Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Barna-og unglingameistaramót Reykjavíkur/Stúlknameistaramót Rvk

Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur, sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 17. febrúar í félagsheimili T.R. Faxafeni 12.

Tafliđ hefst kl.14 og stendur til ca. kl. 18. Tefldar verđa 7 umferđir eftir Monrad-kerfi međ umhugsunartímanum 15 mín. á skák. Teflt verđur í einum flokki.

Verđlaun verđa veitt fyrir ţrjú efstu sćtin í mótinu og ţar fyrir utan hlýtur sigurvegarinn titilinn Unglingameistari Reykjavíkur 2013, sé hann búsettur í Reykjavík eđa félagi í reykvísku taflfélagi.

Einnig verđa veitt verđlaun fyrir ţrjár efstu stúlkurnar og ţar fyrir utan hlýtur efsta stúlkan titilinn Stúlknameistari Reykjavíkur 2013, sé hún búsett í Reykjavík eđa félagi í reykvísku taflfélag.

Til viđbótar verđa veitt verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin í aldursflokknum 12 ára og yngri (fćdd 2000 og síđar).

Mótiđ er opiđ öllum krökkum 15 ára og yngri (fćdd 1997 og síđar).

Skráning fer fram á taflfelag@taflfelag.is (vinsamlegast gefiđ upp nafn, fćđingarár, símanúmer, skóla og taflfélag (ef viđ á)) og einnig er hćgt ađ skrá sig á mótsstađ sunnudaginn 17.  febrúar frá kl. 13.30- 13.45. Skákmótiđ hefst kl. 14.

Ađgangur á mótiđ er ókeypis.


Landskeppni Íslands og Kína í Arion banka um helgina: Stórviđburđur í íslensku skáklífi

Wei YiLandskeppni í skák milli Íslands og Kína verđur haldin í höfuđstöđvum Arion banka viđ Borgartún helgina 16. til 17. febrúar. Kínverska liđiđ er eitt hiđ sterkasta sem sótt hefur Ísland heim, en framfarir Kínverja á skáksviđinu undanfarin ár hafa veriđ međ ólíkindum. Liđ ţeirra er skipađ ofurmeisturum, skákdrottningum og undrabörnum.

Bu XiangzhiÍslenska liđiđ verđur skipađ stórmeisturum, alţjóđlegum meisturum og sumum efnilegustu ungmennum landsins. Aldursforsetinn í íslenska liđinu verđur Friđrik Ólafsson fyrsti stórmeistari Íslendinga og fv. forseti FIDE.
 
Tan ZhongyiSkáksamband Íslands (SÍ) og Kínversk íslenska menningarfélagiđ (KÍM) standa ađ landskeppninni í samvinnu viđ Skáksamband Kína, og međ stuđningi Arion banka, CCP, Promens, Icelandic og Elkem Ísland.
 
Huang QianTefldar verđa atskákir í landskeppninni međ 20 mínútna umhugsunartíma og verđur hvort liđ skipađ sex skákmönnum. Allir tefla viđ alla og ţví eru alls 72 vinningar í pottinum. Búast má viđ gríđarlega skemmtilegri taflmennsku, enda eru Kínverjar ein fremsta skákţjóđ heims og hvert undrabarniđ á fćtur öđru hefur komiđ fram á síđustu árum. Yngsti liđsmađur Kínverja í glímunni viđ Íslendinga er hinn 13 ára gamli Wei Yi, sem er stigahćstur allra í heiminum 14 ára og yngri.

Davíđ Ólafsson verđur landsliđseinvaldur í keppninni og međal ţeirra sem munu keppa fyrir Íslands hönd eru, auk Friđriks, stórmeistararnir Helgi Ólafsson, Stefán Kristjánsson og Ţröstur Ţórhallsson, alţjóđlegu meistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson, Guđmundur Kjartansson og Jón Viktor Gunnarsson, og Lenka Ptacnikova stórmeistari kvenna. Ţá fá nokkur efnilegustu ungmenni okkar tćkifćri til ađ spreyta sig gegn kínversku snillingunum.

Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka mun setja landskeppnina og Össur Skarphéđinsson utanríkisráđherra leika fyrsta leikinn fyrir Íslands hönd.

Áhorfendur eru hjartanlega velkomnir í Arion banka um helgina, til ađ fylgjast međ viđureign Íslands og Kína. Keppni hefst báđa daga klukkan 13 og stendur til 17.

Kínversku meistararnir:

Bu Xiangzhi, fćddur 1985 (2675). Varđ stórmeistari ađeins 13 ára, einn af allra bestu skákmönnum heims.

Yu Yangyi, fćddur 1994 (2688). Varđ stórmeistari 15 ára, er nú 3. sterkasti skákmađur Kínverja og nćst stigahćsti skákmađur heims 20 ára og yngri.

Wei Yi, fćddur 1999 (2501). Ađeins 13 ára, efstur allra í heiminum 14 ára og yngri. Hann er yngsti alţjóđameistari í heimi og hefur ţegar náđ tveimur stórmeistaraáföngum.

Huang Qian, fćdd 1986 (2478). Stórmeistari kvenna. Varđ heimsmeistari međ kínverska liđinu áriđ 2007.

Tan Zhongyi, fćdd 1991. (2466) Stórmeistari kvenna. Varđ í tvígang heimsmeistari stúlkna 10 ára og yngri, 2000 og 2001. Heimsmeistari 12 ára og yngri áriđ 2002.

WaWang Yiye, fćddur 1998. (2226) Einn efnilegasti skákmađur Kína.


N1 og SÍ taka höndum saman: Glćsilegt N1 Reykjavíkurskákmót í Hörpu 19. til 27. febrúar

  • N1 bakhjarl Reykjavíkurmótsins nćstu tvö árin.
  • Anish Giri og Wesley So verđa međ í Hörpu.
  • Kínverskir skáksnillingar fjölmenna.
  • Stefnir í metţátttöku.
  • Aldrei fleiri stórmeistarar.

Gunnar Björnsson og Eggert Benedikt GuđmundssonN1 og Skáksamband Íslands gengu í morgun frá samkomulagi, sem felur í sér ađ N1 verđur ađalbakhjarl Reykjavíkurmótsins í skák nćstu tvö árin. N1 Reykjavíkurmótiđ verđur firnavel skipađ og hiđ fjölmennasta frá upphafi, eins og fram kom í kynningu SÍ og N1 í Hörpu í morgun. Viđ sama tćkifćri voru íslensku landsliđsbörnin í skák heiđruđ, en ţau stóđu sig frábćrlega á Norđurlandamótinu í skólaskák um síđustu helgi.

N1 Reykjavíkurskákmótiđ 2013 fer fram í Hörpu, 19. til 27. febrúar.

Landsliđsbörn heiđruđGunnar Björnsson forseti Skáksambandsins og Eggert Benedikt Guđmundsson forstjóri N1 skrifuđu undir samninginn í morgun, og sagđi forseti SÍ ađ samningurinn markađi tímamót viđ uppbyggingu hins gamalgróna og vinsćla Reykjavíkurmótsins. Á nćsta ári verđur hálf öld liđin frá fyrsta mótinu, sem fram fór 1964.

4Eggert Benedikt sagđi mjög ánćgjulegt ađ starfa međ SÍ ađ uppbyggingu N1 Reykjavíkurmótsins, og sagđi sérstakt fagnađarefni ađ íslensk börn og ungmenni fengju tćkifćri til ađ tefla á alţjóđlegu stórmóti međ sumum bestu skákmönnum heims.

„Sem riddarar götunnar lítum viđ á ţađ sem eitt af okkar hlutverkum ađ efla skáklist á Íslandi og erum full tilhlökkunar til samstarfsins viđ SÍ, og erum ekki síđur stolt ađ koma ađ einu vinsćlasta skákmóti heims.“ 

Mikill fjöldi stigahárra stórmeistara er skráđur til leiks á N1 Reykjavíkurskákmótinu, en mótiđ er öllum opiđ og er búist viđ allt ađ 250 keppendum, sem er metţátttaka í nćstum hálfrar aldar sögu mótsins.

Wei YiKínverskir skáksnillingar munu setja mikinn svip á keppnina. Í ţeim hópi eru ofurmeistararnir Ding Liren, sem er tvítugur, og Bu Xiangzhi sem varđ stórmeistari 13 ára gamall, og hin 17 ára gamla Guo Qi sem varđ heimsmeistari stúlkna á síđasta ári. Ekki verđur síđur forvitnilegt ađ fylgjast međ hinum 13 ára gamla Wei Yi, sem er stigahćstur allra í heiminum, 14 ára og yngri.
 
anishgiriFleiri ungir snillingar verđa áberandi í Hörpu, ţví ţrír stigahćstu skákmenn heims 20 ára og yngri verđa međ á N1 Reykjavíkurskákmótinu. Ţetta eru Anish Giri frá Hollandi, 18 ára, Yu Yangyi frá Kína, 19 ára, og Wesley So frá Filippseyjum, 19 ára. Allir urđu ţeir stórmeistarar 14 til 15 ára og munu berjast um ćđstu metorđ í skákheiminum á nćstu árum.
 
wesley_soSkákmeistarar frá um 40 löndum tefla á N1 Reykjavíkurskákmótinu. Í ţeim hópi eru gamlir vinir Íslendinga á borđ viđ Ivan Sokolov, sem í tvígang hefur sigrađ á Reykjavíkurmótinu áđur, og ensku gođsögnina Nigel Short, sem teflt hefur um heimsmeistaratitilinn.

Međal íslenskra keppenda verđa Hannes Hlífar Stefánsson, sem fimm sinnum hefur sigrađ á Reykjavíkurmótinu, Hjörvar Steinn Grétarssonefnilegasti skákmađur Íslands, og stórmeistararnir Stefán Kristjánsson, Henrik Danielsenog Ţröstur ŢórhallssonÍslandsmeistari. Íslensku landsliđskonurnar okkar taka líka allar ţátt í mótinu. Stigahćst ţeirra erLenka Ptacnikova, ríkjandi Íslandsmeistari.

Guo QiSamhliđa N1 Reykjavíkurskákmótinu verđur efnt til fjölda sérviđburđa, og almenningi gefst kostur á ađ komast í tćri viđ meistarana. Međal annars er efnt til spurningakeppni um skák, ,,landsleiks" í fótbolta og hrađskákmóts.


Áhorfendur verđa hjartanlega velkomnir á N1 Reykjavíkurskákmótiđ í Hörpu og er ađgangur ókeypis. Hćgt verđur ađ fylgjast međ viđureignum meistaranna, auk ţess sem bođiđ er upp á skákskýringar í hliđarsal.


Skáksveit Rimaskóla Reykjavíkurmeistarar grunnskólasveita

Reykjavíkurmeistarar grunnskólasveita 2013Reykjavíkurmót grunnskólasveita fór fram á mánudag í húsnćđi TR og var fjölmennt ađ vanda. A-sveit Rimaskóli sem skipuđ var ţeim Degi Ragnarssyni, Oliver Aroni Jóhannessyni, Jóni Trausta Harđarsyni og Kriistófer Jóel Jóhannessyni, sigrađi međ yfirburđum; hlaut 27 vinninga af 28 mögulegum en mun meiri spenna var um 2. og 3. sćtiđ.

Ţar urđu hlutskarpastar A-sveit Ölduselsskóla sem hlaut silfuverđlaun međ 19 ˝ vinning (skipuđ ţeim Mikael Kravchuk, Alec Sigurđssyni, Óskari Víkingi Davíđssyni og Brynjari Haraldssyni) en bronsverđlaun hlaut sveit Laugalćkjarskóla međ 19 vinninga (skipuđ ţeim Rafnari Friđrikssyni, Garđari Sigurđssyni, Arnari Inga Njarđarsyni og Johan Markus Chun).  Skammt var síđan í sveitirnar í 4. og 5. sćti; B-sveit Rimaskóla (18 vinningar) og A-svein Kelduskóla (17 vinningar).

Reykjavíkurmeistarar stúlkna varđ sveit Rimaskóla međ 15 ˝ vinning en hún var skipuđ ţeim NansýIMG 0861 Davíđsdóttur, Ásdísi Birnu Ţórarinsdóttur, Tinnu Sif Ađalsteinsdóttur, Heiđrúnu Hauksdóttur og Signý Helgu Guđbjartsdóttur. Silfurverđlaunin í kom í hlut stúlknasveitar Melaskóla (skipuđ ţeim Svövu Ţorsteinsdóttur, Katrínu Kristjánsdóttur, Helgu Lan Haraldsdóttur, Vigdísi Sverrisdóttur og Kristínu Ingibjörgu Magnúsdóttur) en bronsverđlaun hlaut sveit Fossvogsskóla (skipuđ ţeim Dögg Magnúsdóttur, Elísu Gígju Ómarsdóttur, Lísu Ólafsdóttur, Helenu Sól Elíasdóttur og Ólöfu Helgu Ţórmundsdóttur).

Úrslit urđu annars sem hér segir:

  • 1.    Rimaskóli A                  27 vinningar
  • 2.    Ölduselsskóli A             19˝
  • 3.    Laugalćkjarskóli                        19
  • 4.    Rimaskóli B                   18
  • 5.    Kelduskóli A                  17
  • 6.    Árbćjarskóli A              16
  • 7.    Melaskóli A                   16
  • 8.    Hagaskóli                                  15˝
  • 9.    Háaleitisskóli                 15˝ 
  • 10.  Rimaskóli (stúlkur)         15˝
  • 11.  Langholtsskóli               15
  • 12.  Norđlingaskóli A                        14
  • 13.  Klébergsskóli                14
  • 14.  Rimaskóli C                   14
  • 15.  Árbćjarskóli B              13˝
  • 16.  Grandaskóli A               13˝
  • 17.  Ölduselsskóli B             13˝
  • 18.  Kelduskóli B                  13
  • 19.  Norđlingaskóli B                        12 ˝
  • 20.  Melaskóli (stúlkur)          12
  • 21.  Vćttaskóli                                12
  • 22.  Fossvogsskóli A                       11˝
  • 23.  Fossvogsskóli (stúlkur) 10˝
  • 24.  Árbćjarskóli C              10˝
  • 25.  Norđlingaskóli C                        10˝
  • 26.  Vesturbćjarskóli           10
  • 27.  Grandaskóli B               8˝
  • 28.  Norđlingaskóli D                        4˝

Mótshaldarar voru Skóla- og frćđasviđ Reykjavíkurborgar og Taflfélag Reykjavíkur, mótsjóri Soffía Pálsdóttir frá SFS en skákstjórn önnuđust Eiríkur K. Björnsson og Ólafur H. Ólafsson. Rétt er ađ ţakka fjölmörgum liđstjórum sem ađstođuđu skákstjóra viđ mótshaldiđ.


Skák í Vesturbćnum: Gunni Gunn náđi vopnum sínum og sigrađi

Gunni GunnKR-ingar og gestir ţeirra öttu kappi ađ venju sl. mánudagskvöld og ţreyttu međ sér 13 skákir međ 7 mínútna umhugsunartíma.  Hver og einn reyndi ađ gera sig öđrum gildari annađ hvort stöđulega séđ eđa á tíma. Ţví má segja ađ gćtt hafi nokkurrar undirliggjandi togstreitu međal keppenda.

Gegnheil kerfisbundin hugsun varđ stundum ađeins undan ađ láta vegna síbreytileika stöđunnar á skákborđinu svo keppendur urđu ađ grípa til örţrifaráđa til ađ reyna ađ landa jafntefli eđa bjarga sér fyrir horn á tíma.  Eins konar skákrćn tilvistarkreppa gerđi einnig vart viđ sig sem vakti sumum ógnvekjandi ugg svo viđ lá ađ ţeir fengju „skákkvíđahliđrunarstreyturöskunareinkenni" og yrđu ađ fá áfallahjálp á stađnum samkvćmt viđ viđbragđsáćtlun Neyđarlínunnar.  En betur fór en áhorfđist ađ sögn viđstaddra ţví svona uppákomur ganga oftast fljótt yfir og hafa engin alvarleg eftirköst ef menn vinna nćstu skák.  

 Ţađ bar hins vegar til meiriháttar tíđinda og gladdi marga ađ hinn aldni meistari,  Gunnar Kr. Gunnarsson, náđi á ný vopnum sínum eftir nokkuđ hlé og slappleika undanfariđ og vann mótiđ međ glćsibrag. Sýndi yfirvegađa taflmennsku og haldgóđa gamla takta  og sigrađi létt međ 10.5 vinningi.  Sagđist ađspurđur enn beita gamaldags skotgrafahernađi og taflađferđafrćđi síđustu aldar hvađ sem allri nútíma tölvuskákforritum líđur, sem hefđi gefist honum vel gegn um tíđina.  

Gunni Gunn var međ einum og hálfum vinningi meira en fimm nćstu keppendur ţegar yfir lauk og upp var stađiđ.  Í ţeim hópi međ 9 vinninga bar hćst nafn nafna hans Birgissonar, sem hefur veriđ nćstum óstöđvandi um nokkurt skeiđ en varđ nú ađ láta undan síga međ 4 vinninga niđur. Hinir eru allt velţekktir „skottubanar" en geta líka veriđ hverjum sem er skeinuhćttir á góđum degi eins og dćmin sanna.

Mótiđ var óvenju jafnt ađ ţessu sinni, einkum um miđjuna, eins og sjá má á međf. mótstöflu.

 

kr-_m_tstafla_11_2_2013.jpg

 

ESE- skákţankar 11/13 -  12.2.13

 


Eđalskákmót í Ásgarđi í dag

Í dag var svo kallađ Eđalskákmót haldiđ í Ásgarđi. Ţá fá ţeir einir verđlaun sem orđnir eru 75 ára eđa verđa ţađ á árinu. Bestir 75 ára og eldriMagnús V Pétursson á hugmyndina ađ ţessu móti og gefur öll verđlaun. Fyrsta Eđalskákmótiđ var haldiđ fyrir ári, ţađ mót vann Ţorsteinn K Guđlaugsson og hann endurtók ţađ síđan í dag.

Ţorsteinn fékk sex vinninga af  níu. Jafn honum ađ vinningum var svo Valdimar Ásmundsson en ađeins lćgri á stigum, ţannig ađ Ţorsteinn hampađi bikarnum í annađ sinn. Í ţriđja sćti af öldungunum varđ svo Haraldur Axel međ fimm og hálfan vinning.

Magnús afhenti verđlaunin, hann var svo međ smá IMG 0319aukaverđlaun í pokahorninu til unglinganna líka eins og hann orđađi ţađ.

Guđfinnur R Kjartansson fékk flesta vinninga í dag eđa átta af níu, hann gerđi ađeins tvö jafntefli, viđ ţá Harald Axel og Magnús Pétursson en ţeir eru báđir komnir yfir áttrćtt.

Össur Kristinsson  og Ari Stefánsson urđu svo í öđru og ţriđja sćti af unglingunum.

Ţessir ţrír eru allir innan viđ sjötugt.

Magnús útnefndi síđan Friđrik Sófusson sem sérstakan Eđalskákmann eldri borgara.

Friđrik sem verđur 86 ára í vor hefur veriđ sérstaklega duglegur ađ mćta á nánast alla skákviđburđi hjá Ásum og Riddurunum síđast liđin tíu ár.

Međfylgjandi tafla útskýrir ţetta svo betur.

Myndaalbúm (ESE)

 

2013 ĆSIR  EĐALMÓT MVP   MÓTSTAFLA

 


Undanrásir Reykjavík Barna Blitz hefjast á morgun

From the final: Hilmir and NansýUndanrásir Reykjavík Barnablitz fara senn fram á skákćfingum taflfélaganna í Reykjavík. Tvö sćti eru í bođi á hverri ćfingu. Ef ađili sem hefur unniđ sér inn keppnisrétt tekur ţátt í ćfingu og lendir í efsta eđa nćst efsta sćti gildir ţriđja sćtiđ sem ţátttökusćti, sem og fjórđa sćtiđ ef tveir efstu hafa ţegar unniđ sér inn ţátttökurétt. Taflfélögin annast framkvćmd undanrásanna og ákvarđa um fyrirkomulag ţeirra.

  • Skákdeild KR: Miđvikudagurinn 13. febrúar 17:30 í Frostaskjóli.
  • Skákdeild Fjölnis: Laugardagur 16. febrúar 11:00 í Rimaskóla.
  • Taflfélag Reykjavíkur: Laugardagur 16. febrúar 14:00 í Faxafeni 12.
  • Taflfélagiđ Hellir: Mánudagurinn 18. febrúar 17:15 í Helli, Álfabakka 14a.

Ţeir sem komast áfram tefla til úrslita í Hörpu laugardagsmorguninn 23. febrúar. Teflt verđur međ útsláttarfyrirkomulagi og hvert einvígi upp í tvö.

Keppnin miđast viđ skákmenn fćdda 2000 og síđar.


Barna-og unglingameistaramót Reykajvíkur/Stúlknameistaramót Rvk

Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur, sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 17. febrúar í félagsheimili T.R. Faxafeni 12.

Tafliđ hefst kl.14 og stendur til ca. kl. 18. Tefldar verđa 7 umferđir eftir Monrad-kerfi međ umhugsunartímanum 15 mín. á skák. Teflt verđur í einum flokki.

Verđlaun verđa veitt fyrir ţrjú efstu sćtin í mótinu og ţar fyrir utan hlýtur sigurvegarinn titilinn Unglingameistari Reykjavíkur 2013, sé hann búsettur í Reykjavík eđa félagi í reykvísku taflfélagi.

Einnig verđa veitt verđlaun fyrir ţrjár efstu stúlkurnar og ţar fyrir utan hlýtur efsta stúlkan titilinn Stúlknameistari Reykjavíkur 2013, sé hún búsett í Reykjavík eđa félagi í reykvísku taflfélag.

Til viđbótar verđa veitt verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin í aldursflokknum 12 ára og yngri (fćdd 2000 og síđar).

Mótiđ er opiđ öllum krökkum 15 ára og yngri (fćdd 1997 og síđar).

Skráning fer fram á taflfelag@taflfelag.is (vinsamlegast gefiđ upp nafn, fćđingarár, símanúmer, skóla og taflfélag (ef viđ á)) og einnig er hćgt ađ skrá sig á mótsstađ sunnudaginn 17.  febrúar frá kl. 13.30- 13.45. Skákmótiđ hefst kl. 14.

Ađgangur á mótiđ er ókeypis.


Hannes endađi á jafnteflum

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2496) gerđi jafntefli í tveimur síđustu umferđum First Saturday-mótinu sem lauk í dag. Hannes gerđi reyndar jafntefli í fimm síđustu umferđunum. Hannes hlaut 5 vinninga og endađi í 4. sćti.

Frammistađa hans samsvarađi 2480 skákstigum og lćkkar hann um 2 stig fyrir hana.

10 skákmenn og ţar af 3 stórmeistarar tóku ţátt og tefldu allir viđ alla. Međalstigin voru 2443 skákstig. Hannes var nćststigahćstur keppenda.


Ungmennaćfing Skákdeildar Breiđabliks í dag kl. 17

Skákćfingar fyrir ungmenni 16-25 ára eru haldnar í Stúkunni á 3ju hćđ viđ Kópavogsvöll alla mánudaga kl 17-19.

Ćfingarnar eru opnar öllum á ţessum aldri óháđ taflfélagi.

Gengiđ er inn bakatil á kjallarahćđ.
Sigurvegari ćfingarinnar hlýtur ađ launum gjafabréf á  pizzu hjá Italiano Pizzeria Hlíđasmára.
Stjórnandi ćfinganna er Páll Andrason

Heimasíđa Skákdeildar Breiđabliks: http://www.breidablik.is/skak


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 175
  • Frá upphafi: 8779853

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 91
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband