Fćrsluflokkur: Spil og leikir
7.9.2013 | 20:46
Dagur vann í fyrstu umferđ í Búdapest
Alţjóđlegi meistarinn Dagur Arngrímsson (2381) hóf í dag í Búdapest taflmennsku á First Saturday-skákmóti. Í fyrstu umferđ vann hann ungverska alţjóđlega meistarann Peter Lizak (2408).
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results (ekki enn tilbúiđ)
7.9.2013 | 20:42
Guđmundur í 2.-3. sćti í Sabadell
Alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2434) er í 2.-3. sćti á alţjóđlegu móti sem nú er í gangi í Sabadell á Spáni. Hann hefur 4,5 vinning eftir 6 umferđir. Hann er búinn ađ vinna tvo alţjóđlega meistara (2376-2408) í röđ.
Í sjöundu umferđ á morgun mćtir hann stigahćsta keppenda mótsins, armenska stórmeistaranum Karen Movsziszian (2503)
Alls taka 32 skákmenn frá 9 löndum ţátt í ţessu móti. Ţar af eru 2 stórmeistarar og 9 alţjóđlegi meistarar. Guđmundur er nr. 6 í stigaröđ keppenda.7.9.2013 | 17:49
Hvernig verđa liđin á morgun?
Mikiđ hefur spáđ og spekúlerađ í úrslitaviđureign Hrađskákkeppni taflfélaga sem fram fer á morgun. En hvernig verđa liđin á morgun?
Liđsstjórar hafa haldiđ liđunum ţétt upp ađ sér. Samkvćmt heimildum ritstjóra er líklegt ađ eftirtaldir skipi liđin á morgun.
Gođinn-Mátar:
- GM Helgi Áss Grétarsson 2460
- GM Ţröstur Ţórhallsson 2449
- FM Sigurđur Dađi Sigfússon 2320
- FM Ásgeir P. Ásbjörnsson 2293
- FM Einar Hjalti Jensson 2290
- FM Ţröstur Árnason 2265
- Hlíđar Ţór Hreinsson 2238
- Magnús Teitsson 2220
- Kristján Eđvarđsson 2212
- Arnar Ţorsteinsson 2205
- Pálmi Pétursson 2205
- Björn Ţorsteinsson 2203
- Tómas Björnsson 2143
Liđ Víkingaklúbbsins:
- GM Hannes Hlífar Stefánsson 2521
- GM Stefán Kristjánsson 2491
- FM Magnús Örn Úlfarsson 2389
- IM Björn Ţorfinnsson 2385
- FM Davíđ Kjartansson 2348
- Ólafur B. Ţórsson 2210
- Stefán Ţór Sigurjónsson 2104
- Gunnar Freyr Rúnarsson 2074
- Lárus Knútsson 2057
Samkvćmt ţessu teljast Víkingar vera stigahćrri á borđum 1-5 en Gođ-Mátar stigahćrri á sjötta borđi. Ţađ segir ţó ekki alla söguna ţví innan Gođ/Máta eru margir annálađir hrađskákmenn.
Viđ heyrum álit nokkurra skákspekinga á líklegum úrslitum í kvöld.
7.9.2013 | 12:47
Úrslitaviđureign Hrađskákkeppni taflfélaga fer fram á morgun - hvađ segja liđsstjórarnir?
Úrslitaviđureign Hrađskákkeppni taflfélaga fer fram á morgun og hefst kl. 14. Teflt er í húsnćđi Skákskóla Íslands, Faxafeni 12. Ţađ er endurtekiđ efni frá í fyrra en sömu tefla til úrslita og ţá, ţ.e. Gođinn-Mátar og Víkingaklúbburinn. Ţá sigrađi Víkingaklúbburinn eftir bráđabana í afar spennandi viđureign.
Helstu skákspekingar landsins spá langflestir afar spennandi viđureign en ritstjóri hefur leitađ til margra ţeirra og verđur álit nokkra ţeirra birt á Skák.is fyrir viđureignina.
Síđar í dag verđur umfjöllun um líklega liđsskipan liđanna hér á Skák.is.
Ritstjóri tók viđtöl viđ liđsstjórana ţá Jón Ţorvaldsson (Gođinn-Mátar) og Gunnar Freyr Rúnarsson (Víkingaklúbburinn) í gćr.
Hverjir eru helstu styrkleikar liđsins:
JŢ:
Góđur liđsandi, leikgleđi og mikil breidd.
GFR:
Viđ erum ótrúlega baráttuglađir, erum m.a frćgir klukkuberjarar formađurinn (Gunnar, Stefán Thor) og fl. gamlir jaxlar, Viđ fengum svo nokkrar vélar í fyrra og m.a hefur Hannes Hlífar ekki tapađ skák á ţessu ári fyrir Víkingaklúbbinn. Svo höfum viđ Jónas Jónasson ţegar allt er komiđ í háaloft. Jónas er einhver mesti keppnismađur norđan alpafjalla og allir andstćđingar okkar óttast berserkinn!
Hverjir eru helstu veikleikar liđsins:
JŢ:
Samúđ međ ţeim sem minna mega sín.
GFR:
Viđ erum helst veikir fyrir fögrum konum og góđum vínum, en Gođar eru ţađ karlmannalegir ađ viđ kiknum ekki í hnjáliđunum fyrir Einari Hjalta og Jóni Ţorvalds :) En viđ munum samfagna GM ef ţeir tefla eins og menn á sunnudaginn :)
Tilhögun ćfinga fyrir lokaslaginn
JŢ
Skroppiđ í ćfingabúđir ađ Laugarvatni í í dag.
Fjallganga undir stjórn Arnars Ţorsteinssonar.
Liđkun og teygjur undir stjórn Arnars Grant.
Teflt hratt upp úr völdum skákbókum undir stjórn Einars Hjalta.
Hollustufćđi undir stjórn Magnúsar Teitssonar: trjónukrabbi, hundasúra, hvönn, áfir og ólekja.
GFR:
Viđ erum búnir ađ taka nokkrar Víkingaskákir yfir góđum mjöđ og hlustum á Metalicu og Rammstein á ćfingum hjá Víkingaklúbbnum og Forgjafarklúbbum. Lagiđ sem formađurinn spilar alltaf í bílnum á leiđina á skákstađ er Master of Puppets
Strategía í lokaviđureign
JŢ:
Tíđar innáskiptingar í krafti mikillar breiddar.
GFR:
Hluti af hópnum fer alltaf í golf daginn áđur, eđa jafnvel sama dag og viđ eigum viđureig í hrađkeppninni. Thessi hjátrú hefur reyndar ekki klikkađ enn og viđ erum enn ósigrađir....
Spá liđsstjóra
JŢ:
Jafntefli, 36-36, eins og í fyrra en ađ ţessu sinni hefur GM betur í bráđabana.
GFR
Viđ endum aftur í bráđabana eins og í fyrra
Búningar leikmanna
JŢ
Spidermangallinn víđfrćgi.
GFR
Gömlu góđu Víkingahjálmarnir sem Magnús heitin Ólafsson gaf okkur hafa veriđ okkar einkennisbúningur
6.9.2013 | 14:42
Víkingar lögđu Akureyringa - mćta Gođum/Mátum í úrslitum
Fyrirfram var búst viđ öruggum sigri Víkingaklúbbsins á Skákfélagi Akureyrar. Víkingar eru ríkjandi meistarar og hafa nokkra titilhafa innan sinna rađa. Akureyringar eru ţó ţekktir hrađskákmenn og komust einu sinni í úrslit keppninnar ţar sem munađi ekki nema vinning á ađ ţeir yrđu meistarar. Hvorugt liđ mćtti međ alla sína sterkustu menn til leiks en heldur meir vantađi í Víkinga sem m.a. ţurftu ađ gefa tvćr skákir í fyrstu umferđunum sökum manneklu. Jafnrćđi var ţví međ sveitunum í fyrstu umferđunum en ţegar leiđ á fyrri umferđina ţéttust rađir Víkinga sem náđu góđu forskoti eftir 6-0 sigur í sjöttu umferđ. Var ţví einungis formsatriđi fyrir Víkinga ađ klára viđureignina eftir hlé og liđsstjóri ţeirra hinn herskái ljúflingur Gunnar Freyr Rúnarsson gat andađ léttar.
Viđureignin endađi svo 48.5 - 23.5 fyrir Víkinga.
Bestum árangri SA-manna náđu:
Jón Garđar Viđarsson 6/12
Stefán Bergsson 5.5/12
Halldór Brynjar Halldórsson 5.5/12
Ađrir sem tefldu: Mikael Jóhann Karlsson, Loftur Baldvinsson, Gylfi Ţórhallsson, Björn Finnbogason og Óskar Long Einarsson.
Árangur Víkinga:
Hannes Hlífar 11 af 11
Björn Ţorfinnsson
Davíđ Kjartansson 10 af 12
Gunnar Freyr Rúnarsson 8 af 12
Lárus Knútsson 5 af 7
Sigurđur Ingason 1 af 7
Haraldur Baldursson 3 af 8
Jónas Jónasson 2 af 2
Úrslitin fara fram kl. 14 á sunnudaginn í húsnćđi Skákskóla Íslands.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2013 | 10:07
Gođinn-Mátar sigrađi Bolvíkinga - mćta Víkingaklúbbnum í úrslitum
Gođinn-Mátar vann nauman sigur á Taflfélagi Bolungarvíkur í undanúrslitum hrađskákkeppni taflfélaga í gćrkvöld. Lokatölur urđu 37-35 Gođanum-Mátum í vil.
Eftir fyrri hlutann höfđu Gođmátar forystu, 20 vinninga gegn 16. Bolar unnu ţví seinni hlutann 19 - 17.
Keppnin fór fram í húsnćđi SÍ viđ Faxafen og var ćsispennandi eins og ráđa má af tölunum. Fyrir síđustu umferđ voru Gođmátar tveimur vinningum yfir og höfđu Bolar hvítt á öllum borđum í lokarimmunni.
Ţrátt fyrir mikla baráttu á öllum borđum tókst Vestanmönnunum knáu ekki ađ saxa frekar á forskotiđ og niđurstađan varđ eins og áđur segir.
Sveitirnar voru vel mannađar. Bolvíkingar mćttu međ Jóhann Hjartarson, Braga Ţorfinnsson, Jón Viktor Gunnarsson, Guđmund Gíslason, Halldór Grétar Einarsson og Guđna Stefán Pétursson.
Gođmátar mćttu međ Helga Áss Grétarsson, Ţröst Ţórhallsson, Einar Hjalta Jensson, Sigurđ Dađa Sigfússon, Ásgeir P. Ásbjörnsson, Arnar Ţorsteinsson, Kristján Eđvarđsson, Ţröst Árnason og Tómas Björnsson.
Sterkastir hjá Gođanum Mátum voru Ţröstur Ţórhalls međ 8,5 af 12, Arnar Ţorsteins međ 6 af 9, Ásgeir P. međ 6,5 af 12 og Helgi Áss, sem var nokkuđ frá sínu besta ađ ţessu sinni, međ 6 af 12.
Sterkastir Bolvíkinga voru Bragi Ţorfinns og Guđmundur Gísla međ 8,5 vinninga af 12, Jón Viktor međ 8 af 12 og Jóhann Hjartarson sem aldrei ţessu vant var ekki međal allra efstu manna og hlaut 6 af 12.
Ţar munađi ţví ađ Kristján Eđvarđs vann Jóhann tvisvar enda hefur Kristján lagt sig í framkróka eftir ţví ađ skilja og greina skákstíl ţessa besta skákmanns okkar.
Hefur hann ţar notiđ ađstođar ofurtölvu einnar en annars hvílir mikil leynd yfir ţví hvernig hann afrekađi ţetta.
Bolvíkingar sáu um bruđerí í hléi og hljóta ţakkir fyrir og eins er meistara Rúnari Berg ţökkuđ óađfinnanleg dómgćsla og stigavarsla sem var til fyrirmyndar í hvívetna.
Pálmi R. Pétursson
6.9.2013 | 10:05
Vetrarstarf SSON byrjar međ látum
Vetrarstarf SSON byrjađi međ hörku ćfingu 4. sept. Tíu manns mćttu og ţ.á.m. Gunnar Björnsson formađur SÍ. Fyrir utan ţađ ađ heilsa upp á félagsmenn og tefla skođađi Gunnar Fischersetriđ. Heimamenn kappkostuđu viđ ađ vera gestrisnir viđ Gunnar eins og sjá má á úrslitum kvöldsins. Allir komust ţó á blađ en komu misjafnir undan sumri. Framundan er síđan meistaramót félagsins sem auglýst verđur nánar
fljótlega.
Athygli vekur ađ Erlingur Atli og Maggi Matt. gerđu jafntefli viđ Gunnar en Magnús hefur reyndar nokkuđ gott tak á Gunnari ađ sögn Magnúsar. Ađspurđur sagđist Björgvin vera ađ spara orkuna fyrir komandi meistaramót. Ingimundur, Úlfhéđinn og Erlingur Jensson alltaf ţéttir og gaman ađ sjá gamla brýniđ hann Magnús Gunnarsson tefla, svo og nýliđann Jón Snorra. Grantas kemur til međ ađ verđa sterkur í vetur og byrjađur ađ stúdera bók um Fischer á rússnesku.
Úrslit:
1. Gunnar Björnsson 8 v.
2. Ingimundur 7,5
3. Erlingur Jensson 6,5
4. Magnús Matt. 6 v.
5. Úlfhéđinn 5 v.
6.-7. Björgvin og Grantas 4 v.
8.-9. Magnús Gunnars
og Erlingur Atli 1,5 v.
10. Jón Snorri 1 v.
-/bsg
5.9.2013 | 15:08
DV spáir Víkingum og Bolvíkingum í úrslit
Í kvöld fara fram undanúrslit Hrađskákkeppni taflfélaga. Spennan er farinn ađ magnast og heyrst hefur ađ vissir liđsstjórar hafi átt erfitt um svefn síđustu nćtur. Skáklandiđ í DV fer yfir viđureignir kvöldsins og spáir Víkingaklúbbnum öruggum sigri á Skakfélagi Akureyrar 48-24 en spáir ađ Bolvíkingar vinni Gođ/Máta 37˝-34˝ ţar sem úrslitin muni ráđast í lokaumferđinni.
Grípum niđur í pistilinn á Skáklandinu:
Bolvíkingar eru ţéttari á efstu fjórum borđunum. Sérstaklega eru Jóhann, Bragi og Jón Viktor sterkir hrađskákmenn og eru allir líklegir til ađ fá um og yfir átta vinninga í kvöld. Gođmátar eru hins vegar međ mun meiri breidd sem sýnir sig t.d. á ţví ađ ţeir eiga tvćr sveitir í 1. deild á Íslandmóti skákfélaga komandi vetur. Ţeir ćttu ţví ađ hafa vinninginn á neđri borđunum. En ţó styrkir ţátttaka Gumma Gísla Bolvíkinga mikiđ og eykur breidd ţeirra.
Viđureignirnar hefjast kl. 20, fara fram í húsnćđi SÍ, Faxafeni 12. Gestir og gangandi eru velkomnir á mótsstađ.
5.9.2013 | 13:43
Ný alţjóđleg skákstig
Ný alţjóđleg skákstig komu út 1. september sl. Jóhann Hjartarson (2583) er sem fyrr stigahćstur íslenskra skákmanna. Helgi Ólafsson (2544) er nćststigahćstur og Héđinn Steingrímsson (2543) númer ţrjú í stigaröđinni. Hilmir Freyr Heimisson hćkkađi langmest frá ágúst-listanum eđa um 52 skákstig. Annars voru óverulegar breytingar á milli lista enda ekkert kappskákmótahald á Íslandi á ţessum tíma.
Topp 20
No. | Name | Tit | sep.13 | Gms | Diff |
1 | Hjartarson, Johann | GM | 2583 | 0 | 0 |
2 | Olafsson, Helgi | GM | 2544 | 0 | 0 |
3 | Steingrimsson, Hedinn | GM | 2543 | 9 | -6 |
4 | Petursson, Margeir | GM | 2532 | 0 | 0 |
5 | Stefansson, Hannes | GM | 2521 | 9 | -5 |
6 | Gretarsson, Hjorvar Steinn | IM | 2505 | 0 | 0 |
7 | Arnason, Jon L | GM | 2502 | 0 | 0 |
8 | Danielsen, Henrik | GM | 2501 | 10 | 1 |
9 | Kristjansson, Stefan | GM | 2491 | 0 | 0 |
10 | Thorfinnsson, Bragi | IM | 2483 | 9 | -10 |
11 | Thorsteins, Karl | IM | 2463 | 0 | 0 |
12 | Gretarsson, Helgi Ass | GM | 2460 | 0 | 0 |
13 | Thorhallsson, Throstur | GM | 2449 | 0 | 0 |
14 | Gunnarsson, Arnar | IM | 2441 | 0 | 0 |
15 | Kjartansson, Gudmundur | IM | 2434 | 18 | 0 |
16 | Gunnarsson, Jon Viktor | IM | 2409 | 0 | 0 |
17 | Olafsson, Fridrik | GM | 2407 | 0 | 0 |
18 | Bjornsson, Sigurbjorn | FM | 2395 | 0 | 0 |
19 | Ulfarsson, Magnus Orn | FM | 2389 | 0 | 0 |
20 | Thorfinnsson, Bjorn | IM | 2385 | 9 | -18 |
Magnus Carlsen (2862) er langstigahćsti skákmađur heims. Upplýsingar um 100 stigahćstu skákmenn heims má nálgast hér.
Íslenska listann (virkir skákmenn) má nálgast í viđhengi (PDF).
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2013 | 10:49
Haustmót TR hefst 15. september
Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2013 hefst sunnudaginn 15. september kl.14. Mótiđ er eitt af ađalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og jafnframt meistaramót T.R. Ţađ er áratuga gömul hefđ fyrir hinu vinsćla Haustmóti og er ţađ flokkaskipt. Mótiđ er öllum opiđ.
Mótiđ fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni ađ Faxafeni 12. Sú nýbreytni verđur ađ teflt er tvisvar í viku. Alls eru níu umferđir í hverjum flokki. Lokuđu flokkarnir eru skipađir tíu keppendum hver ţar sem allir tefla viđ alla, en í opna flokknum er teflt eftir svissnesku kerfi.
Skráning fer fram hér á Skák.is og á heimasíđu Taflfélags Reykjavíkur.
Hćgt er ađ fylgjast međ skráningu hér..
Skráningu í alla lokađa flokka lýkur laugardaginn 14. september kl. 18.
Lokaumferđ fer fram föstudaginn 18. október en mótinu lýkur međ verđlaunaafhendingu sunnudaginn 20. október ásamt Hrađskákmóti T.R.
Núverandi skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur er Dađi Ómarsson.
Dagskrá:
1. umferđ: Sunnudag 15. september kl.14.00
2. umferđ: Miđvikudag 18. september kl.19.30
3. umferđ: Sunnudag 22. september kl.14.00
4. umferđ: Miđvikudag 25. september kl.19.30
5. umferđ: Sunnudag 29. september kl.14.00
6. umferđ: Miđvikudag 2. október kl.19.30
7. umferđ: Sunnudag 6. október kl.14.00
---Hlé vegna Islandsmóts skákfélaga---
8. umferđ: Miđvikudag 16. október kl. 19.30
9. umferđ: Föstudag 18. október. kl.19.30
Verđlaun í A-flokki:
1. sćti kr. 100.000
2. sćti kr. 50.000
3. sćti kr. 25.000
4. og 5. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2014
Verđlaun í B-flokki:
1. sćti kr. 20.000
2.-3. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2014
Verđlaun í C-flokki:
1. sćti kr. 15.000
2. og 3. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2014
Verđlaun í opnum flokki:
1. sćti kr. 10.000
2. og 3. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2014
Ef fjöldi lokađra flokka eykst, verđa verđlaun í ţeim ţau sömu og í C-flokki.
Ađ auki ávinnur sigurvegari hvers flokks sér ţátttökurétt í nćsta styrkleikaflokki ađ ári liđnu.
Verđi keppendur jafnir í efstu sćtum verđur peningaverđlaunum skipt en stigaútreikningur látinn ráđa lokaröđ keppenda.
Tímamörk:
1 klst. og 30 mín. + 30 sek. á leik.
Ţátttökugjöld:
3.500 kr. fyrir félagsmenn T.R. 16 ára og eldri (5.000 kr. fyrir ađra).
1.500 kr. fyrir félagsmenn T.R. 15 ára og yngri (2.500 kr. fyrir ađra).
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 11
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 135
- Frá upphafi: 8780612
Annađ
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 112
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar