.2013 kl. 15:07 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2013 | 10:45
Friđrik Ólafsson og Helgi Ólafsson tefla í Vin í dag kl. 13
Stórmeistararnir Friđrik Ólafsson og Helgi Ólafsson eru skráđir til leiks á opnu skákmóti í Vin, Hverfisdötu 47, sem hefst klukkan 13 mánudaginn 21. janúar. Mótiđ er haldiđ til heiđurs Friđriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga og fv. forseta FIDE.
Mótiđ markar upphaf ađ mikilli skákviku, sem nćr hápunkti laugardaginn 26. janúar, ţegar Skákdagur Íslands verđur haldinn á afmćlisdegi Friđriks. Tugir viđburđa er á dagskránni hjá skákfélögum og grunnskólum um land allt.
Á mótinu í Vin verđa tefldar 6 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Skákfélag Vinjar býđur til mótsins, í samvinnu viđ Skákakademíuna.
Af öđrum góđum gestum sem tefla á Friđriksmótinu í Vin má nefna Vigni Vatnar Stefánsson, nýbakađan Íslandsmeistara barna, Gunnar Björnsson forseta Skáksambandsins og Róbert Lagerman, sem heldur utan um hiđ blómlega skáklíf í Vin.
Í leikhléi verđur bođiđ upp á veitingar. Keppendur eru hvattir til ađ mćta tímanlega. Ţátttaka er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.
Í vikunni sem leiđ gengu menn til tafls í Riddaranum ađ venju og reyndu međ sér eina ferđina enn. Nú var ađ Ingimar sem bar sigur úr bítum, hlaut 10 vinninga af 11 mögulegum og sýndi ţar styrk sinn. Segja má ađ ţeir Guđfinnur og hann hafi haft sćtaskipti frá vikunni á undan, nú var hann í ţriđja sćti en varđ efstur ţá. Ađ öđru leyti var röđ fjögurra efstu manna óbreytt. Sigurđur E. var ţrautgóđur ađ vanda í öđru sćti og Stefán Ţormar aldrei langt undan í ţví fjórđa, eins og sjá má á međf. mótstöflu.
Ákveđiđ hefur veriđ ađ tengja KAPPTEFLIĐ UM SKÁKHÖRPUNA íslenska skákdeginum eđa vikunni framvegis og ţví verđur fyrsta mótiđ af fjórum teflt á miđvikudaginn kemur. Um er ađ rćđa árlega GrandPrix mótaröđ um fagra styttu og heiđursgrip tileinkađan Fjölni Stefánssyni, tónskáldi, skólastjóra og skákmanni, sem tefldi í hópi Riddaranna međan hann hafđi ţrek og heilsu til, en hann lést fyrir tveimur árum. Fyrri sigurvegarar ţessa farandgrips eru ţeir Ingimar Halldórsson; Guđfinnur R. Kjartansson, Jóhann Örn Sigurjónsson og Sigurđur Herlufsen. Skoruđ GP-stig í ţremur mótum af fjórum telja til sigurs.
Allir skákćrir og skákkćrir öldungar 60 ára og eldri velkomnir til tafls. /ESE
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2013 | 23:28
Davíđ og Omar efstir á KORNAX-mótinu
Davíđ Kjartansson (2323) og Omar Salama (2265) eru efstir međ 6,5 vinning ađ lokinni sjöundu umferđ KORNAX-mótsins - Skákţings Reykjavíkur sem fram fór í dag. Davíđ vann Lenku Ptácníková (2281) en Omar vann Ţór Má Valtýsson (2023). Halldór Pálsson (2074) og Dađi Ómarsson (2218) eru í 3.-4. sćti einum vinningi á eftir.
Eins og oft áđur var nokkuđ um óvćnt úrslit. Má ţar nefna ađ hinn ungi og efnilegi Dawid Kolka (1635) gerđi jafntefli viđ Oliver Aron Jóhannesson (1998).
Vigfús Ó. Vigfússon (1993), formađur Hellis, vann svo formannaslaginn viđ formann TR, Sigurlaugu R. Friđţjófsdóttur (1714).
Úrslit sjöundu umferđar má finna hér.
Stöđu mótsins má finna hér.
Áttunda og nćstsíđasta umferđ fer fram á miđvikudagskvöld og hefst kl. 19:30. Ţá mćtast međal annars: Davíđ-Dađi og Halldór-Omar.
Pörun áttundu umferđar má finna hér.
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.8.): 6
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 224
- Frá upphafi: 8779628
Annađ
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 156
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar