Fćrsluflokkur: Spil og leikir
6.11.2017 | 18:20
Batel og Kristján Dagur unglingameistarar TR
Barna- og unglingameistaramót sem og Stúlknameistaramót Taflfélags Reykjavíkur fór fram í dag, sunnudaginn 5. nóvember, í félagsheimili T.R. Faxafeni 12. Keppt var í tveimur flokkum, opnum flokki og stúlknaflokki og voru 7 umferđir tefldar međ umhugsunartímanum 10 + 5 (10 mín. og 5 sekúndur fyrir hvern leik).
Skákmótiđ var opiđ fyrir keppendur 15 ára og yngri og voru ţátttakendurnir 24, 16 í opnum flokki og 8 í stúlknaflokki. Veitt voru verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin í báđum flokkum. Félagsmenn í TR kepptu einnig um titilinn Unglingameistari T.R. 2017 og Stúlknameistari T.R 2017. Ađ auki voru aldursflokkaverđlaun í báđum flokkum.
Ţátttakendur voru flestir úr hinum ýmsu skákćfingahópum TR, en einnig voru ţátttakendur úr öđrum skákfélögum af höfuđborgarsvćđinu. Ađ ţessu sinni voru ţó engir keppendur úr elsta aldursflokknum, 13 til 15 ára, sem annars hefur oft veriđ vel skipađur í opna flokknum.
Skákmótiđ fór fram á međan stormur og úrhelli geisađi úti fyrir, sem bara átti eftir ađ versna međ kvöldinu. Ţađ truflađi ţó ekki keppendur mikiđ, ţví inni var hlýtt, ţótt vindur gnauđađi á gluggum.
Skákmótiđ hófst međ korters seinkun, en tímaáćtlun hélst vel og var mótiđ búiđ um kl. 16.30. Eftir fjórđu umferđ var gert vinsćlt og vel ţegiđ hlé, en ţá bauđ T.R. keppendum upp á pizzur og gos. Allir fóru vel mettir í ţrjár síđustu umferđirnar. Strax eftir mótslok var svo verđlaunaafhending.
Sigurvegari opna flokksins varđ Tómas Möller međ 5,5 vinning af 7 mögulegum. Hann fór taplaus í gegnum mótiđ! Í öđru sćti varđ Sharifa Rayan međ 5 vinninga. Í ţriđja sćti, einnig međ 5 vinninga, en lćgri á stigum varđ svo TR-ingurinn Kristján Dagur Jónsson, sem ţar međ hlaut bronsiđ og varđ jafnframt Unglingameistari T.R. 2017.
Í stúlknaflokknum öttu 8 stúlkur kapp, ţar af 6 úr TR, ein úr Fjölni og ein úr Víkingaklúbbnum. Batel Goitom Haile, stúlknameistari TR frá ţví í fyrra varđi titilinn sinn međ ţví ađ vinna allar sínar skákir! Hún er ţví Stúlknameistari TR 2017.
Í 2. sćti varđ Soffía Arndís Berndsen, sem fékk 6 vinninga og tapađi einungis fyrir Batel. Í 3. sćti varđ Ásthildur Helgadóttir međ 5 vinninga.
Önnur úrslit hér ađ neđan, en geta má ţess ađ Iđunn Helgadóttir ţurfti ađ hćtta eftir 4 umferđir.
Einkennandi fyrir ţetta mót var áhugi og einbeiting ţátttakenda. Margir snilldar taktar litu dagsins ljós í skákunum: varnarsigrar og blokkeringar sem gáfu jafntefli, fráskákir og gafflar, skyndileg mát og sömuleiđis vel útfćrđar sóknir. Allt ţetta var unun á ađ horfa!
Ţađ var ekki mikiđ um álitamál sem ţurfti ađ leysa, ţannig ađ viđ Torfi skákstjóri áttum frekar ţćgilegan dag hvađ ţađ varđar. Allir ţáttakendurnir stóđu sig međ sóma!
Í opna unglingamótinu fengu ţessir aldursflokkaverđlaun:
11-12 ára: Kristján Dagur Jónsson
9-10 ára: Tómas Möller
8 ára og yngri: Egill Breki Pálsson
Í stúlknamótinu hlutu eftirfarandi stúlkur aldursflokkaverđlaun:
11-12 ára: Ásthildur Helgadóttir
9-10 ára: Batel Goitom Haile.
8 ára og yngri: Wihbet Goitom Haile (yngri systir Batel).
Taflfélag Reykjavíkur ţakkar öllum ţátttakendum í mótinu fyrir skemmtilegt skákmót og óskar sigurvegurunum innilega til hamingju međ árangurinn!
Skákstjórar voru Torfi Leósson og Sigurlaug Regína Friđţjófsdóttir.
Pistill og myndir (fleiri á heimasíđu TR): Sigurlaug Regína Friđţjófsdóttir.
Heildarúrslit mótsins: Opinn flokkur Stúlknaflokkur
Nánar á heimasíđu TR.
6.11.2017 | 09:48
Fćreyjar í lokaumferđinni - athugiđ ađ umferđin hefst kl. 12
Ísland mćtir Fćreyjum í lokaumferđ EM landsliđa í dag. Fćreyingar eru tölvuert lakari en viđ "á pappírnum". Hafa međalstigin 2392 á móti 2527 međalstigum okkar. Ţeim er rađađ nr. 35 en okkur er rađađ nr. 27. Fćreyingar koma okkur einnig á óvart međ ţví ađ hvíla sinn helsta lykilmann, Helga Dam Ziska, sem hefur stađiđ sig afar vel, á efsta borđi. Fćreyingar eru hins sýnd veiđi en alls ekki gefin eins og ţeir sýndu okkur í Tromsö áriđ 2014.
Brćđurnir Högni og Rógvi Nielsen hafa báđir stađiđ vel á mótinu. Rógvi hefur krćkt sér í áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli og mokađ inn ríflega 30 skákstigum ţađ sem af er móti. Högni ţarf hins vegar sigur gegn Héđni međ svörtu til ađ ná áfanga. John-arnir á 3. og 4. borđi hafa hins vegar ekki veriđ í stuđi á mótinu og hafa samtals 2 vinninga í 10 skákum.
Viđureign dagsins
Viđ höfum mćtt Fćreyingum einu sinni á EM landsliđa. Ţađ var í Reykjavík 2015 - ţeirra eina Evrópumóti ţar til nú. Ţar vannst góđur 3˝-˝ sigur. Hannes gerđi jafntefli viđ Ziska. Héđinn, Hjörvar og Guđmundur unnu allir.
Viđ höfum ţrívegis mćtt ţeim á Ólympíuskákmótiđ. Áriđ 2016 unnum viđ ţá 3˝-˝ í Bakú. Hannes gerđi jafntefli viđ Ziska Hjörvar, Guđmundur og Bragi unnu sínar skákir. Áriđ 2004 unnum viđ ţá 3-1 í lokaumferđinni í Mallorca. Hannes og Ţröstur Ţórhallsson unnu sínar skákir.
Áriđ 2014 gerđum viđ hins vegar jafntefli viđ ţá á Ólympíuskákmótinu í Tromsö. Hannes Hlífar vann ţá Ziska í vel tefldri skák en Guđmundur tapađi á móti Olaf Berg.
Viđ höfum ţví mćtt ţeim á hverjum einasta stórmóti síđan 2014. Tölfrćđin er sannarlega međ okkur en ţeir geta veriđ skeinuhćttir eins og ţeir sýndu okkur í Tromsö.
Stađan í Norđurlandakeppninni:
- (26) Noregur 7 stig
- (27) Finnland 7 stig
- (31) Danmörk 6 stig
- (32) Ísland 6 stig
- (35) Fćreyjar 5 stig
Rétt er ađ vekja athygli á ţví ađ lokaumferđin hefst fyrr en venjulega eđa kl. 12.
6.11.2017 | 09:17
Góđ frammistađa íslenskra keppenda á Hasselbacken
Ţađ voru fjórir vaskir drengir úr Kópavoginum sem tóku ţátt í Hasselbacken Chess Open 2017 í Stokkhólmi um helgina, Ţeir Vignir Vatnar Stefánsson (TR) , Stephan og Benedikt Briem og Örn Alexandersson (allir Breiđablik). Fararstjórar voru ţeir Kjartan Briem og Alexander Arnarson.
Mótiđ var 8 umferđir , ţar af fjórar atskákir á föstudeginum og svo tvćr kappskákir á dag laugardag og sunnudag. 146 keppendur voru í ađalkeppninni en 45 í Lilla Hasselbacken.
Stephan og Vignir Vatnar tefldu í ađalkeppninni, en Örn og Benedikt tefldu í Lilla Hasselbacken međ skákmenn međ ađ hámarki 1600 stig.
Föstudagurinn (atskákir):
Ţađ var nokkuđ mikill hasar og gekk vel á föstudeginum hjá öllum.
Stephan: Í fyrstu umferđ mćtti Stephan einum stigahćsta keppandanum, IM Pontus Sjödahl (2432). Stephan átti í fullu tré viđ hann en eftir mjög spennandi skák gaf Stephan eftir á síđustu metrunum og sekúndunum og játađi sig sigrađan. Afar vel tefld skák hjá Stephani ţrátt fyrir tap. Í nćstu ţremur skákum fékk Stephan 2 ˝ vinning á móti sterkum skákmönnum , ţar á međal sigur í fjórđu umferđ á móti Simon Marder (2065), reyndar smá heppni ţar. Stephan nćldi sér í tćp 40 atskákstig í ţessum fjórum skákum.
Vignir Vatnar: Vignir fékk ţrjá vinninga í fjórum atskákum, vann ţrjá stigalćgri andstćđinga örugglega , en lét í minni púkann fyrir IM Rauan Sagit (2427). Fékk +10 atskákstig fyrir ţetta kvöld.
Benedikt: Benedikt var on fire ţetta föstudagskvöld og fékk fullt hús og 63 atskákstig, vann mun stigahćrri andstćđinga í ţremur skákanna. Frábćr frammistađa.
Örn: Örn var nýkominn úr vikufríi á Tenerife en lét ekki smá flugţreytu á sig fá, heldur vann ţrjár af fjórum skákum. +6 atskákstig fékk Örn fyrir frammistöđuna á föstudeginum.
Laugardagur og sunnudagur (kappskákir):
Stephan hélt áfram ađ tefla vel, og gerđi tvö mjög sterk jafntefli á laugardeginum gegn mun stigahćrri andstćđingum. Fyrst međ svörtu gegn Bo Adler(2166), og síđan međ hvítu gegn Gustavo Luna (2057). Á sunnudeginum byrjađi Stephan međ svörtu gegn CM Peter Collet (2205) og lék Benko gambít, skákin varđ mjög spennandi en Stephan lenti í pressu í lokin og lék af sér í tímahraki. Ágćtis skák en tap engu ađ síđur. Stephan endađi svo á sterku jafntefli međ hvítu gegn Tim Willinger (2153). 31 elostig fćr Stephan fyrir frammistöđuna í ţessum fjórum skákum og var hann međ rating performane uppá 2101 stig.
Vignir Vatnar byrjađi laugardaginn međ sigri gegn Nils Carlsson (2047), og gerđi síđan sterkt jafntefli viđ GM Hans Tikkanen (2520). Frábćr frammistađa á laugardeginum. Á sunnudeginum fékk Vignir w.o. gegn GM Lars Karlsson (2459) sem veiktist um nóttina, Vignir var um tíma efstur á mótinu ţar sem sú skák klárađist vitanlega fyrst allra í 7.umferđ. Í lokaumferđinni var komiđ ađ ţriđja stórmeistaranum GM Eric Blomqvist (2503) . Eftir ţokkalega byrjun ţurfti Vignir ađ gefa skiptamun og lenti ađ lokum í vandrćđum eftir ţétta taflmennsku Blomqvist. 5 ˝ vinningur af 8 er engu ađ síđur vel af sér vikiđ hjá Vigni, rating performance 2319.
Örn og Benedikt áttu báđir slćman laugardag og töpuđu báđum sínum skákum í nokkuđ sveiflukenndum skákum. Benedikt var einn af ţremur í u1600 flokknum sem hafđi leitt mótiđ eftir föstudaginn, en féll niđur í sjöunda sćtiđ viđ ţessi tvö töp.
Á sunnudeginum unnu bćđi Örn og Benedikt fyrri skákina, Örn náđi snemma skiptamun í skákinni sinni, og fórnađi síđan hrók í peđakapphlaupi viđ andstćđing sinn, og náđi ađ vekja upp drottningu, sem leiddi til öruggs sigurs. Benedikt nýtti sér stöđumun í endatafli međ 6 peđum og riddara hvoru megin, og vann góđan seiglusigur.
Í seinni skákinni á sunnudeginum, lenti Örn snemma í vandrćđum gegn Piu Fransson (1504) og náđi aldrei ađ vinna sig út úr ţeim og tapađi sinni síđustu skák. Örn stóđ sig vel á mótinu, en hann er búinn ađ vera á fullu í öđrum íţróttum ađ undanförnu og vantađi kannski smá ćfingu til ađ vera í toppbaráttunni. En viđ búumst viđ honum sterkum núna í framhaldinu heima á Íslandi ;-)
Í síđustu umferđinni tefldi Benedikt eina af sérfrćđigreinum sínum, London System međ hvítu gegn ungum skákmanni frá Lundi, Ludvig Morell (1327) sem hafđi stađiđ sig afar vel í mótinu. Benedikt komst aftur í sóknargírinn í ţessari skák og eftir uppskipti á mönnum voru eftir hrókur,riddari og biskup hjá hvorum auk fjölda peđa. Benedikt saumađi síđan hressilega ađ svarta kónginum og lék síđustu 5-6 leikina afar beitt og uppskar flottan sigur. Ţrátt fyrir ađ elostigin fćru ađeins niđur í mótinu (-16) var Benedikt međ rating performance uppá 1585 stig.
Bćđi Benedikt og Vignir Vatnar unnu til verđlauna á mótinu. Vignir Vatnar vann bćđi í keppni tólf stigahćstu undir 2300, og var hćsti junior. Benedikt fékk verđlaun fyrir fjórđa sćtiđ í Lilla Hasselbacken keppninni , en vann líka keppni tólf skákmanna međ stig á bilinu 1327-1465.
Heilt yfir var mótiđ vel heppnađ fyrir okkur, markmiđiđ var ađ öđlast reynslu í keppni erlendis og fá jafnar skákir og náđist ţađ markmiđ vel auk ţess sem árangurinn var betri heilt yfir en búast mátti viđ, allir međ 50% árangur eđa betra! Mćli međ ţessu móti fyrir efnilega leikmenn , hćgt ađ komast til Stokkhólms tiltölulega auđveldlega og mađur missir ekki mikiđ úr vinnu/skóla ţar sem mótiđ fer fram fös-sun.
Ţađ var annars frekar óvćntur sigurvegari á mótinu, IM Philip Lindgren (2382), margir mun stigahćrri sem tóku ţátt.
Hćgt er ađ skođa öll úrslit á http://member.schack.se/ShowTournamentServlet?id=4920
Kjartan Briem
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2017 | 07:00
Hrađkvöld hjá Hugin í kvöld
Spil og leikir | Breytt 3.11.2017 kl. 06:53 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2017 | 06:00
Haustmót SA í yngri flokkum fer fram í dag
Haustmót Skákélags Akureyrar fer fram mánudaginn 6. nóvember. Tilvaliđ mót fyrir ţá krakka sem eru ađ ćfa međ okkur og raunar opiđ öllum áhugasömum krökkum á grunnskólaaldri (međan húsrúm leyfir!)
Fyrirkomulag:
Tefldar verđa 7 umferđir.
Umhugsunartími er 10 mínútur á keppanda í hverri skák.
Teflt verđur um eftirfarandi titla:
- Skákmeistari SA í barnaflokki fćdd 2007 og síđar.
- Skákmeistari SA í flokki 11-13 ára fćdd 2006, 2005 og 2004
- Skákmeistari SA í flokki 14-15 ára fćdd 2003 og 2002
- Skákmeistari SA í yngri flokkum allir aldursflokkar samanlagđir.
Ađrar upplýsingar:
- Skráning á stađnum frá 16.00
- Mótiđ tekur u.ţ.b. tvo tíma.
- Ekkert keppnisgjald.
- Úrslitum lýst í mótslok, en verđlaunafhending verđur á uppskeruhátíđ haustmisseris í desember.
Núverandi meistarar eru:
Í barnaflokki: Brynja Karitas Thoroddsen, Jóel Snćr Davíđsson og Ingólfur Árni Benediktsson
Í flokki 11-13 ára: Fannar Breki Kárason
Í flokki 14-15 ára: Tumi Snćr Sigurđsson
Núverandi Skákmeistari SA í yngri flokkum er Fannar Breki Kárason
Spil og leikir | Breytt 1.11.2017 kl. 05:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2017 | 22:04
EM Landsliđa - Liđsstjórapistill 8. umferđar
Viđureign okkar í 8. umferđ á EM Landsliđa var gegn liđi Sviss. Ţetta var fyrsta "jafna" viđureignin okkar í mótinu en Sviss er einu sćti ofar en viđ í styrkleikaröđinni og liđin mjög jöfn á stigum. Fyrir ţessa umferđ höfđum viđ allt teflt niđurfyrir okkur eđa uppfyrir.
Spennan á toppnum var einnig ţó nokkur en Rússar gátu nánast tryggt sér sigur á móti međ ţví ađ leggja Azera ađ velli.
Kíkjum á viđureignina og eins og venjulega í ţeirri röđ sem skákirnar kláruđust:
3. borđ Hannes svart á Georgiadis
Hannes tefldi Berlín og fékk á sig anti-Berlín međ d3. Í stuttu máli lenti Hannes ekki í neinum teljandi vandrćđum í skákinni.
Í stöđunni lék Hannes Hae8 en einnig var mögulegt ađ leika ...Bb7 ef svartur vill tefla tafliđ áfram. Líklegast stendur svartur síst lakar ţó jafntefli verđi ađ teljast líkleg úrslit. Ţess í stađ eftir ...Hae8 og Da4 lék Hannes ...b5 og í kjölfariđ ...b4 og tafliđ einfaldađist töluvert.
Jafntefli var samiđ skömmu eftir 30 leikja markiđ og ţetta var fyrsta skákin ađ klárast.
1. borđ Héđinn svart gegn Pelletier
Pelletier beindi skákinni í katalónskt ívaf en ţó međ peđsfórn á c4. Héđinn tefldi upp á ađ reyna ađ halda peđinu á c4 en ađgerđir hans međ ...Ha6 og ...Bxc3 voru líklegast rangar. Hvítur fann alla réttu leikina og ţeirra lúmskastur kannski Bc5!
Sá leikur ţýddi í raun algjört hrun svörtu stöđunnar ţví allir menn hvíts stóđu vel í kjölfariđ, hrókar á góđum línum, biskup međ árás á c6 og b5 peđ í vandrćđum. Eftir drápiđ á c5 átti hvítur riddaradráp á c4 sem nýtti hrókinn á d1 og hvítur fékk alla stöđuna.
Í endataflinu var hvítur međ val um hvar hann gćti unniđ peđ. Peđiđ á c6 er dauđadćmt og einnig á hvítur manúveringar međ riddarann til ţess ađ taka a5 peđiđ. Pelletier er reyndur stórmeistari og klikkađi ekki á úrvinnslunni.
Stađan 1,5-0,5 fyrir Sviss
2. borđ Hjörvar hvítt gegn Bogner
Bogner kom Hjörvari á óvart međ ...Rxd5 í byrjuninni og ljóst ađ hann ćtlađi ađ "neutralísa" allt í stöđunni. Ef hvítur er ekki vel undirbúinn er erfitt ađ fá mikiđ gegn ţessu afbrigđi.
Hjörvar skynjađi í ljósi stöđunnar í matchinum ađ hann yrđi ađ reyna eitthvađ og lék d5 til ađ sprengja ađeins upp stöđuna. Hann valdi einnig Hgd4 ţó hann hafi taliđ Ha4 objectíft betri leik. Í tímahraki og flćkjum náđi Hjörvar ađ finna trikk. Eftir Bf5 má segja ađ svartur hafi bognađ undan pressunni ;-) ...hann lék slćmum ...Hb8 leik og ţá var balliđ búiđ.
Hjörvar lék Dh4 og eftir g6 var ţađ steinslegiđ og riddarinn hoppađi inn á f5 í kjölfariđ...:"nothing to be done" eins og ţeir segja!
Seigla hjá Hjörvar sem jafnađi hér matchinn, 1,5-1,5
4. borđ Guđmundur hvítt á Jenni
Guđmundur hafđi hvítt á Jenna en Tommi bróđir hans teflir ekki fyrir Sviss....brúmm brúmm tsshhhhh
Á bođstólnum var broddgaltarafbrigđiđ og Gummi var alltaf međ ţćgilega stöđu. Líklega var ...b5 framrás svarts illa tímasett og hvítur virtist standa mun betur.
Eins og oft áđur var skák Guđmundar síđasta skákin ađ klárast og í endataflinu varđ vendipunktur skákarinnar.
Hér lék Gummi Ha6?? en Bxf6 hefđi veriđ rétt og hvítur getur ekki tapađ og er bara ađ tefla upp á tvö úrslit. Gummi gerđi aftur ţau mistök ađ tefla upp á tíma andstćđings síns en honum yfirsást einnig eftir 35...Rd5 36.Hxa5 Rb4+ 37.Kb3 Rc6 ađ hann á ekki 38.Hc5? vegna 38...Rd4+ 39.Kc4 Hxc5 40.Kxc5 og 40...Re6+ og biskupinn á g5 fellur.
Grátleg mistök og enn eitt grátlegt 1.5-2.5 tapiđ.
Ljóst er ađ íslenska liđiđ mun ekki ná góđu sćti ađ ţessu sinni á EM og fylgja eftir fínum árangri á EM 2015 heima í Reykjavík. Í síđustu umferđinni mćtum viđ Fćreyingum sem viđ höfum mćtt ótrúlega oft á síđustu árum. Í liđi ţeirra er einn brćđranna ađ tefla upp á IM norm. Sem fyrr er krafan sigur gegn Fćreyingum ţó ţeir hafi reyndar aldrei veriđ sterkari!
Á toppnum urđu mögnuđ úrslit ţegar Azerar slátruđu Rússum 3-1! Ţessi sigur setur Azera í lykilstöđu, ţeir eru einir efstir sem er eiginlega ótrúleg niđurstađa eftir 50% árangur í fyrstu 3 umferđunum.
Mamedyarov hjá Azerum er algjörlega "á eldi" ţessi dćgrin og var í 2. sćti heimslistans um daginn en Aronian hefur reyndar hrifasđ ţađ af honum núna. Mame er hinsvegar kominn í 2800 elóstig og lítur vel út. Hann teflir af miklum ţrótti og sjálfstrausti og ...g5! leikur hans í dag var mjög kraftmikill. Minnir um margt á meistara Benóný Benediktsson sem beitti svipađri framrás í Spánverjanum eins og margir muna!
Azerar mćta Úkraínu á morgun og verđa Evrópumeistarar međ sigri og vera má ađ jafntefliđ dugi. Rússar mćta Ţjóđverjum og verđa ađ treysta á hjá frá Úkraínumönnum.
Ég vek ađ lokum athygli á skákunum sem fylgja pistlinum sem endranćr fyrir neđan fćrsluna. Ađ ţessu sinni fylgir skák á neđsta borđi mótsins á milli tveggja alţjóđlegra meistara. Ţađ er semsagt ekki alltaf nóg ađ vera drottningu og skiptamun yfir til ađ vinna skák!!
Kveđjur frá Krít,
Ingvar Ţór Jóhannesson
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2017 | 20:09
Svissneska leiđin virđist ekki vera vćnleg til árangurs - andstćđingur Hjörvars bognađi
Svissneska leiđin er ekki góđ ef marka má árangur landsliđs Íslands í áttundu og nćstsíđustu umferđ EM landsliđa í dag. Viđureignin tapađist međ minnsta mun, 1˝-2˝. Hjörvar Steinn Grétarsson (2567) vann glćsilegan sigur á Sebastian Bogner (2599), Hannes Hlífar Stefánsson (2508) skilađi sínu ţegar hann gerđi mjög öruggt jafntefli á ţriđja borđi međ svörtu gegn Nico Georgiadis (2516).
Héđinn Steingrímsson (2576) töpuđu hins vegar báđir. Héđinn fyrir Yannick Pellitier (2540) á efsta borđi en sá svissneski tefldi skákina nánast óađfinnanlega. Guđmundur Kjartansson (2456) tapađi á fjórđa borđi eftir ađ hafa tekiđ óskynsamlega ákvörđun um ađ fara ekki í uppskipti á léttu mönnum skömmu fyrir tímamörkin. Svekkjandi tap. Enn töpum viđ minnsta möguleika mun.
Gríđarleg spenna hljóp í toppbaráttuna í dag ţegar Aserar unnu Rússa örugglega 3-1. Mamedyarov lagđi Grischuk (2785) ađ velli á efsta borđi og virđist vera í feiknaformi. Lék g7-g5 í sjöttu leik algjörlega svalur. Í ţriđja sćti heimslistans á eftir Carlsen og Aronian. Eftir slaka byrjun hafa Úkraínumenn heldur betur hrokkiđ í gang og unnu Ungverja 2˝-1˝.
Aserer hafa 13 stig. Úkraínumenn og Rússar koma nćstir međ 12 stig. Úkraínumenn fá Asera í lokaumferđina og ţurfa ađ vinna til eiga möguleikanna á gulli. Aserum gćti dugađ jafntefli en - en ţá gćtu Rússar náđ ţeim á stigum og jafnvel unniđ ţá á stigum. Rússar mćta Ţjóđverjum. Stefnir í gríđarlega spennandi lokaumferđ.
Viđ mćtum Fćreyingum í lokaumferđinni.
Stađan í Norđurlandakeppninni:
- (26) Noregur 7 stig
- (27) Finnland 7 stig
- (31) Danmörk 6 stig
- (32) Ísland 6 stig
- (35) Fćreyjar 5 stig
Ţađ stefnir í flest í sigur Norđmanna sem mćta Krítverjum (Griklandi 3) í lokaumferđinni.
Rússar hafa tryggt sér Evrópumeistaratitilinn í kvennaflokki.
Rétt er ađ vekja athygli á ţví ađ lokaumferđin hefst fyrr en venjulega eđa kl. 12.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2017 | 19:22
U-2000 mótiđ: Fjórir keppendur í forystu
Ţađ fćrist fjör í leikinn í U-2000 mótinu en fjórđa umferđ fór fram í húsakynnum TR í sl. miđvikudagskvöld. Ađ henni lokinni eru Alexander Oliver Mai (1875), Óskar Víkingur Davíđsson (1777), Haraldur Baldursson (1935) og Páll Andrason (1805) efstir og jafnir međ 3,5 vinning. Alexander gerđi jafntefli viđ Stephan Briem (1895) í viđureign sem má lýsa sem störukeppni ţeirra í milli. Hvorugur tók mikla áhćttu og eftir langa setu ákváđu ţessir efnilegu skákmenn ađ mćtast á miđri leiđ. Á öđru borđi lagđi Haraldur Agnar Darra Lárusson (1750) í afar tvísýnni skák ţar sem sá fyrrnefndi stillti upp í kröftuga sókn á kóngsvćng. Agnar varđist ţó vel og hafđi Haraldur eytt miklum tíma í ađ finna bestu leiđirnar, svo miklum ađ hann átti innan viđ tvćr mínútur eftir ţegar kvöldiđ var rétt hálfnađ. Ţegar á leiđ kom upp mjög taktísk stađa ţar sem Haraldur veiddi andstćđing sinn í mátnet ađ lokum en segja má ađ lukkudísirnar hafi ađ einhverju leyti veriđ hans meginn í ţetta skiptiđ. Á nćstu borđum sigruđu Páll og Óskar sína andstćđinga, sá fyrrnefndi Jóhann Arnar Finnsson (1732) og sá síđarnefndi Ólaf Guđmarsson (1724).
Fimm keppendur koma nćstir međ 3 vinninga og ţví ljóst ađ spennandi lokakafli er framundan. Fimmta umferđ fer fram nćstkomandi miđvikudagskvöld og hefst á slaginu 19.30. Ţá mćtast efstu menn innbyrđis; Páll stýrir hvítu gegn Haraldi, og ţá hefur Alexander sömuleiđis hvítt gegn Óskari. Öll úrslit má finna á Chess-Results og ţangađ fara einnig skákir mótsins.
Nánar á heimasíđu TR.
5.11.2017 | 11:00
EM landsliđa: Svissneska leiđin?
Ísland mćtir Sviss í dag. Svissneska sveitin er mjög áţekk íslenska liđinu ađ styrkleika. Hefur međalstigin 2534 á móti 2527 skákstigum okkar sveitar. Svissneska sveitin er nr. 26 í styrkleikaröđ sveitanna - sćti fyrir ofan okkur. Jafnara getur ţađ varla veriđ. Fyrsta sveitin, sem viđ mćtum sem er áţekk okkur ađ styrkleika.
Hingađ til hefur íslenska sveitin unniđ ţćr sveitir sem eru lakari en viđ tapađ fyrir ţeim sterkari. Nú reynir ađ strákana. Sigur í dag og góđ úrslit í lokaumferđinni geta ţýtt gott lokasćti.
Viđureign dagsins
Viđ höfum tvívegis mćtt Sviss á EM landsliđa. Árin 2005 og 2007. Viđ lágum, 1-3, fyrir ţeim áriđ 2005. Hannes tapađi ţá fyrir Viktor Korchoni. Stefán Kristjánsson vann hins vegar Yannick Pelletier, sem nú leiđir sveitina, á öđru borđi. Ég man vel eftir viđureigninni áriđ 2007 á Krít - enda var ég ţá liđsstjóri. Ţá var enginn Korchnoi međ ţeim. Viđureignin ćsispennandi. Hannes tapađi ţá fyrir Pelletier á fyrsta borđi. Henrik Danielsen vann hins vegar sína skák. Héđinn og Stefán gerđu jafntefli.
Viđ höfum átta sinnum mćtt ţeim á Ólympíuskákmóti. Unniđ ţá sex sinnum, gert einu sinni jafntefli og tapađ einu sinni. Síđast mćttum viđ ţá áriđ 2010 í Khanty-Mansiysk og unnum ţá 3-1. Bragi Ţorfinnsson og Hjörvar Steinn unnu en Hannes og Héđinn gerđu jafntefli.
Stađan í Norđurlandakeppninni
- (23) Finnland 7 stig
- (29) Danmörk 6 stig
- (30) Ísland 6 stig
- (32) Noregur 5 stig
- (33) Finnland 5 stig
Ţátttökuleyti Svía vekur nokkra athygli hér. Enda eina öfluga skáksambandiđ í Evrópu sem ekki tekur ţátt. Malcolm Pein, fulltrúi Englands, spurđi Carl-Fredrik, forseta sćnska skáksambandsins beint út í ţátttökuleysi ţeirra og lýsti um leiđ yfir vonbrigđum sínum ađ svona stórt og öflugt skáksamband skyldi ekki senda liđ.
Carl-Fredrik sagđi ástćđuna hafa veriđ 100 ára afmćli sćnska skáksambandsins sem hefđi veriđ dýrt. Inn í ţeim pakka var t.d. Svćđamótiđ sem Jóhann Hjartarson vann. Carl útskýrđi jafnframt ađ ţetta vćri einstök ákvörđun (one time decision) og Svíţjóđ yrđi međ á mótinu í framtíđinni.
ECU-ţingiđ
ECU-ţinginu lauk í gćr en ţađ stóđ 2.-4. nóvember. Nefndarfundum lauk ţann ţann 3. nóvember. Mín nefnd ECU Events Commission, ţar sem ég formađur, fundađi í alls sex klukkutíma. Langmestan orkan fór í breytingar á lögum sambandsins.
Auk ţess voru miklar umrćđur um Evrópumót taflfélaga og hvernig eigi eigi ađ eiga viđ svindl. Mismunandi áherslur eru á milli skákstjóra hinsvegar og mótshaldara hinsvegar. Skákstjórar vilja ganga lengra t.d. í ţví seinka útsendingum en mótshaldarar sem leggja mikiđ uppúr ţjónustu viđ skákáhugamenn.
Á stjórnarfundi ECU, sem ég sat sem formađur viđburđarnefndar, var ákvörđun tekin um ađ styrkja GAMMA Reykjavíkurskákmótiđ - minningarmót um Bobby Fischer um 5.000. Fischer-random, sem haldiđ verđur 9. mars verđur jafnframt Evrópumót og ljóst ţar međ ađ ţar verđur hćgt ađ bjóđa uppá mjög góđ verđlaun međ ţessum styrk. Fljótlega eftir heimkomuna verđur fyrirkomulag mótsins endanlega ákveđiđ.
Sjálft ECU-ţingiđ fór fram í gćr. Ţađ var almennt friđsćlt. Miklu friđsćlla en t.d. FIDE-ţingum ţar sem menn skiptast í mismundandi fylkingar. ECU er vel rekiđ og fjárhagsstađa ţess mjög góđ. Mót á vegum ECU er almennt mjög góđ og má ţar bćđi nefna EM landsliđa og EM taflfélaga í Antalya. Frammúrskarandi flott mót - bćđi tvö.
Nokkrar breytingar voru gerđar á lögum sambandsins. T.d. var ákveđiđ ađ framvegis ţyrftu ađ vera bćđi kyn í stjórn ECU. Í dag eru ţar átta miđaldra karlmenn. Samţykkt samhljóđa.
Önnur tillaga kom frá stjórn ECU um ađ frá og međ nćstu áramótum yrđu a.mk. 25% skákstjórar ađ vera frá öđru hvoru kyninu á Evrópumótum. Dómara-nefnd var andsnúin ţessu en ţar sitja eingöngu miđaldra karlar! Ánćgjulegt er ađ segja frá ţví ađ sú tillaga var samţykkt međ yfirburđum og ţar međ taliđ međ stuđningi Norđurlandanna.
Ađ lokum var ákveđiđ hvar eftirtalin mót verđi haldin. Í sumum tilfellum ţurfti ađ kjósa á milli valkosta.
- Evrópumót taflfélaga 2019 - Budva, Svartfjallandalandi. Unnu Sochi, Rússlandi, 32-9. Mótiđ 2018 verđur haldiđ í Rhodos.
- Evrópumót ungmennaliđa 2019 verđur haldiđ í Pardubice, Tékklandi. Mótiđ verđur á ţannig sett upp ađ keppendur geta teflt á Czech Open strax ađ loknu móti.
- Evrópumót skóla 2019 - verđur haldiđ í Mamia í Rúmeníu.
- Evrópumót ungmenna í at- og hrađskák 2019 - verđur haldiđ í Tallin í Eistlandi.
- Evrópumenna kvenna 2019 - verđur haldiđ í Antalya í Tyrklandi.
- EM ungmenna 2020 - verđur haldiđ í Tyrklandi
- Evrópumót öldungaliđa 2019 - verđur haldiđ í Sveti Martin í Króatíu.
- Evrópumót einstaklinga 2019 - Ađ öllum líkindum í Ísrael.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2017 | 10:07
Vignir međ jafntefli viđ stórmeistara Hasselbacken-mótinu
Um helgina fer fram Hasselbacken-skákmótiđ í Svíţjóđ. Međal keppenda eru Vignir Vatnar Stefánsson (2294), Briem-brćđurnir Stephan og Benedikt, frćndi ţeirra Örn Alexandersson og hinn hálf-íslenski Baldur Teódór Petersson. Mótiđ er átta umferđir. Fyrst voru tefldar 4 atskákir og síđan 4 kappskákir.
Vignir hlaut 3 vinninga í atskákunum. Í gćr gerđi hann jafntefli viđ, stigahćsta keppendann, sćnska stórmeistarann Hans Tikkanen (2520). Í morgun fékk hann frían vinning ţar sem sćnski stórmeistarinn gaf skákina vegna veikinda án taflmennsku.
Baldur Teódor Petersson (2165) hefur 4 vinninga, Stephan Briem (1880) hefur 3,5 vinninga.
Benedikt Briem (1444) og Örn Alexandersson (1413) tefla í b-flokki (u1600). Benedikt hefur 4 vinninga og Örn hefur 3 vinninga.
Lokaumferđin hefst kl. 13:30. Vignir ađ sjálfsögđu í beinni.
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.7.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 114
- Frá upphafi: 8778789
Annađ
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar