Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Gallerý Skák - Gunni Gunn bar sigur úr bítum

GunniGunn.JPGSkákkvöldum vetrarins fer fćkkandi enda sumardagurinn fyrsti á nćsta leiti.  Í síđustu viku var fjölskrúđugur hópur ástríđuskákmanna mćttur til tafls í Bolholtinu ţar sem öllum er frjálst ađ koma viđ  til spreyta sig og sjá ađra kl. 18 á fimmtudögum.  Engan vinning er hćgt ađ bóka fyrirfram - nokkuđ sem menn skyldu jafnan varast og ýmsir hafa bitra reynslu af, jafnvel ţó stutt sé í mátiđ.  

Sigurvegari kvöldsins hin síungi en ţó aldni meistari Gunnar Kristinn Gunnarsson mátti ţó hafa sig allan viđ ađ ţessu sinni til ađ landa sigri enda međ 3 niđur fyrir lokaumferđina. En ţađ tókst og hann vann mótiđ međ 8 vinningum ađ 11 mögulegum og gat leyft sér ađ brosa breitt. Guđmundur AgnarFast á hćla honum komu ţeir Guđfinnur „annar"  og   baráttujaxlinn Ţórarinn Sigţórsson, tannlćknir, međ 7.5 v.  Jón Steinn Elíasson, fiskverkandi, gerđi ţađ einnig gott varđ fjórđi međ sjö vinninga.

 Ungi pilturinn Guđmundur Agnar Bragason, 11 ára, kom í heimsókn ásamt Gísla Gunnlaugssyni „fóstra" sínum og sýndi ađ ţar er stórefnilegur skákmađur á ferđ  - varđ efstur í flokki 50 ára og yngri - og var leystur út međ glćsilegu síđbúnu Geirfuglspáskaeggi.   

Mótiđ var óvenju jafnt ađ ţessu sinni ađeins munađi 1 vinningi á ţeim sem voru  í 5. til 12. sćti eins og sést á međf. mótstöflu.

 

galler_sk_k_-_m_tstafla_11_04_13_ese.jpg

 

Teflt verđur í Gallerýinu í kvöld (18. apríl) og síđan nćst ţann 2. maí, sem jafnframt verđur eins konar lokahóf/tafllok  međ einhverjum óvćntum uppákomum. /ESE


Flugfélagi Íslands og Ístaki ţökkuđ liđveisla viđ útgáfu fyrsta grćnlenska skákkversins

Kolbeinn, Siguringi, Árni
Ţađ var skemmtileg stund á Reykjavíkurflugvelli í morgun ţegar Siguringi Sigurjónsson afhenti framkvćmdastjórum Ístaks hf. og Flugfélags Íslands eintak af fyrsta skákkverinu, sem út hefur komiđ á grćnlensku.
 
Siguringi stóđ ađ útgáfunni, međ stuđningi fyrirtćkjanna, og um páskana fengu börnin í Ittoqqortoormiit fyrstu eintökin á hinni árlegu skákhátíđ, sem Hrókurinn, Kalak og Skákakademían efndu til.
 
greenland 2013 102
Siguringi starfađi um árabil hjá Flugfélaginu en hefur undanfarin misseri helgađ sig skákkennslu og útbreiđslu skákíţróttarinnar. Hann hefur sett upp kennsluvefinn Krakkaskák og gefiđ út kennslukver fyrir byrjendur sem margir skólar hafa nýtt sér.
 
Árni Gunnarsson framkvćmdastjóri Flugfélagsins og Kolbeinn Kolbeinsson framkvćmdastjóri Ístaks tóku viđ eintökunum, og sögđu mikiđ ánćgjuefni ađ taka ţátt í svo skemmtilegu verkefni.
 
Nćstu eintök verđa afhent í Kulusuk á nćstu vikum, og viđ sama tćkifćri verđa íbúum í litla ţorpinu afhent hljóđfćri og tćknibúnađur í stađ ţess sem glatađist ţegar tónlistarhúsiđ brann í mars. 
 


Ţorvarđur efstur á öđlingamóti

Sćvar

Ţorvarđur Fannar Ólafsson (2225) er efstur á Skákmóti öđlinga ađ lokinni fimmtu umferđ sem fram fór í gćrkveldi en ţá vann hann Hrafn Loftsson (2204). Sćvar Bjarnason (2132) er annar međ 4 vinninga en hann gerđi jafntefli viđ Sigurđ Dađa Sigfússon (2324). Fimm skákmenn koma nćstir međ 3,5 vinning. s Ó. Vigfússon (1988).

Öll úrslit fimmtu umferđar má nálgast hér.

Stöđu mótsins má nálgast hér.

Sjötta og nćstsíđasta umferđ fer fram nk. miđvikudagskvöld. Ţá mćtast međal annars Sćvar og Ţorvarđur.

Pörun sjöttu umferđar má í heild nálgast hér


Vor í lofti á Selfossi - Björgvin sigurvegari Vormótsins

Björgvin S. Guđmundsson og BjörnŢegar fćkka tekur á skákćfingum hjá SSON liggur fyrir ađ voriđ er komiđ og sumariđ bankar á dyrnar, eigi ađ síđur mćttu 5 höfđingjar til skákiđkunar í gćrkvöldi og tefldu 7 mínútna skákir, tvöfalda umferđ.

Björgvin Smári og Magnús áttu ágćtis spretti, ađ minnsta kosti betri en ađrir og voru efstir og jafnir fyrir síđustu umferđ ţar sem ţćr mćttust og Björgvin hafđi góđan sigur og sigur á mótinu ţar međ.

Lokastađan:

1. Björgvin     7
2. Magnús      6
3. Páll Leó      4
4. Ingimundur 3
5. Ţorsteinn   0

Í ljósi ofangreinds fer nú ađ draga úr skákćfingum ţannig ađ menn geti sinnt vorverkum á bújörđum sínum eins og vera ber.  Ađ sjálfsögđu verđur tilkynnt á heimasíđu SSON ţegar meiriháttar skákviđburđir eru á dagskrá en ţeir eru nokkrir áđur en skáksettum verđur pakkađ niđur fram ađ hausti.

Heimasíđa SSON


Hrađskákmót Víkings fer fram í kvöld

Hrađskákmót Víkings verđur haldiđ 18. apríl (fimmtudagur) kl 20.00 í Víkinni.  Tefldar verđa 11. umferđir međ 5. mínútna umhugsunartíma.  Allir skákmenn velkomnir og ţátttaka er ókeypis.  Bođiđ verđur upp á léttar veitingar.  

Víkingaklúbburinn er núna ađ enda vetrarstarf sitt, en klúbburinn skrifađi sig inn í skáksöguna í vetur ţegar liđiđ var Íslandsmeistari í 1. deild.  Starfiđ hefur gengiđ vel í vetur, en mánađarlegar ćfingar hafa veriđ í skák og Víkingaskák annan hvern miđvikudag í vetur.  Einnig voru vikulegar barnaskákćfingar í Víkinni á miđvikudögum frá 17.00-18.30.  Síđasti viđburđur vetrarins er liđakeppni í Víkingaskák miđvikudaginn 15. maí.

Dagskrá fram á vor:

18. apríl (fimmtudagur). Hrađskákmót Víkings. Víkin kl 20.00

1. maí. frí (heimamót í Víkingaskák)

15. maí. Ěslandsmeistaramótiđ í Víkingaskák (liđakeppni). Víkin kl 20.00

Sumarfrí 

Pistill: Gríđarlega góđ heimsókn á Skagaströnd

2013 04 17 09.46.00Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, og Stefán Bergsson, framkvćmdastjóri Skákakademíunnar eru nú í heimsókn á Norđvesturlandi.  Gunnar hefur skrifađ stuttan pistil um fyrstu tvo daga heimsóknarinnar sem er samstarfsverkefni Skáksambandsins, Skákakademíunnar og Skákskóla Íslands.

---------------------------

Í gćr lögđum viđ af stađ frá Reykjavíkurflugvelli og flugum í2013 04 17 11.09.33 átta manna vél frá Eyjaflugi, sem styrkir á myndarlegan hátt viđ heimsóknina, til Sauđárkróks. Međ í för voru ríflega 100 kg. af farangri, töfl, kennsluefni o.ţ.h. Eftir 45 mínútna flug lentum viđ á flugvellinum á Króknum ţar sem okkar beiđ stór bílaleigubíll frá Hertz bílaleigu sem einnig styrkir myndarlega viđ heimsókn okkar. Viđ gistum á Hótel Tindastóli ţar sem vel fer um okkur.

Tilgangur heimsóknarinnar er ađ kynna skák fyrir nemendum, hitta forsvarsmenn bćjarfélaga og finna út leiđir til ađ útbreiđa skákina í viđkomandi sveitarfélögum. Hannes Hlífar Stefánsson, stórmeistari og kennari viđ Skákskóla Íslands, kemur til liđs viđ okkur á morgun.

2013 04 17 09.42.41 1Í gćr fórum viđ í heimsókn á skákćfingu hjá Skákfélagi Sauđárkróks. Ćfingarnar ţar eru afslappađar. Ekki er sett upp formlegt skákmót heldur geta menn mćtt og teflt. Fyrir utan okkur Stefán voru átta skákmenn mćttir. Ţar á međal var Haraldur Hermannsson, sem verđur nírćđur um helgina ţegar Skákţing Norđlendinga fer fram á Króknum. Haraldur er grjótharđur skákmađur og gerđi sér lítiđ fyrir og lagđi Stefán ađ velli í fórnarskák! Norđurlandsmótiđ er jafnframt afmćlismót Haraldar.

Nú eru 20 skákmenn skráđir til leiks á Skákţingi Norđlendinga og ţar á međal eru Hannes Hlífar Stefánsson, Rúnar Sigurpálsson, Ţorvarđur F. Ólafsson, Áskell Örn Kárason, Stefán Bergsson og Sverrir Örn Björnsson. Fleiri skákmenn eiga eftir ađ bćtast í hópinn á nćstum dögum. Áhugasömum um ţátttöku er bent á heimasíđu Skákfélags Sauđárkróks.

Í morgun vöknuđum viđ félagarnir viđ hvíta jörđ hér á Króknum. Haldiđ var til Skagastrandar og 2013 04 17 11.09.03stefnan tekin á Höfđaskóla. Ţar mćttum ţar Hildi Ingólfsdóttur, skólastjóra. Kennsla eđa eiginlega kynning á skákinni hófst kl. 9, ţar sem Stefán kynnti skáklistina fyrir öllum nemendum skólans en nemendum var skipt í fjóra mismunandi aldurshópa. Tókst kennslan afar vel og nemendur ákaflega áhugasamir og móttćkilegir. Nokkur nýyrđi komu fram og kallađi ein stúlkan hrókinn, „pelíkanann", og önnur kallađi biskupinn, „pabba hans Góa"!

Ađ lokinni kennslu var haldiđ í Kántrýbć ţar sem okkur var bođiđ í mat. Ţar gáfum viđ taflsett en einnig var tafl gefiđ á kennarastofuna og í félagsmiđstöđina. Stefán vígđi tafliđ ţegar hann tefldi viđ Magnús Sólberg, einn nemenda skólans, sem sýndi mikinn skákskilning. Skákinni lauk međ jafntefli.

2013 04 17 13.03.47Viđ Stefán tókum svo fund međ oddvitum bćjarfélagsins, bćjarstjóra og skólastjóra. Ţar  var fariđ yfir hvernig best vćri ađ fylgja eftir heimsókninni en á ţví er mikill áhugi innan sveitarfélagsins ađ auka ţar skákáhuga og hefja reglubundna skákkennslu í hérađinu.

Á morgun höldum viđ Stefán til Blönduóss, ţar sem Skáksambandiđ var stofnađ áriđ 1925. Ţar verđur fariđ yfir skákina međ nemendum Blönduskóla, sundlaugarsett í Blönduóslaug afhent auk fundar međ bćjarstjóra. Um kvöldiđ tökum viđ ţátt í móti á Króknum til heiđurs Haraldi.

Myndaalbúm (GB)

Gunnar Björnsson


Spurningakeppni skákfélaga verđur á Skákmóti Árnamessu

Spurningakeppni skákliđa

Í skákhléi á Skákmóti Árnamessu nćsta laugardag munu spurningaliđ skákfélaganna keppa um ţennan veglega verđlaunagrip.

Hvert spurningaliđ verđur skipađ ţremur krökkum á grunnskólaaldri. Um helmingur spurninga tengist skák en landafrćđi, íţróttir og bókmenntir eru međal annarra flokka sem spurt er um.

Skákfélögin eru hvött til ađ mynda spurningaliđ og freista ţess ađ vinna verđlaunagripinn sem sigurfélagiđ fćr til eignar.

Skráning á Skákmót Árnamessu er á www.skak.is. Skráningin hefur fariđ hćgt af stađ en ţar sem reiknađ er međ um 50 krökkum í rútu frá Reykjavík er öruggast fyrir ţá sem ćtla ađ taka ţátt í Árnamessu ađ skrá sig sem fyrst.


Jakob Sćvar hérđasmeistari HSŢ

Ármann, Jakob og SmáriJakob Sćvar Sigurđsson vann sigur á hérađsmóti HSŢ í skák sem fram fór á Húsavík sl. laugardagskvöld. Smári bróđir hans veitti Jakobi harđa keppni og háđu ţeir hrađskákeinvígi um titilinn ţví ţeir komu jafnir í mark á mótinu og gerđu jafntefli sín á milli. Jakob vann báđar skákirnar og mótiđ um leiđ. Smári varđ í öđru sćti og Ármann Olgeirsson varđ í ţriđja sćti. Tímamörk voru 10 mín á mann +5 sek á leik.

Lokastađan:

1.  Jakob Sćvar Sigurđsson       6 af 7 (+2)
2.  Smári Sigurđsson                 6
3.  Hlynur Snćr Viđarsson         5
4.  Ármann Olgeirsson               4,5
5.  Sigurbjörn Ásmundsson         3
6.  Hermann Ađalsteinsson         2,5
7.  Bjarni Jón Kristjánsson          1
8.  Jón Ađalsteinn Hermannsson  0

Hlynur Snćr varđ hćrri ađ vinningum en Ármann en hérađsmótiđ fyrir 16 ára og yngri fór fram fyrr í vetur og ţar sem ţetta var fullorđinsflokkur fékk Hlynur ekki verđlaun í ţessu móti.

Heimasíđa Gođans Máta


Stigamót Hellis fer fram 24.-26. apríl

Stigamót Taflfélagsins Hellis verđur haldiđ í ellefta sinn sinn dagana 24.-26. apríl. Fyrirkomulag mótsins hefur veriđ mismunandi í gegnum tíđina en ađ ţessu sinni er mótiđ haldiđ í kringum sumardaginn fyrsta ţannig ađ keppendur munu eiga frí helgina á eftir.

Góđ verđlaun eru í bođi á mótinu og mótiđ er opiđ öllum. Teflt verđur í húsnćđi Skáksambands Íslands í Faxafeni 12. Skráning á mótiđ er á heimasíđu Hellis: http://www.hellir.blog.is. Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.

Ţátttökugjöld eru kr. 3.000 fyrir fullorđna og 2.000 kr. fyrir 15 ára og yngri og rennur óskipt í verđlaunasjóđ mótsins.  

Núverandi Stigameistari Hellis er Davíđ Kjartansson.

Umferđatafla:

  • 1.-4. umferđ, miđvikudaginn 24. apríl (19:30-23:30)
  • 5. umferđ, fimmtudaginn 25. apríl (11-15)
  • 6. umferđ, fimmtudaginn 25. apríl (17-21)
  • 7. umferđ, föstudaginn 26. apríl (19:30-23:30)

Verđlaun:
  • 1. 50% af ţátttökugjöldum
  • 2. 30% af ţátttökugjöldum
  • 3. 20% af ţátttökugjöldum

Skráning: 

Tímamörk:
  • 1.-4. umferđ: 20 mínútur + 5 sekúndur á leik
  • 5.-7. umferđ: 1˝ klst. + 30 sekúndur á leik

Skákmót Vals haldiđ á ţriđjudag

Reykjavíkurmeistarar ValsSkákmót Vals verđur endurvakiđ í Lollastúku ţriđjudaginn 23. apríl nk. og hefst kl. 18.00  Keppt verđur um Hrókinn en ţađ er gripur sem kom í leitirnar vegna starfa minjanefndar félagsins. Síđast áletrun á Hrókinn er nafn Björns Theodórssonar áriđ 1961.

Teflt verđur eftir svissneska kerfinu, ellefu umferđir, tímamörk 3 2 (viđbótartími). Mótstjóri er Gunnar Björnsson forseti S.Í. Landsfrćgir skákmenn hafa nú ţegar tilkynnt ţátttöku sína. Töfl og klukkur á stađnum.

Vćntanlegir ţátttakendur stađfesti ţátttöku sína á valur@valur.is fyrir kl.17 mánudaginn 22.apríl. Athugiđ ađ mótiđ er eingöngu opiđ stuđningsmönnum Vals.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 168
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 99
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband