Fćrsluflokkur: Spil og leikir
11.2.2013 | 07:00
Hrađkvöld hjá Helli í kvöld
Taflfélagiđ Hellir heldur hrađkvöld mánudaginn 11. febrúar nk. og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.
Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr máltíđ fyrir einn á Saffran. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.
Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).
Spil og leikir | Breytt 10.2.2013 kl. 11:37 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2013 | 23:14
Íslensk börn og ungmenni sigursćl á Norđurlandamótinu í skólaskák
Vignir Vatnar Norđurlanda-meistari.
- Íslendingar unnu flest verđlaun.
- Íslensku krakkarnir međ flesta vinninga allra Norđurlandaţjóđa.
Íslensk börn og ungmenni stóđu sig best allra á Norđurlandamótinu í skólaskák, sem fram fór á Bifröst um helgina. Keppt var í fimm aldursflokkum, sem skipađir voru tveimur fulltrúum frá Íslandi, Danmörku, Svíţjóđ, Noregi, Finnlandi og Fćreyjum. Íslensku krakkarnir unnu flest verđlaun á mótinu, fimm talsins.
Vignir Vatnar Stefánsson varđ Norđurlandameistari í flokki 11 ára og yngri, eftir harđa keppni viđ Nansý Davíđsdóttur.
Keppnin í öllum aldursflokkum var jöfn og tvísýn. Í efsta flokki börđust FIDE-meistararnir Westerberg frá Danmörku og Ebeling frá Finnlandi um efsta sćtiđ, en Mikael Jóhann Karlsson tryggđi gott brons fyrir Ísland. Oliver Aron Jóhannesson landađi öđru bronsi í flokki 14-15 ára og sama gerđi hinn eitilharđi Dawid Kolka í flokki 12-13 ára.
Íslensku krakkarnir fengu flesta vinninga samtals á Norđurlandamótinu, 36,5, eftir hörkuspennandi keppni viđ Dani, sem fengu vinningi minna. Ţađ voru hinir ungu og bráđefnilegu Hilmir Freyr Heimisson og Nökkvi Sverrisson sem tryggđu íslenskan sigur í blálokin. Mikiđ er jafnan lagt upp úr sigri í ,,Landakeppninni" en Norđurlandamótiđ í skólaskák var fyrst haldiđ 1980, og á ţví langa og merka sögu.
Árangur íslensku krakkanna á Norđurlandamótinu verđur ađ teljast sérlega góđur. Frammistađa allra var til sóma, og tvöfaldur sigur í yngsta flokki er glćsilegur vitnisburđur um grósku í skáklífinu og skákáhuga barna. Ţjálfari íslensku skákkrakkanna er Helgi Ólafsson stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands.
Helstu úrslit á Norđurlandamótinu í skólaskák:
A-flokkur (18-20 ára)
1. Jonathan Westerberg, Svíţjóđ, 5 vinningar
2. Daniel Ebeling, Finnlandi, 4,5
3. Mikael Jóhann Karlsson, 3,5
10. Nökkvi Sverrisson, 2,5
B-flokkur (16-17 ára)
1. Joar Olund, Svíţjóđ, 4,5
2. Jens Albert Ramsdal, Danmörku, 4,5
3. Hogni Egilstoft Nielsen, Fćreyjum, 4
4. Jón Trausti Harđarson, 3,5
5. Dagur Ragnarsson, 3,5
C-flokkur (14-15 ára)
1. Jesper Sondergaard Thybo, Danmörku, 5
2. Lars Oskar Hauge, Noregi, 5
3. Oliver Aron Jóhannesson , 3,5
9. Jón Kristinn Ţorgeirsson, 2,5
10. Sóley Lind Pálsdóttir, 2
D-flokkur (12-13 ára)
1. Tobias Dreisler, Danmörku, 5
2. Valo Hallman, Finnlandi, 4,5
3. Dawid Kolka, 4
4. Hilmir Freyr Heimisson, 3,5
E-flokkur (11 ára og yngri)
1. Vignir Vatnar Stefánsson, 5,5
2. Nansý Davíđsdóttir, 4,5
3. Filip Boe Olsen, Danmörku, 3,5
Myndaalbúm frá Norđurlandamótinu í skólaskák
Heildarúrslit: http://www.chess-results.com/tnr90104.aspx?art=0&lan=1&flag=30&wi=821

Hjörvar Steinn Grétarsson tefldi í C-flokki og fékk 6 ˝ v. af 13 og varđ í 7.-8. sćti. Frammistađa hans var ađ mörgu leyti góđ, hann tefldi af öryggi međ svörtu en virđist ţó mega brjóta upp" byrjanir sínar - á slćmum kafla tapađi hann ţrem skákum í röđ međ hvítu.
Vinningshlutfall Magnúsar á ţessu móti er ţađ sama og Kasparov fékk áriđ 2000. Einungis heimsmeistaratitilinn stendur út af á afrekaskrá hans. Nái hann ţví marki má hiklaust skipa honum á bekk međ fimm fremstu skákmönnum sögunnar. Hvađ stílbrögđ varđar ţá flokkar Kasparov hann međ heimsmeisturum á borđ viđ Capablanca, Smyslov og Karpov. Eitt ţađ athyglisverđasta viđ taflmennsku Magnúsar undanfarin misseri er fjölbreytt byrjanaval og ţađ eru góđ tíđindi ađ tölvuvćddur undirbúningur má sín lítils gegn honum.
Atlaga hans ađ heimsmeistaratitlinum hefst í London 15. mars nk. Ţá hefst áskorendakeppnin en sigurvegarinn öđlast rétt til ađ skora á Anand heimsmeistara. Auk Magnúsar tefla Gelfand, Kramnik, Aronjan, Svidler, Ivantsjúk, Radjabov og Grischuk.
Í Wijk aan Zee var Magnús búinn ađ tryggja sér sigur fyrir síđustu umferđ en í 12. umferđ lagđi hann Nakamura ađ velli:
Magnús Carlsen Hikaru Nakamura
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 e5 5. Rb5 d6 6. g3 h5
7. R1c3 a6 8. Ra3 b5 9. Rd5 Rge7 10. Bg2 Bg4 11. f3 Be6 12. c3 h4 13. Rc2 Bxd5 14. exd5 Ra5 15. f4!
Sóknin" eftir h-línunni hefur engu skilađ og svartur situr eftir međ alls kyns veikleika, t.d. á c6-reitnum.
15. ... Rf5 16. g4 h3 17. Be4 Rh4?
Kasparov, sem mun hafa tekiđ ţátt í umrćđu um ţessa skák á einhverri spjallrásinni, kvađ ţetta alveg vonlaust og ađ svartur yrđi ađ reyna 17. ... Dh4+18. Kf1 Re7.
18. O-O g6 19. Kh1 Bg7
19. .. f5 gaf meiri von en eftir 20. Bd3 e4 21. Be2 er riddari á leiđ til d4 og e6.
20. f5 gxf5 21. gxf5 Rg2 22. f6!
Náđarstuđiđ, 22. ... Bxf6 má ekki vegna 23. Df3 o.s.frv.
22. ... Bf8 23. Df3 Dc7 24. Rb4 Rb7 25. Rc6 Rc5 26. Bf5 Rd7 27. Bg5 Hg8 28. Dh5 Rb6
Hótar 30. Re7. Svartur er bjargarlaus.
29. ... Hxg5 30. Dxg5 fxe6 31. dxe6
- og Nakamura gafst upp. Hann á enga vörn viđ hótuninni 32. f7+.
Davíđ Kjartansson skákmeistari Reykjavíkur í annađ sinn
Úrslit Skákţings Reykjavíkur, Kornax-mótsins, réđust eftir magnađa lokaumferđ ţegar Akureyringarnir Ţór Valtýsson og Mikael Jóhann Karlsson blönduđu sér í baráttu efstu manna. Mikael Jóhann gerđi sér lítiđ fyrir og vann Omar Salama og Ţór gerđi jafntefli viđ Davíđ Kjartansson í hörkuskák. Ţađ dugđi ţó Davíđ sem er skákmeistari Reykjavíkur 2013 og er ţetta í annađ sinn sem hann vinnur titilinn. Lokaniđurstađan hvađ varđar efstu menn: 1. Davíđ Kjartansson 8 v. (af 9) 2. Omar Salama 7 ˝ v. 3. Mikael Jóhann Karlsson 7 v. 4.-5. Einar Hjalti Jensson og Halldór Pálsson 6 ˝ v.Helgi Ólafsson
helol@simnet.is----------------------------------------------
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 3. febrúar 2013.
Spil og leikir | Breytt 8.2.2013 kl. 01:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2013 | 19:22
Skákţing Akureyrar: Haraldur verđskuldađur Akureyrarmeistari
Skákţingi Akureyrar lauk í dag, á 94. afmćlisdegi Skákfélagsins. Ýmis atvik höguđu ţví ţannig ađ sumar skákir síđustu umferđar voru ţegar tefldar; m.a. var félagi Jón Kristinn horfinn til Bifrastar og Haraldur stýrimađur á erlendar slóđir.
Umferđin var engu ađ síđur spennandi, eins og mótiđ allt. Ţannig varđ bráđajafntefli hjá Hjörleifi og Sigurđi ( og hefur sá fyrrnefndi nú ađeins tapađ eini skák af 20) og einnig í stuttri skák milli Jakobs og Jóns Kristins. Haraldur neytti aflsmunar gegn Símoni međ laglegri peđsfórn og svo kljáđust ţeir í miklu tímahraki Karl von Vramsokn og Rúnar skógfrćđingur. Ţar var sá síđarnefndi međ lukkulegri stöđu um tíma, en seigla Kalla á endasprettinum reyndist honum heilladrjúg nú sem stundum áđur og hafđi hann sigur eftir mikiđ tímahrak Rúnars, sem féll í vandtefldri stöđu. Ţar međ var allt klárt og verđur nú nýtt nafn skráđ á bikarinn góđa; Haraldur Haraldsson, sem titlađur er stýrimađur í símaskrá.
Röđ keppenda var ţessi:
- Haraldur Haraldsson 8 v.
- Hjörleifur Halldórsson 5˝
- Andri Freyr Björgvinsson og Sigurđur Arnarson 5
- Karl Egill Steingrímsson 4˝
- Jakob Sćvar Sigurđsson 4
- Rúnar Ísleifsson, Símon Ţórhallsson og Jón Kristinn Ţorgeirsson 3˝
- Hreinn Hrafnsson 2˝
10.2.2013 | 18:06
Birkir Karl vann Skákţing Gođans-Máta - Smári skákmeistari Gođans-Máta
Birkir Karl Sigurđsson vann sigur á Skákţing Gođans-Máta sem lauk í dag. Birkir vann Árna Garđar Helgason í lokaumferđinni og endađi mótiđ međ 6 vinninga og tapađi ekki skák. Páll Andrason, sem vann Stephen Jablon og Guđmundur Kristinn Lee, sem gerđi jafntefli viđ Smára Sigurđsson í lokaumferđinni, urđu í 2-3. sćti á mótinu međ 5,5 vinninga.
Smári Sigurđsson tekur viđ bikarnum úr hendi Hermanns Ađalsteinssonar formanns Gođans-Máta.
Smári Sigurđsson varđ í 4. sćti međ 5 vinninga og er ţví skákmeistari Gođans-Máta 2013, ţar sem Birkir, Páll og Guđmundur kepptu sem gestir á mótinu. Ármann Olgeirsson varđ í 2. sćti (5. sćti alls) međ 4,5 vinninga og ađeins stigahćrri en Stephen Jablon sem varđ í 3. sćti (6. sćti alls)
Verđlaunahafar. Hlynur, Stephen, Ármann, Bjarni, Smári og Jón Ađalsteinn.
Hlynur Snćr Viđarsson vann sigur í flokki 16 ára og yngri međ 3,5 vinninga. Jón Ađalsteinn Hermannsson varđ í öđ4u sćti međ 3 vinninga og Bjarni Jón Kristjánsson varđ í 3. sćti međ 2. vinninga. Jón og Bjarni voru ađ taka ţátt í sínu fyrsta kappskákmóti og stóđu sig međ mikilli prýđi. Sömu sög er ađ segja af ţeim Helga James og Jakub, ţeir stóđu sig einnig vel á sínu fyrsta kappskákmóti.
Alls tóku 20 skákmenn ţátt í mótinu sem fram fer um helgina í Framsýnarsalnum á Húsavík.
10.2.2013 | 14:52
NM - 5. umferđ
Ţá er fimmtu og nćst síđustu umferđ á NM í skólaskák lokiđ. Íslendingum gekk vel í umferđinni og enn einu sinni kom 6.5 vinningur í hús.
Í e-flokki tefldi Vignir Vatnar afar hratt og uppskar tapađ tafl eftir misheppnađa sókn sem leit ţó vel út um tíma. Hann barđist hins vegar áfram og náđi ađ koma sér inn í skákina og ađ lokum lék andstćđingurinn sig í mát. Nansý tefldi frábćrlega og vann afar öruggan sigur. Gull og silfur er tryggt í ţessum flokki! Spurningin er bara hvort ţađ verđur Nansý eđa Vignir sem verđur Norđurlandameistari.
Í d-flokki tapađi Hilmir Freyr eftir ađ hafa lagt of mikiđ á stöđuna í góđri sóknarstöđu en Dawid vann nokkuđ fljótt og teflir á fyrsta borđi í síđustu umferđinni og tryggir sér verđlaun međ sigri.
Í c-flokki tapađi Jón Kristinn eftir ađ hafa fengiđ upp erfitt endatafl. Sóley Lind gerđi jafntefli eftir ađ hafa haft vćnlegar vinningsleiđir. Oliver Aron vann svo góđar sigur á Percivaldi frá Danmörku. Vel tefld skák hjá honum og flott taktík í lokin. Oliver á góđan möguleika á verđlaunum.
Í b-flokki gerđi Dagur jafntefli viđ Högna frá Fćreyjum í jafnri skák og Jón Trausti vann frábćran sigur á Dananum Ramdsal í spennandi drekaskák. Í lokaumferđinni tefla ţeir báđir viđ Svía og eiga verđlaun vís međ sigri.
Í a-flokki gerđu Mikael og Nökkvi innbyrđis jafntefli en alls hafa fimm innbyrđis viđureignir veriđ milli Íslendinga sem telst í hćrra lagi.
Lokaumferđin hefst 16:00 og verđa nokkrar skákir Íslendinga í beinni útsendingu.
Úrslit má finna á www.chess-results.com
10.2.2013 | 11:35
Birkir Karl og Guđmundur Kristinn efstir lokaumferđ Skákţings Gođans
Birkir Karl Sigurđson (1753) og Guđmundur Kristinn Lee (1625) eru efstir međ 5 vinninga á Skákţingi Gođans-Máta eftir 6 umferđir. Birkir og Smári Sigurđsson gerđu jafntefli og Guđmundur Lee vann Jakob Sćvar Sigurđsson. Páll Andrason og Smári eru međ 4,5 vinninga í 3-.4. sćti.
Ţađ er mikil barátta um hver verđur skákmeistari Gođans-Máta. Ţar er Smári efstur en Stephen Jablon (1931) og Árni Garđar Helgason (1150) eru skammt undan međ 4 vinninga.
Hćgt er ađ sjá pörun í lokaumferđina sem hófst í dag kl. hér en ţar mćtast ma. Smári og Guđmundur, Birkir og Árni, Stephen Jablon og Páll, Ármann og Hlynur og Jakob og Sigurđur Daníelsson.
Hlynur snćr Viđarsson hefur ţegar tryggt sér sigur í yngri flokki.
Alls taka 20 skákmenn ţátt í mótinu sem fram fer um helgina í Framsýnarsalnum á Húsavík.
10.2.2013 | 11:30
Hannes međ jafntefli í sjöundu umferđ
Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2496) gerđi jafntefli viđ ungverska alţjóđlega meistarann Oliver Mihok (2442) í sjöundu umferđ First Saturday-mótsins sem fram fór í gćr. Hannes hefur 4 vinninga og er í 4. sćti.
Í dag í nćstsíđustu umferđ mótsins teflir hann viđ ungverska alţjóđlega meistarann Peter Lizak (2428).
10 skákmenn og ţar af 3 stórmeistarar taka ţátt og tefla allir viđ alla. Međalstigin eru 2443 skákstig. Hannes er nćststigahćstur keppenda.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2013 | 20:18
NM - 4. umferđ
Íslendingum gekk ágćtlega í fjórđu umferđ á NM. Vignir Vatnar og Nansý unnu sína andstćđinga fljótt og örugglega og eru nú efst í flokknum.
Hilmir og Dawid gerđu báđir jafntefli í d-flokki í köflóttum skákum. Hilmir hafđi um tíma tapađ en barđist vel og náđi jafntefli en Dawid hefđi getađ unniđ sína skák. Engu ađ síđur ágćtis úrslit og hafa ţeir ađeins tapađ einni skák samanlagt í flokknum og hafa báđir tvo og hálfan vinning.
Í c-flokki lagđi Oliver Sóley Lind örugglega og Jón Kristinn vann góđan baráttusigur ţar sem um tíma leit ekki út fyrir annađ en ađ hann vćri ađ berjast fyrir jafntefli.
Umferđin var erfiđ fyrir Dag og Jón Trausta í b-flokki ţar sem ţeir töpuđu báđir eftir ađ hafa haft ágćtis stöđur.
Einn og hálfur vinningur kom svo í hús í a-flokki hjá Mikael og Nökkva. Mikael tefldi skákina vel og átti unniđ tafl en féll í taktíska gildru og skákin fór jafntefli. Nökkvi hafđi betra í mjög flókinni stöđu sem endađi međ ţví ađ andstćđingurinn ţoldi ekki flćkjurnar og tímahrakiđ og lék af sér sem Nökkvi sá um leiđ.
Allt í allt 6.5 vinningur í hús í 4. umferđ. Fimmta umferđ hefst 10:00 í fyrramáliđ.
Öll úrslit og pörun 5. umferđar má sjá á www.chess-results.com
9.2.2013 | 15:33
NM - 3. umferđ
Íslendingum gekk ágćtlega í ţriđju umferđ á NM. Vignir Vatnar tefldi maraţon skák vel yfir 100 leiki og sveiđ andstćđing sinn í margslungnu endatafli. Nansý vann einnig sína skák en hún trikkađi andstćđing sinn manni undir. Ţau eru međ efstu mönnum og verđa bćđi í beinni útsendingu í 4. umferđ.
Dawid vann góđan sigur í d-flokki. Tefldi vel og örugglega og klárađi andstćđing sinn í mátsókn. Hilmir Freyr stóđ til vinnings á tímabili en vandađi sig ekki nóg viđ úrvinnsluna og skákin fór jafntefli.
Í c-flokki gerđu Oliver og Jón Kristinn innbyrđis jafntefli og Sóley vann góđan sigur.
Af b-flokki er lítiđ ađ segja, sömdu ţeir félagar úr Fjölni og Rimaskóla stutt jafntefli á fyrsta borđi. Dagur og Jón Trausti tefla nú mikilvćgar skákir í fjórđu umferđ og verđa báđir í beinni.
Í a-flokki gerđu Mikael og Nökkvi báđir jafntefli. Međ smá lánsemi hefđu ţeir getađ unniđ sínar skákir.
Alls 6.5 vinningur í hús sem er gott mál.
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.5.): 2
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 303
- Frá upphafi: 8776472
Annađ
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 241
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar