Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

27. Landsmót UMFÍ á Selfossi 4.-7. júlí

Landsmót UMFÍ á Selfossi 2013Fyrstu helgina í júlí verđur 27. Landsmót UMFÍ haldiđ á Selfossi. Undirbúningur vegna mótsins hefur stađiđ yfir í langan tíma og stefnir Hérađssambandiđ Skarphéđinn á ađ halda glćsilegt mót. Mikil og metnađarfull uppbygging íţróttamannvirkja hefur orđiđ á Selfossi á undanförnum árum og er óhćtt ađ segja ađ sú ađstađa sem verđur í bođi fyrir keppendur á ţessu móti sé ein sú besta á landinu. Sveitarfélagiđ Árborg hefur unniđ ötullega ađ ţessari uppbyggingu og lagt sitt á vogarskálarnar til ađ gera mótiđ sem glćsilegast.

Landsmótin hafa í gegnum tíđina veriđ glćsilegar íţróttahátíđir og keppnisgreinar margar, bćđi hefđbundnar og óhefđbundnar. Á síđasta Landsmóti, sem haldiđ var 2009, voru keppendur um tvö ţúsund og gert er ráđ fyrir svipuđum fjölda á Selfossi í ár. Mótunum fylgir jafnan sérstök stemning, en ţar hittast ungir sem aldnir og taka ţátt í keppni mótsins, rifja upp gamlar og góđar minningar úr starfinu og af fyrri Landsmótum. Alls verđa keppnisgreinar á Landsmótinu á Selfossi 25 talsins. Keppt er í einum aldursflokki í karla- og kvennagreinum.

Landsmótiđ hefst fimmtudaginn 4. júlí međ keppni í nokkrum íţróttagreinum. Íţróttakeppnin, sem er uppistađa mótsins, heldur síđan áfram á föstudegi, en ađalţungi keppninnar verđur á laugardag og sunnudag. Mótssetning verđur á Selfossvelli föstudagskvöldiđ 5. júlí og hefst kl. 21. Mótsslit verđa upp úr miđjum sunnudegi. Ýmsir áhugaverđir viđburđir fyrir utan sjálfa íţróttakeppnina verđa á Selfossi ţessa daga, fyrir börn og fullorđna. Ţađ er ţví tilvaliđ ađ heimsćkja Selfoss 4.-7. júlí og upplifa ţessa stemningu. Bćrinn mun iđa af lífi frá morgni til kvölds og skarta sínu fegursta.

Skákeppni á milli ungmennafélaga (sveitakeppni) er á dagskrá 5. og 6. júlí (föstudag og laugardag). Reglur keppninnar fylgja međ sem viđhengi. Einnig fylgir međ sem viđhengi bćklingur um Landsmótiđ.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Úrslitakeppni Firmakeppni SA fer fram í kvöld

Úrslitakeppni Firmakeppni SA fer fram í kvöld og hefst kl. 20.  Allir sem vettlingi geta valdiđ (jafnvel einföldum fingravettlingi) eru hvattir til ađ mćta.

Góđ upphitun fyrir uppskeruhátíđina sunnudaginn 26. maí!

Ţessi félög keppa til úrslita:

Brimborg
Norđurorka 
Kristjánsbakarí
Gullsmiđir S&P
Heimilistćki
Kaffibrennslan
VÍS
TM
Krua Siam
SBA
Securitas

KEA

(Bćtt verđur viđ fyrirtćkjum ef fleiri en 12 skákmenn mćta til leiks).


Suđurlandsmótiđ fer fram á sunnudag

Nćstkomandi sunnudag hinn 26.maí fer fram Suđurlandsmótiđ í skák, mótiđ hefst kl 11:00 og má áćtla ađ ţví ljúki um kl 16:00.  Teflt verđur í Selinu á Selfossi.

Mótiđ verđur međ sama sniđi og síđasta ár ţ.e. 7 atskákir međ umhugsunartímanum 20 mín.

Mjög góđ verđlaun sem og veitingar í bođi, venju samkvćmt!

Öllum er opin ţátttaka ein einungis ţeir sem lögheimili eiga í Suđurkjördćmi geta orđiđ Suđurlandsmeistarar.

Mótiđ 2012

Ţátttökugjald 1500.-kr.

Núverandi Skákmeistari Suđurlands er Ingvar Örn Birgisson.

Hćgt er ađ skrá sig til leiks međ athugasemd viđ samskonar fćrslu á heimasíđu SSON eđa međ ţví ađ hafa samband viđ formann SSON:maggimatt@simnet.is

á myndinni má sjá yfir keppnissalinn á mótinu í fyrra en ţá tóku 25 keppendur ţátt.  Hér má sjá valinkunna snillinga s.s. Erling Jensson, Ingimund Sigurmundar fremsta, ţar fyrir aftan glittir í Erling Atla ađ tafli viđ Kjartan Má Másson og Rimskćlingurinn knái Jón Trausti er íbygginn međan Sverrir Unnars er á spekingslegu rölti.

Heimasíđa SSON


Meistaramót Skákskóla Íslands hefst á föstudag

Skákskóli ÍslandsMeistaramót Skákskóla Íslands fyrir starfsáriđ 2012/2013 hefst föstudaginn 24. maí. Tefldar verđa sjö umferđir eftir svissneska kerfinu. Ţátttökurétt hafa nemendur skólans og allir ţeir sem tekiđ hafa ţátt í námskeiđum á vegum  skólans eđa hlotiđ ţjálfun á vegum skólans.  

Núverandi meistari Skákskóla íslands er Mikhael Jóhann Karlsson

 Ţátttökuréttur:

Allir nemendur skólans og ţeir sem tekiđ hafa ţátt í námskeiđum á vegum skólans.

Ađ öđru leyti áskilur skólastjóri/mótsnefnd sér rétt til ađ bjóđa völdum einstaklingum til ţátttöku.

Dagskrá mótsins verđur međ eftirfarandi hćtti:

Umferđafjöldi: Sjö umferđir. Í ţrem fyrstu umferđunum verđa tefldar atskákir en fjórar lokaumferđirnar eru kappskákir.

Tímamörk: Atskákir 25 10  ţ.e 25 mínútur ađ viđbćttum sekúndum fyrir hvern leik. 

Kappskákir:  90 30 ţ.e. 90 mínútur á alla skákina og 30 sekúndur bćtast viđ eftir hvern leik.

Fyrirkomulag: Svissneska kerfiđ - swiss perfect.

Skákstig: Mótiđ verđur reiknađ til skákstiga.  Fjórar síđustu umferđirnar eru reiknađar til íslenskra- og alţjóđlegra stiga. At-skákirnar eru ekki reiknađar til stiga. 

Verđlaun:

A:

1. verđlaun:

Meistaratitill Skákskóla Íslands 2012/2013 og farandbikar. Einnig  flugfar m/Flugleiđum á Evrópuleiđ* og uppihalds kostnađi kr. 30 ţús.

2. verđlaun: Flugfarmiđi á leiđum Flugfélags Íslands innanlands.  

3. - 5. verđlaun: Vandađar skákbćkur.

Sérstök stúlknaverđlaun:

Farmiđi á leiđum Flugfélags Íslands innanlands.

 

Aldursflokkaverđlaun. 

1. Tvenn verđlaun fyrir ţá keppendur sem ná

bestum árangri í hópi 14 ára og yngri

2. Tvenn verđlaun fyrir ţćr

stúlkur sem bestum árangri ná í mótinu.

Verđlaun fyrir keppendur 12 ára og yngri.

1. - 3. verđlaun: Vandađar skákbćkur.

 

* Mótshaldarinn áskilur sér rétt til ađ finna hagstćđasta fargjald sem hćgt er ađ fá enda verđi tilkynnt um ferđir međ góđum fyrirvara. 

* Verđlaunahafi verđur ađ nýta sér farmiđa innan 12 mánađa frá lokum mótsins.

 

B:

Dagskrá:

1. umferđ: Föstudagurinn 24. maí kl. 18  

2. umferđ: Föstudagurinn 24. maí kl. 19

3. umferđ. Föstudagurinn 24. maí kl. 20.

4. umferđ: Laugardagurinn 25.maí kl. 10-14  

5. umferđ: Laugardagurinn 25. maí kl. 15 - 19

6. umferđ: Sunnudagurinn 26.maí kl. 10.-14.

7. umferđ: Sunnudagurinn 26. maí kl. 15-19.

* Hljóti einhver stúlka 1. eđa 2. verđlaun mun 2. sćti međal stúlkna gilda til sérstakra stúlknaverđlauna.

Verđlaunaafhending fer fram strax ađ móti loknu.

Ţátttöku skal tilkynna í síma SÍ 568 9141, netfangiđ skaksamband@skaksamband.is eđa helol@simnet.is.

Mótsnefnd áskilur rétt til ađ gera breytingar á fyrirfram bođađri dagskrá.


Hannes Hlífar međ fjöltefli í Víkinni í dag

Hannes Hlífar Stefánsson stigahćsti íslenski skákmađur Víkingaklúbbsins verđur međ fjöltefli í Víkinni Víkingsheimilinu í dag miđvikudagin 22. mai kl. 17.00-18.30.  Allir krakkar velkomnir ađ tefla viđ meistarann međan nćg töfl eru til stađar (öruggast ađ taka tafl og dúk međ sér).  Víkingaklúbburinn og Knattspyrnufélagiđ Víkingur hafa veriđ međ barnaćfingar kl. 17.00 á miđvikudögum í vetur, en síđusta ćfingin fyrir sumarfrí verđur miđvikudaginn 29. mai.


Skákgleđi á Laufásborg

Mjög öflug skákkennsla hefur veriđ á Laufásborg í vetur undir styrkri leiđsögn ţeira hjóna Lenku og Omars. Ţess má til gamans geta ađ Lenka er Íslandsmeistari í skák. Skákkennslunni lauk međ skákmóti elstu barnanna og tefldu ţćr svokallađa peđaskák en ţar vinnur sá sem fyrr kemur peđi upp í borđ eđa drepur alla menn andstćđingsins. Alls tóku 73 krakkar ţátt í kennslunni, 37 stúlkur og 36 drengir.

og hér eru vinkonur og vinir ađ heilsa í upphafi "velkomin í skákina" og í lok hverrar skákar er ţakkađ fyrir "takk fyrir skákina" ţau eru svo miklir snillingar:)

Ein leiđ til ađ vinna í skák er ađ halda einbeitt er ţetta ekki líka í lífinu?

    

Hér er allur hópurinn saman komin ásamt Lenku og Omari, glöđ og stolt öll sem eitt međ medalíuna sína.

Gunnar Björnsson, forseti SÍ, setti mótiđ og lék fyrsta leikinn fyrir hana Ninu en hún lék g4 í fyrsta leik.

Heimasíđa Laufásborgar

Vesturbćjarbiskupinn fer fram á föstudag

Vesturbćjarbiskupinn verđur haldinn föstudaginn 24. maí í Hagaskóla. Mótiđ byrjar klukkan 14:00 og tefldar verđa sex umferđir međ sjö mínútum á mann í umhugsun. Teflt verđur í ţremur aldursflokkum: 1.-3. bekk, 4.-7. bekk og 8.-10. bekk. Sá skóli úr vesturbć sem sendir flesta keppendur fćr ađ launum farandbikar til varđveislu í eitt ár.

Mótiđ er opiđ öllum grunnskólanemendum en nemendur vesturbćjarskólanna er sérstaklega bođnir velkomnir.

Skráning fer fram hér. Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér. Skráningarfrestur er á miđnćtti á miđvikudeginum 22. maí.

Mótshaldarar eru Vesturgarđur og Skákakademían.


Össur efstur í Ásgarđi í dag

Össur, Gísli og AriÖssur Kristinsson endađi í efsta sćti  í Ásgarđi í dag eftir baráttu um ţađ sćti viđ Ara Stefánsson. Fyrir síđustu umferđ voru ţeir kappar jafnir međ 7˝ vinning en í síđustu umferđ vann Össur Jón Víglundsson en Ari tapađi fyrir Guđfinni R. Kjartanssyni, ţannig ađ Össur varđ einn efstur međ 8˝ vinning.

Gísli Sigurhansson vann líka í seinustu umferđ og endađi međ 7˝ vinning eins og Ari, en hćrri á stigum. Fast á hćla ţeirra komu svo Guđfinnur og Stefán Ţormar međ 7 vinninga hvor.

Nćsta ţriđjudag er svo síđasti skákdagur ţessarar vertíđar, ţá verđur Vorhrađskákmót međ sjö mínútna umhugsunartíma og tefldar 9 umferđir. Allir skákmenn sem verđa 60 ára á árinu og eldri, velkomnir til leiks. Ţá verđa líka veitt verđlaun fyrir bestan samanlagđan árangur á skákdögum vetrarins.

Nánari úrslit dagsins:

1       Össur Kristinsson                                     8.5 v

2-3    Gísli Sigurhansson                                    7.5

         Ari Stefánsson                                 7.5

4-5    Guđfinnur R Kjartansson                          7

         Stefán Ţormar                                  7

6       Sigurđur Kristinsson                       6

7-9    Ţorsteinn K Guđlaugsson                         5.5

Óli Árni Vilhjálmson                       5.5

Kristján Guđmundsson                   5.5

10-15          Páll G Jónsson                                 5

         Jón Víglundsson                              5

         Ágúst Ingimundarson                      5

         Ásgeir Sigurđsson                                     5

         Baldur Garđarsson                                    5

         Egill Sigurđsson                               5

Nćstu níu skákmenn voru svo međ ađeins fćrri vinninga.


Skákakademían fimm ára

 

Friđrik og Nansý

 

Friđrik og Nansý - Fjöltefli Friđriks í Hörpu.

Ţađ var bjartur og fagur dagur fyrir fimm árum ţegar fríđur hópur fyrirmanna og annarra skákmanna mćtti í Höfđa, 21. maí 2008. Tilefniđ var stofnun Skákakademíu Reykjavíkur. Unniđ hafđi veriđ ađ stofnuninni um nokkra mánađa skeiđ og var sú vinna leidd af ţeim hógvćra kraftaverkamanni Hrafni Jökulssyni. Nú á fimm ára afmćlisdegi Akademíunnar er gaman ađ líta um öxl. Margt hefur veriđ brallađ en án efa stendur skákkennslan í grunnskólum Reykjavíkur upp úr. Skákkennslan hefur á síđustu árum fest sig í sessi sem hluti af námi nemenda. Síđustu vikur hef ég hitt skólastjórnendur í Reykjavík til ađ skipuleggja skákkennslu nćsta skólaárs. Í stuttu máli sagt hafa viđtökurnar aldrei veriđ betri og útlit fyrir metfjölda skóla sem líta á skák sem góđa viđbót viđ sífellt fjölbreyttara nám nemenda sinna.

 

Björn Ţorfinnsson og Björgvin Kristbergsson

Björn Ţorfinnsson og Björgvin Kristbergsson á 17. júní á útitaflinu.

 

Margt fleira má tína til; Reykjavíkurskákmótiđ er haldiđ á hverju ári međ fjölmörgum skemmtilegum viđburđum, skákhátíđir á 17. júní og Menningarnótt hafa fest sig í sessi, skákin blómstrar í Hringnum og VIN, sumarnámskeiđin, skákkennslan í leikskólunum, skák út um allt og sundlaugarskák, skákkvöldin, skákklúbburinn Ósk, heimsóknir út á land, Skákdagurinn síđustu ár, fjársafnanir fyrir góđ málefni, fyrirtćkjaheimsóknir og stór og lítil skákmót af öllu tagi.

 

Stelpur á Menningarnótt

 

Skákstelpur á skákhátíđ á Menningarnótt.

Allt ţetta gćti ekki hafa gerst nema fyrir ađkomu fjölmargra ađila sem ég ţakka hér kćrlega fyrir samstarfiđ síđustu ár. Gaman og gott hefur veriđ ađ starfa međ taflfélögum borgarinnar og ţví kraftmikla fólki sem ţau skipa. Ekki síst viđ framkvćmdina á Afmćlismóti aldarinnar síđasta haust ţegar um 300 keppendur tefldu í Laugardagshöll í tilefni af 40ára afmćli Einvígi aldarinnar.

Skáksambandiđ og Skákskólinn hafa sameinast í viđburđum međ Skákakademíunni, og stendur Fjöltefli Friđriks Ólafssonar viđ meistara framtíđarinnar upp úr.

Góđur stuđningur hefur fengist hjá fyrirtćkjum og opinberum ađilum. Sérstaklega má ţakka Reykjavíkurborg fyrir góđan stuđning frá upphafi.

 

Íslandsmót framhaldsskólasveita

 

 Íslandsmót framhaldsskólasveita 2012.

Erfitt vćri ađ nefna alla ţá einstaklinga sem hafa komiđ ađ starfinu, en langar mig sérstaklega ađ ţakka eftirfarandi fólki: skákkennurunum Siguringa Sigurjónssyni og Ingu Birgisdóttur, Ásdísi Bragadóttur framkvćmdastjóra SÍ, skólastjórunum Helga Árnasyni og Helga Ólafssyni, forvera mínum í starfi honum Birni Ţorfinnssyni, tćknigúrúinu og skákkennaranum Ingvari Ţór Jóhannessyni,  Gunnari Björnssyni forseta Skáksambandsins, hjarta og sál Skákakademíunnar honum Róberti Lagerman, vinnuţjarkinum Birni Ívari Karlssyni, ţungarokkaranum og ţingmanninum Óttarri Proppé og hugmyndasmiđnum og guđföđurnum Hrafni Jökulssyni. Andrea Margrét Gunnarsdóttir hefur svo veitt okkur öllum andagift og kraft međ sinni óbilandi trú á málstađinn.

Afreksmenn hafa alltaf veriđ tilbúnir ađ taka ţátt í starfinu, má nefna ţá helsta Jóhann Hjartarson, Hjörvar Stein Grétarsson, Jón Viktor Gunnarsson, Stefán Kristjánsson og Braga Ţorfinnsson. Ekki má gleyma starfsfólki grunnskólanna, velvilji og viđmót ţeirra hefur veriđ lykilatriđi. Snoturt afmćliskaffi verđur haldiđ síđar í sumar um leiđ og starfsemi  nćsta vetrar verđur kynnt ásamt nýjum kennurum.

Skákakademían lengi lifi.

Stefán Steingrímur Bergsson,

 framkvćmdastjóri Skákakademíunnar.               


Nýtt fréttabréf SÍ

Nýtt fréttabréf Skáksambands Íslands kom út í kvöld en bréfiđ kemur út tvisvar á mánuđi yfir vetrarmánuđina en einu sinni á mánuđi yfir sumariđ. Bréfiđ er sent í tölvupósti til viđtakenda. Hćgt er ađ skrá sig fyrir fréttabréfinu hér á Skák.is (ofarlega til vinstri).

Međal efnis er:

  • Opna Íslandsmótiđ í skák hefst 31. maí
  • Gunnar endurkjörinn forseti SÍ
  • Birgir kjörinn heiđursfélagi SÍ
  • Skýrsla um landsliđsmál
  • Úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í atskák á RÚV
  • Meistaramót Skákskólans fer fram 24.-26. maí
  • TR fékk 2. deildar bikarinn
  • Guđmundur og Dagur stóđu sig vel á EM
  • Karjakin sigurvegari í Noregi
  • Ţorvarđur öđlingameistari
  • Nýjustu skráningar á Opna Íslandsmótiđ í skák
  • Niđurtalning N1 Reykjavíkurmótsins 2014
  • Mót á döfinni

Fréttabréfiđ má nálgast hér.

Hćgt er ađ nálgast eldri fréttabréf hér.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 157
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 82
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband