Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Carlsen efstur í Wijk aan Zee

Carlsen (2861) heldur áfram ótrúlegu gengi sínu í Wijk aan Zee. Í áttundu umferđ sem fram fór í dag lagđi hann Karjakin (2780) í maraţonskák. Ţar međ náđi hann hálfs vinnings forskoti ţar sem Anand (2772) gerđi jafntefli viđ Sokolov (2667). Aronian (2802) sem vann Hou Yifan (2603) og Nakamura (2769) eru í 3.-4. sćti.

Úrslit 8. umferđar:

van Wely, L. - Nakamura, H.˝-˝
Giri, A. - Wang, H.˝-˝
Caruana, F. - L'Ami, E.1-0
Aronian, L. - Hou, Y.1-0
Carlsen, M. - Karjakin, S.1-0
Harikrishna, P. - Leko, P.˝-˝
Anand, V. - Sokolov, I.˝-˝

Stađa efstu manna:

  • 1. Carlsen (2861) 6 v.
  • 2. Anand (2772) 5˝ v.
  • 3.-4. Aronian (2802) og Nakamura (2769) 5 v.
  • 5.-6. Harikrishna (2698) og Karjakin (2780) 4˝ v.
  • 7.-8. Leko (2735) og Caruana 3˝ v.
Í a-flokki eru međalstigin 2732 skákstig en 14 skákmenn tefla ţar allir viđ alla.

Fjöltefli á miđvikudag kl. 13:00 í Eyjum

Í tilefni af 40 ára afmćli gossins á Heimaey, stendur Taflfélag Vestmanneyja ásamt, grunnskólanum og Vestmannaeyjabć fyrir fjöltefli í Akóges n.k. miđvikudag 23 janúar og hefst fjöltefliđ kl. 13:00.

Sá sem mun etja ţar kappi viđ gesti og gangandi er stórmeistarinn og fyrrum Eyjamađurinn Helgi Ólafsson.

Allir eru velkomnir á fjöltefliđ međan húsrúm leyfir og munu félagar í Taflfélaginu sjá um framkvćmd fjölteflisins, en Helgi hefur um langt árabil veriđ félagsmađur í Taflfélagi Vestmannaeyja.


Haraldur efstur á Skákţingi Akureyrar

Ţriđja umferđ Skákţings Akureyrar var tefld í dag, alls fjórar skákir, en einni var frestađ. Haraldur hélt áfram sigurgöngu sinni og lagđi Jón Kristin ađ velli í magnađri skák. Rúnar tapađi fyrir Sigurđi og Símon fyrir Jakobi. Ţá knúđi altmeister Hjörleifur fram sigur í skák sinni viđ Hrein.

Haraldur er ţví einn efstur međ ţrjá vinninga og á hćla honum kemur Ziggi A međ tvo og hálfan. Rúnar hefur tvo. Andri Freyr og Karl Egill tefla svo sína skák á ţriđjudag og geta ţá blandađ sér í toppbaráttuna.


Ingimundur og Grantas efstir á Ţorramóti SSON

Ingimundur Sigurmundsson og Grantas Grigorianas eru efstir á Ţorramóti SSON sem hófst sl. miđvikudag.  Vegna forfalla var ákveđiđ ađ breyta Ţorramótinu í tveggja kvölda atskákmót međ 25 mínútna umhugsunartíma. Ţeir félagarnir hafa 2,5 vinning en Úlfhéđinn Sigurmundsson er ţriđji međ 2 vinninga.

Heimasíđa SSON (úrslit og mótstafla)


Skákţáttur Morgunblađsins: Besti "skákmađurinn" er Houdini 3

Houdinni 3 besti Hjörvar Steinn Grétarsson vann lokaskák sína á Hastings-mótinu sem lauk um síđustu helgi, hlaut 7 vinninga af 10 mögulegum og varđ í 2. - 9. sćti. Sigurvegari varđ enski stórmeistarinn og liđsmađur Gođans, Gawain Jones međ 7 vinninga. Guđmundur Kjartansson átti góđa möguleika á ţví ađ ná áfanga ađ stórmeistaratitli en hann missti niđur gjörunniđ tafl gegn Norđmanninum Johannes Kvisla í 7. umferđ. Hann fékk 6 vinninga af 10 mögulegum og hćkkar um 14 elo-stig. Báđir voru međ árangur uppá ca. 2500 elo.

Nú er nýhafiđ Skákţing Reykjavíkur eđa KORNAX-mótiđ eftir ađal-styrktarađila ţess. Ţađ er vel skipađ en stigahćstur er sigurvegarinn frá 2009, Davíđ Kjartansson. Almennt er búist viđ ţví ađ Einar Hjalti Jensson, Dađi Ómarsson, Sćvar Bjarnason og hjónin Omar Salama og Lenka Ptacnikova muni veita honum harđa keppni um 1. verđlaun.

Annađ mót, ekki síđur sterkt, hófst um svipađ leyti í húsakynnum Skákskóla Íslands fimmtudaginn 3. janúar. Ţar eru tefldar sjö umferđir og ađeins ein skák í viku. Međal keppenda eru Ţröstur Ţórhallsson, Stefán Kristjánsson, kvennalandsliđiđ og Karl Ţorsteins sem, ađ Íslandsmóti skákfélaga slepptu, hefur ekki teflt í langan tíma. Ýmsum finnst athugavert ađ mótin fari fram á sama tíma en dagskráin skarast ţó ekki og Gođanum hefur undanfariđ tekist vel í ţví ađ lađa fram á sjónarsviđiđ ýmsa kunna meistara sem teflt hafa lítiđ hin síđari ár.

Houdini 3 er međ 3335 elo stig

Nýbirt elo-stig Magnúsar Carlsen uppá 2861 elo-stig hafa vakiđ mikla athygli. Kollegi Magnúsar, norski stórmeistarinn Leif Erlend Johannessen, heldur ţví blákalt fram í grein í norsku blađi ađ sterkasti „skákmađur" heims sé tölvuforritiđ Houdini 3 og stig ţess séu uppá 3335 elo. Ţađ ćtti ađ vera kappsmál fyrir skákmenn ađ ná sér í ţetta forrit og fara yfir tefldar skákir međ ţví, heldur Leif Erlend áfram. Greinarhöfundur tók Leif á orđinu og stillti upp stöđu úr skák sem fékk fegurđarverđlaun á Reykjavíkurmótinu 1990:

Helgi Ólafsson - Jonathan Levitt

Enskur leikur

1. c4 Rf6 2. Rc3 e6 3. Rf3 c5 4. g3 b6 5. Bg2 Bb7 6. O-O Be7 7. d4 Re4 8. Rxe4 Bxe4 9. Bf4 O-O 10. dxc5 bxc5 11. Dd2 Db6 12. Hfd1 Hd8 13. De3 Db7 14. Bd6 Bxd6 15. Hxd6 Dxb2 16. Had1 Db7

gopq62ru.jpg17. Hxe6

Eftir skákina spurđi ţekktur meistari undirritađan hvađa lćti ţetta vćru og hvort 17. Dxc5 hefđi ekki veriđ fullgott. Svörin sem hann fékk voru eitthvađ á ţá leiđ, ađ fyrir ţá sem vildu lambasteikina sína á sunnudögum međ Ora grćnum baunum og engar refjar, vćri sá leikur örugglega ágćtur. Ískalt mat Houdini 3 gerir ekki mikinn greinarmun á ţessum tveimur leikjum en rekur skákina út í fjarlćgt drottningarendatafl međ e-peđ eđa betra hróksendatafl. Báđar stöđurnar órćđar en hvítur á samt góđa vinningsmöguleika.

17. ... fxe6 18. Rg5! h6!

Best, 18. ... Bxg2 strandar á 19. Dxe6+! og mátar.

19. Rxe4 Rc6 20. Rxc5 Dc7?

Eftir ţetta verđur skákinni ekki bjargađ. Eini leikurinn er 20. .. Db6 og eftir 21. Rxd7 Dxe3 22. fxe3 Hac8 23. bxc6 Hxc6 24. Rf6+ Kf7 25. Hxd8 Kxf6 25. Hd4 og Houdini 3 heldur áfram upp í 70 leik!

21. Rxd7! Hac8 22. Dxe6+ Kh8 23. Be4 Re7 24. Hd6 Dxc4 25. Dxe7 Dc1+ 26. Kg2 He8 27. Df7 Hxe4 28. Hg6

- og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 20 janúar 2013.

Skákţćttir Morgunblađsins


Friđrik Ólafsson og Helgi Ólafsson međ á stórmótinu í Vin á mánudag

Friđrik ÓlafssonStórmeistararnir Friđrik Ólafsson og Helgi Ólafsson eru skráđir til leiks á opnu skákmóti í Vin, Hverfisdötu 47, sem hefst klukkan 13 mánudaginn 21. janúar. Mótiđ er haldiđ til heiđurs Friđriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga og fv. forseta FIDE.

Mótiđ markar upphaf ađ mikilli skákviku, sem nćr hápunkti laugardaginn 26. janúar, ţegar Skákdagur Íslands verđur haldinn á afmćlisdegi Friđriks. Tugir viđburđa er á dagskránni hjá skákfélögum og grunnskólum um land allt.

Á mótinu í Vin verđa tefldar 6 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Skákfélag Vinjar býđur til mótsins, í samvinnu viđ Skákakademíuna.

Af öđrum góđum gestum sem tefla á Friđriksmótinu í Vin má nefna Vigni Vatnar Stefánsson, nýbakađan Íslandsmeistara barna, Gunnar Björnsson forseta Skáksambandsins og Róbert Lagerman, sem heldur utan um hiđ blómlega skáklíf í Vin.

Í leikhléi verđur bođiđ upp á veitingar. Keppendur eru hvattir til ađ mćta tímanlega. Ţátttaka er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.


Toyotaskákmót eldri borgara.

Nú er hafin íslenska skákvikan, sem er til heiđurs okkar fyrsta stórmeistara í skák Friđriki Ólafssyni og ćtla heldri borgarar ađ tefla honum til heiđurs alla vikuna.

Toyota á Íslandi býđur eldri skákmönnum til skákmóts á nćsta föstudag 25. janúar (fyrsta dag Ţorra) í höfuđstöđvum sínum í Kauptúni í Garđabć. Ţetta er sjötta Toyotaskákmótiđ sem haldiđ er. Ćsir skákfélag FEB í Reykjavík sjá um framkvćmd mótsins. Allir skákmenn sem verđa sextugir á árinu velkomnir međan pláss leyfir. Ţađ eru margir búnir ađ skrá sig í ţetta mót, stefnir í metţátttöku.

Skákin byrjar á mínútunni kl. 13.00 ţannig ađ menn ţurfa ađ mćta vel tímanlega á stađinn til ađ stađfesta ţátttöku sína. Gunnar K Gunnarsson vann ţetta mót 2012 hann stefnir ađ ţví ađ mćta aftur núna.

Forskráning er hjá Ţorsteini Guđlaugssyni í síma 822 2403 og netfangi steinik@simnet.is og hjá Finni Kr Finnssyni í síma 893 1238 og í netfangi finnur.kr@internet.is.

Skákmenn muniđ ađ ađ mćta tímanlega, í síđasta lagi korter fyrir eitt.


Hjörvar međ jafntefli í dag

Hjörvar2Alţjóđlegi meistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2516) gerđi jafntefli viđ hollenska stórmeistarann Robin Swinkels (2508) í áttundu umferđ c-flokks Tata Steel-mótsins sem fram fór í dag. Hjörvar hefur 4 vinninga.

Frídagur er á morgun en í níundu umferđ, sem fram fer á ţriđjudag teflir Hjörvar viđ ítalska stórmeistarann Sabino Brunello (2572), sem er í öđru sćti í flokknum.

Myndir af frá Calle Erlandsson.

Í c-flokki eru međalstigin 2476 skákstig en 14 skákmenn tefla ţar allir viđ alla. Hjörvar er nr. 6 í stigaröđ keppenda.

KORNAX-mótiđ: Bein útsending frá sjöundu umferđ

2013 01 20 14.07.35Sjöunda umferđ KORNAX-mótsins - Skákţings Reykjavíkur hefst í dag kl. 14. Venju samkvćmt eru 6 skákir sýndar beint frá umferđinni. Útsendingu frá umferđinni má nálgast hér.

Skákirnar sem sýndar eru beint eru:

  • Lenka Ptácníková (5) - Davíđ Kjartansson (5,5)
  • Ţór Valtýsson (4,5) - Omar Salama (5,5)
  • Júlíus Friđjónsson (4,5) - Dađi Ómarsson (4,5)
  • Dagur Ragnarsson (4,5) - Halldór Pálsson (4,5)
  • Einar Hjalti Jensson (4) - Örn Leó Jóhannsson (4)
  • Jóhann H. Ragnarsson (4) - Jón Trausti Harđarson (4)

 


Anand og Carlsen efstir í Wijk aan Zee

anand02Anand (2772), sem vann van Wely (2679) er efstur ásamt Carlsen (2861) sem varđ ađ sćtta sig viđ jafntefli gegn Leko (2735). Nakamura (2769), sem vann Wang Hao (2752), og Karjakin (2780), sem gerđi jafntefli viđ Aronian (2802) eru í 3.-4. sćti. Áttunda umferđ hefst kl. 12:30 og ţá mćtast međal annars: Carlsen-Karjakin og Anand-Sokolov

Úrslit 7. umferđar:

 

Anand, V. - van Wely, L.1-0
Sokolov, I. - Harikrishna, P.˝-˝
Leko, P. - Carlsen, M.˝-˝
Karjakin, S. - Aronian, L.˝-˝
Hou, Y. - Caruana, F.˝-˝
L'Ami, E. - Giri, A.˝-˝
Wang, H. - Nakamura, H.0-1

 

Stađa efstu manna:

  • 1.-2. Anand (2772) og Carlsen (2861) 5 v.
  • 3.-4. Nakamura (2769) og Karjakin (2780) 4˝ v.
  • 5.-6. Harikrishna (2698) og Aronian (2802) 4 v.
  • 7. Leko (2735) 3˝ v.
Í a-flokki eru međalstigin 2732 skákstig en 14 skákmenn tefla ţar allir viđ alla.

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.8.): 4
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 222
  • Frá upphafi: 8779626

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 154
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband