Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Pistill: Skákheimsókn á Sauđárkrók - árangursríkt starf á Króknum

2013 04 19 10.31.38Segja má ađ opinberri skákheimsókn Skáksambandsins, Skákakademíunnar og Skákskólans á Norđurland vestra hafi lokiđ í dag ţegar viđ Stefán Bergsson heimsóttum Árskóla á Sauđárkróki. Og ţó, ţví í kvöld hófst Skákţing Norđlendinga ţar sem ég er dómari en Stefán og Hannes Hlífar taka ţátt.

Dagurinn hófst snemma í morgun hjá okkur Stefáni ţegar viđ tókum púlsinn í Árskóla. Á móti okkur tóku Óskar G. Björnsson, skólastjóri, og Hallfríđur Sverrisdóttir, ađstođarskólastjóri. Ţau komu okkur á óvart enda međ sérstakan hattabúnađ. Ţađ átti sínar ástćđur en í dag var víst um ađ rćđa „hattadag" í skólanum eins og sjá má í međfylgjandi myndasafni.

Ađ ţessu sinni var ekki hćgt ađ kenna öllum skólanum eins og á Skagaströnd og Blönduósi enda 2013 04 19 10.31.16hér á ferđinni mun stćrri skóli. Viđ kenndum ţví völdum árgöngum. Töluverđ skákţekking er á Króknum enda hafa Kristján B. Halldórsson, kennari viđ framhaldsskólann, FNV, og Unnar Rafn Ingvarsson, formađur Skákfélags Sauđárkróks, sinnt ţar reglulegri skákkennslu. Báđir kjördćmismeistarar Norđurlands vestra koma til ađ mynda úr skólanum. Unnar Rafn var okkur innan handar viđ kennsluna en viđ hvíldum stórmeistarann Hannes Hlífar. Ţess í stađ fékk hann ţađ verkefni ađ taka Jón Kristinn Ţorgeirsson og Andra Frey Björgvinsson unga skákmeistara frá Akureyri í langa kennslustund viđ komu ţeirra á Krókinn en ţeir eru báđir međ á Skákţinginu.

Ađ lokinni kennslu héldum viđ í Safnahúsiđ ţar sem hittum á Unnar og komum međ skáksett og ţess háttar sem SÍ og Hellir lána til mótshaldsins.

2013 04 19 14.11.05Ţá var nćst haldiđ í Sundlaug Sauđárkróks ţar sem gefiđ var sundlaugarsett.  Ţeir sem vígđu settiđ voru Hákon Ingi Rafnsson, kjördćmismeistari Norđurlands vestra í yngri í flokki, og Sigurđur Jónsson, kennari viđ skólann. Hákon hafđi betur! Einnig skiljum viđ eftir sundlaugarsett sem fara í laugarnar í Varmahlíđ og á Hofsósi.

Ţetta er lokapistillinn frá ferđ okkar norđur. Fjallađ verđur 2013 04 19 18.19.37samt reglulega um Skákţing Norđlendinga á Skák.is. Ţađ hlýtur ađ vekja mikla athygli ađ á Króknum er ađ ađeins einn keppandi frá hinu öfluga skákfélagi Gođanum-Mátum, sem er eina norđlenska félagiđ sem hefur sveit í efstu deild og ţćr reyndar tvćr. Sá er reyndar Siglfirđingur. Eini fulltrúi Ţingeyinga er svo formađur Skákfélags Akureyrar! Ţađ félag á flesta fulltrúa á mótinu eđa sjö talsins.

Styrktarađilar heimsóknar okkar eru Eyjaflug, Hertz bílaleiga, Kaupfélag Skagafirđinga og Hótel Tindastóll. Fćrum viđ ţeim bestu ţakkir fyrir.

Myndaalbúm (GB)


Hlynur Snćr og Ari Rúnar skólaskákmeistarar Ţingeyjarsýslu

Hlynur Snćr Viđarsson og Ari Rúnar Gunnarsson unnu sigur á Ţingeyjarsýslumótinu í skólaskák sem haldiđ var í Litlulaugaskóla í gćr. Hlynur vann öruggan sigur í eldri flokki međ 4 vinningum af 4 mögulegum. Bjarni Jón Kristjánsson varđ í öđru sćti međ 2 vinninga og Jón Ađalsteinn Hermannsson varđ ţriđji án vinninga. Tefld var tvöföld umferđ ţar sem ađeins ţrír keppendur mćttu til leiks. Umhugsunartíminn voru 10 mín á skák. Hlynur og Bjarni verđa ţví fulltrúar Ţingeyinga á Umdćmismótinu í nćstu viku.

apríl 2013 006 (640x480) 

Bjarni Jón, Hlynur Snćr og Jón Ađalsteinn. 

Í yngri flokki mćttu 9 keppendur til leiks úr fjórum skólum. Ari Rúnar Gunnarsson vann allar sínar skákir 5 ađ tölu. Mikil og hörđ barátta var um annađ sćtiđ og ţegar öllum skákum var lokiđ voru 5 keppendur jafnir međ 3 vinninga í 2-6 sćti. Grípa varđ til stigaútreiknings og ţá hreppti Elvar Gođi Yngvason 2. sćtiđ og Helgi James Ţórarinsson 3. sćtiđ. Allir koma ţeir úr Reykjahlíđarskóla. Ţeir verđa ţví fulltrúar Ţingeyinga á Umdćmismótinu (kjördćmismótinu) sem verđur haldiđ á Laugum í nćstu viku. (nákvćm tímasetning er óljós)

apríl 2013 005 (640x480) 

Yngri flokkur. Ari Rúnar, Elvar Gođi og Helgi James. 

 Lokastađan í Yngri flokki:

1     Ari Rúnar Gunnarsson,      Reykjahlí     5     8.5  14.0   15.0 

 2-6  Elvar Gođi Yngvason,         Reykjahlí    3      8.5  14.5    6.0  

        Helgi James Ţórarinsson,   Reykjahlí    3      8.0  14.5   11.0 

        Eyţór Kári Ingólfsson,       Stórutj.       3      7.0  13.0   12.0  

        Jakup Piotr Statkiwcz,        Litlulaug     3       7.0  13.0    8.0  

        Björn Gunnar Jónsson,       Borgarhóls  3      7.0  13.0    7.0  

  7    Magnús Máni Sigurgeirsson, Borgarhóls 2      8.0  12.0    7.0

 8-9  Olivia Konstcja Statkiewi,      Litlulauga   1.5    7.5  11.5    3.5  

       Tanía Sól Hjartardóttir,         Litlualauga  1.5   7.0  11.0    5.5  


NM stúlkna 2013 - Jóhanna, Hrund og Svandís í beinni

 Fyrsta umferđ NM stúlkna er nú hafin.  Skákir Jóhönnu, Hrundar og Svandísar eru í beinni útsendingu.

 

A-flokkur

Thea Nicolajsen, Danmörk - Jóhanna Björg Jóhannsdóttir

Jessica Bengtson, Svíţjóđ - Hrund Hauksdóttir

 

 

Thea-Johanna Jessica-Hrund

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

B-flokkur

Veronika Steinunn Magnúsdóttir - Annie Nylen, Svíţjóđ

Sóley Lind Pálsdóttir - Ellen Kakulidis, Danmörk

 

C-flokkur

Charlotte Nelsen Neerdal, Danmörk - Nansý Davíđsdóttir

Svandís Rós Ríkharđsdóttir - Lisa Fredholm, Svíţjóđ 

 

Beinar útsendingar:

http://www.limhamnssk.se/live/ (flash)

http://www.limhamnssk.se/live/jslive.php 

 

Myndir:

http://www.flickr.com/photos/limhamnssk/sets/72157633191277159/

 

Úrslit og röđun:

A flokkur

B flokkur

C flokkur

 

Davíđ Ólafsson


Skákkennsla í Grunnskóla Vesturbyggđar

skákkennsla í Patreksskóla april 2013 020Kennd var skák í Grunnskólanum á Patreksfirđi í dag og var ţađ fyrrverandi Íslandsmeistari kvenna Ingibjörg Edda Birgisdóttir sem kenndi áhugasömum nemendum. Mjög góđ mćting var í kennsluna, sem var aldursskipt, og margir efnilegir nemendur létu ljós sitt skína.

Á morgun laugardag kl. 11 mun svo fara fram Kjördćmismót skákkennsla í Patreksskóla april 2013 063Vestfjarđa í salnum í Patreksskóla. Vonandi munu sem flestir mćta og keppa um ţau fjörur sćti sem laus eru á Landsmótiđ í skólaskák sem haldiđ verđur á Patreksfirđi dagana 2. - 5. maí nk.

Ekki er nauđsynlegt ađ skrá sig á mótiđ heldur bara mćta!

Myndaalbúm (ÁHS)


Norđurlandamót stúlkna hefst í dag

Norđurlandamót stúlkna 2013 hefst í kvöld í Limhamn Folkets Hus, Malmö, Svíţjóđ.

 

Íslensku keppendurnir á mótinu eru:

 

A-flokkur

Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, 1896

Hrund Hauksdóttir, 1686

 

B-flokkur

Veronika Steinunn Magnúsdóttir, 1577

Sóley Lind Pálsdóttir, 1415

 

C-flokkur

Nansý Davíđsdóttir, 1504

Svandís Rós Ríkharđsdóttir , 1352

 

 Íslensku keppendurnir fyrir framan skákstađ

Fyrsta umferđin hefst klukkan 16:30 ađ íslenskum tíma.

 

Beinar útsendingar:

http://www.limhamnssk.se/live/ (flash)

http://www.limhamnssk.se/live/jslive.php 

 

Myndir:

http://www.flickr.com/photos/limhamnssk/sets/72157633191277159/

 

Úrslit og röđun:

A flokkur

B flokkur

C flokkur

 

Davíđ Ólafsson


Skráning á skákmót Árnamessu heldur áfram í dag á netinu - fjör fćrđist í skráninguna í gćr

img_6455_1198205.jpgHún tók vel viđ sér skráningin á Skákmót Árnamessu í gćr fimmtudag og nú ţegar er ljóst ađ stór hópur ungra og efnilegra skákmanna, drengja og stúlkna, mun taka ţátt í ţessu skákćvintýri sem hefst stundvíslega í grunnskólanum í Stykkishólmi á morgun kl. 13:00. Rúta frá Reykjavík leggur af stađ kl. 9:30 frá BSÍ og tekur upp keppendur á N1 í Ártúnshöfđa.

Í dag föstudag verđur áfram tekiđ viđ skráningum á www.skak.is . Međal ţátttakenda verđa nýkrýndir Íslandsmeistarar barnaskólasveita, A sveit Álfhólsskóla, sem fékk m.a. bođsmiđa á Árnamessu í verđlaun fyrir sigurinn. Henrik Danielsen stórmeistari hefur í gćr og í dag veriđ viđ skákkennslu í grunnskólanum i Stykkishólmi og ţví má búast viđ hópi ţátttakenda frá Snćfellsnesi á skákmótiđ.

Alls eru komin 37 verđlaun og happadrćttisvinningar og ţví líklegt ađ meirihluti keppenda koma heim međ verđlaun af mótinu. Tefldar verđa sex umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma.


Skákţing Norđlendinga hefst í kvöld - Hannes og Sveinbjörn međal keppenda

HannesSkákţing Norđlendinga verđur haldiđ á Sauđárkróki helgina 19.-21. apríl n.k.  Samkvćmt venju verđa tefldar 7 umferđir. Fjórar atskákir međ 25 mín. umhugsunartíma á föstudagskvöldi. Tvćr umferđir međ umhugsunartímanum 90 mín + 30 sek á leik og lokaumferđin á sunnudegi međ sama umhugsunartíma. Á lokinni 7. umferđ á sunnudeginum verđur  haldiđ Hrađskákmót Norđlendinga. Kappskákirnar verđa reiknađar til alţjóđlegra stiga.

Allir skákmenn eru velkomnir á Skákţing Norđlendinga, en einungis ţeir sem eru međ lögheimili á Norđurlandi geta öđlast nafnbótina Skákmeistari Norđlendinga. Heildar verđlaunafé á mótinu verđur a.m.k. 160.000 krónur, en fjöldi ţátttakenda hefur áhrif á verđlaunafé. Fyrstu verđlaun eru áćtluđ 65.000 krónur, önnur verđlaun 35.000 og ţriđju verđlaun 25.000. Einnig verđa veitt peningaverđlaun fyrir ţá sem hafa undir 2000 íslensk Elo stig 20.000 krónur og ţá sem hafa undir 1800 íslensk Elo Stig 20.000 krónur. Keppendur geta ađeins unniđ til aukaverđlauna í einum flokki.  

Hótel Tindastóll, Gistiheimiliđ Mikligarđur og Gistiheimiliđ Sólarborg gefa ţátttakendum í mótinu 10%Sveinbjörn Óskar Sigurđsson afslátt af gistingu. Til viđmiđunar er verđ fyrir gistingu međ morgunverđi um 16.000 krónur á mann í gistiheimilunum og er ţá miđađ viđ tvo í herbergi í tvćr nćtur.  Nánari upplýsingar um tilbođiđ verđa sendar í tölvupósti til áhugasamra.

Mótsgjöld eru kr. 2000 en ekkert kostar ađ taka ţátt í hrađskákmótinu. Innifaliđ í verđi er kaffi og međlćti á stundum.

Skráning fer fram í netfanginu: unnar.ingvarsson@gmail.com og er ţar hćgt ađ fá nánari upplýsingar um framkvćmd mótsins.

Teflt verđur í Safnahúsi Skagfirđinga. Nánari upplýsingar um tímasetningu umferđa, ţátttakendur o.fl. verđa birtar fljótlega hér á heimasíđunni.

Mótsstjóri verđur Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands.

Nánari upplýsingar um mótsfyrirkomulag o.fl. má finna á heimasíđu Skákfélags Sauđárkróks.

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna á Chess-Results en međal ţegar skráđra keppenda er stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson og Sveinbjörn O. Sigurđsson.


Pistill: Stórgóđ skákheimsókn á Blönduós - upphafsstađ Skáksambandsins

2013 04 18 10.23.31Skákheimsóknin á Norđurlandi vestra hélt áfram í dag ţegar skákbćrinn Blönduós, ţar sem Skáksambandiđ var stofnađ 23. júní 1925, var heimsóttur. Viđ Stefán Bergsson hófum heimsóknina í Blönduskóla ţar sem Berglind Björnsdóttir ađstođarskólastjóri tók á móti okkur. Bođiđ var upp á skákkennslu/skákkynningu í skólanum sem langflestir nemendur sóttu.

Hannes Hlífar Stefánsson, stórmeistari, ellefufaldur 2013 04 18 10.22.24Íslandsmeistari í skák og skákkennari viđ Skákskólann bćttist viđ í hópinn í dag eftir ađ hafa komiđ fljúgandi međ Eyjaflugi í flugi í morgun og tók ţátt í kennslunni međ okkur.

Vel gekk í Blönduskóla. Margir krakkanna ţekktu vel til skákarinnar og voru ákaflega áhugasamir. Ólafur Sigfús Benediktsson (Óli Ben) og Brynhildur Erla Jakobsdóttir íţróttakennarar hafa ýtt undir skákiđkun í skólanum og veriđ međ skákkennslu öđru hvoru sem hafđi greinilega skilađ sér.

2013 04 18 13.46.59Ađ lokinni skákkennslunni kíktum viđ á gamla lćknisbústađinn, sem nú er íbúđarhúsnćđi, ţar sem Skáksambandiđ var stofnađ áriđ 1925. Utan á ţví húsnćđi er skjöldur sem settur var á ţađ áriđ 1985 ţegar afmćlismót SÍ var haldiđ. Viđ Hannes Hlífar tókum einmitt báđir ţátt í ţví móti.

Ástćđan fyrir ţví ađ Skáksambandiđ var stofnađ á Blönduósi er merkileg. Ţađ voru norđlensk félög sem stofnuđu Skáksambandiđ en freistuđu ţess mjög ađ fá Taflfélag Reykjavíkur, sem var ţá langstćrsta og öfluga félag landsins, til ađ taka ţátt í stofnun SÍ. Til ţess ađ auka líkurnar á ađ TR tćki ţátt í stofnunni var ţess freistađ ađ fćra stofnfundinn nćr Reykjavík. Sú tilraun mistókst en TR gekk í Skáksambandiđ ári síđar og SÍ tók svo viđ Skákţingi Íslands áriđ 1927 af TR, sem hafđi haldiđ mótiđ frá 1913.

Viđ hittum Arnar Ţór Sćvarsson, bćjarstjóra Blönduóss, og fórum međal annars yfir hvernig mćtti DSC01847 [1280x768]minnast 90 ára afmćlis SÍ eftir tvö ár auk ţess sem viđ gáfum bćnum sögu SÍ sem rituđ var af Ţráni Guđmundssyni, fyrrvervandi forseta SÍ, í tilefni 70 ára afmćli SÍ áriđ 1995.

Af ţví loknu var haldiđ í Blönduóslaug. Ţar var sundlaugarsett vígt af bćjarstjóranum og Óla Ben íţróttakennara. Í ljós kom ađ ţeir félagarnir eru báđir býsna góđir skákmenn. Bćjarstjórinn var á góđri leiđ ađ vinna skákina en augnabliks einbeitingarleysi varđ til ţess ađ hann lék af sér sem íţróttakennarinn var ekki lengi ađ nýta sér og hafđi sigur.

Viđ gáfum einnig taflsett á bćjarskrifstofuna sem og íţróttamiđstöđina.

DSC01851 [1280x768]Á morgun förum viđ í Árskóla á Sauđarkróki og einnig verđa ţrjú sundlaugarsett gefin til bćjarfélagsins, ţ.e. á Sauđárkrók, Hofsós og Varmahlíđ. Um kvöldiđ hefst svo Skákţing Norđlendinga ţar sem 22 keppendur eru skráđir til leiks.

Ţađ er skemmtilegt frá ţví ađ segja ađ ţeir skólar sem viđ höfum ekki heimsótt í ţessari heimsókn á Norđurlandi vestra hafa haft samband og „kvartađ" yfir ţví ađ höfum ekki sinnt ţeim. Segir manni ađ skákáhugi er mikill á landsbyggđinni og sóknarfćri mikil!

Myndaalbúm (GB og Róbert Daníel Jónsson, forstöđumađur íţróttamiđstöđvarinnar).


Skólaskákmót Kópavogs í sveitakeppni fyrir grunnskólanemendur

Skólaskákmót Kópavogs í sveitakeppni fyrir grunnskólanemendur verđur haldiđ sunnudaginn 28. apríl nk. í Álfhólsskóla (Hjallamegin). 

Keppt er í fjórum flokkum:

Kl. 11.00- 13.30 5 umferđir og 2x5 mín umhugsunartími

  • 1. flokkur 1.-2. bekkur
  • 2. flokkur 3.-4. bekkur

Kl. 14.00 - 17.00 5 umferđir og 2x10 mín umhugsunartími

  • 3. flokkur 5.-7. bekkur
  • 4. flokkur 8.-10. bekkur

Allir krakkar sem kunna skákreglur og eru skráđir til náms viđ grunnskóla í Kópavogi eru velkomnir og er ađgangur ókeypis.  Gull, silfur og brons verđlaun verđa veitt fyrir hvern flokk fyrir sig. Hverjum liđi ţarf ađ fylgjast liđstjóri. Yngri krakkar geta teflt í eldri flokki.

Liđin verđa ađ skrá sig fyrir kl 12:00 föstudaginn  26. apríl 2013.

Skráning fer fram á lenkaptacnikova@yahoo.com .


Lundarskóli Akureyrarmeistari grunnskólasveita

Skáksveit LundarskólaŢriđjudaginn 16. apríl sl. var háđ sveitakeppni grunnskóla á Akureyri.  Ađ ţessu sinni sendu ţrír skóla sveitir til keppni. Viđstaddir varamenn og áhugamenn úr öđrum skólum skipuđu svo fjórđu sveitina sem fékk ţađ virđulega nafn "Samsafn", en skákir ţeirrar sveitar reiknuđust ekki í baráttunni um sigurlaunin í keppninni. Fyrirfram mátti búast viđ ţví ađ Lundskćlingar og Brekkskćlingar myndu bítast um sigurinn, enda í báđum sveitum harđsnúnir skákmenn sem ćft hafa lengi međ Skákfélaginu.  Sveit Glerárskóla - sem reyndar vann mótiđ í fyrra - mátti heita heldur veikari, enda ađeins fyrstaborđsmađur ţeirra sem stundar reglulegar skákćfingar eftir ţví sem best er vitađ. Ţátttaka ţeirra setti ţó skemmtilegan svip á mótiđ.

Í fyrstu umferđ vann Lundarskóli Glerárskóla á öllum borđum 4-0. Í ţeirri nćstu fékk Glerárskóli 1/2 vinning gegn 3 1/2 vinningi Brekkuskóla og ţegar úrslitaviđureign tveggja efstu skólanna lauk međ brćđrabyltu 2-2 lá ljóst fyrir ađ Lundarskóli hafđi sigrađ međ hálfs vinnings mun. Var lengi tvísýnt um úrslitin, en Lundaskóli knúđi fram sigur á tveimur efri borđunum, en Brekkuskóli vann á 3. og 4. borđi.

Ef skákir viđ samsafns eru taldar međ urđu heildarúrslit sem hér segir: 1. Lundarskóli 9 vinninga; 2. Brekkuskóli 7,5; 3. Samsafn 3 og 4. Glerárskóli 2,5.

Sigursveit Lundarskóla skipuđu ţeir Jón Kristinn Ţorgeirsson (1. borđ), Símon Ţórhallsson (2. borđ), Guđmundur Aron Guđmundsson (3. borđ), Gunnar Ađalgeir Arason (4. borđ) og Atli Fannar Franklín.

Sveit Brekkuskóla var skipuđ ţeim Andra Frey Björgvinssyni, Óliver Ísak Ólasyni, Magnús Mar Vőljaots, Ađalsteini Leifssyni og Ísak Svavarssyni.  Fyrir Glerárskóla tefldu ţau Tinna Ósk Ompi Rúnarsdóttir, Baldvin Ingvarsson, Bjarni Magnússon, Júlíus Ţór Björnsson Waage og Sóley Dögg Rúnarsdóttir.  Leiđtogi samsafnsins var svo Benedikt Stefánsson úr Ţelamerkuskóla.

Herimasíđa SA - myndskreytt frásögn


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 113
  • Frá upphafi: 8780307

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 93
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband