Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Oliver Aron efstur á Meistaramóti Hellis

2013 09 02 19.35.42Margir af yngri skámönnum okkar undirbúa sig af kappi fyrir haustvertíđ skákarinnar sem er alveg ađ bresta á. Norđurlandamót grunnskóla í tveimur aldursţrepum mun fram í Finnlandi og Noregi á nćstu dögum og Evrópumót ungmenna hefst í Svartfjallalandi undir lok mánađarins. Í byrjun október mun Taflfélag Reykjavíkur standa fyrir glćsilegu alţjóđlegu móti, Íslandsmót skákfélaga kemur í kjölfariđ og Víkingaklúbburinn hyggur á ţátttöku í Evrópukeppni taflfélaga á Rhodos. Meistaramót Hellis sem lýkur nćsta mánudagskvöld hefur reynst ágćtur vettvangur fyrir undirbúning en ţar ber helst til tíđinda ţegar ein umferđ er eftir ađ 15 ára gamall piltur Oliver Aron Jóhannesson hefur ˝ vinnings forystu međ 5 vinninga af sex mögulegum en í 2. - 5. koma Mikhael Jóhann Karlsson, Kjartan Maack, Sverrir Örn Björnsson og Jón Árni Halldórsson. Hinn 10 ára gamli Vignir Vatnar Stefánsson tapađi tveim fyrstu skákunum en Monrad-međvindurinn hefur skilađ fjórum sigrum hans í röđ og er hann jafn Stefáni Bergssyni, Veroniku Steinunni Magnúsdóttur, og Atla Jóhanni Leóssyni ađ vinningum í 6.-9. sćti.

Oliver Aron, sem var nćstum ţví orđinn heimsmeistari áhugamanna í fyrra hefur á Hellis-mótinu unniđ kappa á borđ Mikhael Jóhann Karlsson og Sćvar Bjarnason.

Sá síđastnefndi, alţjóđlegi meistarinn Sćvar Bjarnason, á heiđur skilinn fyrir dugnađ sinn viđ ađ tefla á innlendum mótum. Hann tekur yfirleitt ţátt í Haustmóti TR, Skákţingi Reykjavíkur, Íslandsmótinu og er mćttur á Meistaramóti Hellis. Ţađ er gott veganesti fyrir yngri kynslóđina ađ fá ađ kljást viđ svo sterkan meistara í kappskák. Í viđureign ţeirra í 3. umferđ greip Oliver Aron greip tćkifćriđ og sýndi allar sínar bestu hliđar:

Sćvar Bjarnason - Oliver Aron Jóhannesson

Reti byrjun

1. Rf3 d5 2. g3 c6 3. Bg2 Bg4 4. 0-0 Rd7 5. d3 e6 6. Rbd2 Bd6 7. h3 Bh5 8. c4 Re7 9. a3 a5 10. b3 0-0 11. Bb2 e5 12. cxd5 cxd5 13. Hc1 Rc6 14. Hc2 De7 15. Da1

Ţessi uppstilling sem oft kom fyrir í skákum Richard Reti og ţeirra sem ađhylltust vćngtöfl er úr sér gengin og bitlaus. Og Oliver bregst hart viđ.

15. ...f5! 16. e3 e4 17. dxe4 fxe4 18. Rd4 Rxd4 19. Bxd4 Be2 20. He1 Bd3 21. Ha2 Re5!

Međ hnitmiđađri taflmennsku hefur svartur náđ yfirburđastöđu.

22. Rf1 a4 23. Bxe5?

23. b4 var skárra en pressan er ţung eftir t.d. 23. ...Hf7.

23. ...Bxe5 24. Dd1 axb3 25. Dxb3 Bc4 26. Dc2 Df7

Ţađ liggur ekkert á ađ hirđa skiptamun.

27. Rh2 Bxa2 28. Dxa2

gk5r87jl.jpg28. ...Hxa3!

Ekki batnar ástandiđ í herbúđum hvíts eftir ţennan öfluga leik, 29. Dxa3 strandar vitaskuld á 29. ...Dxf2+ o.s.frv. Eftirleikurinn er auđveldur.

29. De2 h5 30. Hf1 Ha1 31. Hxa1 Bxa1 32. Rf1 Be5 33. Rd2 g5 34. Rb3 Kg7 35. Dc2 De6 36. Da2 b6 37. Da4 Df6 38. Da2 Bb2!

Línurof. Nú er ekki lengur hćgt ađ verja f2-peđiđ.

39. Da7 Hf7 40. Da8 Dxf2+

- og hvítur gafst upp án ţess ađ bíđa eftir 41. Kh2 Dxe5+! 42. Kxg3 Be5 mát.

Kramnik vann heimsbikarmótiđ

Vladimir Kramnik vann lokaeinvígiđ viđ landa sinn Dmitry Andreikin á heimsbikarmótinu í Tromsö sem stađiđ hefur síđan í byrjun ágúst. Lokaniđurstađan varđ 2 ˝ : 1 ˝. Kramnik fór í gegnum mótiđ án ţess ađ tapa skák, vann níu - ţar af fimm kappskákir - og gerđi 13 jafntefli.

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 8. september 2013.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

41. -Dxg3+ á ţetta auđvitađ ađ vera!

Torfi Stefánsson (IP-tala skráđ) 17.9.2013 kl. 09:16

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 167
  • Frá upphafi: 8764610

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 131
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband