Leita í fréttum mbl.is

Landskeppni Íslands og Kína í Arion banka um helgina: Stórviđburđur í íslensku skáklífi

Wei YiLandskeppni í skák milli Íslands og Kína verđur haldin í höfuđstöđvum Arion banka viđ Borgartún helgina 16. til 17. febrúar. Kínverska liđiđ er eitt hiđ sterkasta sem sótt hefur Ísland heim, en framfarir Kínverja á skáksviđinu undanfarin ár hafa veriđ međ ólíkindum. Liđ ţeirra er skipađ ofurmeisturum, skákdrottningum og undrabörnum.

Bu XiangzhiÍslenska liđiđ verđur skipađ stórmeisturum, alţjóđlegum meisturum og sumum efnilegustu ungmennum landsins. Aldursforsetinn í íslenska liđinu verđur Friđrik Ólafsson fyrsti stórmeistari Íslendinga og fv. forseti FIDE.
 
Tan ZhongyiSkáksamband Íslands (SÍ) og Kínversk íslenska menningarfélagiđ (KÍM) standa ađ landskeppninni í samvinnu viđ Skáksamband Kína, og međ stuđningi Arion banka, CCP, Promens, Icelandic og Elkem Ísland.
 
Huang QianTefldar verđa atskákir í landskeppninni međ 20 mínútna umhugsunartíma og verđur hvort liđ skipađ sex skákmönnum. Allir tefla viđ alla og ţví eru alls 72 vinningar í pottinum. Búast má viđ gríđarlega skemmtilegri taflmennsku, enda eru Kínverjar ein fremsta skákţjóđ heims og hvert undrabarniđ á fćtur öđru hefur komiđ fram á síđustu árum. Yngsti liđsmađur Kínverja í glímunni viđ Íslendinga er hinn 13 ára gamli Wei Yi, sem er stigahćstur allra í heiminum 14 ára og yngri.

Davíđ Ólafsson verđur landsliđseinvaldur í keppninni og međal ţeirra sem munu keppa fyrir Íslands hönd eru, auk Friđriks, stórmeistararnir Helgi Ólafsson, Stefán Kristjánsson og Ţröstur Ţórhallsson, alţjóđlegu meistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson, Guđmundur Kjartansson og Jón Viktor Gunnarsson, og Lenka Ptacnikova stórmeistari kvenna. Ţá fá nokkur efnilegustu ungmenni okkar tćkifćri til ađ spreyta sig gegn kínversku snillingunum.

Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka mun setja landskeppnina og Össur Skarphéđinsson utanríkisráđherra leika fyrsta leikinn fyrir Íslands hönd.

Áhorfendur eru hjartanlega velkomnir í Arion banka um helgina, til ađ fylgjast međ viđureign Íslands og Kína. Keppni hefst báđa daga klukkan 13 og stendur til 17.

Kínversku meistararnir:

Bu Xiangzhi, fćddur 1985 (2675). Varđ stórmeistari ađeins 13 ára, einn af allra bestu skákmönnum heims.

Yu Yangyi, fćddur 1994 (2688). Varđ stórmeistari 15 ára, er nú 3. sterkasti skákmađur Kínverja og nćst stigahćsti skákmađur heims 20 ára og yngri.

Wei Yi, fćddur 1999 (2501). Ađeins 13 ára, efstur allra í heiminum 14 ára og yngri. Hann er yngsti alţjóđameistari í heimi og hefur ţegar náđ tveimur stórmeistaraáföngum.

Huang Qian, fćdd 1986 (2478). Stórmeistari kvenna. Varđ heimsmeistari međ kínverska liđinu áriđ 2007.

Tan Zhongyi, fćdd 1991. (2466) Stórmeistari kvenna. Varđ í tvígang heimsmeistari stúlkna 10 ára og yngri, 2000 og 2001. Heimsmeistari 12 ára og yngri áriđ 2002.

WaWang Yiye, fćddur 1998. (2226) Einn efnilegasti skákmađur Kína.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (30.5.): 15
 • Sl. sólarhring: 24
 • Sl. viku: 154
 • Frá upphafi: 8765823

Annađ

 • Innlit í dag: 11
 • Innlit sl. viku: 125
 • Gestir í dag: 9
 • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband