Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Sumarskákmót Fjölnis hefst kl. 17.00 á miđvikudaginn

Sumarskákmót Fjölnis 2012Skákdeild Fjölnis lýkur starfsárinu međ árlegu sumarskákmóti sem öllum áhugasömum skákkrökkum á grunnskólaaldri er heimilt ađ taka ţátt í.

Teflt verđur í hátíđarsal Rimaskóla. Rótarýklúbbur Grafarvogs gefur ţrjá eignarbikara fyrir sigur í ţremur flokkum, eldri, yngri og stúlknaflokki.

Ţátttaka er ókeypis. Pítsa og gos kostar 300 kr í skákhléi. Sumarskákmót Fjölnis 2012Vegleg verđlaun, mörg verđlaun og bođiđ upp á skemmtilegt skákmót sem lokiđ er á tveimur tímum.

Foreldrum velkomiđ ađ fylgjast međ og ţiggja kaffisopa. Endum skákáriđ međ skemmtilegu skákmóti og mćtum tímanlega. Skráning á stađnum.

Tefldar sex umferđir. Umhugsunartími er sjö mínútur. Skákstjórar verđa ţeir Helgi Árnason og Stefán Bergsson.

 


Gallerý Skák - lokamótiđ: Friđgeir Hólm fór međ sigur af hólmi

Friđgeir HólmŢađ var vel mćtt og góđmennt í Gallerý Skák - hugverkasmiđju - sl. fimmtudag ţegar ţar var att kappi í ţrítugasta og síđasta sinn á ţessari skáktíđ og keppendur iđkuđu eins konar  „hugrćna atferlismeđferđ" međ ţađ ađ markmiđi ađ máta hvern annan í sem fćstum leikjum.  Ekki gekk ţó hugverkasmíđin ćvinlega upp sem skyldi -  glćstar og álitlegar vinningsstöđur gengu mönnum úr greipum, snerust upp í andhverfur sínar svo menn máttu ţola óvćnt og „óverđskulduđ" mát  eđa töp á tíma.  Oftar en ekki réđi einn skakkur leikur eđa snilldarleikur úrslitum, meira ţarf ađ jafnađi ekki til í ţessum hópi og skilur á milli feigs og ófeigs.  

Segja má ađ friđsöm átakataflmennska í góđum anda  hafi ráđiđ ríkjum á keppnisstađ og óvenju létt yfir mönnum enda umgjörđ mótsins međ hátíđarsniđi. Bođiđ var upp á ljúffengan veislukost í leikhléi, myndskreytta marsipantertu, ţar sem kostur gafst á ađ hakka sigursćlustu keppendur vetrarins í sig, t.d. ţá Gunna Gunn og Gunna Birgis. Var ţetta ţáttur í „áfallastreytugeđröskunarhjálparferli", fyrir ţá sem voru enn međ böggum hildar, höfđu einhverja sárra harma ađ hefna eđa óuppgerđar sakir viđ suma,  til ađ losa ţá ţannig viđ innibyrgđa „sálrćnapersónuleikahugröskunarhefndarţörf".  

Úrslit mótsins komu svolítiđ á óvart og ţó ekki. Ţađ var enginn annar en hinn harđsnúni skákbolti galler_sk_k-manntafli_-_tertumynd_2013-_ese.jpgFriđgeir K. Hólm, sem fór ađ lokum međ sigur af hólmi, ţó međ 2˝ niđur, međ 8˝ vinning af 11 mögulegum.  Friđgeir er afar slunginn skákmađur, teflir mikiđ örskákir á Netinu og hefur veriđ á mikilli sigurbraut undanfariđ. Afrekađ ţađ ma. ađ verđa efstur á mótum bćđi í KR, Riddaranum og eins í Ásum á stuttum tíma.   Jon Olav Fivelstad, hinn norskćttađi frá Fífilbrekku gróinni grund sem á ţađ til ađ tefla í anda Tals og Stefán Ţormar Guđmundsson, hiđ eitilharđa Hellisheiđarséni, urđu síđan jafnir í 2.-3. sćti međ 7˝, Guđfinnur stađarhaldari varđ fjórđi međ 7 vinninga. Var konu hans sérstaklega ţakkađ í mótslok međ orkideuvendi fyrir ítarleg afnot annarra af honum í ţágu skáklistarinnar.  

Mikiđ var um óvćnt úrslit og máttu margir ţekktir meistarar reitađa borđsins muna sinn fífill fegri  og sćtta sig sárgramir viđ ađ komast ekki ofar á mótstöfluna ađ ţessu sinni eins og sjá má á međf. úrslitatöflu.  

 

galler_sk_k_-_m_tstafla_lokam_tsins_ese.jpg

 

XXX

Miđsumarmót Gallerý Skákar verđur haldiđ í Skákseli viđ Selvatn ţegar sól skín hvađ hćst í heiđi í júlí. Um er ađ rćđa bođsmót međ allt ađ 40 ţátttakendum međ veislu- og viđhafnarsniđi. Áhugasamir listhafendur geta ţó sótt ađ vera bođin ţátttaka á netfanginu: galleryskak@gmail.com

ESE-skákţankar 06.05.13


11.tölublađ af Fréttabréfi Skáksambandsins komiđ út

Nýtt fréttabréf Skáksambands kom út í dag en bréfiđ kemur út tvisvar í mánuđi yfir vetrarmánuđina og er senti tölvupósti til viđtakenda. Áskrifendur eru í dag um 600 talsins. Hćgt er ađ skrá sig í áskrift hér á Skák.is (ofarlega til vinstri).

Međal efnis er:

- Bragi Ţorfinnsson nćr sínum fyrsta stórmeistaraáfanga

- Landsmót í skólaskák á Patreksfirđi

- Ađalfundur Skáksambandsins

- Góđ byrjun á EM einstaklinga í Póllandi

 Hćgt er ađ nálgast fréttablađiđ hér.

Hćgt er ađ nálgast eldri tölublöđ hér.

 

 


Breska deildakeppnin: Bragi í beinni í áfangaskák - dugar jafntefli

Bragi ŢorfinnssonBragi Ţorfinnsson (2478) verđur í beinni útsendingu frá bresku deildakeppninni í dag en umferđin hefst kl. 10. Bragi, sem teflir fyrir klúbbinn Jutes of Kent, ţarf ađ gera jafntefli til ađ krćkja sér í sinn fyrsta áfanga ađ stórmeistaratitli. Bragi mćtir Englendingum Adam Eckersley-Waites (2266).

Ingvar ţór Jóhannesson (2357) hvílir í dag.


Hrađkvöld hjá Helli í kvöld

Taflfélagiđ Hellir heldur hrađkvöld mánudaginn 6. maí nk. og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.

Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr máltíđ fyrir einn á Saffran. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


EM einstaklinga: Frábćr byrjun hjá Degi og Guđmundi

Guđmundur KjartanssonAlţjóđlegu meistararnir Guđmundur Kjartansson (2446) og Dagur Arngrímsson (2390) byrja sérdeilis vel á EM einstaklinga sem hófst í Legnica í Póllandi í dag. Guđmundur vann úkraínska stórmeistarann Sergey Fedorchuk (2660) en Dagur lagđi króatíska stórmeistarann Zdenko Kozul (2624). Skákir Guđmundar og Dags fylgja međ fréttinni!

Önnur umferđ fer fram á morgun. Ţá teflir Guđmundur viđ rússneska stórmeistarann Aleksandr Rakhmanov (2616) en Dagur viđ armenska stórmeistarann Robert Hovhannisyan (2607).

286 skákmenn taka ţátt í mótinu og ţar af eru 143 stórmeistarar og ţar af eru 12 međ 2700 skákstig eđa meira. Guđmundur er nr. 170 í stigaröđ keppenda og Dagur er nr. 200.

Bragi og Ingvar međ jafntefli

Bragi ŢorfinnssonBragi Ţorfinnsson (2478) og Ingvar Ţór Jóhannesson (2357) gerđu báđir jafntefli í tíundu og nćstsíđustu umferđ bresku deildakeppninnar sem fram fór í dag. Bragi viđ enska stórmeistarann Matthew Turner (2511) en Ingvar viđ enska alţjóđlega meistarann Mark Ferguson (2406). Lokaumferđin fer fram á morgun og ţá ţarf Bragi ađ öllum líkindum jafntefli til ađ tryggja sér sinn fyrsta stórmeistaraáfanga.

Umferđin á morgun hefst kl. 10 en óljóst er hvort skákir Braga og Ingvars verđi sýndar beint.


Oliver Aron og Hilmir Freyr Íslandsmeistarar í skólaskák

 

Hilmir Freyr og Oliver Íslandsmeistar í skólaskák

Landsmótinu í skólaskák sem fram fór um helgina á Patreksfirđi er nú nýlokiđ. Oliver Aron Jóhannsson, Rimaskóla, var Íslandsmeistari í skólaskák í eldri flokki en Hilmir Freyr Heimisson, Grunnskóla Vesturbyggđar, í ţeim yngri.

 

Oliver Aron Íslandsmeistari í skólaskákAkureyringarnir Jón Kristinn Ţorgeirsson og Símon Ţórhallsson urđu í 2. og 3. sćti í eldri flokki.  Lokastöđuna í eldri flokki má nálgast á Chess-Results.

Kópavogsbúarnir Bárđur Örn Birkisson og Dawid Kolka tóku sömu sćti í yngri flokki. Lokastöđuna í yngri flokki má nálgastá Chess-Results.

Ákaflega var vel stađiđ ađ mótinu. Áróra Hrönn Skúladóttir,Hilmir Freyr Íslandsmeistari í skólaskák stóđ sig mjög vel í allri skipulagningu heima fyrir. Ingibjörg Edda Birgisdóttir landsmótsstjóri hélt svo ákaflega vel utan um allra ađra skipulagningu ásamt Ásdísi Bragadóttur, framkvćmdastjóra Skáksambands Íslands. Páll Sigurđsson sá um skákstjórn á skákstađ.

Sveitarfélagiđ Vesturbyggđ fćr miklar ţakkir fyrir veittan stuđning viđ mótshaldiđ. Flugfélagiđ Ernir fćr einnig ţakkir fyrir ađ stuđning viđ heimsókn forseta SÍ á skákstađ sem rćddi viđ forystumenn bćjarfélaga og skólastjórnendur upp á mögulegt áframhaldandi útbreiđslustarf á suđurfjörđum Vestfjarđa.



EM einstaklinga: Guđmundur og Dagur í beinni

Dagur ArngrímssonEM einstaklinga hófst í dag í Legnica í Póllandi. Alţjóđlegu meistararnir Guđmundur Kjartansson (2446) og Dagur Arngrímsson (2390) eru međal keppenda.

Í fyrstu umferđ, sem nú er í gangi, teflir Guđmundur viđ úkraínska stórmeistarann Sergey Fedorchuk (2660) en Dagur viđ króatíska stórmeistarann Zdenko Kozul (2624).

Skákir beggja eiga vera sýndar beint (reyndar međ 10 mínútna seinkun) en svo virđist sem útsending á skák Dags sé í einhverjum ólestri.

Stórmeistarinn Ţröstur Ţórhallsson sem ávann sér keppnisrétt á mótinu međ sigri sínum á Íslandsmótinu ţurfti ađ draga sig úr mótinu af persónulegum ástćđum.

286 skákmenn taka ţátt í mótinu og ţar af eru 143 stórmeistarar og ţar af eru 12 međ 2700 skákstig eđa meira. Guđmundur er nr. 170 í stigaröđ keppenda og Dagur er nr. 200.


Breska deildakeppnin: Ingvar vann - Bragi tapađi

Ingvar Ţór JóhannessonSíđasti hluti Bresku deildakeppninnar hófst í gćr. Tveir íslenskir skákmenn tefla ţar fyrir klúbbinn Jutes of Kent. Ingvar Ţór Jóhannesson (2357) vann ţýsku skákkonuna og alţjóđlega meistarann Elisabeth Paehtz (2479).  Bragi Ţorfinnsson (2478) sem tefldi á fyrsta borđi í gćr tapađi fyrir enska alţjóđlega meistaranum Jonathan Hawkins (2503).

Mótinu er framhaldiđ í dag en ţví miđur verđa ţeir félagarnir ekki í beinni útsendingu. Bragi teflir viđ enska stórmeistarann Matthew Turner (2511) en Ingvar mćtir alţjóđlega meistaranum Mark Ferguson (2406).

Heimasíđa bresku deildakeppninnar

 

 

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.9.): 13
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 137
  • Frá upphafi: 8780379

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 93
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband