Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Skákţáttur Morgunblađsins: Sóknarhugur

DagurFulltrúar Íslands á einu sterkasta opna móti ársins, Evrópumóti einstaklinga, sem fer fram í Legnica í Póllandi, Guđmundur Kjartansson og Dagur Arngrímsson hófu mótiđ međ látum og unnu tvo 2600+ stiga stórmeistara. Skákáhugamenn hafa fylgst spenntir međ frammistöđu gömlu félaganna sem undirbjuggu sig saman í Búdapest ţar sem Dagur hefur búiđ síđan í haust. Eftir ţrjár umferđir var Guđmundur međ 2 vinninga og Dagur 1 ˝ vinning. Ţeir tefldu báđir á „Fyrsta laugardagsmótinu" í apríl og ţar vann Guđmundur flokk alţjóđlegu meistaranna.

Glćsilegir sigrar ţeirra í fyrstu umferđ á EM voru náskyldir ađ ţví leyti til ađ mikill sóknarhugur fylgdi framrás h-peđsins í báđum skákunum. Guđmundur lagđi ađ velli ţrautţjálfađan rússneskan stórmeistara en undanfariđ hefur hann veriđ á mikilli siglingu upp elo-listann. Greinarhöfundur renndi yfir skákina međ „Houdini" sem taldi ađ eftir ađ byrjuninni sleppti hafi Guđmundur nálega alltaf hitt á besta leikinn:

EM 2013: 1. umferđ:

Guđmundur Kjartansson - Sergei Fedortsjúk

Enskur leikur

1. g3 c5 2. c4 Rc6 3. Bg2 g6 4. Rf3 Bg7 5. Rc3 Rh6 6. d4

Gamall leikur sem Svíinn Ulf Andersson kom í tísku.

6.... cxd4 7. Rxd4 Rxd4 8. Bxh6 Bxh6 9. Dxd4 O-O 10. h4 Bg7 11. Dd2 d6 12. h5 Be6 13. hxg6 hxg6 14. b3 Hb8?

Of hćgfara, svartur átti 14.... d5! 15. cxd5 Hc8 međ góđri stöđu.

15. Hc1 a6 16. Re4 Bd7 17. Rg5 Bc6 18. Kf1 e6 19. Df4 De7 20. Hd1 Hfd8 21. Bxc6 bxc6 22. Hd3!

Fyrst núna ţarf svartur ađ hafa áhyggjur, hrókurinn stefnir á f3-reitinn.

22.... d5 23. Hf3 f5 24. Dh4 Kf8 25. g4 dxc4 26. gxf5 gxf5 27. e4!

Peđ eru líka sóknarmenn! Nú fara ađ myndast glufur í varnargirđingu svarts.

27.... Hd1+ 28. Kg2 Hxh1 29. Kxh1 cxb3 30. axb3 Hb5 31. Dh5

Dugar en sterkara var sennilega 31. Hd3! sem hótar 32. Hd8+!

31.... De8 32. Dh7 De7?

Eina vonin var ađ leika 32.... He5.

33. Dg6! Kg8 34. Hh3 fxe4

gfrqncoi.jpg35. Hh8+!

- Laglegur lokahnykkur, svartur verđur mát, 35.... Kxh8 36. Dh7 mát.

Og ekki var sigur Dags í ţessari umferđ síđri:

Dagur Arngrímsson - Zdenko Kozul

Kóngsindversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. f3 a6 6. Be3 O-O 7. Rge2 Rc6 8. Dd2 Ra5

Óvenjulegur leikur í ţekktu afbrigđi, venjulega er leikiđ 8..... Hb8 eđa 8..... He8.

9. Rf4 Rd7 10. Hd1 e5 11. dxe5 dxe5 12. Rfd5 Rc6 13. h4 Rd4 14. h5 c6 15. hxg6!? cxd5?!

Ţađ kemur dálítiđ á óvart ađ Kozul skuli ţiggja manninn. Eftir 15.... fxg6 má svartur vel viđ una.

16. gxh7+ Kh8 17. Rxd5 Rc5 18. Bh6 Bxh6 19. Dxh6 a5

Ţetta lítur allt saman ágćtlega út, svartur hyggst leika 20.... Ha6. En Dagur kann ađ svara fyrir sig.

20. Rc7! Hb8 21. Hh5! f6

gfrqncom.jpgSjá stöđumynd.

22. Hxd4!

Enn einn bráđsnjall leikur, hvítur vinnur liđ til baka og stendur til vinnings.

22.... exd4 23. Hxc5 Hf7 24. Dg6 Df8 25. Dg8+ Dxg8 26. hxg8=D+ Kxg8 27. Rb5 b6 28. Hd5 Bd7 29. Rxd4 Kf8 30. Kf2 Ke7 31. e5! Hc8?

Kozul hefur veriđ grátt leikinn og uggir ekki ađ sér. Hann gat enn barist međ 31.... fxe5 ţó hvítur eigi ađ vinna međ ţrjú peđ fyrir skiptamun.

32. Hxd7+! Kxd7 33. e6+ Ke7 34. exf7 Kxf7 35. Bd3 Ke7 36. a3 Kd6 37. b4 axb4 38. axb4 Ha8 39. Ke3 Ha2 40. g4 Hg2 41. Rb5 Kd7 42. Rc3

- og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

 

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 12. maí 2013.

Skákţćttir Morgunblađsins


Vesturbćjarbiskupinn fer fram 24. maí í Hagaskóla

Vesturbćjarbiskupinn verđur haldinn föstudaginn 24. maí í Hagaskóla. Mótiđ byrjar klukkan 14:00 og tefldar verđa sex umferđir međ sjö mínútum á mann í umhugsun. Teflt verđur í ţremur aldursflokkum: 1.-3. bekk, 4.-7. bekk og 8.-10. bekk. Sá skóli úr vesturbć sem sendir flesta keppendur fćr ađ launum farandbikar til varđveislu í eitt ár.

Mótiđ er opiđ öllum grunnskólanemendum en nemendur vesturbćjarskólanna er sérstaklega bođnir velkomnir.

Skráning fer fram hér. Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér. Skráningarfrestur er á miđnćtti á miđvikudeginum 22. maí.

Mótshaldarar eru Vesturgarđur og Skákakademían.


Úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í atskák fer fram eftir viku á RÚV

Arnar E. Gunnarsson (2441) og Davíđ Kjartansson (2348) tefla til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í atskák laugardaginn 25. maí. Teflt verđur í beinni útsendingu í RÚV og hefst útsendingin kl. 14.

Einvígiđ verđur nánar kynnt ţegar nćr dregur.

 


Karjakin sigurvegari ofurmótsins í Sandnesi

KarjakinRússinn Sergei Karjakin (2767) kom sá og sigrađi á ofurmótinu í Sandnesi sem lauk í gćr. Karjakin samdi jafntefli viđ Topalov (2793) međ mjög vćnlega stöđu á borđinu til ađ gulltryggja sigurinn. Hetja heimamanna, Magnus Carlsen (2868), sem gerđi jafntefli viđ Aronian (2813) í lokaumferđinni, varđ í 2.-3. sćti ásamt Nakamura (2775) sem vann Hammer (2608). Wang Hao (2743) setti heldur betur svip sinn á lokaumferđunum tveimur ţegar hann kappanna sem mćtast í heimsmeistaraeinvígi í nóvember ţ.e. Carlsen í ţeirri nćstsíđustu og Anand (2783) í ţeirri síđustu.


Úrslit 9. umferđar:

ARONIAN Levon˝ -˝CARLSEN Magnus
WANG Hao1-0ANAND Viswanathan
HAMMER Jon Ludvig0-1NAKAMURA Hikaru
RADJABOV Teimour˝ -˝ SVIDLER Peter
KARJAKIN Sergey˝ -˝TOPALOV Veselin

 
Lokastađan:

  • 1. Karjakin (2767) 6 v.
  • 2.-3. Carlsen (2868) og Nakamura (2775) 5,5 v.
  • 4.-6. Svidler (2769), Aronian (2813) og Anand (2783) 5 v.
  • 7. Wang Hao (2743) 4,5 v.
  • 8. Topalov (2793) 4 v.
  • 9.  Radjabov (2745) 3 v.
  • 10. Hammer (2608) 1,5 v.

Ţjóđhátíđardagur Norđmanna brást - Carlsen og Hammer töpuđu

Ţjóđhátíđardagur Norđmanna fór ekki vel fyrir norsku skákmennina. Magnus Carlsen (2868) tapađi fyrir Wang Hao (2743) og Jon Ludvig Hammer (2608) lék niđur vćnlegri stöđu niđur í tap gegn heimsmeistaranum Anand (2783). Ţađ mildađi ţó tjón Norđmannanna ađ forystusauđurinn Karjakin (2767) tapađi fyrir Svidler (2769). Karjakin er enn efstur ţrátt fyrir tapiđ, hefur 5,5 vinning en Carlsen og Anand hafa hálfum vinningi minna.

Lokaumferđin fer fram á morgun og hefst fyrr en venjulega eđa kl. 10. Ţá mćtast Aronian-Carlsen, Topalov-Karjakin og Wang Hao-Anand.


Úrslit 8. umferđar:

CARLSEN Magnus0-1WANG Hao
TOPALOV Veselin˝ -˝ARONIAN Levon
ANAND Viswanathan1-0HAMMER Jon Ludvig
NAKAMURA Hikaru1-0RADJABOV Teimour
SVIDLER Peter1-0KARJAKIN Sergey

 
Stađan:

  • 1. Karjakin (2767) 5,5 v.
  • 2.-3. Carlsen (2868) og Anand (2783) 5 v.
  • 4.-6. Svidler (2769), Nakamura (2775) og Aronian (2813) 4,5 v.
  • 7.-8. Wang Hao (2743) og Topalov (2793) 3,5 v.
  • 9.  og Radjabov (2745) 2,5 v.
  • 10. Hammer (2608) 1,5 v.

Norđurlandamótiđ í skák fer fram í Křge Kyst í Danmörku 14.-20. október

Merki Norrćna sambandsinsNorđurlandamótiđ í skák fer fram í Křge Kyst í Danmörku 14.-20. október nk. Nánar má lesa um mótiđ í međfylgjandi viđhengi (PDF). Öllum er frjáls ţátttaka.

Sá íslenski skákmađur sem verđur nćstefstur á Opna Íslandsmótinu, sem fram fer 31. maí - 8. júní, fćr bođ á mótiđ fyrir Íslands hönd en sjálfur Íslandsmeistarinn fćr keppnisrétt á EM einstaklinga ađ ári.

Sjá nánar í PDF-viđhengi og hér.

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Meistaramót Skákskóla Íslands fer fram helgina 24.-26. maí

Skákskóli ÍslandsMeistaramót Skákskóla Íslands fyrir starfsáriđ 2012/2013 hefst föstudaginn 24. maí. Tefldar verđa sjö umferđir eftir svissneska kerfinu. Ţátttökurétt hafa nemendur skólans og allir ţeir sem tekiđ hafa ţátt í námskeiđum á vegum  skólans eđa hlotiđ ţjálfun á vegum skólans.  

Núverandi meistari Skákskóla íslands er Mikhael Jóhann Karlsson

 Ţátttökuréttur:

Allir nemendur skólans og ţeir sem tekiđ hafa ţátt í námskeiđum á vegum skólans.

Ađ öđru leyti áskilur skólastjóri/mótsnefnd sér rétt til ađ bjóđa völdum einstaklingum til ţátttöku.

Dagskrá mótsins verđur međ eftirfarandi hćtti:

Umferđafjöldi: Sjö umferđir. Í ţrem fyrstu umferđunum verđa tefldar atskákir en fjórar lokaumferđirnar eru kappskákir.

Tímamörk: Atskákir 25 10  ţ.e 25 mínútur ađ viđbćttum sekúndum fyrir hvern leik. 

Kappskákir:  90 30 ţ.e. 90 mínútur á alla skákina og 30 sekúndur bćtast viđ eftir hvern leik.

Fyrirkomulag: Svissneska kerfiđ - swiss perfect.

Skákstig: Mótiđ verđur reiknađ til skákstiga.  Fjórar síđustu umferđirnar eru reiknađar til íslenskra- og alţjóđlegra stiga. At-skákirnar eru ekki reiknađar til stiga. 

Verđlaun:

A:

1. verđlaun:

Meistaratitill Skákskóla Íslands 2012/2013 og farandbikar. Einnig  flugfar m/Flugleiđum á Evrópuleiđ* og uppihalds kostnađi kr. 30 ţús.

2. verđlaun: Flugfarmiđi á leiđum Flugfélags Íslands innanlands.  

3. - 5. verđlaun: Vandađar skákbćkur.

Sérstök stúlknaverđlaun:

Farmiđi á leiđum Flugfélags Íslands innanlands.

 

Aldursflokkaverđlaun. 

1. Tvenn verđlaun fyrir ţá keppendur sem ná

bestum árangri í hópi 14 ára og yngri

2. Tvenn verđlaun fyrir ţćr

stúlkur sem bestum árangri ná í mótinu.

Verđlaun fyrir keppendur 12 ára og yngri.

1. - 3. verđlaun: Vandađar skákbćkur.

 

* Mótshaldarinn áskilur sér rétt til ađ finna hagstćđasta fargjald sem hćgt er ađ fá enda verđi tilkynnt um ferđir međ góđum fyrirvara. 

* Verđlaunahafi verđur ađ nýta sér farmiđa innan 12 mánađa frá lokum mótsins.

 

B:

Dagskrá:

1. umferđ: Föstudagurinn 24. maí kl. 18  

2. umferđ: Föstudagurinn 24. maí kl. 19

3. umferđ. Föstudagurinn 24. maí kl. 20.

4. umferđ: Laugardagurinn 25.maí kl. 10-14  

5. umferđ: Laugardagurinn 25. maí kl. 15 - 19

6. umferđ: Sunnudagurinn 26.maí kl. 10.-14.

7. umferđ: Sunnudagurinn 26. maí kl. 15-19.

* Hljóti einhver stúlka 1. eđa 2. verđlaun mun 2. sćti međal stúlkna gilda til sérstakra stúlknaverđlauna.

Verđlaunaafhending fer fram strax ađ móti loknu.

Ţátttöku skal tilkynna í síma SÍ 568 9141, netfangiđ skaksamband@skaksamband.is eđa helol@simnet.is.

Mótsnefnd áskilur rétt til ađ gera breytingar á fyrirfram bođađri dagskrá.


EM: Guđmundur vann í lokaumferđinni - Dagur tapađi

Guđmundur KjartanssonGuđmundur Kjartansson (2446) vann Króatann Marian Kantorik (2363) í 11. og síđustu umferđ EM einstaklinga sem fram fór í Legnacia í Póllandi í dag. Dagur Arngrímsson (2390) tapađi hins vegar fyrir pólska stórmeistaranum Bartlomiej Macieja (2600).

Guđmundur hlaut 5,5 vinning og endađi í 126.-166. sćti (147. sćti á stigum) en Dagur hlaut 4,5 vinning og endađi í 200.-224. sćti (201. á stigum).

Frammistađa Guđmundar samsvarađi 2495 skákstigum en Dags 2437 skákstigum. Guđmundur hćkkar um 7 stig en Dagur um 6 stig.

Tíu skákmenn urđu efstir og jafnir međ 8 vinninga. Evrópumeistari varđ úkraínski stórmeistarinn Alexander Moiseenko (2698) ţrátt fyrir tap í síđustu umferđ.

286 skákmenn tóku ţátt í mótinu og ţar af voru 143 stórmeistarar og ţar af voru 12 međ 2700 skákstig eđa meira. Guđmundur var nr. 170 í stigaröđ keppenda og Dagur var nr. 200.

Fimmtíu keppendur skráđir til leiks á Opna Íslandsmótiđ í skák

Stefán og HannesRúmum hálfum mánuđi fyrir Opna Íslandsmótiđ í skák, sem hefst 31. maí, eru nú ţegar 50 keppendur skráđir til leiks á mótiđ.  Međal ţegar skráđra keppenda eru stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson (2507) og Stefán Kristjánsson (2494) og alţjóđlegu meistararnir Guđmundur Kjartansson (2446), Björn Ţorfinnsson, Sćvar Bjarnason (2130) og Nicolai Getz (2355) frá Noregi og Lenka Ptácníková (2255) stórmeistari kvenna.

Tefldar eru 10 umferđir eftir svissneska kerfinu. Ţátttökugjöld eru kr. 10.000 fyrir fullorđna en kr. 5.000 fyrir 16 ára og yngri.

Minnt er á ađ hver keppandi getur tekiđ eina yfirsetu í umferđum 1-6. Gert er ráđ fyrir ađ keppendur verđi hiđ minnsta um 70-80 talsins.

Ađstćđur í Turninum, Borgartúni, eru einstakar en teflt er á 20. hćđinni ţar sem finna má útsyni yfir alla Reykjavík.

Skráning fer fram hér á Skák.is


Karjakin međ hálfs vinnings forskot á Carlsen - báđir unnu í dag

Karjakin og CarlsenSergei Karjakin (2767) vann í dag góđan sigur á Nakamura (2775) í sjöundu umferđ ofurmótsins í Sandnesi í Noregi. Magnus Carlsen (2868) vann sína ţriđju skák í röđ í dag er hann vann landa sinn Jon Ludvig Hammer (2608). Karjakin hefur hálfs vinnings forskot á Carlsen ţegar ađeins tvćr umferđir eru eftir.

Frídagur er á morgun 

Úrslit 7. umferđar:

WANG Hao˝ -˝ARONIAN Levon
HAMMER Jon Ludvig0-1CARLSEN Magnus
SVIDLER Peter˝ -˝TOPALOV Veselin
RADJABOV Teimour0-1ANAND Viswanathan
KARJAKIN Sergey1-0NAKAMURA Hikaru


Stađan:

  • 1. Karjakin (2767) 5,5 v.
  • 2. Carlsen (2868) 5 v.
  • 3.-4. Anand (2783) og Aronian (2813) 4 v.
  • 5.-6. Nakamura (2775) og Svidler (2769) 3,5 v.
  • 7. Topalov (2793) 3 v.
  • 8.-9. Wang Hao (2743) og Radjabov (2745) 2,5 v.
  • 10. Hammer (2608) 1,5 v.

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 157
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 82
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband