Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Skemmtikvöld Hollvinafélags Vinaskákfélagsins fer fram í kvöld

Stjórn Vinaskákfélagsins 2017

Skemmtikvöld Hollvina Vinaskákfélagsins verđur haldiđ fimmtudaginn 23. nóvember í Skákskóla Íslands í Faxafeni 12, gengiđ inn hjá Billiardbarnum og hefst klukkan 20.

Dagskrá kvöldsins:

Viđ fáum Ingvar Ţór Jóhannesson til ađ vera međ skákskýringar og tekur hann kannski einhverja skák frá EM landsliđa nú í haust.

Veitingar verđa og mun Ţorvarđur Fannar Ólafsson sjá um ţćr.

Hollvinur ársins verđur veitt viđurkenningu og í ár er ţađ Tómas Veigar Sigurđarson.

Ađ sjálfsögđu verđa töfl ţarna á stađnum og geta gestir gripiđ í skák.

Allir eru velkomnir og fá Hollvinir frítt inn. Ađgangseyrir er stillt í hóf og er ađeins 500 kr. Hćgt er ađ skrá sig á viđburđinn hér:

https://www.facebook.com/events/316275785518813/


Gúmmi, Jokko og Einar efstir Íslendinga í höll lćksins

Tvćr umferđir voru tefldar í dag á alţjóđlega mótinu í Rúnavík sem tefld er í Lćkjarhöllinni. Ţađ eru Guđmundur Kjartansson (2435), sem gerđi í dag tvö jafntefli viđ stórmeistara, Jón Kristinn Ţorgeirsson (2319) og Einar Hjalti Jensson (2372). Hinir tveir síđarnefndu lögđu landa sína í síđari skák dagsins. Ţrír stórmeistarar eru efstir međ 3˝ vinning og tveir ţeirra eru indverskir!

Fimmta umferđ fer fram á morgun. Ţá teflir Guđmundur viđ belgíska stórmeistarann Vadim Malakhatko (2540), Jón Kristinn viđ kínverska stórmeistarann og sigurvegara Norđurljósamótsins, Yinglun Xu (2518) og Einar Hjalti viđ indverska undradrenginn Nihal Sarin (2487).

Umferđin á morgun hefst kl. 15.

 


Tómas atskákmeistari Reykjavíkur og Kristján atskákmeistari Hugins

20171120_230801

Tómas Björnsson sigrađi á jöfnu og spennandi Atskákmóti Reykjavíkur sem fram fór síđast liđiđ mánudagskvöld. Tómas tefldi vel og af öryggi á mótinu og fékk 5,5v í sex skákum og varđ atskákmeistari Reykjavíkur í fyrsta sinn. Jafntefliđ kom í fimmtu umferđ gegn Erni Leó Jóhannssyni. Örn Leó var ţá búinn ađ gera jafntefli viđ Hilmir Freyr Heimisson og ţurfti á sigri ađ hald til ađ hafa sćtaskipti viđ Tómas sem ekki tókst. Bćđi Tómas og Örn Leó unnu í lokaumferđinni og varđ Örn Leó ţví í öđru sćti međ 5v. Ţriđja sćtinu náđi svo Kristján Halldórsson međ góđum endaspretti sem skilađi honum 4,5v í hús. Kristján var jafnframt efstur Huginsmanna og atskákmeistari Hugins 2017.

Ţátttakendur voru 22 sem telst all góđ ţátttaka í ţessu móti.

Lokastađan í Chess-Results.


Hrađskákmót Garđabćjar fer fram á mánudaginn

Hrađskákmót Garđabćjar og verđlaunaafhending fyrir Skákţing Garđabćjar.
Mánudaginn 27. nóvember kl. 20.00.

1. verđlaun 15 ţús.

Verđlaunum er skipt eftir Hort Kerfi.

Aukaverđlaun
Efsti TG ingur 5000 (óskipt eftir stigum)

Besti árangur miđađ viđ eigin stig ) 5000 kr.
(performance - eigin stig - stigalausir reiknast međ 1500 stig)

Tímamörk 3 mínútur + 2 sek á leik.

Ţátttökugjöld 2000 kr.
Frítt fyrir félagsmenn Taflfélags Garđabćjar og ţátttakendur í Skákţingi Garđabćjar 2017.

Ef ţátttaka utanfélagsmanna verđur góđ verđur ađalverđlaunum fjölgađ. (Yfir 20 manns greiđa ţátttökugjöld)

Mótsstađur
Golfskáli GKG. Golfklúbbur Kópavogs og Garđabćjar.

Smelliđ á hlekkinn til ađ sjá ţá sem ţegar eru skráđir.
https://docs.google.com/spreadsheets/d/18NBIUzMXqqFbPoW9q-17Agw5PrMGTxOKnmWmx3uJ41Q/edit?usp=sharing


Rúnavík: Guđmundur međ fullt hús - Vignir gerđi jafntefli viđ stórmeistara

Önnur umferđ alţjóđlega mótsins í Lćkjarhöll í Rúnavík í Fćreyjum fór fram í dag. Guđmundur Kjartansson (2435), sem sigrađi á mótinu í fyrra, er efstur ellefu Íslendinga međ fullt hús en hann vann heimamanninn Rana í Bć í dag. Vignir Vatnar Stefánsson (2294), sem einnig átti gott mót í fyrra, gerđi í dag jafntefli viđ moldóska stórmeistarann Vladimir Hamitevici (2519).

Flest úrslit umferđarinnar voru í samrćmi viđ bókina góđu - ţađ er hinir stigahćrri unnu almennt hina stigalćgri. 

Tvćr umferđir fara fram á morgun og hefst sú fyrri kl. 9. Guđmundur teflir viđ spćnska stórmeistarann Olev Korneev (2553) og Vignir mćtir ţýska stórmeistaranum Igor Khenkin (2552).

 


Skemmtikvöld Hollvina Vinaskákfélagsins

Stjórn Vinaskákfélagsins 2017

Skemmtikvöld Hollvina Vinaskákfélagsins verđur haldiđ fimmtudaginn 23. nóvember í Skákskóla Íslands í Faxafeni 12, gengiđ inn hjá Billiardbarnum og hefst klukkan 20.

Dagskrá kvöldsins:

Viđ fáum Ingvar Ţór Jóhannesson til ađ vera međ skákskýringar og tekur hann kannski einhverja skák frá EM landsliđa nú í haust.

Veitingar verđa og mun Ţorvarđur Fannar Ólafsson sjá um ţćr.

Hollvinur ársins verđur veitt viđurkenningu og í ár er ţađ Tómas Veigar Sigurđarson.

Ađ sjálfsögđu verđa töfl ţarna á stađnum og geta gestir gripiđ í skák.

Allir eru velkomnir og fá Hollvinir frítt inn. Ađgangseyrir er stillt í hóf og er ađeins 500 kr. Hćgt er ađ skrá sig á viđburđinn hér:

https://www.facebook.com/events/316275785518813/


Jólaskákmót grunnskóla Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 3. desember

JólamotLogo_simple-2017

 

Jólaskákmót grunnskóla Reykjavíkur verđur haldiđ í húsnćđi TR ađ Faxafeni 12 sunnudaginn 3.desember. Mótiđ er sem fyrr samstarfsverkefni Skóla- og frístundasviđs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur. Mótinu verđur skipt í ţrennt ađ ţessu sinni; 1.-3.bekkur, 4.-7.bekkur og 8.-10 bekkur.

Tefldar verđa 6 umferđir međ umhugsunartímanum 5 mínútur fyrir hverja skák og bćtast 3 sekúndur viđ eftir hvern leik (5+3). Allir grunnskólar Reykjavíkurborgar eru hvattir til ţess ađ senda skáksveitir í mótiđ. Engar takmarkanir eru á fjölda skáksveita og er skáksveitum hvers skóla styrkleikarađađ međ bókstöfum (a-sveit, b-sveit, c-sveit og svo framvegis). Í hverri skáksveit tefla 4 keppendur og má hver sveit hafa 0-2 varamenn. Keppanda er heimilt ađ tefla í eldri flokki en aldur hans segir til um, en ţó má einungis tefla í einum flokki (sem dćmi ţá má keppandi í 3.bekk tefla í flokki 4.-7.bekkjar, en hann getur ţá ekki teflt í flokki 1.-3.bekkjar). Mikilvćgt er ađ liđsstjóri fylgi liđum hvers skóla og er ćskilegt ađ hver liđsstjóri stýri ekki fleiri en ţremur liđum.

Dagskrá mótsins:

  • Sun 3.des kl.09:30 – 12:00 – 1.-3.bekkur.
  • Sun 3.des kl.12:30 – 15:00 – 4.-7.bekkur.
  • Sun 3.des kl.15:30 – 18:00 –  8.-10.bekkur.

Veitt verđa verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin í hverjum flokki. Einnig fćr efsta stúlknasveit hvers flokks verđlaun.

Skráning fer fram í gegnum skráningarform sem finna má í gula kassanum á skak.is. Skráningu lýkur laugardaginn 2.desember klukkan 20:00. Ekki verđur hćgt ađ skrá liđ á mótsstađ.

Upplýsingar um ţegar skráđa sveitir má finna hér


Rúnavík Open hófst í gćr

Alţjóđlega mót Rúnavík hófst í gćr í Fćreyjum. Af 55 keppendum eru 11 keppendur íslenskir en afar gott samstarf er á milli skáksambandanna tveggja og fjölmenntu t.a.m. Fćreyingar á síđasta GAMMA Reykjavíkurskákmót. Mótiđ er sterkt - en tólf keppendanna eru stórmeistarar. 

Öll úrslit fyrstu umferđar voru eftir "bókinni góđu". Hinir stigahćrri unnu ţá stigalćgri. Guđmundur Kjartansson (2435), Einar Hjalti Jensson (2372), Jón Kristinn Ţorgeirsson (2319), Vignir Vatnar Stefánsson (2294), Áskell Örn Kárason (2239) og Kristján Eđvarđsson (2192) unnu sínar skákir en  Gauti Páll Jónsson (2125), Bragi Halldórsson (2103), Símon Ţórhallsson (2059), Haraldur Haraldsson (2004) og Sigurđur Eiríksson (1911) töpuđu.

Önnur umferđ hefst kl. 15. Einar Hjalti teflir ţá á fyrsta borđi viđ indverska stórmeistarann Deep Senguta (2587), Jón Kristinn mćtir rússneska stórmeistaranum Nikita Majorov (2521), Vignir Vatnar sest andspćnis moldóska stórmeistaranum og Íslandsvininum Vladimimir Hamitevici (2519), Áskell keppir viđ rússneska stórmeistarann Evegeny Gleizerov (2503) og Kristján viđ indverska undrabarniđ Nihal Sarin (2487). 

Skák.is mun fylgjast vel međ árangri íslensku keppendanna í Lćkjarhöllinni í Rúnavík.

 


Íslandsmót öldunga 65 fer fram á laugardaginn

Ćsir1Íslandsmót öldunga  65 ára og eldri  verđur haldiđ laugardaginn 25. nóvember  nk. í Ásgarđi félagsheimili  FEB ađ Stangarhyl 4, Reykjavík. Eins og í fyrra standa skákklúbbar eldri borgara á Höfuđborgarsvćđinu  sameiginlega ađ mótshaldinu. Ţetta er í fjórđa sinn sem slíkt Íslandsmót međ atskákarsniđi er haldiđ í ţessum elsta aldursflokki virkra  skákmanna. 

Tefldar verđa 9 umferđir međ tímamörkunum  10+5; ţ.e. 10 mínútna umhugsunartíma á skákina plús 5 sekúndna viđbótartíma á leik. Fjórar umferđir verđa tefldar fyrir hádegi en lokaumferđirnar fimm ađ loknu hádegisverđarhléi. 

Ćsir2     

Mótiđ hefst kl. 10 árdegis og lýkur um kl. 16.30  međ verđlaunaafhendingu. 

Ţátttökugjald er kr. 1.500 og innifelur kaffi og og međ ţví međan á mótinu stendur og pizzusneiđ/ar í hádeginu. Björgvin Víglundsson er núverandi Íslandsmeistari og  hefur unniđ sćmdartitilinn "Íslandsmeistari 65 ár og eldri" í öll ţrjú skiptin sem um hann hefur veriđ keppt.  

Ađalverđlaun mótsins er kr. 50.000 ferđastyrkur til ţátttöku á skákmóti erlendis 

Auk verđlaunagripa og peninga verđa veitt vegleg bókaverđlaun og aldursflokkaviđurkenningar (65-70;  71-75; 76-80; 81 og eldri).    

Ćsir3

Vćnst er góđrar ţátttöku  sem víđast hvar ađ af landinu. Skráning á tengli á www.skak.is ; eđa međ smáskilabođum  í síma 690-2000. Annars gildir bara ađ mćta tímanlega á mótsstađ. 

Mótsnefndina skipa ţeir: Einar S. Einarsson, Finnur Kr. Finnsson og Garđar Guđmundsson.

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.


Skákţáttur Morgunblađsins: Hannes Hlífar og Björn Ţorfinnsson međal efstu manna

GUP121G1DHannes Hlífar Stefánsson og Björn Ţorfinnsson voru í hópi fimm efstu manna á Norđurljósamótinu, „Reykjavik Northern lights open 2017“ sem Skáksambands Íslands stendur fyrir í samvinnu viđ Taflfélag Reykjavikur en mótiđ fer fram í húsakynnum ţessa elsta starfandi skákfélags landsins. Tengingin viđ Norđurljósin er viđ hćfi ţar sem mađurinn sem „seldi“ norđurljósin, skáldiđ Einar Benediktsson, var einn af stofnendum TR aldamótaáriđ 1900. Tefldar verđa níu umferđir og dagskrá ţess er stíf ţar sem tefld var tvöföld umferđ um helgina en úrslit fimmtu umferđar sem lauk seint í gćrkvöldi lágu ekki fyrir ţegar ţetta var ritađ. Ţá mćttust m.a. Hannes og Björn. Stađa efstu manna eftir fjórar umferđir var ţessi.: 1. – 5. Xi Yingu (Kína), Aloyzas Kveinys (Litháen), Xu Yi (Kína),Hannes Hlífar Stefánsson og Björn Ţorfinnsson 3 v. ( af 4) 6.-10. Nihal Sarin (Indland), Mark Hebden (England), Torbjörn Ringdal (Danmörk), Hjörvar Steinn Grétarsson og Vignir Vatnar Stefánsson 2˝ v.

Keppendur eru 22. talsins en SÍ réđst í framkvćmdina til ađ mćta óskum margra af bestu skákmönnum ţjóđarinnar sem hafa bent á ađ hiđ mikla styrkleika/elo-stigabil sem er á keppendum hins árlega Reykjavíkurskákmóts, geri sókn ađ titiláföngum torsótta. Ekki verđur betur séđ en ađ Björn og Vignir Vatnar ćtli sér ađ nýta tćkifćriđ vel.

Hjörvar Steinn Grétarsson er stigahćsti keppandinn en hann tapađi í fyrstu umferđ fyrir Einar Hjalta Jenssyni. Mesta athygli allra keppenda vekur hinn 13 ára Indverji, Nihal Sarin, sem hefur teflt víđa um heim á undanförnum mánuđum og er talinn eitt mesta efni sem Indverjar eiga í dag. Sarin hefur lent í basli í nokkrum skákum og var međ tapađ tafl gegn Hjörvari Steini í 2. umferđ en slapp međ jafntefli.

Hannes Hlífar og Hjörvar Steinn eru ţrátt fyrir allt líklegastir okkar manna til ađ keppa um efsta sćtiđ og sá fyrrnefndi virđist í góđu formi ef marka má sigur hans yfir Englendingnum Hebden á laugardaginn:

Norđurljósamótiđ 2018; 3. umferđ:

Hannes Hlífar Stefánsson – Mark Hebden

Ítalskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4

Ítalski leikurinn er sennilega vinsćlli í dag međal toppskákmanna en spćnski leikurinn sem kemur upp eftir 3. Bb5.

3....Rf6 4. d3 Be7 5. 0-0 0-0 6. He1 d6 7. a4 Be6 8. Bxe6 fxe6 9. c3 Dd7 10. Db3 b6 11. d4 Rh5 12. Be3 exd4 13. cxd4 d5 14. Rc3 Had8 15. Hac1

Hótar 16. exd5 exd5 17. Rxd5 međ peđsvinningi. Stöđuuppbygging svarts er ekki góđ og riddarinn á c6 verđur ađ skreppa frá en ţá lendir h5-riddarinn í vanda.

15....Ra5 16. Dd1 c6 17. Re5 De8 18. Dg4 Bd6 19. Rf3 Dg6 20. Dxg6 hxg6 21. Rg5 Hde8 22. e5 Bb4 23. g3! 

GUP121FQFAfhjúpar mislukkađa byrjun, riddarinn á h5 á engan reit! Í nćstu leikjum reynir svartur ađ leysa um hann.

23....c5 24. He2 Rb3 25. Hd1 cxd4 26. Bxd4 Hf5 27. h4 Rf4?!

Hebden mat ţađ svo ađ besta tćkifćriđ til a losa um riddarann vćri ađ fórna honum akkúrat núna. Mannsfórnin gefur viss fćri en Hannes er vandanum vaxinn.

28. gxf4 Hxf4 29. Be3 Hxh4 30. Rb5 Bc5 31. Rc7! d4 32. Rxe8 dxe3 33. Hd8 Hg4+ 34. Kf1 Hxg5

 

35. Rd6+!

Snjall lokaleikur sem gerir út um allar vonir svarts, 35....Kh7 er svarađ međ 36. Rf7! sem hótar hróknum og máti á h8. Hebden gafst ţví upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 13. nóvember 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 111
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 82
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband