Fćrsluflokkur: Spil og leikir
9.2.2013 | 09:33
Birkir Karl og Páll Snćdal efstir á Skákţingi Gođans
Birkir Karl Sigurđsson (1753) og Páll Snćdal Andrason (1752) eru efstir međ 3,5 vinning ađ loknum fjórum atskákumferđum á Skákţingi Gođans sem fram fór í gćr. Nú taka viđ kappskákirnar og eru tefldar tvćr slíkar í dag og ein á morgun.
Sigurđur G. Daníelsson (2091), Guđmundur Kristinn Lee (1625), Stephen Jablon (1931) og Smári Sigurđsson (1685) eru í 3.-6. sćti međ 3 vinninga.
Alls taka 20 skákmenn ţátt í mótinu sem fram fer um helgina í Framsýnarsalnum á Húsavík.
9.2.2013 | 09:26
Búdapest: Hannes međ jafntefli í gćr
Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2496) gerđi jafntefli viđ ungverska stórmeistarann Attila Czebe (2488) í sjöttu umferđ First Saturday-mótsins sem fram fór í gćr. Hannes hefur nú 3,5 vinning og er í 3.-4. sćti.
Í dag teflir hann viđ ungverska alţjóđlega meistarann Oliver Mihok (2442).
10 skákmenn og ţar af 3 stórmeistarar taka ţátt og tefla allir viđ alla. Međalstigin eru 2443 skákstig. Hannes er nćststigahćstur keppenda.
8.2.2013 | 22:57
NM - 2. umferđ
Ţegar ţetta er ritađ situr Sóley Lind ein eftir Íslendinga ađ tafli í annarri umferđ. Hún verst í endatafli, en hefur bćtt stöđu sína mikiđ í síđustu leikjum.
Má međ sanni segja ađ nokkrar sveiflur hafi veriđ í ţessari umferđ ţví á tímabili leit út fyrir ađ uppskera kvöldsins yrđi all rýr en varđ í stađin međ hinu ágćtasta móti.
Vignir og Nansý sömdu snemma jafntefli í átján leikjum. Dawid tefldi skák sem varđ nokkuđ flókin um tíma og hafđi hann fyrst unniđ en lék ţví hugsanlega niđur í jafntefli í endatafli, en náđi ţá góđu trikki og sigur í höfn. Hilmir Freyr tefldi viđ Dreisler hinn danska sem er stigahćsti mađur flokksins og hélt jöfnu í hróksendatafli sem var tapađ um tíma. Frábćrt ađ fá 1.5 vinning úr ţessum skákum miđađ viđ stöđuna um hríđ.
Í c-flokknum tapađi Oliver Aron skiptamun snemma tafls og síđar skákinni en Jón Kristinn vann góđan sigur í vel tefldu endatafli.
Ţeir félagar úr Fjölni Jón Trausti og Dagur Ragnars eru međ fullt hús eftir ţennan fyrsta dag. Í mikilli stöđubaráttu lék andstćđingur Dags af sér skákinni í einum leik. Jón Trausti var aftur nćr búinn međ tímann sinn eftir 20 leiki og var stađan ţá í jafnvćgi. Nćstu leiki í miđtaflinu lék hann hins vegar af gríđarlegri nákvćmni og fékk smám saman betra tafl og svo unniđ og klárađi dćmiđ međ stćl; hreinlega mátađi andstćđing sinn.
Í a-flokki vann Mikael Jóhann skyldusigur gegn mun stigalćgri andstćđingi en Nökkvi tapađi gegn andstćđingi sem hann ćtti ađ sigra.
Allavega 6.5 vinningur úr ţessari umferđ sem er gott mál.
Öll úrslit og pörun koma á chess-results.com í kvöld en 3. umferđ hefst 10:00 í fyrramáliđ.
Ţá verđa allavega Dagur, Jón Trausti og Vignir í beinni.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2013 | 19:40
NM í skólaskák hafiđ
Norđurlandamótiđ í skólaskák hófst í dag ađ Bifröst í Borgarfirđi. Ágćtlega gekk hjá íslensku keppendum í fyrstu umferđ ţegar sex vinningar komu í hús. Vignir Vatnar sneri á andstćđing sinn eftir ađ hafa haft ţrönga stöđu um hríđ. Nansý og Hilmir Freyr unnu létta sigra gegn lakari andstćđingum. Dawid Kolka sem teflir í d-flokki eins og Hilmir tapađi fyrir stigahćsta manni flokksins eftir góđa baráttu ein lengsta skák umferđarinnar.

Oliver Aron vann öruggan sigur í c-flokki en Jón Kristinn tapađi gegn sterkum andstćđingi eftir erfiđleika í byrjuninni. Sóley Lind tapađ snemma peđi međ hvítu og átti erfitt tafl eftir ţađ og tapađi. Í b-flokknum unnu bćđi Dagur Ragnars og Jón Trausti. Dagur var farsćll í sinni skák en hann hefđi getađ fengiđ tapađ tafl en andstćđingur hans sá ekki rétta framhaldiđ.
Jón Trausti lagđi sterkan og stigahćrri Fćreying ađ vell eftir gríđarlega spennandi skák ţar sem báđir kláruđu tímann sinn fyrir 20. leik og léku á viđbótartíma út skákina. Flott skák hjá Jóni og sterkt ađ hafa taugar í svona skák en nokkrum sinnum fór klukka Jóns niđur í eina sekúndu.
Mikael Jóhann og Nökkvi áttu slćmar skákir í a-flokki. Vissulega gegn 2300stiga mönnum en ţeir geta teflt mun betur en í dag.
Önnur umferđ er tefld nú í kvöld og ţá mćtast m.a. Vignir Vatnar og Nansý. Allar ađstćđur á Bifröst eru međ besta móti og langt yfir međallagi hvađ varđar keppnisađstćđur á Norđurlandamótum í sögulegu tilliti.
Nokkrar myndir má sjá á Bifrastartenglinum ađ neđan og auk ţess eru myndir á skak.is.
http://www.chess-results.com/tnr90104.aspx?lan=1
http://bifrost.is/islenska/um-haskolann/frettir/nr/137020/
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:06 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2013 | 11:00
Skákţing Akureyrar: Hörđ barátta um annađ sćtiđ!
Eins og áđur hefur komiđ fram var baráttan um meistaratitilinn ţegar útkljáđ sl. sunnudag ţegar sjöunda umferđin var tefld. Haraldur stafnbúi Haraldsson vann ţá sína sjöttu skák og náđi óbrúanlegu forskoti á keppinauta sína. Í nćstsíđustu umferđ í gćrkveldi sigldi hann lognkyrran sjó og stefni fleyi sínu í jafnteflishöfn.
Andstćđingur hans, Andri Freyr Björgvinsson, var reyndar međ sótthita en tefldi samt, enda einn ţeirra sem heyja baráttu um annan sćtiđ á mótinu. Ţađ gera líka Sigurđur Arnarson sem Hreinlega lúpíndi andstćđing sinn til uppgjafar og Hjörleifur grásleppubóndi Halldórsson sem felldi sinn mann á Benkö-bragđi sem hann beitti nú í fyrsta sinn á sextíu ára skákferli. Ţá má nefna ađ Símon Ţórhallsson, Simanovic" fór Karlmannlega fram gegn sínum andstćđingi og beitti hann leikţröng í hróksendatafli svo um munađi. Allt voru ţetta glćsilegar skákir og fóru svona:
- Rúnar-Jón Kristinn˝
- Andri-Haraldur˝
- Sigurđur-Hreinn1-0
- Jakob-Hjörleifur0-1
- Símon-Karl1-0
Ađ einni umferđ ólokinni er stađan sú í mótinu ađ Haraldur er enn langefstur međ 7 vinninga, Hjörleifur hefur 5, Sigurđur og Andri 4,5 og í hnapp koma svo ţeir Rúnar, Jakob Sćvar, Símon og Karl međ 3,5.
Mótinu lýkur á sunnudag.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2013 | 09:56
Stefán međ vinningsforskot fyrir lokaumferđ Fastus-mótsins
Stórmeistarinn Stefán Kristjánsson (2486), sem vann Íslandsmeistarann Ţröst Ţórhallsson (2441) í sjöttu og nćstsíđustu umferđ Fastus-mótsins - Gestamóti Gođans, sem fram fór í gćrkveldi, er efstur međ 5,5 vinning. Ţröstur og Karl Ţorsteins (2464), sem lagđi Andra Áss Grétarsson (2327) eru nćstir međ 4,5 vinning og ţeir einu sem geta náđ Stefáni ađ vinningum. Stefán og Karl mćtast í lokaumferđinni sem fram fór á mánudagskvöldiđ, 11. febrúar og hefst kl. 19:30.
Öll úrslit 6. umferđar má finna hér.
Stađa efstu manna:
- 1. GM Stefán Kristjánsson (2486) 5,5 v.
- 2.-3. IM Karl Ţorsteinsson (2464) og GM Ţröstur Ţórhallsson (2441) 4,5 v.
- 4.-7. FM Sigurbjörn Björnsson (2391), IM Jón Viktor Gunnarsson (2413), FM Ţorsteinn Ţorsteinsson (2251) og Ţorvarđur F. Ólafsson (2221)
Stöđu mótsins má finna hér.
Í lokaumferđinni mćtast međal annars:
- Stefán - Karl
- Jón Viktor - Ţröstur
- Ţorsteinn - Sigurbjörn
- Ingvar Ţór - Ţorvarđur
Röđun í 7. umferđ má finna hér.
Mótiđ fer fram í húsakynnum Skákskóla Íslands, Faxafeni 12.
8.2.2013 | 09:37
NM í skólaskák hefst í dag á Bifröst
Norđurlandamótiđ í skólaskák fer fram á Bifröst helgina 8.-10. febrúar. Ţar er teflt í 5 flokkum og eiga allar ţjóđirnar 10 fulltrúa (2 í hvern flokk). Íslendingar fá reyndar aukafulltrúa í c-flokk vegna forfalla hjá Finnum. Fulltrúar Íslands eru:
A-flokkur (1993-95):
- Mikael Jóhann Karlsson (1990)
- Nökkvi Sverrisson (1990)
B-flokkur (1996-97):
- Dagur Ragnarsson (1961)
- Jón Trausti Harđarson (1853)
C-flokkur (1998-1999):
- Oliver Aron Jóhannesson (1988)
- Jón Kristinn Ţorgeirsson (1766)
- Sóley Lind Pálsdóttir (1393)
D-flokkur (2000-01):
- Hilmir Freyr Heimisson (1693)
- Dawid Kolka (1646)
E-flokkur (2002-)
- Vignir Vatnar Stefánsson (1652)
- Nansý Davíđsdóttir (1479)
Skákstórar eru Páll Sigurđsson og Omar Salama. Mótsstjóri er Stefán Bergsson en ţjálfari krakkanna er Helgi Ólafsson.
Beinar útsendingar verđa frá hverri umferđ auk stöđugs fréttaflutnings á Skák.is yfir helgina. Fyrsta umferđ hefst í dag kl. 13:45.
8.2.2013 | 09:32
Skákţing Gođans hefst í kvöld
Skákţing Gođans Máta 2013 verđur haldiđ í 10. sinn, helgina 8-10 febrúar nk. í sal Framsýnar-stéttarfélags ađ Garđarsbraut 26 á Húsavík. Mótiđ er öllum opiđ.
Tefldar verđa 7 umferđir eftir swissneska-kerfinu,(swiss-manager) 4 atskákir og 3 kappskákir. Mótiđ verđur reiknađ til Íslenskra og fideskákstiga.Dagskrá:
Föstudagur 8. febrúar kl 19:30 1-4 umferđ. (atskák 25 mín )
Laugardagur 9. febrúar kl 11:00 5. umferđ. (90 mín +30 sek á leik)
Laugardagur 9. febrúar kl 19:30 6. umferđ. -------------------
Sunnudagur 10. febrúar kl 11:00 7. umferđ. -------------------
Verđlaun verđa međ hefđbundnu sniđi. 3 efstu í fullorđins flokki og 3 efstu í 16 ára og yngri.Farandbikar fyrir sigurvegarann í báđum flokkum. Ađeins félagsmenn í Gođanum-Mátum geta unniđ til verđlauna.
Ţátttökugjald er 2000 krónur fyrir fullorna og 1000 krónur fyrir 16 ára og yngri.
Skráning í mótiđ fer fram hér alveg efst á síđunni á sérstöku skráningarformi
Skákmeistarar Gođans-Máta frá upphafi:
2004 Baldur Daníelsson.
2005 Ármann Olgeirsson
2006 Ármann Olgeirsson
2007 Smári Sigurđsson
2008 Smári Sigurđsson
2009 Benedikt Ţorri Sigurjónsson
2010 Rúnar Ísleifsson
2011 Jakob Sćvar Sigurđsson
2012 Rúnar Ísleifsson
2013 ?
ATH. Mögulegt verđur ađ flýta einhverjum skákum í 6. umferđ og eins verđur mögulegt ađ flýta skákum í 7. umferđ henti ţađ einhverjum.
7.2.2013 | 22:30
Hópferđ til Lundúna - Áskorendamótiđ í skák
FERĐANEFND KR í samvinnu viđ Gallerý Skák og Jóa Útherja hefur skipulagt áhugaverđan skottúr til Lundúna dagana 14. til 18. mars nk. til ađ fylgjast međ Áskorendamótinu í skák sem fe í IET Centre á Strand, ţar sem 8 fremstu skákmeistarar heims keppa um áskorunarréttinn á heimsmeistarann. Einnig gefst kostur á ađ sjá leik Chelsea FC og West Ham í knattspyrnu, laugardaginn 16. mars nk.
Ennfremur er fyrirhugađ ađ etja kappi í skák viđ Royal Automobile Club í skák , sem er einn virđulegasti karlaklúbbur ţar í borg. Um er ađ rćđa fimm daga/fjögurra nátta ferđ. Gist verđur á Millenium Chelsea Hótelinu í Knightbridge. http://www.millenniumhotels.co.uk/millenniumcopthornechelseafc/
Brottför er ađ morgni fimmtudagsins 14. mars međ Icelandair til Gatwick og heimferđ ađ kvöldi mánudagsins 18. mars frá Heathrow. Áćtlađ verđ er ca. kr. 147.500 sem innifelur flug og gistingu, akstur til og frá flugvelli, miđa á leikinn, skođunarferđ um leikvanginn og veislukvöldverđ á hótelinu á laugardagskvöldiđ. Miđar á skákmótiđ eru keyptir á netinu eđa viđ innganginn en nánar má lesa um ţađ hér: http://www.worldchess.com/candidates/index.html
Keppendur eru eftirtaldir valinkunnir ofurstórmeistarar: Magnus Carlsen, Levon Aronian, (N Boris Gelfand; Alexander Grischuk; Vassily Ivanchuk; Vladimir Kramnik;Teimour Radjabov; og Peter Svidler).
Miđađ er viđ ađ ţátttakendur í ferđinni verđi ţetta 10-12 talsins
Áhugasamir hafi sambandi viđ Einar Ess sem allra fyrst í síma 690-2000 eđa međ tölvupósti á netfangiđ: ese @emax.is
FERĐANEFNDIN ESE/MVP/ÁŢÁ
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2013 | 21:43
KR-pistill: Gunnar Ingi gerir ţađ ekki endasleppt
Ţađ snjóađi í Vesturbćnum ţegar gengiđ var til tafls á mánudagskvöldiđ var. Ţađ snjóađi líka inn nýjum skákhugmyndum í kollinn á hinum fjölmörgu ţátttakendum í KR-KAPPmótinu, sem ţangađ voru komnir til ađ spreyta sig og leggja sóma sinn ađ veđi. Ekki gengu allar nýjungarnar upp og margir hausar fengu ađ fjúka fyrir lítiđ. Svo voru ađrir sem náđu sér vel á strik, ţar á međal formađurinn sjálfur sem virtist óstöđvandi á tímabili og er greinilega kominn í gírinn aftur
Ađ sögn viđstaddra leiddi Sigurđur Áss Grétarsson mótiđ lengst af eđa ţangađ til Guđfinnur náđi ađ vinna hann og greiđa ţannig götu Gunnars Inga Birgissonar, sem notađi tćkifćri og skaust naumlega fram úr honum á beygjunni, líkt og kappakstursmađur í Formúlu 1. Er ţetta annađ mótiđ í röđ ţar sem hann er efstur en hann hefur líka gert ţađ gott í Gallerý-deildinni á fimmtudögum. Hefur vissulega efni á ađ brosa aftur fyrir bćđi en ađrir heldur styttra.
Annars var keppnin hörđ, jöfn og skemmtileg eins og sést á međf. mótstöflu.
ESE-skákţankar 8/13 070213
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.8.): 13
- Sl. sólarhring: 33
- Sl. viku: 141
- Frá upphafi: 8779691
Annađ
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 114
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar