Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Góđ frammistađa Andra í uppsölum

471_Andri_Freyr_Bjorgvinsson-281x300Andri Freyr Björgvinsson (1937) stóđ sig afar vel á alţjóđlega unglingamótinu sem fram fór í Uppsölum 27. október - 1. nóvember. Andri hlaut 3˝ vinning í 4 síđustu skákum og endađi međ 5 vinninga í 9 umferđum.

Frammistađa hans samsvarađi 2071 skákstigi og hćkkar um 31 stig. Mjög flott.

Símon Ţórhallsson (2027) náđi sér ekki jafnvel á strik. Hann hlaut 3˝ vinning. Hann sló hins vegar í gegnum í Svíţjóđ - ađ ţví leyti ađ hann talar sćnsku reiprennandi!

Gríski FIDE-meistarinn Evgenios Ioannidis (2302) sigrađi á mótinu. 

 


Barna- og unglingameistaramót TR fer fram í dag

Barna- og unglingameistaramót sem og Stúlknameistaramót Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 5. nóvember í félagsheimili T.R. Faxafeni 12. Tafliđ hefst kl.13.

Tefldar verđa 7 umferđir međ tímamörkunum 10+5 (10 mínútur á mann auk 5 sekúndna sem bćtast viđ eftir hvern leik). Mótiđ verđur reiknađ til atskákstiga.

Teflt verđur í tveimur flokkum: opnum flokki og stúlknaflokki. Verđlaun verđa veitt fyrir ţrjú efstu sćtin í opna flokknum og ţar fyrir utan hlýtur efsti T.R.-ingurinn titilinn Unglingameistari T.R. 2017.

Ţá verđa veitt verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin í stúlknaflokknum og ţar fyrir utan hlýtur efsta stúlkan úr T.R. titilinn Stúlknameistari T.R. 2017.

Til viđbótar verđa veitt verđlaun fyrir efsta sćtiđ í aldursflokknum 13-15 ára (f. 2002-2004), 11-12 ára (f. 2005-2006), 9-10 ára (f. 2007-2008) sem og 8 ára og yngri (f. 2009 og síđar) í báđum flokkum (opna flokknum og stúlknaflokknum).

Fyrra árs Unglingameistari TR er Vignir Vatnar Stefánsson og Stúlknameistari TR er Batel Goitom Haile.

Mótiđ er opiđ öllum krökkum 15 ára og yngri (fćdd 2002 og síđar).

Skákmótiđ hefst kl.13 og er ađgangur ókeypis. Skráning í mótiđ fer fram rafrćnt og má nálgast  skráningarformiđ hér. Einnig má finna skráningarformiđ í gula kassanum á skak.is. Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má nálgast hér.


Skákţáttur Morgunblađsins: Yfirburđir Víkingaklúbbsins á Íslandsmóti skákfélaga

GEU11V65FVíkingaklúbburinn hefur sex vinninga forskot á Íslandsmeistara Hugins eftir fyrri umferđ mótsins sem fram fór í Rimaskóla um síđustu helgi. Teflt var í öllum fjórum deildum mótsins og og sátu á fjórđa hundrađ skákmanna ađ tafli ţessa helgina. Efsta deildin tók forskot á sćluna en keppni ţar hófst á fimmtudagskvöldiđ. Seinni hluti keppninnar fer fram í byrjun mars á nćsta ári. Íslandsmót skákfélaga er fjölmennasta skákmót ársins og ţađ skemmtilegasta ađ margra mati.

Fyrir keppnina urđu miklar breytingar á sumum liđunum og bar ţar hćst ađ Víkingasveitin bćtti viđ sig félögum úr skáksveit Bolungarvíkur ţeim Jóhanni Hjartarsyni og Jóni L. Árnasyni og úr Taflfélagi Reykjavikur komu Jón Viktor Gunnarsson og Björn Ţorfinnsson.

Huginn var ađ ţessu sinni án Gawain Jones og Robin van Kampen og munar um minna ţó ađ frammistađan hafi veriđ vel viđunandi. Víkingasveitin tefldi hinsvegar af miklu öryggi og tapađi ekki skák, vann tvćr viđureignir međ núlli og öđrum lauk 7:1. Ţar sem vinningar eru látnir ráđa eins og í ţýsku Bundesligunni verđur ađ teljast afar ólíklegt ađ Huginn eigi möguleika á ađ verja titilinn en efstu sveitirnar mćtast í lokaumferđinni. Stađan fimm efstu liđa í 1. deild:

1. Víkingaklúbburinn 37 v. (af 40) 2. Huginn 31 v. 3. Fjölnir 24 v. 4. TR 21 v. (6 stig) 5. SA (a-sveit) 21 v.

Í 2. deild hefur b-sveit TR ˝ vinnings forskot á Skákfélag Reykjanesbćjar en tvćr efstu sveitirnar komast upp í efstu deild. Í 3. deild er b-sveit Víkingaklúbbsins efst og í 4. deild hefur Taflfélag Akraness forystuna.

Margir náđu góđum úrslitum um helgina og ef litiđ er til árangurs í efstu deild miđađ viđ stigahćkkun ţá hćkkađi Akureyringurinn Símon Ţórhallsson mest eđa um 32 Elo-stig. Frammistađa Sverris Ţorgeirssonar hjá Garđbćingum var eftirtektarverđ en hann vann stórmeistarann Margeir Pétursson og hćkkađi um tćplega 24 stig.

Í 2. deild fengu Selfyssingar til liđs viđ sig ţekktan meistara og strangtrúađan gyđing, Jaacov Noorwitz. Honum ber ađ halda hvíldardaginn heilagan og ţegar hann tefldi viđ Björgvin Jónsson mátti hann ađ vísu tefla, en ekki skrifa niđur skákina. Skákin fer hér á eftir en Björgvini tókst ađ halda sér á floti í erfiđri stöđu gegn andstćđingi sem hefur frábćra leiktćkni og er afburđa hrađskákmađu.

Jaacov Norowitz – Björgvin Jónsson

Drottningarindversk vörn

1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 b6 4. g3 Ba6 5. b3 d5 6. cxd5 exd5 7. Bg2 Bb4+ 8. Bd2 Bd6 9. 0-0 0-0 10. Rc3 He8 11. Re5 Rxe5 12. dxe5 Hxe5 13. Bf4 Hf5?!

Óvenjulegur stađur fyrir hrók, 13.... He6 var betra.

14. Dc2

Gott var einnig 14. e4 eđa 14. Dd2.

14.... Hxf4 15. gxf4 Bb7 16. Had1 Ra6 17. Df5 c6 18. e4 Rc7 19. e5?!

Međ 19. Hfe1 heldur hvítur öllum möguleikum opnum.

19.... Rfe8 20. b4 Ba6 21. Hfe1 De7 22. a3 Bc4 23. Re2 Re6 24. Dg4 h5!? 25. Dg3 f5 26. Rd4?! Rxd4 27. Dxd4 Rc7

Svartur er kominn yfir ţađ versta en nú bregđur hvítur á ţađ ráđ ađ gefa skiptamun til baka.

28. Hxc4? dxc4 29. Bxc6 Hd8 30. b5 Re6 31. Df3 Dc5!

Hrifsar til sín frumkvćđiđ.

32. Kh1 c3 33. Hc1 Dc4!

GEU11V65JBráđsnjall leikur, 34. Dxc er svarađ međ 34.... Hd1+! og vinnur og 34. Hxc3 strandar á 34.... Df1 mát.

34. h3 c2 35. Kh2 Hd2 36. Dxg5 Dxf4+ 37. Kh1 Dxf2

– og hvítur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 28. október 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Tap gegn Tékkum međ minnsta mun

EM2017_5th_HedinnÍslenska liđiđ á Evrópumóti Landsliđa á Krít mátti sćtta viđ tap međ minnsta mun gegn sterkri sveit Tékka. Jafntefli urđu á ţremur efstu borđunum en Guđmundur Kjartansson beiđ lćgri hlut á 4. borđi. Íslenska liđiđ hefur ţví enn 6 stig en ekki liggur fyrir hvađa sveit viđ mćtum í 8. umferđ ţegar ţetta er ritađ

 

Áttunda umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 13. 

 

Ingvar liđsstjóri mun gera umferđ dagsins betri skil síđar í kvöld.

 

 


EM landsliđa: Tékkland í dag

Ísland mćtir sterku liđi Tékklands í dag. Ţađ ađ viđ fáum sterkari og veikari sveitir til skiptis heldur ţví áfram sjöundu umferđina í röđ. Tékkar eru sterkir. Ţeir hafa međalstigin 2643 skákstig á móti 2527 skákstigum Íslands. Tékkar eru međ elleftu stigahćstu sveitina á međan okkar var rađađ nr. 27.  Ţađ hallar ţví töluvert á okkur. Tékkum hefur hins vegar ekki vel á mótinu og hafa ađeins 5 stig. Hafa ekki unniđ viđureign síđan í annarri umferđ og halda ţví vonandi áfram í dag!

Viđureign dagsins

Clipboard04


Viđ höfum ţrívegis teflt áđur viđ Tékka á EM og okkur hefur ekki gengiđ vel. Ávallt tapađ. Síđast mćttum viđ ţeim í fyrstu umferđ EM í Póllandi 2013 og töpuđum ţá mjög naumlega 1˝:2˝. Héđinn gerđi ţá jafntefli viđ David Navara á fyrsta borđi og var ţá lukkan međ ţeim síđarnefnda. Hannes Hlífar og Hjörvar gerđu ţá einnig jafntefli en Guđmundur tapađi á síđasta borđi. 

Höfum bara einu sinni mćtt ţeim á Ólympíuskákmóti. Ţađ var áriđ 2016 í Bakú. Viđ töpuđum ţá 1-3. Hjörvar vann Laznicka á öđru borđi en ađrar skákir töpuđust. 

Viđureign dagsins hefst kl. 13. Best er ađ fylgjast međ á Chess24 sem og á Facebook-síđunni íslenskum skákmönnum  


Ćskan og ellin fer fram í dag

ĆSKAN OG ELLIN 20161-005

Skákmótiđ ĆSKAN OG ELLIN XIV., ţar sem kynslóđirnar mćtast, verđur haldiđ í 14. sinn laugardaginn 4. nóvember  í Skákhöllinni í Faxafeni. 

TAFLFÉLAG REYKJAVÍKUR og RIDDARINN, skákklúbbur eldri borgara á höfuđborgarsvćđinu međ stuđningi TOPPFISKS ehf – leiđandi fyrirtćkis í ferskum og fyrstum sjávarafurđum - standa saman ađ mótshaldinu sem ţađ hefur eflst mjög ađ öllu umfangi og vinsćldum međ árunum.   

ĆSKAN OG ELLIN 20162-002Fyrstu 9 árin var mótiđ haldiđ í Strandbergi, safnađarheimili Hafnarfjarđarkirkju, ţar sem Riddarinn hefur ađsetur sitt og eldri skákmenn hittast til tafls vikulega allan ársins hring, en nú síđustu 4 árin í samstarfi viđ TR- elsta og öflugasta taflfélag landsins.  Ţessi mót - ţar sem kynslóđirnar mćtast - hafa jafnan veriđ fjölsótt jafnt af yngri sem eldri skákmönnum og afar velheppnuđ. Yfir  80 ára aldursmunur er hefur iđulega veriđ milli yngsta og elsta keppandans. 

Ţátttaka í mótinu er ókeypis og miđast viđ börn og ungmenni á grunnskólaaldri, 15 ára og yngri og roskna skákmenn, 60 ára og eldri. Mótiđ hefst kl. 13 og verđa tefldar 9 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma.    

Vegleg verđlaun og viđurkenningar. Auk ađalverđlauna verđa veitt aldurflokkaverđlaun í 3 flokkum ungmenna og öldunga.  Annars vegar fyrir ţrjú efstu sćti í barna og unglinga-flokkum, 9 ára og yngri; 10-12 ára og 13-15 ára og hins vegar fyrir efstu menn í 3 öldunga-flokkum, 60-69 ára; 70-79 ára og 80 ára og eldri.  Auk ţess fćr sú telpa sem bestum árangri nćr og yngsti og elsti keppandi mótsins heiđursverđlaun. 

ĆSKAN OG ELLIN XIII 2016 Vettvangsmyndir - EE

Mótsnefnd skipa ţeir Kjartan Maack, formađur TR, og Einar S. Einarsson, erkiriddari/formađur Riddarans. 

Skráning til ţátttöku fer fram á www.skak.is og www.taflfelag.is  vikuna fyrir mót.  Hámarksfjöldi keppenda er takmarkađur og ţví mikilvćgt ađ skrá sig sem allra fyrst og/eđa mćta tímanlega á mótsstađ.   


EM Landsliđa - Liđsstjórapistill 6. umferđar

EM2017_6th_Macedonia1Eftir góđan frídag ţar sem batteríin voru hlađin á nýjan leik var komiđ ađ viđureign viđ Makedóníu. Makedónar voru númer 33 í stigaröđinni í upphafi móts á móti 27. sćti hjá okkur. Krafan var ţví ađ sjálfsögđu sigur enda viđ međ allavega 80 elóstigum meira á hverju einasta borđi.

Fyrsta borđ ţeirra Makedóna, Pancevski var búinn ađ vera mjög heitur međ 4 af 5 fram ađ ţessu í mótinu og ţví ljóst ađ sigurinn yrđi ekki auđsóttur ţó ađ sigur vćri krafan.

Króatar voru óvćnt efstir fyrir umferđina međ 9 stig (matchpunkta) en í humátt á eftir ţeim komu Armenar, Rússar, Ungverjar og Pólverjar.

Króatar mćttu Ungverjum og eins var athyglisverđ viđureign hjá "vinaţjóđunum" Azerum og Armenum.

En kíkjum á viđureignina hjá okkar mönnum. Hefjum leik sem fyrr á fyrstu skákinni til ađ klárast.

 

3. borđ Hannes hvítt gegn Nikolovski

EM2017_6th_Hannes

Andstćđingur Hannesar tefldi Benoni og leist mér mjög vel á ađ sjá Bf4/e3 afbrigđiđ sem Hannes hefur beitt međ góđum árangri. Andstćđingur Hannesar lék hinsvegar ekki ...a6 eins og yfirleitt er gert í ţessu afbrigđi og krítíski leikurinn ţar er ţví Da4+ en Hannes tefldi ađra línu. Snemma tafls var Nikolovski tilneyddur til ađ fórna skiptamun en slíkar fórnir eru ţó algengar í slíkum stöđum og í öllum sjö skákum ţar sem stöđumyndin ađ neđan hefur komiđ upp hefur svartur fórnađ skiptamun.

Em2017_6th_Hannes1

Svartur tefldi framhaldiđ nokkuđ vel og ţađ var alls ekki auđvelt ađ virkja hvítu stöđuna. Svartu rhafđi fullar bćtur og var líklega međ ađeins betra lungann af miđtaflinu.

Em2017_6th_Hannes2

Hér er fariđ ađ verđa ansi hvasst í kringum hvíta kónginn og fljótt á litiđ er ţetta ákveđinn vendipunktur í skákinni. Hannes hefđi getađ teflt baráttuskák međ ţví ađ leika He2 hér en ţess í stađ lék Hannes Hg2 og missti í kjölfariđ alveg ţráđinn og lenti í taktík. Tvö töp í röđ hjá Hannesi núna eftir sterka byrjun og vonandi ađ hann nái sér á strik aftur en hann hefur veriđ ađ missa ţráđinn núna í tveim síđustu skákum á svipuđum tíma.

Makedónar tóku ţví forystu hér 1-0.

 

2. borđ Hjörvar svart gegn Nedev.

EM2017_6th_Hjorvar

Eini stórmeistari Makedóna í ţessari viđureign mćtti Hjörvari á öđru borđi. Einhverra hluta vegna er stórmeistarinn viđkunnalegi Alex Colovic einungis hér sem liđsstjóri kvennaliđs Makedóna. Gaman er ađ segja frá ţví ađ Hjörvar átti góđar minningar frá síđustu skák sinni viđ Nedev en hann tryggđi sér stórmeistaratitilinn á sínum tíma međ ţví ađ leggja Nedev.

Hjörvar var búinn ađ kortleggja Nedev nokkuđ vel, bjóst viđ Ítalanum eđa Skotanum og leiđ mér nokkuđ vel ţegar ég sá stöđuna eftir 10. leik á borđinu en hún var sú sama og ég hafđi séđ á "eldhúsborđinu" (reyndar hótelherbergisborđinu) fyrr um daginn.

Hvítur hafđi alltaf ađeins ţćgilegri stöđu sem var auđveldara ađ tefla og var skákin í raun nokkuđ vel tefld. Loks fór ađ draga til tíđinda eftir Rf5+ leik hvíts en skömmu eftir ţađ endurtóku keppendur stöđuna ţrisvar sinnum.

Em2017_6th_Hjorvar1

Hér fór svarti hrókurinn fram og til baka á h8 og e8 og hvíti biskupinn á milli c2 og b3. Hjörvar tók skiljanlega ţessum ţráleik ţar sem tafliđ hlýtur ađ vera mun ţćgilegra á hvítan. Var Hjörvar í raun ađeins hissa ađ hvítur skildi ekki tefla stöđuna áfram.

Stađan hér ţví 1,5-0,5 fyrir Makedóníu og ljóst ađ ekkert mátti útaf bera núna!

 

1. borđ Héđinn hvítt á Pancevski

EM2017_6th_Hedinn

Héđinn valdi 1.e4 gegn Pancevski ţar sem hann teflir nánast alltaf 1...d6 eđa Pirc vörn og auđveldara ađ stjórna valinu ţar e.t.v. á međan hann hefur bćđi teflt kóngsindverja og hollending gegn 1.d4.

Byrjunin var róleg og skipt var upp á drottningum. Héđinn fékk ađeins meira rými og voru ţeir sammála í stúderingum (post-mortem) ađ hvítur hefđi stađiđ ađeins betur í byrjuninni en svartur var ekki langt frá ţví ađ jafna alveg tafliđ.

Mér fannst tafliđ byrja ađ snúast Héđni í vil hér:

Em2017_6th_Hedinn1

Svartur getđi líklega smávćgileg mistök ađ skipta upp á a-peđunum í kjölfariđ en eftir Hd4 hjá hvítum er ljóst ađ svartur vill alls ekki hafa hrókinn sinn passífan á b6 en hann hafđi í raun ekkert val ţar. Í kjölfariđ tók Héđinn til viđ ađ sauma ađ Pancevski í stöđutýpu sem  hentar honum fullkomlega.

Em2017_6th_Hedinn2

Hér er Héđinn búinn ađ "hlađa vel í pósaţjöppuna" og gjörsamlega búinn ađ yfirspila andstćđing sinn. Hvítur er ađ taka allt rýmiđ og menn svarts standa klaufalega, sérstaklega á b-línunni. Peđiđ á e7 er svo komiđ á matseđilinn. Ţessi vandamál auk tímapressu urđu fljótlega til ţess ađ Pancevski réđi ekki viđ stöđuna og tapađi manni og fljótt eftr ţađ skákinni.

Sterkur sigur hjá Héđni sem jafnađi ţarmeđ viđureignina 1,5-1,5. Ţví var allt undir á fjórđa borđi!

 

4. borđ Guđmundur svart gegn Lazov

EM2017_6th_Gummi

Guđmundur ákvađ ađ beita Caro-Kann og afbrigđiđ sem andstćđingur hans valdi, Rd2-b3 í advance variation kom ekki á óvart ţar sem hann hefur teflt ţađ nokkuđ oft áđur. Gummi var ţví vel undirbúinn og fékk trausta stöđu ţar sem hann ţekkti plönin.

Em2017_6th_Gummi1

Hvítur stendur líklega örlítiđ betur í miđtaflinu međ sterkan riddara á d4 og ef hvítur gerir ekki neitt er mjög erfitt fyrir svartan ađ bćta stöđuna. Svartur er hinsvegar međ mjög trausta stöđu og ţađ er oft mikilvćgara í liđakeppnum og ţađ er oft ţannig ađ tćkifćrin koma síđar í skákinni. Gummi sýndi ţví mikla skynsemi í byrjanavali hér og ţolinmćđi.

Em2017_6th_Gummi2

Snúningspunkturinn í skákinni var klárlega í stöđunni hér ađ ofan. Eftir mikla baráttu í jafnri stöđu átti hvítur val á milli ţess ađ leika Hb8+ og De4+ og skipta upp á drottningum og fara í hróksendatafl. Líklega er ţađ jafntefli ef hvítur teflir ţađ vel en kannski ekki auđvelt ađ meta ţađ í tímahraki. Hinn möguleikinn var Dg4 sem hvítur valdi. Ţá átti Gummi ...Dc5+ sem étur peđiđ á e5 í nćsta leik og allt í einu er svartur kominn međ unniđ tafl ţó einhver úrvinnsla sé eftir. E.t.v. var hćgt ađ fara fljótlegri leiđ í kringum tímamörkin en Gummi var ţó fljótur ađ komast á rétta braut og smíđađi loks mátnet í kringum hvíta kónginn.

 

Em2017_6th_Gummi3

Hér sá ég ađ ...h5 var mjög freistandi enda hótar ţađ einfaldlega ...h4+ og svo De1 mát. Mér leiđ svo mun betur ţegar ég sá mikla grettu hjá andstćđingi Guđmundar en hann hafđi líklega misst af ţessu frahaldi. Eftirleikurinn varđ auđveldur enda rćđur hvíti kóngurinn ekki viđ svarta stórskotaliđiđ og liđstap óumflýjanlegt.

Gummi tryggđi ţví hér góđan 2,5-1,5 sigur á lúmskri sveit sem erfitt er ađ vinna. Gamla sýnd veiđi og allt ţađ tuggan ;-)

 

Ţessi sigur ţýđir ađ viđ teflum aftur upp fyrir okkur í nćstu umferđ og ađ ţessu sinni eru ţađ Tékkar sem viđ komum til međ ađ mćta. Viđ töpuđum fyrir Tékkunum á Ólympíumótinu í Baku en ţar gátum viđ gert betur. Líklegt er ađ viđ fáum tvö rematch á morgun ţegar Gummi tekur á móti Vojta Plat og Hjörvar á móti Laznicka. Ţetta eru bara vangaveltur en Stocek tapađi í dag og ţví líklegur í skiptingu og eins vann Plat gegn Guđmundi í Baku ţó ađ Gummi hafi haft betra tafl í ţeirri skák. Hjörvar vann gegn Laznicka í ţeirri viđureign og vćri gaman ađ hafa svipađ uppi á bođstólnum á morgun. Sjáum ţó hvađ setur hvernig ţeir stilla upp. Líklegt ţó ađ Héđinn fái svart á hinn feykisterka David Navara.

UngveEM2017_6th_Armenia_Azerbaijanrjar eru komnir aftur á toppinn eftir glćsilegan 3,5-0,5 stórsigur á Króötum. Rússar eru jafnir ţeim ađ stigum en Armenar duttu ađeins niđur í baráttunni međ tapi gegn Azerum.

Azerar mćta Ungverjum á morgun og Króatar ţurfa ađ eiga viđ Rússana. Líklegast verđur ađ telja ađ sigurvegarar mótsins komi úr ţessum hópi.  Aldrei skal segja aldrei ţó en liđ međ 8 stig ţurfa klárlega ađ vinna rest til ađ eiga möguleika. Líklegastir í ţeim hópi eru Aremanar, Úkraínumenn, Pólverjar og Ísrael.

Í lokin má nefna ţađ ađ eyđimerkuganga okkar Íslendinga hélt áfram á knattspyrnusviđinu í kvöld ţegar viđ lágum enn á ný gegn Frökkum. Okkut til varnar vorum viđ ađeins tveir og Moldóvskir liđsfélagar okkar voru lítiđ fyrir ađ a) gefa boltann b) stjórna honum eđa c) spila vörn. Niđurbrotiđ var svo algjört međ lánsmanninn Jon Ludvig Hammer (fórnarlamb "du er en kuk" svívirđinga gćrdagsins) stýrandi liđinu og kallandi "forty five, forty five" í einu af fjölmörgum 4 á 1 upphlaupum hjá Frökkum. Ţetta mikla dulmál ţýđir ađ sjálfsögđu sending til hliđar í 45 gráđur. Kannski er hann bara "kuk" eftir allt saman hann Jón Lúđvík ;-)

Fyrir áhugamenn um skemmtilegar og góđar skákir má ég til međ ađ mćla međ kaftein Fantastik....sjálfum Ljubomir Ftacnik sem örugglega gleđur menn međ Grunfeld hjarta í sigurskák sinni gegn Aryan Tari. Kannski ekki rétt "tölvulega" en ...Hb2 leikur var mjög flottur fannast mér engu ađ síđur og hvernig hann slátrađi Tari á svörtu reitunum. Hér er skákin á Chessbomb

Látum ţetta gott heita ađ sinni. Bestu kveđjur frá Krít,

Ingvar Ţór Jóhannesson

Liđsstjóri

 

p.s. 

Hér er svo eins og venjulega snapchat story dagsins. Addiđ Ingvar77 til ađ fylgjast međ ţví. Einhverjir bentu á ađ göngutúrinn hafi veriđ full langur en Melrose Place brandarainn góđur. Ég tek glađur viđ ábendingum og óskum, bara bomba ţví á snappiđ ;-)


Sigur gegn Makedóníu - Héđinn og Guđmundur unnu

P1050168

Ísland vann Makedóníu 2˝-1˝ í sjöttu umferđ EM landsliđa en viđureigninni er nýlokiđ. Héđinn Steingrímsson og Guđmundur Kjartansson unnu góđa sigra á 1. og 4. borđi. Hjörvar Steinn Grétarsson gerđi jafntefli en Hannes Hlífar Stefánsson tapađi.

Viđureign dagsins

Clipboard03

Góđur 2˝-1˝ sigur gegn ţéttri sveit Makedóníu. Íslenska liđiđ hefur 50% vinningshlutfall ţ.e. 6 stig af 12 mögulegum.

P1050192

 

Sjöunda umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 13. Ţegar ţetta er ritađ liggur ekki fyrir hverjum viđ mćtum.

Ingvar liđsstjóri mun gera umferđinni betri skil í kvöld.

 


EM landsliđa: Makedónía í dag

P1050134

Eftir frídaginn í gćr hefst EM landsliđa aftur í dag. Sjötta umferđ fer fram og teflum viđ Makedóníu. Viđ höfum veriđ iđnir ţetta mót ađ tefla viđ ţjóđir sem eru ekki fastagestir á mótinu. Makedónía, Albanía og Portúgal eru allt ţjóđir sem ekki tefldu á EM 2015 í Reykjavík. Makedónía hefur međalstigin 2461 skákstig og móti 2527 skákstigum okkar manna. Ţeir eru 31 í styrkleikaröđinni en viđ erum nr. 27.

Ađeins einn stórmeistari er í liđiđ ţeirra og teflir hann á öđru borđi. Fyrsta borđs mađurinn, alţjóđlegi meistarinn Filip Pancevski (2489) hefur fariđ mikinn og hefur 4 vinninga í 5 skákum og hefur góđan möguleika á stórmeistaraáfanga standi hann sig vel í lokaumferđunum fjórum.

Viđureign dagsins

Clipboard01

 

Viđ höfum ţrívegis mćtt Makedóníu á EM. 2005, 2009 og 2011. Unnum ţá međ minnsta mun 2005 og 2011 2˝-1˝, en töpuđum međ sama mun áriđ 2009.

Hannes Hlífar Stefánsson og Arnar Gunnarsson unnu sínar skákir 2005 en Bragi Ţorfinnsson gerđi jafntefli. Áriđ 2011 unnu Henrik og Hjörvar Steinn en Björn Ţorfinnsson gerđi jafntefli Áriđ 2009 töpuđum viđ hins vegar. Björn Ţorfinnsson vann sína skák en Jón Viktor Gunnarsson gerđi jafntefli. Viđ höfum aldrei mćtt ţeim á Ólympíuskámóti. 

Í gćr bauđ Skáksamband Íslands liđinu út ađ borđa. Ágćtt ađ komast útaf hótelinu eitt kvöld. Strákarnir fundu góđan ítalska veitingastađ hér viđ ströndina. Ágćtt ađ brjóta ţetta pínu upp. 

23120375_1561006620626217_7299194134980091616_o

Í gćr hófst ECU-ţingiđ. Fundur var í viđburđarnefnd (ECU commission) en ţeirri nefnd veiti ég forystu. Ekki tókst ađ klára dagskránna ţrátt fyrir 4,5 tíma fundarsetu. Ađalmáliđ er ađ fara yfir lög ECU og breyta og ţar hafa menn mjög miklar skođanir, alls konar ólíkar áherslur og menn alls ekki sammála.  Fundurinn verđur klárađur í dag og vonandi ná menn lendingu. Sjálfur ađalfundurinn (General Assembly) fer fram á morgun.

Gunnar Björnsson

 


Barna- og unglingameistaramót TR fer fram á sunnudaginn

Barna- og unglingameistaramót sem og Stúlknameistaramót Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 5. nóvember í félagsheimili T.R. Faxafeni 12. Tafliđ hefst kl.13.

Tefldar verđa 7 umferđir međ tímamörkunum 10+5 (10 mínútur á mann auk 5 sekúndna sem bćtast viđ eftir hvern leik). Mótiđ verđur reiknađ til atskákstiga.

Teflt verđur í tveimur flokkum: opnum flokki og stúlknaflokki. Verđlaun verđa veitt fyrir ţrjú efstu sćtin í opna flokknum og ţar fyrir utan hlýtur efsti T.R.-ingurinn titilinn Unglingameistari T.R. 2017.

Ţá verđa veitt verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin í stúlknaflokknum og ţar fyrir utan hlýtur efsta stúlkan úr T.R. titilinn Stúlknameistari T.R. 2017.

Til viđbótar verđa veitt verđlaun fyrir efsta sćtiđ í aldursflokknum 13-15 ára (f. 2002-2004), 11-12 ára (f. 2005-2006), 9-10 ára (f. 2007-2008) sem og 8 ára og yngri (f. 2009 og síđar) í báđum flokkum (opna flokknum og stúlknaflokknum).

Fyrra árs Unglingameistari TR er Vignir Vatnar Stefánsson og Stúlknameistari TR er Batel Goitom Haile.

Mótiđ er opiđ öllum krökkum 15 ára og yngri (fćdd 2002 og síđar).

Skákmótiđ hefst kl.13 og er ađgangur ókeypis. Skráning í mótiđ fer fram rafrćnt og má nálgast  skráningarformiđ hér. Einnig má finna skráningarformiđ í gula kassanum á skak.is. Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má nálgast hér.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 9
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 150
  • Frá upphafi: 8780532

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 92
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband