Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Skákhátíđ í Vogum á Vatnsleysuströnd föstudag -- nýr skákklúbbur stofnađur

VogarSkákhátíđ verđur haldin í sveitarfélaginu Vogum á Vatnsleysuströnd föstudaginn 25. janúar, í tilefni af Skákdegi Íslands. Bćjarbúum á öllum aldri er bođiđ til skákveislu í grunnskólanum kl. 13 til 15. Viđ ţetta tćkifćri verđur stofnađur skákklúbbur, sem mun taka ađ sér skipulagt skákstarf í sveitarfélaginu.

Róbert smakkar gull í lokahófi Grćnlandsmótsins 2005.Skákmeistarinn Róbert Lagerman mun tefla fjöltefli viđ alla sem vilja spreyta sig og Hrafn Jökulsson mun sýna ljósmyndir úr skáklífinu á Íslandi og Grćnlandi, auk ţess ađ veita byrjendum á öllum aldri tilsögn í skákinni.

Sumar á Grćnlandi 2003Á međan á dagskrá stendur munu nemendur selja vöfflur, kakó og kaffi gegn vćgu verđi.  Í lokin verđa tvö söngatriđi, tveir nemendur skólans sem eru í söngnámi syngja  nokkur lög.

Nemendur, foreldrar, ömmur, afar, frćnkur, frćndur, allir ađrir íbúar í Sveitarfélaginu Vogum, velunnarar skáklistarinnar nćr og fjćr, eru hjartanlega velkomin til ađ eiga ánćgjulega stund.

Guđmundur Jónas Haraldsson hefur veg og vanda af undirbúningi, í samvinnu viđ grunnskólann, sveitarfélagiđ og Skákakademíuna.

Skákdagur Íslands er haldinn í tilefni af afmćli Friđriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslendinga, sem verđur 78 ára á laugardaginn. Taflfélög, skólar, sveitarfélög og einstaklingar um allt land efna til viđburđa, og heiđra ţannig fremsta skákmann Íslandssögunnar.


Ingvar Örn sigurvegari Ţorramóts SSON

Ingvar Örn Leiknismađur Ingvar Örn Birgisson hafđi góđan sigur á Ţorramótinu sem klárađist í gćrkveldi.  Hann vann alla andstćđinga sína utan Grantas Grigorians.  Grantas sem lengi vel var í forystu tapađi fyrir Magnúsi Matthíassyni í nćstsíđustu umferđ og voru sigurvonir hans ţar međ úr leik.  Ingimundur Sigurmundsson og Ingvar Örn áttust síđan viđ í hreinni úrslitaskák í síđustu umferđ. 

Ţar var teflt í botn og réđust úrslitin í hróksendatafli ţar sem Ingvar sýndi árćđi og ţor í bland viđ mikla útsjónarsemi og vann atskákmeistara félagsins og tryggđi sér ţar međ sigur á mótinu en ţeir Grantas og Ingimundur deildu öđru sćtinu.

     
RankNameRtgPtsSB
1Birgisson Ingvar Örn1786511.50
2Grigorianas Grantas168311.25
3Sigurmundsson Ingimundur18189.25
4Matthíasson Magnús161635.50
5Sigurmundsson Úlfhéđinn177934.00
6Siggason Ţorvaldur145010.00
7Erlingsson Arnar000.00

Nćstkomandi miđvikudag fer fram Janúarhrađatiđ ţar sem tefldar verđa 10 mínútna skákir.


Skák í Hringnum í skákvikunni.

Ţraut dagsinsBarnaspítali Hringsins fékk skákheimsókn í dag, ađ sjálfsögđu í tilefni skákdags Íslands nk. laugardag.
Grunnatriđi skáklistarinnar kynnt fyrir öllum sem komu á leikstofu Hringsins.


Skákţraut dagsins fékk mikla athygli, ţó nokkrir leystu hana, og enn ađrir tóku mynd af henni og ćtla
gefa mömmu, pabba, afa og ömmu tćkifćri á ađ leysa ţessa skemmtilegu skákţraut á sjálfan skákdaginn 26. janúar.

Hér er ţrautin, hvítur leikur og mátar í átta leikjum, verđi ykkur ađ góđu.

 


Helgi tefldi viđ 27 Eyjamenn

Í dag á fjörutíu ára afmćli Heimaeyjargossins stór Taflfélag Vestmannaeyja, Grunnskólinn í Vestmannaeyjum og Vestmannaeyjabćr fyrir fjöltefli í húsi Akóges í Vestmannaeyjum.

Helgi Ólafsson, stórmeistari og félagsmađur í Taflfélagi Vestmannaeyja tefldi viđ gesti, en ţess má geta ađ Helgi var einn ţeirra sem yfirgáfu Heimaey gosnóttina fyrir 40 árum. 

Alls mćttu 27 í fjöltefliđ, en rúmlega helmingurinn voru grunnskólabörn.  Tafliđ hófst kl. 13 og var lokiđ rétt fyrir klukkan ţrjú. Fór ţađ svo ađ Helgi vann 25 skákir, en samdi jafntefli viđ Nökkva Sverrisson og Karl Gauta Hjaltason.

Ţeir ţátttakendur sem best stóđu sig fengu ýmsar gjafir frá Vestmannaeyjabć og Helgi Ólafsson útnefndi skákina viđ Nökkva bestu skákina og hlaut Nökkvi ferđ međ Ernir/Flugleiđum innanlands ađ launum.


Íslandsmótiđ í ofurhrađskák

Lokaviđburđur skákdagsins til heiđurs Friđriki Ólafssyni verđur íslandsmótiđ í ofurhrađskák fer fram, laugardaginn 26. janúar á ICC og hefst kl. 21.00. Mótiđ er öllum opiđ og er teflt er einum flokki.  Skráning fer fram á Heimasíđu Hellis.

Allt skráningarferliđ er sjálfkrafa og eina sem ţátttakendur ţurfa ađ hafa í huga er ađ vera mćttir tímanlega á ICC eđa eigi síđar en kl. 20:50.   Tímamörk eru 2 mínútur á skák og tefldar verđa 15 umferđir.     

Ţeir sem ekki eru skráđir á ICC geta skráđ sig á vef ICC en ekki ţarf ađ greiđa fyrir fyrstu vikuna. Ađ ţví loknu er hćgt ađ skrá sig á heimasíđu Hellis.  Ţeir sem ekki hafa hugbúnađ til ađ tefla geta halađ niđur ţar til gerđu forriti (mćlt er međ Blitzin eđa Dasher).   Einnig er hćgt ađ tefla í gegnum java-forrit.  Ţar sem allir keppendur ţurfa ađ vera á svokallađri Íslands-rás er ćskilegt ađ menn slái inn "g-join Iceland" viđ nćstu/fyrstu innskráningu á ICC.

Fyrirspurnir sendist til Omars Salama, umsjónarmanns mótsins í netfangiđ omariscof@yahoo.com.

Verđlaun:


1. kr. 5.000 
2. kr. 3.000 
3. kr. 2.000


Gallerý Skák: "Taflkóngur Friđriks II"

TAFLKÓNGARKapptefliđ um FriđriksKónginn hefst í Listasmiđjunni Gallerý Skák í kvöld en um taflkónginn er keppt árlega. Keppnin er liđur í skákmótahaldi sem til er hvatt af  SÍ og Skákakademíu Reykjavíkur í tilefni af „Degi Skákarinnar"  26. janúar, á afmćlisdegi Friđriks Ólafssonar, stórmeistara, fremsta skákmanns Íslands fyrr og síđar.

Um er ađ rćđa 4 kvölda Grand Prix mótaröđ ţar sem átta efstu sćti í hverju móti telja til stiga (10-8-6-5-4-3-2-1).   Keppt er um veglegan farandgrip,  myndarlegan taflkóng úr Hallormsstađabirki, sem tileinkađur hefur veriđ og ábektur af meistaranum.  

Sigurvegari ár hvert fćr nafn sitt skráđ á styttuna gylltu letri og verđlaunagrip í hendur.  Taflkóngurinn vinnst aldrei til eignar og fer á Ţjóđminjasafniđ í fyllingu tímans.  Ţrjú bestu mót hvers keppanda reiknast til vinningsstiga. Taka ţarf  ţátt í amk. 2 mótum til ađ  reiknast međ. Međlimir „óháđa safnađarins" eru ţví hjartanlega velkomnir til tafls ţó ţeir geti ekki veriđ međ í öllum mótunum.  Ađalatriđiđ er ađ sýna ţjóđhollustu í ţágu skáklistarinnar.

Í fyrra tóku um 30 keppendur ţátt,  ţar af hlutu 18 stig.  Fyrsti sigurvegari FriđriksKóngsins var hinnSIGURVEGARINN  Kapptefliđ um FriđriksKónginn 2011. valinkunni skákmađur og menntaskólakennari Gunnar Skarphéđinsson (Péturssonar Zóphóníassonar) sem hlaut 24 stig í 3 mótum af 30 mögulegum og var ţví vel ađ sigrinum kominn.   Nú er ađ sjá hver stendur uppi sem sigurvegari ađ ţessu sinni.  Kannski frćndi hans hinni ungi og upprennandi snillingur Vignir Vatnar eđa aldursforsetinn GunniGunn eđa ókunni skákmađurinn.  Hver veit ??

Kapptefliđ á fimmtudagskvöldiđ hefst kl. 18 og verđa tefldar 11 umferđir međ 10 mínútna uht.  Lagt er í púkk fyrir kaffi og kruđeríi međan á móti stendur og  matföngum í taflhléi kl. 8, mótinu lýkur um 10 leitiđ.  (Kr. 1.000).

Friđrik Ólafsson verđur heiđursgestur viđ mótssetninguna og mun leika fyrsta leikinn (ađ eigin vali).  

ESE 23.01.13


Omar og Davíđ í banastuđi á KORNAX-mótinu

2013 01 23 19.37.50Omar Salama (2265) og Davíđ Kjartansson (2323) eru efstir og jafnir međ 7,5 vinning ađ lokinni áttundu og nćstsíđustu umferđ KORNAX-mótsins - Skákţings Reykjavíkur sem fram fór í kvöld. Báđir unnu ţeir og hafa 1,5 vinnings forskot á Einar Hjalta Jensson (2301) sem er ţriđji. Omar vann Halldór Pálsson (2074) en Davíđ lagđi Dađa Ómarsson (2218). Lokaumferđin fer fram á föstudagskvöld.

Ţá teflir Omar viđ Mikael Jóhann Karlsson (1960) sem vann 2013 01 23 19.35.38Lenku Ptácníková (2281) í kvöld en Davíđ mćtir Ţór Má Valtýssyni (2023). Munu Akureyringar setja strik í reikninginn?

Úrslit áttundu umferđar má finna hér

Stöđu mótsins má finna hér.

Pörun lokaumferđarinnar umferđar má finna hér.



Hjörvar vann í dag

Hjörvar1Alţjóđlegi meistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2516) vann í dag hollensku skákkonuna Lisa Schut (2295) sem er alţjóđlegur meistari kvenna. Hjörvar hefur 5 vinninga og er í 6.-8. sćti.

Frídagur er á morgun. Í 11. umferđ, sem fram fer á föstudag, teflir hann viđ ísraelska stórmeistarann Igor Bitensky (2400).

Ítalski stórmeistarinn Sabino Brunello (2572) er efstur međ 8,5 vinning.

Myndir af vettvangi af Hjörvari eru frá Calle Erlandsson.

Í c-flokki eru međalstigin 2476 skákstig en 14 skákmenn tefla ţar allir viđ alla. Hjörvar er nr. 6 í stigaröđ keppenda.


Síđasta sýningarhelgi sýningarinnar Einvígi aldarinnar - Fischer og Spassky - 40 ár

Fischer SpasskyUm helgina lýkur sýningunni  Einvígi aldarinnar. Fischer og Spassky-40 ár sem stađiđ hefur frá ţví

3. mars 2012 í Ţjóđminjasafni Íslands. Skákeinvígiđ sem kallađ hefur veriđ „einvígi aldarinnar" var háđ í Reykjavík sumariđ 1972. Ţar tókust á fulltrúar risaveldanna á tímum „Kalda stríđsins", Bandaríkjamađurinn Bobby Fischer og sovéski heimsmeistarinn Boris Spassky.

Sýningin var unnin í samvinnu viđ Skáksamband Íslands í tilefni af ţví ađ liđin voru 40 ár frá einvíginu. Á sýningunni eru munir og myndir sem tengjast skákeinvíginu 1972.

Fyrsta skák einvígisins var tefld í Laugardalshöll ţann 11. júlí 1972,  en 1. september gaf Spassky 21. skák einvígisins og Fischer var nokkrum dögum síđar krýndur heimsmeistari. Lokatölur urđu 12˝ vinningur á móti 8˝ vinningi. Ţar međ lauk einvígi sem vakti meiri athygli en nokkur annar skákviđburđur fyrr og síđar. Atburđarás einvígisins var fréttaefni sjónvarpsstöđva og dagblađa um allan heim.

Um einvígiđ hafa veriđ skrifađar fleiri en 140 bćkur og gerđir ótal sjónvarpsţćttir.


Guđmundur tapađi fyrir Vachier-Lagrave í 2. umferđ

Guđmundur KjartanssonAlţjóđlegi meistarinn, Guđmundur Kjartansson (2408) tapađi fyrir franska stórmeistaranum Maxime Vachier-Lagrave (2711) í 2. umferđ alţjóđlega mótsins í Gíbraltar. Guđmundur hefur 1 vinning.

Í 3. umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Guđmundur viđ ţýska skákmanninn Claus Seyfried (2077). 

246 skákmenn taka ţátt í mótinu og ţar af 48 stórmeistarar. Guđmundur er nr. 66 í stigaröđ keppenda.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.8.): 15
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 233
  • Frá upphafi: 8779637

Annađ

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 165
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband