Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

EM: Pörun fjórđu umferđar

Ţá liggur fyrir pörun fjórđu umferđar á Evrópumótinu í Legnica. Okkar menn fá loksins stund milli stríđa ţví ađ báđir andstćđingarnir eru undir 2600 skákstigum í ţetta skiptiđ!

Guđmundur Kjartansson er međ svart gegn georgíska stórmeistaranum Merab Gagunashvili (2592). Tímabundinn fréttaritari skak.is tefldi eitt sinn gegn manngarminum, átti í fullu tré viđ hann og gafst svo samviskusamlega upp eftir fingurbrjót. Ţađ er einlćg von og trú skak.is ađ Guđmundur tapi ţessari skák aldrei.

Dagur Arngrímsson stýrir einnig svörtu mönnunum gegn ítalska alţjóđlega meistaranum Da248131_10151625958980799_1225266305_nnyyil Dvirnyy (2541). Ţađ ţarf vart međalgreindan mann til ađ greina ađ sá ágćti drengur kemur frá einhverju austantjaldslandinu en ítölsku vegabréfi skartar hann og hefur átt fast sćti í ítalska landsliđinu undanfarin ár. Tímabundinn fréttaritari skak.is hefur oft teflt á sömu mótum og ţetta ágćta eintak og aldrei fundist neitt til taflmennskunnar hans koma. Ţađ er ţví í raun og veru sönnuđ tilgáta ađ Dagur tapar ţessari skák aldrei.

Guđmundur verđur í brakandi beinni útsendingu á morgun en Dagur tekur sér frí í eina umferđ frá sviđsljósinu.

 Frćđast má um stöđu mótsins hér.

 

 * Myndin er af nýlegu lasagne sem Guđmundur og Dagur elduđu sér og er tekin í algjöru heimildarleysi af Facebooksíđu Dags. Ţađ má fastlega reikna međ ađ Danyyil Dvirnyy verđi bakađur eins og ítalski ţjóđarrétturinn á morgun.


EM: Guđmundur lagđi Nyzhnyk í 3.umferđ

Guđmundur Kjartansson var rétt í ţessu ađ leggja stórmeistarann Illya Nyzhnyk ađ velli í afar vel tefldri skák í 3.umferđ Evrópumótsins í Legnica. Dagur Arngrímsson varđ ađ lúta í gras gegn hvítrússneska Guđmundur Kjartanssonstórmeistaranum Andrey Zhigalko.

 Báđir mega ţó vel viđ una. Guđmundur er međ 2 vinninga eftir fyrstu ţrjár umferđirnar og Dagur međ 1,5 vinning. Andstćđingar beggja hafa allir veriđ stórmeistar međ yfir 2600 stig svo mótspyrnan hefur veriđ talsverđ.

Enn er ekki ljóst hverjir andstćđingar morgundagsins verđa en ljóst er ađ a.m.k. Guđmundur verđur í beinni útsendingu og vonandi Dagur einnig.

 


Hrađskákmót öđlinga fer fram á morgun

Hrađskákmót öđlinga fer fram á morgun 8. maí kl. 19.30 í félagsheimili T.R. ađ Faxafeni 12. Mótiđ er opiđ fyrir alla 40 ára og eldri (f. 1972 og síđar).Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma.

Í lok mótsins fer fram verđlaunaafhending fyrir Hrađskákmótiđ sem og Skákmót öđlinga sem lauk s.l. miđvikudagskvöld. Ţátttökugjald er kr. 500 og er í ţví innifaliđ kaffi og góđgćti. Skákmenn 40+ eru hvattir til ađ fjölmenna!


Vormót Skákakademíu Kópavogs og Skákskóla Íslands í Stúkunni á föstudag

Vormót Skákakademíu Kópavogs og Skákskóla Íslands fer fram nćsta föstudag í Stúkunni á Kópavogsvelli og hefst kl 14.30. Tefldar verđa sjö umferđir og er tímafyrirkomulagiđ 5 3 Bronstein. Međ mótinu lýkur vorönn en undanfarin misseri hefur Helgi Ólafsson skólastjóri Skákskólans annast ćfingar í Stúkunni fyrir unga skákmenn í Kópavogi.

Mótiđ fer fram allt í einum flokki en veitt verđa glćsileg verđlaun fyrir efstu sćtin međal ţeirra sem eru skákstig og fyrir ţá sem stigalaus eru. Mótiđ er opiđ öllum ţeim sem sótt hafa ćfingar í Stúkunni eđa hafa teflt fyrir grunnskóla Kópavogs í hinum ýmsu flokkakeppnum á ţessu ári. 


EM: Bein útsending frá 3.umferđ

Ţá eru skákir ţriđju umferđar á EM farnar af stađ. Vopnabrćđurnir Dagur og Guđmundur glíma viđ afar sterka stórmeistara í dag og ţví er rétt ađ íslenskir skákáhugamenn sendi ţeim félögum góđa strauma.

Guđmundur Kjartansson í Búdapest 2010

Hćgt er ađ fylgjast međ skákunum í beinni hér.

Félagarnir eru á borđum 37-72.

Fréttaritari skak.is getur ekki betur séđ en ađ báđir drengirnir séu međ ágćtar stöđur ţegar rúmlega 2 klst. eru liđnar af baráttunni.


Ofurmótiđ í Noregi hefst í dag

Carlsen1_220px-150x150

Sterkasta skákmót í sögu Noregs (og mögulega Norđurlandanna) hefst í Stavangri í dag.

Ţátttakendur eru 10 talsins:

- Magnus Carlsen (2868)

- Levon Aronian (2813)

- Veselin Topalov (2793)

- Vishy Anand (2783)

-  Hikaru Nakamura (2775)

- Peter Svidler (2769)

- Sergey Karjakin (2767)

- Teimour Radjabov (2745)

- Wang Hao (2743)

- Jon Ludvig Hammer (2608)

 Keppnisfyrirkomulagiđ er ţannig ađ fyrst fer fram hrađskáksmót (4 min + 2 sek), allir viđ alla, og mun sigurvegarinn fá ađ velja sér stađ í töfluröđinni og síđan koll af kolli.  Sjálft ađalskáksmótiđ hefst síđan á morgun, 8.maí.

Ţađ er margt spennandi viđ ţetta mót. Í fyrsta lagi ađ sjá hvernig Magnus Carlsen stendur sig á heimavelli og ekki síđur ađ sjá áskorandann og heimsmeistarann takast á í mótinu. Í Noregi er mikil óánćgja međ ađ heimsmeistaraeinvígiđ fari fram í Chennai á Indlandi og ţví má búast viđ ađ andrúmsloftiđ verđi lćvi blandiđ.

Búlgarinn Veselin Topalov snýr nú aftur í alvöru elítumót en hann vann eftirtektarverđan sigur á Grand Prix móti í Zug á dögunum ţar sem hann malađi B-elítu skákheimsins. Topalov á marga ađdáaendur og ţeir munu eflaust fylgjast spenntir međ framgangi hans. 

Vladimir Kramnik átti ađ vera međal ţátttakenda en hann dró sig út úr mótinu á dögunum og í hans stađ kom Peter Svidler. Sá hefur afar gott skor á heimamanninn Carlsen og spennandi verđur ađ sjá hvort ađ hann heldur uppteknum hćtti. 

Uppfćrt: Beina útsendingu frá hrađskáksmótinu má nálgast hér.  Carlsen og Anand mćttust í fyrstu umferđ hrađskáksmótins og gerđu jafntefli í hundleiđinlegri skák!


Magnús er brjálađur!

Sú ákvörđun FIDE, alţjóđa skáksambandsins, ađ skrifa undir samning viđ indverska framtaksmenn um skipulagningu heimsmeistaraeinvígisins milli Carlsens og Anand í Chennai í Indlandi, hefur vakiđ hörđ viđbrögđ víđa. Forseti norska skáksambandins hefur fordćmt ákvörđunina í opnu bréfi til FIDE og nú stígur áskorandinn sjálfur fram og lýsir yfir miklum vonbrigđum sínum í fréttatilkynningu.

Sjá nánar hér.

Carlsen segist ekki skilja ţessa einhliđa ákvörđun FIDE enda hafi veriđ mikill áhugi fyrir ţví ađ bjóđa í einvígishaldiđ víđa um heim. Ađilar í Frakklandi hafi viljađ bjóđa 3,5 milljónir evra og óstađfestar fregnir herma ađ önnur tilbođ hafi veriđ í bígerđ. 

Ţrátt fyrir óánćgjuna ţá ćtlar Carlsen ekki ađ "púlla Bobbý" á ţetta heldur ađ bíta í skjaldarrendur og glíma viđ heimsmeistarann á heimavelli.

Sálfrćđistríđiđ fyrir heimsmeistaraeinvígiđ er hafiđ!

 


Skákhátíđ á Ströndum 21.-23. júní: Ţrír stórmeistarar skráđir til leiks á Afmćlismót Jóhanns Hjartarsonar

IMG_5689

Skákhátíđ á Ströndum verđur haldin dagana 21. til 23. júní og sem fyrr verđur bođiđ upp á fjölda skemmtilegra viđburđa fyrir áhugamenn úr öllum áttum. Ţetta er sjötta skákhátíđin á Ströndum, sem hefur unniđ sér sess sem fastur liđur í skákdagatalinu.

 Ađ ţessu sinni verđa skákviđburđir á fjórum stöđum: Hólmavík, Djúpavík, Trékyllisvík og í Norđurfirđi.

100_0193

 Föstudaginn 21. júní klukkan 16 verđur fjöltefli í Hólmavík og um kvöldiđ verđur hiđ vinsćla tvískákarmót haldiđ í síldarverksmiđjunn í Djúpavík. Stađarhaldarar í Djúpavík bjóđa gestum hátíđarinnar upp á sérstakt tilbođ á gistingu og eru áhugasamir hvattir til ađ hafa samband sem fyrst. 

Laugardaginn 22. júní verđur svo efnt til Afmćlismóts Jóhanns Hjartarsonar stórmeistara, sem varđ fimmtugur fyrr á árinu, í samkomuhúsinu í Trékyllisvík. Međal keppenda verđa Jóhann, Helgi Ólafsson og Jón L. Árnason, auk ţess sem von er á fleiri sterkum skákmönnum. Heildarverđlaun á mótinu verđa 100 ţúsund krónur, auk fjölda veglegra aukavinninga.

1

Um kvöldiđ verđur svo efnt til  hins árlega ,,landsleiks" heimamanna og ađkomumanna og ađ leik loknum verđur hátíđarkvöldverđur í samkomuhúsinu.

Sunnudaginn 23. júní lýkur hátíđinni í Norđurfirđi međ Afmćlismóti Böđvars Böđvarssonar, hinnar gamalreyndu skákkempu, sem verđur 77 ára ţennan dag. Böđvar ţarf vart ađ kynna fyrir skákáhugamönnum, en vegleg peningaverđlaun verđa á mótinu.

Gisting er í bođi á Hótel Djúpavík, auk ţess sem mótshaldarar hafa yfir ađ ráđa fyrsta flokks svefnpokagistingu í Norđurfirđi. Ţá eru góđ tjaldstćđi í Árneshreppi svo allir ćttu ađ finna eitthvađ viđ sitt hćfi.

Áhugasamir eru hvattir til ađ hafa samband sem fyrst viđ Hrafn Jökulsson í hrafnjokuls@hotmail.com eđa Róbert Lagerman í chesslion@hotmail.com. 

Árneshreppur á Ströndum er afskektasta en ađ margra mati landsins fegursta sveit. Skákfélagiđ Hrókurinn stendur ađ hátíđinni, og mótshaldarar hlakka til ađ hitta gamla vini og nýja á skemmtilegri hátíđ! 


EM: Pörun 3.umferđar

Ţá liggur pörun ţriđju umferđar fyrir á Evrópumótinu. Dagur Arngrímsson, sem byrjađ hefur mótiđ afar vel, stýrir svörtu mönnunum gegn hvítrússneska stórmeistaranum Andrey Zhigalko (2603). Bróđir hans er ofurstórmeistarinn Sergey Zhigalko (2660) og ţví má segja ađ Björn og IllyaZhigalko-fjölskyldan beri höfuđ og herđar yfir ađrar hvítrússneskar skákfjölskyldur, ekki ósvipađ og Ţorfinnsson-fjölskyldan dómínerar íslenskt skáklíf svo ađ landar vorir geti sett hlutina í samhengi. Yfirburđirnir eru slíkir ađ nćstu brćđur sem eitthvađ geta í Hvíta-Rússlandi eru Elkin-brćđurnir, Leonid (2181) og Maxim (2201), eru ţeir brćđur ţví einskonar Ássar Hvíta-Rússlands!

Guđmundur Kjartansson, sem fyrirfram hefđi eflaust sćtti sig viđ 1 vinning af 2 gegn tveimur 2600+ stórmeisturum, stýrir hvítu mönnunum gegn Íslandsvininum Illya Nyzhnyk (2635). Sá kom fyrst til landsins áriđ 2008, ţá sem efnilegasta krútt í heimi og heillađi landsmenn alla. Núna er pilturinn ekkert krútt lengur heldur einfaldlega ţaulreyndur atvinnumađur sem eirir aungvu, nema e.t.v. enska stórmeistaranum Stephen Gordon sem gerđi sér lítiđ fyrir og lagđi maskínuna í 2.umferđ. Sá úkraínski hefur eflaust orđiđ fyrir miklum vonbrigđum međ ţá niđurstöđu og ţví treystum viđ ţví ađ Guđmundur stígi fast til jarđar á morgun.

Fréttaritari Skák.is óskar Degi og Guđmundi alls hins besta á morgun og hvetur íslenska skákáhugamenn til ađ nýta tćkifćriđ og fylgjast međ ţeim í beinni útsendingu.

 *Myndin sem fylgir fréttinni er af tveimur krúttböngsum á Reykjavíkurmótinu 2008.

 

 

 


EM: 2.umferđ í gangi

Önnur umferđ Evrópumóts einstaklinga í Legnica í Póllandi fer fram í dag. Ţegar ţessi orđ eru skrifuđ hefur alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2446) mátt lúta í gras gegn sterkum rússneskum stórmeistara A.Rakhmanov (2616). Guđmundur lenti í talsverđri beyglu eftir byrjunina og náđi ekki ađ rétta úr kútnum ţrátt fyrir hetjulega baráttu sem ćtíđ einkennir okkar mann. Ţrátt fyrir ađ fréttaritari skak.is hafi skákţekkingu á borđ viđ orangútan ţá virkađi 9. - dxc4 sem einkennileg ákvörđun og ekki síđur Rf6-e8-d6 manúveringin sem var fylgt eftir međ ţrekskiptu peđaţrammi e7-e6-e5 og allt í steik í kjölfariđ. Dagur Arngrímsson

Ef ađ einhver hefur manndóm í sér til ađ rífa sig upp eftir slćma flengingu á hinum sextíu og fjórum reitum ţá er ţađ Guđmundur okkar Kjartansson og ţví biđ ég lesendur um ađ örvćnta eigi.

 Talandi um manndóm ţá situr Dagur Arngrímsson (2390) enn ađ tafli gegn verđandi ofurstórmeistara Robert Hovhannisyan (fullt rassgat af stigum, nenni ekki ađ fletta ţví upp).  Dagur tefldi afar agressíft, fórnađi tveimur peđum fyrir virka stöđu og undirritađur var orđinn bjartsýnn. Síđan fór hinsvegar allt í steik, jafnt og ţétt, og ţegar Hovi var kominn međ valdađ frípeđ á d3 ţá töldu eflaust flestir daga Dags talda.

 Međ djöfulegri baráttu náđi hinsvegar okkar mađur ađ einfalda tafliđ jafnt og ţétt og rétt áđur en ég ýti á "vista og birta" ţá virđist allt stefna í skiptan hlut sem ađ vćri mikiđ afrek.

 Uppfćrt: Dagur landađi jafnteflinu! Glćsilega gert.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.9.): 16
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 140
  • Frá upphafi: 8780382

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 96
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband