Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

EM: Guđmundur vann - Dagur tapađi

Guđmundur KjartanssonGuđmundur Kjartansson (2446) vann Krótatann Drazen Curic (2258) í 10. og nćstsíđustu umferđ EM einstaklinga sem fram fór í dag. Dagur Arngrímsson (2390) tapađi hins vegar fyrir pólska alţjóđlega meistarann Kamil Dragun (2520). Báđir hafa ţeir 4,5 vinning og eru í 165.-202. sćti

Í lokaumferđinni sem fram fer á morgun teflir Dagur viđ pólska stórmeistarann Bartlomiej Macieja (2600) en Guđmundur viđ Króatann Marian Kantorik (2363).

Úkraínski stórmeistarinn Alexander Moiseenko (2698) er efstur međ 8 vinninga. Nćstir eru Evgeny Alekseev (2700), Rússlandi, og Constantin Lupulesco (2634), Rúmeníu, međ 7,5 vinning. 

286 skákmenn taka ţátt í mótinu og ţar af eru 143 stórmeistarar og ţar af eru 12 međ 2700 skákstig eđa meira. Guđmundur er nr. 170 í stigaröđ keppenda og Dagur er nr. 200.

Vatnsdalshólaskákkeppni: Ćsir og SA 60+

SKÁK Í VATNSDALSHÓLUM 2013 1Um helgina fór fram hin árlega keppni í skák á milli heldri skákmanna af höfuđborgarsvćđinu og heldri skákmanna frá SA á Akureyri.

Liđin mćttust í veiđihúsinu í Vatnsdal. Ţetta var í fjórđa sinn sem viđ hittumst í Vatnsdalnum ţađ eru allir mjög ánćgđir međ ađstöđuna ţar.

Karl Steingrímsson og hans ágćta frú sáu um ađ fóđra okkur á veislumat og kaffi og kruđeríi í sólarhring á mjög viđráđanlegu verđi, ţau hafa séđ um ţann ţátt í fjögur ár og kunnum viđ ţeim bestu ţakkir fyrir.

Ćsir sáu um framkvćmd og stjórn mótsins í ár  og tóku litla rútu á leigu fyrir alla keppendur ađ sunnan og tóku tvo SA menn međ sér ţá Ţór Valtýsson og Jón Ţ. Ţór.

Viđ fengum ágćtan og ţrautreyndan strćtóbílstjóra til ţess ađ keyra okkur eins og á síđasta ári Hann heitir Halldór Gíslason og er gamalreyndur skákmađur ţótt hann hafi lítiđ teflt undanfarin ár.

Halldór leisti Finn af í keppninni mikiđ til, svo ađ hann gćti séđ um ađ skrá úrslit inn í töfluna.

Mótstjórnin var í höndum ţeirra Ţorsteins Guđlaugsonar Garđars Guđmundssonar og Finns Kr.

Ţađ var teflt á sex borđum í A-riđli og fimm í B-riđli, en í B-riđli voru tefldar tvćr skákir í fyrstu umferđ til ţess ađ keppnin fylgdist ađ í báđum riđlum.

Í A-riđli fengu SA-menn 18.5 vinninga en Ćsir 17.5 en í B-riđli skildu liđi jöfn 15 vinningar gegn 15.

 

SKÁK Í VATNSDALSHÓLUM 2013 4

 

Í A-riđli fékk Sćbjörn Larsen flesta vinninga af sunnan mönnum međ 4.5 vinning hann tapađi bara einni skák og gerđi eitt jafntefli.

Elsti ţátttakandinn í ţessu móti var Björn Víkingur Ţórđarson hann fór taplaus í gegnum A-riđilinn međ 4 vinninga,ţađ var vaxlega gert.

Jón Ţ Ţór var sigur sćlastur af norđan mönnum međ 4.5 vinninga, hann vann ţrjár skákir og gerđi ţrjú jafntefli. Var taplaus eins og Björn.

 

SKÁK Í VATNSDALSHÓLUM 2013 5

 

Í B-riđli fékk Ţorsteinn Guđlaugsson flesta vinninga eđa 4.5 hann vann ţrjár skákir og gerđi ţrjú jafntefli, var taplaus.

Hreinn Hrafnsson stóđ sig best af norđan mönnum í B-riđli fékk 5 vinninga og var taplaus.

Eftir veislukvöldverđ og örfá bjóra var svo startađ hrađskákmóti ţar sem ţátttaka var frjáls. Tuttugu og einn tóku ţátt í ţví, tefldar voru ellefu umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma.

Jón Ţ Ţór fékk flesta vinninga eđa 10 af 11. Ţór Valtýsson varđ í öđru sćti međ 9 vinninga.Jóhann Örn í ţriđja međ 8 vinninga.

 

SKÁK Í VATNSDALSHÓLUM 2013 7

 

Eftir morgunverđ á sunnudag settust liđin svo gengt hvert öđru, ellefu í hvoru liđi  og tefldu hrađskák. Eftir allar ţćr rimmur voru liđin međ jafnmarga vinninga 60.5/60.5

 

SKÁK Í VATNSDALSHÓLUM 2013 6

 

Af sunnan mönnum var Jóhann Örn harđastur hann leyfđ ađeins eitt jafntefli viđ Jón Ţ Ţór, Jóhann fékk 10.5 vinning af 11 ţađ var vel ađ verki stađiđ. Guđfinnur R Kjartansson fékk 8.5 og Sćbjörn Larsen 8 vinninga,

Mjög góđ frammistađa hjá ţeim öllum.

Af norđan mönnum Var Sigurđur Eiríksson grimmastur hann fékk 9 vinninga tapađi bara fyrir Jóhanni og Kristjáni Guđmundssyni f.v skipstjóra. Karl Steingrímsson kom svo nćstur međ 8.5 vinning. Jón Ţ Ţór kom svo nćstur međ 8 vinninga.

Ţessi keppni var ákaflega skemmtileg og tókst vel í alla stađi.

Viđ skákfélagar í Ásum ţökkum Akureyringum kćrlega fyrir drengilega og skemmtilega keppni.

Finnur Kr Finnsson

Myndaalbúm (ESE)


Valdimar efstur í Ásgarđi í dag

Ţótt sumir hafi kannski veriđ örlítiđ ţreyttir eftir alla skákbardaga helgarinnar ţá mćttu tuttugu og átta skákmenn til leiks í dag. Valdimar taldist vera efstur međ átta vinninga.Guđfinnur R Kjartansson var einnig međ átta vinninga og virtist óţreyttur eftir góđa frammistöđu í Vatnsdal um helgina. Síđan komu ţrír međ sjö vinninga, ţeir Haraldur Axel, Össur Kristinsson og Friđgeir Hólm.

Nánari úrslit:

_sir_sgar_i_-_m_tstafla_14_ma_2013.jpg

Carlsen vann Radjabov - ađeins hálfum vinningi á eftir Karjakin

Magnus Carlsen (2868) vann sína ađra skák í röđ ţegar hann vann Radjabov (2745) í sjöttu umferđ ofurmótsins í Sandnesi í Noregi. Magnus hefur nú 4 vinninga og er ađeins hálfum vinningi á eftir Karjakin (2767) sem gerđi jafntefli viđ Anand (2783). Aronian (2813), sem  vann Hammer (2608),  er í 3.-4. sćti ásamt Nakamura (2775).

Úrslit 6. umferđar:

CARLSEN Magnus1-0RADJABOV Teimour
TOPALOV Veselin˝ -˝WANG Hao
ANAND Viswanathan˝ -˝KARJAKIN Sergey
ARONIAN Levon1-0HAMMER Jon Ludvig
NAKAMURA Hikaru˝ -˝SVIDLER Peter

 
Röđ efstu manna:

  • 1. Karjakin (2767) 4,5 v.
  • 2. Carlsen (2868) 4 v.
  • 3.-4. Nakamura (2775) og Aronian (2813) 3,5 v.
  • 5.-6. Anand (2783) og Svidler (2769) 3 v.
  • 7.-8. Topalov (2793) og Radjabov (2745) 2,5 v.
  • 9.Wang Hao (2743) 2 v.
  • 10. Hammer (2608) 1,5 v.

EM: Dagur vann - Guđmundur tapađi

Dagur ArngrímssonDagur Arngrímsson (2390) vann sína ađra skák í röđ er hann lagđi Rússann Alexandr Predke (2494) í níundu umferđ EM einstaklinga sem fram fór í dag. Guđmundur Kjartansson (2446) tapađi hins vegar fyrir rússneska FIDE-meistaranum Vladimir Minko (2268).

Dagur hefur 4,5 vinning og er í 126.-167. sćti en Guđmundur hefur 3,5 vinning og er í 204.-231. sćti.

Í tíundu og nćstsíđustu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Dagur viđ pólska alţjóđlega meistarann Kamil Dragun (2520) en Guđmundur mćtir Króatanum Drazen Curic (2258).

Úkraínski stórmeistarinn Alexander Moiseenko (2698) er efstur međ 7,5 vinning. Nćstir eru Evgeny Alekseev (2700), Rússlandi, og Constantin Lupulesco (2634), Rúmeníu, međ 7 vinninga. 

286 skákmenn taka ţátt í mótinu og ţar af eru 143 stórmeistarar og ţar af eru 12 međ 2700 skákstig eđa meira. Guđmundur er nr. 170 í stigaröđ keppenda og Dagur er nr. 200.

Kamsky og Krush bandarískir meistarar

KamskyBandaríska meistaramótinu í skák lauk í gćr. Gata Kamsky (2741) varđ meistari í opnum flokki eftir bráđabanaskák viđ Alejandro Rimirez (2551) en ţeir komu jafnir í mark međ 6˝ vinning í 9 skákum. Irina Krush (2470) varđ hins vegar Bandríkjameistari kvenna án bráđabana en hún kom hálfum vinningi á undan Önnu Zatonskih (2466) í mark.

Heimasíđa mótsins


Vignir Vatnar bestur á hrađkvöldi

Vignir VatnarVignir Vatnar Stefánsson sigrađi örugglega á hrađkvöldi Hellis sem fram fór í gćrkvöldi 13. maí. Vignir Vatnar fékk 6,5 vinning í 7 skákum og var búinn ađ tryggja sér sigur fyrir síđustu umferđ, ţannig ađ jafntefli í lokaumferđinni viđ Jón Úlfljótsson í skák međ skrautlegum endi réđ ekki úrslitum.

Annar varđ Arnaldur Loftsson međ 5,5 vinning og ţriđji Vigfús Ó. Vigfússon međ 5 vinning. Vignir Vatnar dró svo Jóhannes Ţór Árnason í happdrćttinu og báđir fengu ţeir úttektarmiđa á Saffran.

Ţađ verđur ekki hrađkvöld á annan í hvítasunnu ţannig ađ nćsta hrađkvöld verđur 27. maí nk. 

Lokastađan á hrađkvöldinu:

 Röđ  Nafn                        Vinningar  M-Buch. Buch. Progr.

  1   Vignir Vatnar Stefánsson,       6.5      20.0  27.5   27.5
  2   Arnaldur Loftsson,              5.5      20.5  30.0   21.5
  3   Vigfús Ó. Vigfússon,            5        18.0  25.0   21.0
 4-8  Elsa María Kristínardóttir,     4        22.0  30.5   18.0
      Sverrir Sigurđsson,             4        19.0  27.5   18.0
      Jón Úlfljótsson,                4        19.0  27.5   16.0
      Björgvin Kristbergsson,         4        17.0  22.5   16.0
      Jóhannes Guđmundsson,           4        15.0  21.0   12.0
  9   Gunnar Nikulásson,              3.5      18.0  25.0   11.5
10-12 Bjarki Arnaldarson,             2.5      17.5  23.0   10.0
      Jóhannes Ţór Árnason,           2.5      16.0  23.0    8.5
      Árni Júlísson,                  2.5      15.5  21.5    9.0
 13   Stefán Orri Davíđsson,          1        15.5  22.5    7.0

Carlsen vann Karjakin

Karjakin og CarlsenMagnus Carlsen (2868) vann Sergei Karjakin (2767) í fimmtu umferđ ofurmótsins í Sandnesi í Noregi sem fram fór í dag. Ţar međ galopnađist mótiđ en Karjakin hafđi unniđ allar sínar skákir fram ađ ţessu og leiddi međ 1,5 vinning. Nú hefur hann "ađeins" vinnings forskot á Carlsen og Nakamura (2775). Ţetta var dagur Norđmanna ţví Jon Ludvig Hammer (2608) lagđi Wang Hao (2743) en öđrum skákum lauk međ jafntefli.

Úrslit 5. umferđar:

NAKAMURA Hikaru˝ -˝TOPALOV Veselin
HAMMER Jon Ludvig1-0WANG Hao
SVIDLER Peter˝ -˝ANAND Viswanathan
RADJABOV Teimour˝ -˝ARONIAN Levon
KARJAKIN Sergey0-1CARLSEN Magnus

 

 Röđ efstu manna:

  • 1. Karjakin (2767) 4 v.
  • 2.-3. Carlsen (2868) og Nakamura (2775) 3 v.
  • 4.-7. Aronian (2813), Anand (2783), Svidler (2769) og Radjabov (2745) 2,5 v.
  • 8. Topalov (2793) 2 v.
  • 9.-10 Wang Hao (2743) og Hammer (2608) 1,5 v.

EM: Dagur vann - Guđmundur tapađi

Dagur ArngrímssonDagur Arngrímsson (2390) vann Tyrkjann Aydin Duman (2265) í 8. umferđ EM einstaklinga sem fram fór í dag. Guđmundur Kjartansson (2446) tapađi hins vegar fyrir ísraelska stórmeistaranum Michael Roiz (2617). Báđir hafa ţeir 3,5 vinning og eru í 169.-205. sćti.

Á morgun mćta ţeir báđir Rússum. Dagur mćtir Alexandr Predke (2494) en Guđmundur Vladimir Minko (2268).

Úkraínski stórmeistarinn Alexander Moiseenko (2698) er efstur međ 7 vinninga og rúmenski stórmeistarinn Constantin Lupulesco (2634) er annar međ 6,5 vinning. 

286 skákmenn taka ţátt í mótinu og ţar af eru 143 stórmeistarar og ţar af eru 12 međ 2700 skákstig eđa meira. Guđmundur er nr. 170 í stigaröđ keppenda og Dagur er nr. 200.

Mót í Vin kl. 13!

CIMG3922

Skákfélag Vinjar býđur til meistaramóts í hrađskák, mánudaginn 13. maí klukkan 13. Tefldar verđa 6 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma. Mótiđ er öllum opiđ en efsti liđsmađur Skákfélags Vinjar fćr sćmdartitilinn Hrađskákmeistari Vinjar 2013. Mótiđ er haldiđ í Vin, Hverfisgötu 47.

Mikill kraftur er í Skákfélagi Vinjar og njóta mánudagsćfinar félagsins mikilla vinsćlda. Síđastliđinn ţriđjudag hófst meistaramót félagsins í atskák, og hafa veriđ tefldar 3 umferđir af 9.

Meistaramótiđ í hrađskák 2013 markar jafnframt upphafiđ ađ sumarstarfi skákfélagsins, en í júní eru 10 ár liđin síđan skipulagt skákstarf hófst í athvarfinu. Skákfélag Vinjar tefldi í vetur fram tveimur sveitum á Íslandsmóti skákfélaga og vann A-sveitin sér keppnisrétt í 2. deild nćsta vetur.

Allir eru velkomnir á meistaramótiđ á mánudag, og ađ vanda verđur bođiđ upp á gómsćtar veitingar í leikhléi.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 157
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 82
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband