Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Bíó-skákćfing Fjölnis

Bíó-skákćfing FjölnisÍ tilefni af Íslenska skákdeginum 26. janúar, afmćlisdegi Friđriks Ólafssonar, heldur Skákdeild Fjölnis Bíó - skákćfingu í Rimaskóla og hefst hún kl. 11:00 í Rimaskóla. Gengiđ inn um íţróttahús. Öll verđlaun fyrir frammistöđu á skákmóti og skákkennslu verđa í formi bíómiđa. Fjöldi vinninga verđur 10+


Atskákmót Sauđárkróks hefst á laugardaginn

Í tilefni af íslenska skákdeginum verđur Atskákmót Sauđárkróks haldiđ laugardaginn 26. janúar. Teflt verđur í Safnahúsinu á Sauđárkróki og hefst mótiđ klukkan 13:00. Umhugsunartími er 25 mínútur pr mann á skák. Teflt verđur til klukkan 18:00 á laugardaginn og fer eftir ţátttöku hvort mótinu verđur lokiđ síđar. Skráning á stađnum


Hérađsmót UMSB í hrađskák

UMSBÁ skákdegi Íslands, ţann 26. janúar stendur Ungmennasamband Borgarfjarđar fyrir hérađsmóti í hrađskák. Mótiđ hefst kl. 14.00 í félagsheimilinu Óđali í Borgarnesi.  

Keppt verđur í ţremur flokkum; unglingaflokki (16 ára og yngri), karla og kvennaflokki. Sá einstaklingur sem hlýtur flesta vinninga verđur krýndur Hérađsmeistari í skák en sá titill er ţó einskorđađur viđ félagsmenn í UMSB eđa íbúa á félagssvćđi sambandsins. Öllum er ţó velkomiđ ađ taka ţátt, óháđ búsetu. Ađgangur er ókeypis og bođiđ verđur upp á kaffi.

Gott vćri ađ fá skráningar á netfangiđ umsb@umsb.is en einnig verđur hćgt ađ skrá sig á stađnum.

Skákdagur Íslands var haldinn í fyrsta sinn áriđ 2012 og er ţví haldinn í annađ sinn núna í ár en hann er haldinn á afmćlisdegi stórmeistarans Friđriks Ólafssonar. Friđrik er talinn vera brautryđjandi í íslensku skáklífi og ţví viđeigandi ađ helga honum og framlagi hans til íslenskrar skáklistar ţennan dag.


Á 100 ára afmćli Ungmennasambands Borgarfjarđar í apríl 2012 kom Ófeigur Gestsson fyrrum sambandsstjóri UMSB í pontu. Var erindi hans ţađ ađ vekja athygli á ágćti skáklistarinnar, hvernig skák getur eflt andann og styrkt. Hvatti hann Ungmennasambandiđ til ađ blása lífi í iđkun skákíţróttarinnar og gaf sambandinu í ţeim tilgangi farandbikar handa hérađsmeistara í Hrađskák. Skömmu eftir afmćlishátíđina var ţví skipuđ skáknefnd UMSB og er Hérađsmót UMSB í hrađskák undirbúiđ og skipulagt af ţeirri nefnd.


Carlsen kominn međ 1˝ vinnings forskot

Magnus Carlsen skýjum ofarMagnus Carlsen (2861) heldur áfram stórkostlegri frammistöđu á Tata Steel-mótinu í Wijk aan Zee. Í 10. umferđ sem fram fór í dag vann hann hollenska stórmeistarann Erwin L´Ami (2627. Carlsen hefur nú 8 vinninga og 1˝ vinnings forskot á heimsmeistarann Anand (2772), Nakamura (2769) og Aronian (2802). Carlsen er ţví í afar vćnlegri stöđu ţegar ađeins 3 umferđir eru eftir.

Fimm skákum sjö lauk međ hreinum úrslitum. Sigurvegarar dagsins auk Carlsens voru Nakamura, Aronian, Hou Yifan og Leko. 

Frídagur er á morgun.

Úrslit 10. umferđar:

van Wely, L. - Giri, A.˝-˝
Caruana, F. - Nakamura, H.0-1
Aronian, L. - Wang, H.1-0
Carlsen, M. - L'Ami, E.1-0
Harikrishna, P. - Hou, Y.0-1
Anand, V. - Karjakin, S.˝-˝
Sokolov, I. - Leko, P.0-1

Stađa efstu manna:

  • 1. Carlsen (2861) 8 v.
  • 2.-4. Anand (2772), Aronian (2802) og Nakamura 6˝
  • 5.-6. Karjakin (2780) og Leko (2735) 5˝ v.
  • 7.-8. Harikrishna (2698) og van Wely (2679) 5 v.
Í a-flokki eru međalstigin 2732 skákstig en 14 skákmenn tefla ţar allir viđ alla.

KORNAX-mótiđ: Bein útsending frá nćstsíđustu umferđ

2013 01 20 14.05.41Áttunda og nćstsíđasta umferđ KORNAX-mótsins - Skákţings Reykjavíkur hefst í kvöld kl. 19:30.. Venju samkvćmt eru 6 skákir sýndar beint frá umferđinni. Útsendingu frá umferđinni má nálgast hér.

 

Skákirnar sem sýndar eru beint eru:

  • Davíđ Kjartansson (6,5) - Dađi Ómarsson (5,5)
  • Halldór Pálsson (5,5) - Omar Salama (6,5)
  • Einar Hjalti Jensson (5) - Jóhann H. Ragnarsson (5)
  • Mikael Jóhann Karlsson (5) - Lenka Ptácníková (5)
  • Páll Sigurđsson (4,5) - Júlíus Friđjónsson (4,5)
  • Dagur Ragnarsson (4,5) - Ţór Már Valtýsson (4,5)

 

Vilborgarmótiđ - Gunnar Birgisson hrósađi sigri

Gunnar Birgisson   sigrihrósandiŢađ lá mikil spenna í lofti ţá er gengiđ var til ats í Gallerý Skák-listasmiđju í vikunni sem leiđ.  Myndi afrekskonan Vilborg Arna Gissurardóttir ná ađ klára síđasta spölinn af hennar 2ja mánađa ţrautagöngu og sigrast á Suđurpólnum einsömul á tveimur jafnfljótum međan menn sćtu ađ tafli.  Ţađ ţarf mikla ţrautseigu, ofurţrótt og einbeittan sigurvilja til ađ vinna slíkt afrek.  Samţykkt var samhljóđa ađ tileinka göngugarpnum frćkna mót kvöldsins í heiđurskyni fyrir framlag hennar og framgöngu fyrir gott málefni  og senda henni heillakveđjur og óska henni velfarnađar.

Ţađ verđur ađ teljast talsvert minna mál  ţó ţađ reyni töluvert á enguVilborg Arna Gissurardóttir   Suđurpólsfari ađ síđur ađ tefla skák sitjandi á rassinum og rembast viđ ađ (ţegja) sjá viđ andstćđingnum og  landa sigri áđur en klukkan fellur.  Síđustu leikirnir og mínúturnar geta veriđ afdrifaríkar í allri keppni.  Hversu margir hafa ekki  sprungiđ  limminu á síđasta sprettinum ţegar hvađ mest á reynir og  glćstur sigur gengiđ ţeim úr greipum. Svo ekki sé nú talađ um íslenska landsliđiđ í handbolta.

Gćfa og gjörvuleiki, skin og skúrir skiptast á jafnt í skák sem í öđrum greinum.  Nú snerust lukkuhjólin á ný međ sveininum ţunga á kostnađ sveinsins unga, sem sigrađi svo glćsilega síđast.  Gunnar Birgisson vann mótiđ međ talsverđum yfirburđum hlaut 10 vinninga af 11 mögulegum, Gunnar Gunnarsson var nćstbestur međ 8.5 v og ungmenniđ undraverđa Vignir Vatnar í 3.-4. sćti af 16 keppendum međ 7.5v. ásamt Stefáni Ţormar, hellisheiđarséníi. 

KAPPTEFLIĐ UM FRIĐRIKSKÓNGINN 2012  ESE 18Sérstaka athygli vakti frćkileg sóknarskák Sigurđar Einars gegn Gunna Gunn sem náđi ađ máta meistarann međ 2 drottningum um leiđ og hann féll á tíma.  Einar Sigurđur mátađi hins vegar nafna sinn téđan Sigurđ Einar án teljandi fyrirhafnar,  svo ţví sé rétt svona til haga haldiđ eins og títt er nú til orđa tekiđ á hinu háa Alţingi.  Óvćnt úrslit eins og fyrri daginn í öllum umferđum sem gleđur og grćtir menn eftir atvikum. 

 Um nánari úrslit  vísast til međf. mótstöflu og  nokkrar myndir af vettvangi má sjá í myndaalbúmi.

Gallerý Skák   Vilborgarmótiđ 17. jan. 2013 ÚRSLIT   ESE

Fimmtudaginn 24. janúar kl. 18 hefst svo Kapptefliđ um Taflkóng Friđriks í ađdraganda skákdagsins í vikunni.  Um er ađ rćđa 4 kvölda mótaröđ ţar sem ţrjú bestu mót hvers keppenda telja til GrandPrix stiga . Sjálfstćđ frétt ţar um fylgir í kjölfariđ.

 ESE- skákţankar 22.01.13


Fjöltefi í Eyjum í dag

Helgi Ólafsson - mjög kátur!Í tilefni af 40 ára afmćli gossins á Heimaey, stendur Taflfélag Vestmanneyja ásamt, grunnskólanum og Vestmannaeyjabć fyrir fjöltefli í Akóges n.k. miđvikudag 23 janúar og hefst fjöltefliđ kl. 13:00.

Sá sem mun etja ţar kappi viđ gesti og gangandi er stórmeistarinn og fyrrum Eyjamađurinn Helgi Ólafsson.

Allir eru velkomnir á fjöltefliđ međan húsrúm leyfir og munu félagar í Taflfélaginu sjá um framkvćmd fjölteflisins, en Helgi hefur um langt árabil veriđ félagsmađur í Taflfélagi Vestmannaeyja.


Toyotaskákmót eldri borgara fer fram á föstudag

Nú er hafin íslenska skákvikan, sem er til heiđurs okkar fyrsta stórmeistara í skák Friđriki Ólafssyni og ćtla heldri borgarar ađ tefla honum til heiđurs alla vikuna.

Toyota á Íslandi býđur eldri skákmönnum til skákmóts á nćsta föstudag 25. janúar (fyrsta dag Ţorra) í höfuđstöđvum sínum í Kauptúni í Garđabć. Ţetta er sjötta Toyotaskákmótiđ sem haldiđ er. Ćsir skákfélag FEB í Reykjavík sjá um framkvćmd mótsins. Allir skákmenn sem verđa sextugir á árinu velkomnir međan pláss leyfir. Ţađ eru margir búnir ađ skrá sig í ţetta mót, stefnir í metţátttöku.

Skákin byrjar á mínútunni kl. 13.00 ţannig ađ menn ţurfa ađ mćta vel tímanlega á stađinn til ađ stađfesta ţátttöku sína. Gunnar K Gunnarsson vann ţetta mót 2012 hann stefnir ađ ţví ađ mćta aftur núna.

Forskráning er hjá Ţorsteini Guđlaugssyni í síma 822 2403 og netfangi steinik@simnet.is og hjá Finni Kr Finnssyni í síma 893 1238 og í netfangi finnur.kr@internet.is.

Skákmenn muniđ ađ ađ mćta tímanlega, í síđasta lagi korter fyrir eitt.


Guđmundur vann í fyrstu umferđ í Gíbraltar - mikiđ um óvćnt úrslit

Guđmundur KjartanssonAlţjóđlegi meistarinn, Guđmundur Kjartansson (2408) lćtur lítinn bilbug á sér finna og heldur áfram ađ tefla á hverju mótinu á eftir öđru. Í dag hófst alţjóđlega mótiđ í Gibraltar og ţar er Guđmundur einmitt međal keppenda. Í fyrstu umferđ, sem fram fór í dag vann hann stigalágan Englending (2015). Á morgun mćtir hins franska stórmeistaranum Maxime Vachier-Lagrave (2711) sem er einmitt stigahćstur keppenda á N1 Reykjavíkurskákmótinu. Skák Guđmundar verđur sýnd ţráđbeint á morgun og hefst kl. 14.

Afar mikiđ var um óvćnt úrslit og gerđu bćđi Ivanchuk (2758) og Kamsky (2740) jafntefli viđ mun stigalćgri andstćđinga (2206-2218). 

246 skákmenn taka ţátt í mótinu og ţar af 48 stórmeistarar. Guđmundur er nr. 66 í stigaröđ keppenda.


Össur efstur í Ásgarđi í dag.

Össur KristinssonŢađ var vel mćtt í Ásgarđi í dag. Tuttugugátta heiđursmenn mćttu til leiks og skemmtu sér á hvítum reitum og svörtum í ţrjá og hálfan tíma. Allir reyndum viđ ađ tefla í anda okkar fyrsta stórmeistara Friđriks Ólafssonar og til heiđurs honum, eins og viđ ćtlum ađ gera alla ţessa viku.

Össur Kristinsson var í mestu stuđi og sigrađi međ níu og hálfan vinning af tíu mögulegum.Ţór Valtýsson varđ í öđru sćti međ níu vinninga.Stefán Ţormar varđ síđan í ţriđja sćti međ 7 vinninga.Ásgarđsmót

Á föstudaginn 25 jan. býđur Toyota okkur eldri skákmönnum í höfuđstöđvar sínar ţar sem sjötta stórmót Toyota verđur haldiđ. Teflt er um svokallađan Toyotabikar og mörg önnur verđlaun,sem öll eru gefin af Toyota á Íslandi. Ţađ stefnir í metţátttöku og margir sterkir meistarar búnir ađ tilkynna ţátttöku sína. Ćsir skákfélag F E B í Reykjavík sjá um framkvćmd mótsins. Allir skákmenn sem verđa sextugir á árinu velkomnir til leiks međan pláss leyfir. Tefldar verđa 9 umferđir međ 10 mín. umhugsunartíma.

Fyrsta umferđ verđur sett á rétt um kl.13.00 ţannig ađ menn ţurfa ađ mćta vel tímanlega til ţess ađ stađfesta ţátttöku sína.Forskráning er hjá Ţorsteini Guđlaugssyni í síma 8222403 netf.steinik@simnet.is og hjá Finni Kr Finnssyni í síma 8931238 og netf. finnur.kr@internet.is

Skákmenn vinsamlega mćtiđ tímanlega, í síđasta lagi korter fyrir eitt.

Úrslit dagsins: sjá međfylgjandi töflu.

 

2013_sir_22_11.jpg

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.8.): 14
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 232
  • Frá upphafi: 8779636

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 164
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband