Fćrsluflokkur: Spil og leikir
17.9.2013 | 10:52
Námskeiđ Skákskólans - Haustönn 2013
Námskeiđ Skákskólans í byrjenda- og framhaldsflokki hefjast laugardaginn 21. september. Kennt verđur alla laugardaga til og međ 23. nóvember, nema laugardaginn 12. október.
Byrjendaflokkur: Á laugardögum frá 11:00 - 12:00. (verđ 14.000)
Framhaldsflokkur: Á laugardögum frá 12:00 - 13:30 og ţriđjudögum 15.30 - 17.00 (verđ 22.000)
Kennarar verđa Björn Ívar Karlsson og Stefán Bergsson og Hjörvar Steinn Grétarsson
Skráningu ţarf ađ fylgja:
a) Nafn nemanda
b) Kennitala
c) Heimilisfang
d) Netfang foreldra
e) Sími foreldra
f) Í hvorn flokkinn er skráđ
Miđađ er viđ ađ nemendur í framhaldsflokki hafi áđur sótt námskeiđ Skákskólans og/eđa hafi lćrt helstu grundvallaratriđin í skák.
Í byrjendaflokki er einungis gert ráđ fyrir ţví ađ nemendur kunni mannganginn.
Skráning og fyrirspurnir sendast á netfangiđ skaksamband@skaksamband.is eđa í síma 568-9141.
17.9.2013 | 10:00
Nýtt fréttabréf SÍ er komiđ út
Nýtt fréttabréf Skáksambands Íslands kom út í gćr en bréfiđ kemur út tvisvar sinnum á mánuđi yfir vetrarmánuđina.
Hćgt er ađ skrá sig fyrir fréttabréfinu hér á Skák.is (ofarlega til vinstri).
Međal efnis er:
- Álfhólsskóli Norđurlandameistari barnaskólasveita
- Rimaskóli Norđurlandameistari grunnskólasveita
- Friđrik og Áskell urđu í 2.-4. sćti á NM öldunga
- Guđmundur sigrađi á alţjóđlegu móti á Spáni
- Íslandsmót skákfélaga hefst 10. október
- Gođinn-Mátar hrađskákmeistari taflfélaga
- Heimsmeistaraeinvígi kvenna hafiđ
- Magnus Carlsen sigrađi á Saint Louis
- Oliver Aron sigurvegari Meistaramóts Hellis - Vigfús meistari
- Niđurtalning N1 Reykjavíkurmótsins 2014
- Mót á döfinni
Fréttabréfiđ má nálgast hér.
Hćgt er ađ nálgast eldri fréttabréf hér.
16.9.2013 | 22:16
Skákţáttur Morgunblađsins: Oliver Aron efstur á Meistaramóti Hellis

Oliver Aron, sem var nćstum ţví orđinn heimsmeistari áhugamanna í fyrra hefur á Hellis-mótinu unniđ kappa á borđ Mikhael Jóhann Karlsson og Sćvar Bjarnason.
Sá síđastnefndi, alţjóđlegi meistarinn Sćvar Bjarnason, á heiđur skilinn fyrir dugnađ sinn viđ ađ tefla á innlendum mótum. Hann tekur yfirleitt ţátt í Haustmóti TR, Skákţingi Reykjavíkur, Íslandsmótinu og er mćttur á Meistaramóti Hellis. Ţađ er gott veganesti fyrir yngri kynslóđina ađ fá ađ kljást viđ svo sterkan meistara í kappskák. Í viđureign ţeirra í 3. umferđ greip Oliver Aron greip tćkifćriđ og sýndi allar sínar bestu hliđar:
Sćvar Bjarnason - Oliver Aron Jóhannesson
Reti byrjun
1. Rf3 d5 2. g3 c6 3. Bg2 Bg4 4. 0-0 Rd7 5. d3 e6 6. Rbd2 Bd6 7. h3 Bh5 8. c4 Re7 9. a3 a5 10. b3 0-0 11. Bb2 e5 12. cxd5 cxd5 13. Hc1 Rc6 14. Hc2 De7 15. Da1
Ţessi uppstilling sem oft kom fyrir í skákum Richard Reti og ţeirra sem ađhylltust vćngtöfl er úr sér gengin og bitlaus. Og Oliver bregst hart viđ.
15. ...f5! 16. e3 e4 17. dxe4 fxe4 18. Rd4 Rxd4 19. Bxd4 Be2 20. He1 Bd3 21. Ha2 Re5!
Međ hnitmiđađri taflmennsku hefur svartur náđ yfirburđastöđu.
22. Rf1 a4 23. Bxe5?
23. b4 var skárra en pressan er ţung eftir t.d. 23. ...Hf7.
23. ...Bxe5 24. Dd1 axb3 25. Dxb3 Bc4 26. Dc2 Df7
Ţađ liggur ekkert á ađ hirđa skiptamun.
27. Rh2 Bxa2 28. Dxa2
Ekki batnar ástandiđ í herbúđum hvíts eftir ţennan öfluga leik, 29. Dxa3 strandar vitaskuld á 29. ...Dxf2+ o.s.frv. Eftirleikurinn er auđveldur.
29. De2 h5 30. Hf1 Ha1 31. Hxa1 Bxa1 32. Rf1 Be5 33. Rd2 g5 34. Rb3 Kg7 35. Dc2 De6 36. Da2 b6 37. Da4 Df6 38. Da2 Bb2!
Línurof. Nú er ekki lengur hćgt ađ verja f2-peđiđ.
39. Da7 Hf7 40. Da8 Dxf2+
- og hvítur gafst upp án ţess ađ bíđa eftir 41. Kh2 Dxe5+! 42. Kxg3 Be5 mát.
Kramnik vann heimsbikarmótiđ
Vladimir Kramnik vann lokaeinvígiđ viđ landa sinn Dmitry Andreikin á heimsbikarmótinu í Tromsö sem stađiđ hefur síđan í byrjun ágúst. Lokaniđurstađan varđ 2 ˝ : 1 ˝. Kramnik fór í gegnum mótiđ án ţess ađ tapa skák, vann níu - ţar af fimm kappskákir - og gerđi 13 jafntefli.
----------------------------------------------
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 8. september 2013.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
16.9.2013 | 16:17
Friđrik og Áskell unnu í lokaumferđinni - enduđu í 2.-3. sćti
Stórmeistarinn Friđrik Ólafsson (2407) og Áskell Örn Kárason (2205) unnu báđir sínar skákir í níundu og síđustu umferđ Norđurlandamótsins í skák en mótiđ fór fram á Borgundarhólmi. Ţeir hlutu 6˝ og urđu í 2.-4. sćti ásamt danska FIDE-meistaranum og fráfarandi Norđurlandameistara Jörn Sloth (2322). Friđrik og Áskell urđu jafnir í 2.-3. sćti eftir stigaútreikning.
Danski stórmeistarinn Jens Kristansen (2403) sigrađi á mótinu og er ţví bćđi í senn heimsmeistari og Norđurlandameistari öldunga!
Sigurđur Kristjánsson (1922) tapađi í lokaumferđinni, hlaut 5 vinninga, og endađi í 24.-26. sćti.
32 skákmenn tóku ţátt í mótinu frá öllum Norđurlöndunum nema Fćreyjum. Ţar af voru ţrír stórmeistarar og fjórir FIDE-meistarar. Friđrik var stigahćstur keppenda, Áskell var nr. 7 í stigaröđinni og Sigurđur nr. 18.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast almennt kl. 11)
Spil og leikir | Breytt 17.9.2013 kl. 12:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
16.9.2013 | 10:22
Gagnaveitumótiđ - skákir fyrstu umferđar
Kjartan Maack hefur slegiđ inn skákir fyrstu umferđar Gagnaveitumótsins - Skákţings Reykjavíkur. Ţćr fylgja međ sem viđhengi.
ţess má geta ađ Kjartan hefur ţegar tryggt sér titilinn skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur ţar sem hann er eini keppandinn í a-flokki úr félaginu.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 16:10 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2013 | 10:17
Carlsen öruggur sigurvegari í Saint Louis
Magnus Carlsen (2862) vann öruggan sigur á Sinquefield Cup-mótinu sem lauk í Saint Louis í gćr. Hann vann Aronian (2813) í lokaumferđinni og hlaut 4˝ í 6 umferđum sem verđur ađ teljast gríđarlega gott í svo sterku móti.
Annar međ 3˝ vinningavarđ Nakamura (2772) sem gerđi jafntefli viđ Kamsky (2741) í lokaumferđinni. Aronian hlaut 2˝ og Kamsky rak lestina međ 1˝ vinning.
Međ frammistöđunni hćkkar Carlsen í 2870 skákstig á lifandi listanum og hefur 74 skákstiga forskot á Kramnik (2796) sem fór upp í annađ sćtiđ eftir slaka frammistöđu Arionian í Saint Loius.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 18)
16.9.2013 | 07:00
Hrađkvöld hjá Helli í kvöld
Taflfélagiđ Hellir heldur hrađkvöld mánudaginn 16. september nk. og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.
Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr máltíđ fyrir einn á Saffran. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.
Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2013 | 20:24
Álfhólsskóli Norđurlandameistari í fyrsta sinn!
Skáksveit Álfhólsskóla varđ í dag Norđurlandameistari barnaskólasveita á móti sem fram fór í Helsinki um helgina. Sveitin hlaut 15 af 20 vinningum. Í öđru sćti varđ sveit Noregs og Danir náđu 3. sćtinu.
Mótiđ var mjög spennandi og úrslit fengust ekki fyrr en í síđustu skákum síđustu umferđar. Álfhólsskóli gerđi jafntefli 2-2 í 1. og 2. umferđ mótsins viđ sveitir Noregs og Finnlands. Sveitin vann svo sveit Dana 3-1 í 3. umferđ og vann loks bćđi B sveit Finna og sveit Svía 4 -0 í umferđum 4 og 5.
Skáksveit Álfhólskóla skipuđu:
1. borđ Dawid Kolka (4 vinninga af 5)
2. borđ Felix Steinţórsson (4.5 vinninga af 5)
3. borđ Guđmundur Agnar Bragason (3 vinninga af 5)
4. borđ Oddur Ţór Unnsteinsson (3.5 vinningar af 5)
Halldór Atli Kristjánsson var varamađur. Liđsstjóri liđsins og ţjálfari er Lenka Ptácníková landsliđskona og stórmeistari kvenna.
Álfhólsskóli hefur á síđustu árum lagt mikla áherslu á ađ bjóđa nemendum skólans upp á skákkennslu og uppsker nú ríkulega. Skáksveit skólans varđ Íslandsmeistari barnaskólasveita sl. 2 ár og er nú Norđurlandsmeistari eftir ađ hafa lent í 2. sćti á mótsins á síđasta ári. Ađ baki ţessum árangri er ţrotlaus vinna ţeirra barna og ungmenna sem sveitina skipa auk ţjálfara ţeirra bćđi hjá Álfhólsskóla, Skákskóla Íslands og ţeirra taflfélaga sem ţeir tilheyra auk annarra ađila sem leggja á sig mikiđ ósérhlífiđ starf til ađ styrkja skákina á Íslandi. Í sveit Álfhólsskóla er mikill og góđur efniviđur og ţađ verđa nú áframhaldandi hlutverk skólans og Skáksambands Íslands ađ vinna áfram úr ţessum efnilega hópi.
15.9.2013 | 20:19
Dagur vann stórmeistara í dag
Alţjóđlegi meistarinn Dagur Arngrímsson (2381) vann ungverska stórmeistarann Attila Czebe (2492) í sjöundu umferđ First Saturday-mótsins sem fram fór í dag. Í gćr tapađi hann hins vegar fyrir danska alţjóđlega meistaranum Mads Andersen (2479). Dagur hefur 4,5 vinning og er í öđru sćti.
Ungverski stórmeistarinn Krisztian Szabo (2561) er efstur međ 5,5 vinning. Í áttundu og nćstsíđustu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir hann viđ bandaríska alţjóđlega meistarann Erik Andrew Kislik (2368).
Tíu keppendur taka ţátt í mótinu og tefla allir viđ alla. Međalstig mótsins eru 2415 skákstig og er Dagur nr. 7 í stigaröđ keppenda.15.9.2013 | 19:30
Gagnaveitumótiđ - Haustmót TR hófst í dag
Gagnaveitumótiđ - Haustmót TR hófst í dag. 51 skákmađur tekur ţátt í mótinu. Teflt er í ţremur lokuđum 10 manna flokkum og svo einum opnum flokki ţar sem 21 skákmađur tekur ţátt. Međal keppenda á mótinu eru stórmeistarinn Stefán Kristjánsson (2491), alţjóđlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson (2409) og FIDE-meistarinn Einar Hjalti Jensson (2305).
A-flokkurinn er óvenju sterkur í ár. Nánast allar sterkustu skákkonur landsins taka og ţátt nema Lenka Ptácníková og tefla b- og c-flokki.
Björn Jónsson, formađur TR, setti mótiđ í dag og bauđ velkominn Birgir Rafn Ţráinsson, framkvćmdastjóra Gagnaveitu Reykjavíkur, helsta styrktarađila mótsins, sem lék fyrsta leikinn í skák Stefáns Kristjánssonar og Sverris Arnar Björnssonar.
A-flokkur:
Sterkustu skákmennirnir sem nefndir voru ađ ofan unnu allir. Jóhann H. Ragnarsson (2037) vann Gylfa Ţórhallsson (2154). Skák Norđurlandameistaranna úr Rimaskóla, Dags Ragnarssonar (2040) og Olivers Aron Jóhannessonar (2007) var frestađ.
B-flokkur:
Keppendur eru á stigabilinu 1817-2002. Landsliđskonurnar Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (1949), Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1911) og Tinna Kristín Finnbogadóttir (1879) eru međal keppenda.
Hallgerđur og Jóhanna voru međal sigurvegara dagsins.
C-flokkur:
Keppendur eru á stigabilinu 1562-1892. Landsliđskonan Elsa María Kristínardóttir (1787) er međal keppenda en međal annarra keppenda eru Sigurlaug R. Friđţjófsdóttir (1735) og Hrund Hauksdóttir (1679).
Elsa og Sigurjón Haraldsson (1768) voru einu sigurvegar umferđarinnar.
D-flokkur:
21 skákmađur tekur ţátt og er Ragnar Árnason (1537) stigahćstur ţeirra.
Björn Hólm Birkisson (1231) vann Ragnar en ađ öđru leiti unnu ţeir stigahćrri ţá stigalćgri.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 19:11 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 4
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 114
- Frá upphafi: 8780618
Annađ
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 94
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar