Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Úlfhéđinn efstur á Meistaramóti SSON

Úlfhéđinn Sigurmundsson, Björgvin S. Guđmundsson og Grantas standa best ađ vígi á Meistaramóti SSON ţegar fjórum umferđum af sjö er lokiđ. Úlfhéđinn og Björgvin eru hálfan vinning niđur og Grantas einn vinning niđur.

Úlfhéđinn 3,5 v. af 4
Grantas 3 v. af 4
Björgvin 2,5 v. af 3
Magnús 1 v. af 3
Erlingur Atli 1 v. af 3
Ţorvaldur 1 v. af 4
Ingimundur 0 v. af 3.  

Mótinu verđur framhaldiđ á miđvikudag en ţá verđa tefldar 5. og 6. umferđ.

Í 5. umferđ mćtast: Úlfhéđinn og Björgvin, Magnús og Ingimundur, Erlingur og Grantas.  6. umferđ: Ingimundur-Erlingur Atli, Björgvin-Magnús, Ţorvaldur- Úlfhéđinn.


Gylfi og Vigfús sigruđu á Hrađkvöldi

Gylfi Ţórhallsson og Vigfús Ó. Vigfússon urđu efstir og jafnir međ 6,5v í sjö skákum á hrađkvöldi Hellis sem haldiđ var 23. september. Ţeir gerđu jafntefli í innbyrđis viđureign og unnu ađra andstćđinga. Ţeir voru ţví einnig jafnir ađ stigum og ţurfti ađ grípa til hlutkestis til ađ skera úr um sigurvegara. Ţá hafđi Gylfi betur međ ţví ađ velja fiskinn. Jöfn í 3. og 4. sćti voru Vignir Vatnar Stefánsson og Elsa María Kristínardóttir međ 4v. Í lokin dró svo Gylfi Gunnar Nikulásson í happdrćttinu og fengu ţeir báđir gjafamiđa á Saffran.

Nćsta skákkvöld í Hellisheimilinu verđur mánudaginn 7. okóber kl. 20. Ţá verđur atkvöld.

Lokastađan á hrađkvöldinu:

1.   Gylfi Ţórhallsson                 6,5v/7

2.   Vigfús Ó. Vigfússon             6,5v

3.   Vignir Vatnar Stefánsson    4v

4.   Elsa María Kristínardóttir     4v

5.   Jón Úlfljótsson                     3,5v

6.    Gunnar Nikulásson             2,5v

7.    Pétur Jóhannesson             0,5v

8.    Björgvin Kristbergsson        0,5v


Jón Viktor og Einar Hjalti efstir á Gagnaveitumótinu

Alţjóđlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson (2409) og Einar Hjalti Jensson (2305) eru efstir međ fullt hús ađ lokinni fjórđu umferđ Gagnaveitumótsins - Skákţings Reykjavíkur sem fram fór í gćrkveldi. Jón Viktor vann Oliver Aron Jóhannesson (2007) en Einar Hjalti hafđi betur gegn Degi Ragnarssyni (2040). Stefán Kristjánsson (2491) er ţriđji međ 3,5 vinning en hann gerđi jafntefli viđ Gylfa Ţórhallsson (2154).

Stefán Bergsson (2131) er svo fjórđi međ 2,5 vinning eftir sigur á Kjartani Maack (2128). Sverir Örn Björnsson vann Jóhann H. Ragnarsson (2136) vann svo Jóhann H. Ragnarsson (2037)

Í fimmtu umferđ, sem fram fer á sunnudag, mćtast međal annars Stefán Kristjánsson og Einar Hjalti.

B-flokkur:

Ingi Tandri Traustason (1817), Jón Trausti Harđarson (1930) og Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (29149) međ međ 3,5 vinning.

C-flokkur:

Kristófer Ómarsson (1598) og Elsa María Kristínardóttir eru efst međ 3 vinninga.

D-flokkur:

Hilmir Hrafnsson (1351) er efstur međ 3,5 vinning.


EM-keppandinn: Hilmir Freyr Heimisson

Hilmir Freyr kynnir SúkkulađimjólkÁtta fulltrúar frá Íslandi taka ţátt í EM ungmenna sem fram fer í Budva í Svartfjalllandi dagana 28. september - 9. október. . Keppendurnir eru kynntir ţessa dagana hér á Skák.is

Ađ ţessu er ţađ Hilmir Freyr Heimisson, sem teflir í flokki 12 ára og yngri, og náđi nýlega eftirtektarverđum árangri á Politiken Cup.

Nafn

Hilmir Freyr Heimisson.

Fćđingardagur

4. ágúst 2001.

Félag

Taflfélagiđ Hellir

Hefurđu teflt áđur á EM/HM ungmenna?

Já á Prag í Tékklandi áriđ 2012.

Helstu skákafrek

Íslandsmeistari í skólaskák 2013,

Stigaverđlaun á Politiken Cup 1501-1700 stig 2013

Barnablitzmeistari á Reykjavík Open 2012

Unglingameistari Hellis 2012

Afmćlismót aldarinnar  5.- 6. Bekkur 1. sćti 2012

Unglingameistari TR 2011, MS jólaskákmótsmeistari 2011

Skákakademía Kópavogs 1.sćti 2011, 2012, 2013

Skákţing Garđabćjar B-flokkur 1.sćti 2011

Og fleira...

Skemmtilegasta skákferđin

Ferđ á Politiken Cup sem ég fór á núna í júlí 2013 međ mömmu og Henrik í Helsingřr.

Eftirminnilegasta skákin

Á móti Hans Richard Thjomoe á Reykjavíkurskákmótinu 2012 Skákina má finna hér og svo fylgir hún međ sem viđhengi.

Viltu styrkja ungmennin sem fara á EM?

Ţađ er hćgt međ ţví ađ kaupa vörur á afar hagstćđu verđi á Netsöfnun.is og styrkja um leiđ ungmennin átta.

Ţađ er einnig hćgt ađ styrkja viđ ungmennin međ framlögum međ greiđslukorti; 2.000 kr., 5.000 kr. og 10.000 kr.


Gagnaveitumótiđ - fjórđa umferđ hefst kl. 19:30

Í upphafi umferđarFjórđa umferđ Gagnaveitumótsins - Haustmóts TR hefst í kvöld kl. 19:30. Ţá mćtast:

  • Gylfi - Stefán K.
  • Oliver Aron - Jón Viktor
  • Einar Hjalti - Dagur
  • Kjartan - Stefán B.
  • Jóhann H. - Sverrir Örn 

Stefán, Jón Viktor og Einar Hjalti eru efstir međ fullt hús.

Beinar útsending úr 4. umferđ

Heimasíđa mótsins

Umsóknarfrestur um styrki rennur út um mánađarmótin

Stjórn Skáksambands Íslands veitir styrki til einstaklinga ţrisvar sinnum á ári. Úthlunarreglur má finna hér.

Nćstu styrkir verđi afgreiddir 10. október en umsóknarfrestur rennur út 30. september nk.

Viđmiđ viđ styrkúthlutanir

1.     Allir styrkţegar SÍ (ungir, alţjóđlegir og ađrir) ţurfa ađ uppfylla eftirfarandi ţrjú skilyrđi:

  • Hafa teflt 60 kappskákir á síđustu 24 mánuđum.
  • Hafa sýnt umtalsverđar framfarir á sl. 12 mánuđum, sem sjáist m.a. á árangri á skákmótum ársins, hćkkun skákstiga og reglulegri ţjálfun.
  • Hafa sýnt virkni í skákmótum innanlands.

2.     Ungir skákmenn (25 ára og yngri) hafa forgang ţegar kemur ađ úthlutun ferđastyrkja. Eftirfarandi börn og unglingar njóta sérstaks forgangs:

  • Undir 12 ára: 2 stigahćstu og/eđa ţeir sem hćkkađ hafa mest á stigum undanfarna 12 mánuđi (bćđi í stráka- og stúlknaflokki)
  • 12-16 ára: 2 stigahćstu og/eđa ţeir sem hćkkađ hafa mest á stigum undanfarna 12 mánuđi (bćđi í stráka- og stúlknaflokki)
  • 16-20 ára: 2 stigahćstu og/eđa ţeir sem hćkkađ hafa mest á stigum undanfarna 12 mánuđi (bćđi í stráka- og stúlknaflokki)
  • 20-25 ára: 2 stigahćstu og/eđa ţeir sem hćkkađ hafa mest á stigum undanfarna 12 mánuđi (bćđi í stráka- og stúlknaflokki)

3.     Alţjóđlegir meistarar geta fengiđ ferđastyrki frá SÍ óháđ aldri.

4.     Ţeir sem ţiggja stórmeistaralaun geta ekki fengiđ almenna ferđastyrki frá SÍ.

5.     Ađrir skákmenn geta fengiđ ferđastyrki ef ţeir ná árangri sem samsvarar 2350 stigum eđa meira ("performance") í móti sem styrkur er sóttur um. Ákvörđun um styrkveitingu er tekin eftir mót.


Guđfinnur efstur í Ásgarđi í gćr

Ćsir skákfélag eldri hélt hiđ vikulega ţriđjudagsmót ađ Ásgarđi Stangarhyl 4 í gćr. Ágćt mćting var en alls mćttu 22 keppendur til leiks. Nú var ţađ hinn glađbeitti keppnismađur Guđfinnur R Kjartansson sem bar sigur úr býtum međ 8 vinninga en á hćla hans međ 7,5 vinninga kom Páll G Jónsson. Á eftir ţeim í 3.-5. sćti komu svo Ari Stefánsson, Jón Víglundsson og Haraldur A Sveinbjörnsson. Dagur mikilla afreka varđ ekki annara ađ sinni ţó glćsilegar skákir hafi veriđ hristar fram úr erminni eins og svo oft áđur.

Starfiđ er komiđ á fulla ferđ og tekiđ er vel á móti áhugasömum skákmönnum sem vilja spreyta sig í góđum hóp.

Félagar okkar úr Hafnarfirđi hafa unniđ vel međ okkur en hjá ţeim eru vikuleg mót á miđvikudögum.

Mótstafla:

 

_sir_-_rslit_24_sept.jpg

EM-keppandinn: Dawid Kolka

Dawid KolkaÁtta fulltrúar frá Íslandi taka ţátt í EM ungmenna sem fram fer í Budva í Svartfjalllandi dagana 28. september - 9. október. Fulltrúarnir átta standa ţessa dagana í fjáröflun fyrir keppnina en stćrsti kostnađurinn lendir á ţeim sjálfum. Keppendurnir verđa kynntir til leiks nćstu daga og vikur hér á Skák.is.

Ađ ţessu er ţađ Dawid Kolka sem hefur byrjađ afar vel á Meistaramóti Hellis en hann vann Sverri Örn Björnsson í annarri umferđ í gćr.

Nafn

Dawid Kolka

Fćđingardagur

12. september 2000.

Félag

Taflfélagiđ Hellir

Hefurđu teflt áđur á EM/HM ungmenna?

Hef aldrei áđur teflt á EM/HM en hef teflt á NM ungmenna sem og á fyrsta borđi međ sveit Álfhólsskóla á NM grunnskólasveita.

Helstu skákafrek

Norđurlandameistari međ skáksveit Álfhólsskóla á NM barnaskólasveita 2013. Ég er Íslandsmeistari barna 2011, skákmeistari Kópavogs 2012 og 2013 unglingameistari Hellis 2012, brons í flokki fćdda 2000-2001 á NM ungmenna 2013, unniđ tvisvar á íslandsmóti barnaskólasveita 2012 og 2013 međ skólasveit, og lenti í 2. sćti međ skólasveit á NM barnaskólasveita 2012 og skólameistari ţrjú ár í röđ.
Skemmtilegasta skákferđin

Skemmtilegasta skákferđin er ferđin til Tékklands í fyrra. 

Eftirminnilegasta skákin

Minnistćđasta skákin er gegn Anastasiu Nazarovu.

Viltu styrkja ungmennin sem fara á EM?

Ţađ er hćgt međ ţví ađ kaupa vörur á afar hagstćđu verđi á Netsöfnun.is og styrkja um leiđ ungmennin átta.

Ţađ er einnig hćgt ađ styrkja viđ ungmennin međ framlögum međ greiđslukorti; 2.000 kr., 5.000 kr. og 10.000 kr.


Skráningarfrestur í undanrásir Tölvuteks-mótsins rennur út kl. 18

Vegna fjölda áskoranna hefur veriđ ákveđiđ ađ koma til móts viđ óskir skákmanna um ađ fjölga sćtum Íslendinga í alţjóđlega hrađskákmótinu sem fer fram í kjölfar alţjóđlega stórmeistaramóts T.R.  Sćtum íslenskra skákmanna hefur ţví veriđ fjölgađ úr einu upp í ţrjú.

Undanrásir fara fram fimmtudaginn 26. september í Skákhöll T.R. Faxafeni 12 og hefjast stundvíslega kl. 20.00:

Mótiđ er níu umferđir og er öllum opiđ.  Pörun eftir svissneska kerfinu og gilda allar hrađskákreglur Fide.

Skráning fer fram á vef Taflfélags Reykjavíkur og lýkur miđvikudaginn 25. september kl. 18.00

Tímamörk: 3 +2 (3 mínútur fyrir alla skákina + 2 sekúndur á hvern leik)

Ţátttökugjald: 1.000 kr (greiđist á skákstađ)

Ţrír keppendur ávinna sér ţátttökurétt í ađalmótinu en lokaröđ keppenda rćđst af fjölda vinninga, síđan stigum:

  • Tvö efstu sćtin veita ţátttökurétt í ađalmótinu
  • Sá keppandi sem verđur efstur félagsmanna T.R. hlýtur ţátttökurétt í ađalmótinu
  • Ef félagsmenn T.R. verđa í 1. sćti og/eđa 2. sćti veitir 3. sćtiđ ţátttökurétt í ađalmótinu

Reykjavik Chess Club - Tölvutek International Blitz 2013

Ţrjár af erlendu stórstjörnum stórmeistaramóts Taflfélagsins, ţeir Sergey Fedorchuk (2667), Mikhaylo Oleksienko (2608) og Helgi Dam Ziska (2485), munu á miđvikudagskvöldiđ 9. október tefla á sex manna alţjóđlegu hrađskákmóti, ţar sem allir tefla viđ alla í tvöfaldri umferđ.  Íslenskir skákmenn keppa um ţrjú laus sćti í ađalmótinu í undankeppni sem auglýst er sérstaklega.  Verđlaun í ađalmótinu verđa kr. 30.000, 15.000 og 10.000 fyrir ţrjú efstu sćtin.



Afrekshópur Taflfélags Reykjavíkur í keiluferđ

Afrekshópur Taflfélags Reykjavíkur byrjađi vetrarstrafiđ međ stćl síđasta laugardag, 21. september. Hópurinn hittist upp í Keiluhöll í Öskjuhlíđinni og spilađi keilu í um klukkutíma. Ţátttakendur voru 16 börn og unglingar, ţjálfarinn Dađi Ómarsson og Sigurlaug Regína Friđţjófsdóttir, umsjónarmađur Barna-og unglingastarfs TR. Torfi Leósson ţjálfari var fjarri góđu gamni vegna veikinda. 

 

Okkur ţótti rétt ađ skipta ţátttakendum ađ ţessu sinni í hópa eftir stćrđ, en ekki eftir elostigum! En Gauti Páll hafđi ţó á orđi ađ hann vildi fá Vigni í sinn hóp vegna elostiganna! Hópaskiptingin á brautirnar varđ ađ lokum sem hér segir:

 

Hópur 1: "Stóru" strákarnir: Andri Már, Gauti Páll, Ţorsteinn Freygarđsson og Dađi.

Hópur 2: "Litlu" strákarnir: Davíđ Dimitry, Mateusz Jakubek, Mykhaylo, Sćvar og Vignir Vatnar.

Hópur 3: "Stelpurnar": Donika, Sagita, Veronika og Sigurlaug.

Hópur 4: "Millistóru" strákarnir: Bárđur Örn, Björn Hólm, Björn Ingi, Guđmundur Agnar, Ţorsteinn Magnússon.

 

Allir ţátttakendur sýndu snilldartakta og hér og hvar mátti sjá allar keilurnar falla um koll viđ mikil fagnađarlćti! Einhverjar kúlur ţrjóskuđust viđ og fóru of snemma ofan í hliđarrennurnar, en ţá vara bara ađ spýta í lófana og treysta á nćstu kúlu í nćstu umferđ! Ekki svo ósvipađ skákinni!

 

Stemningin var góđ og hóparnir fylgdust einnig međ hvorum öđrum og spáđ var í stigin á stigatöflunum. En ţegar upp var stađiđ voru lokastigin ekki ţađ mikilvćgasta og enginn gerđi ţau ađ umrćđuefni ađ leikslokum!

 

Um leiđ og viđ vorum búin í keilunni voru ostborgararnir tilbúnir. Allir gerđu sér máltíđina ađ góđu og spjölluđu saman um heima og geima.

 

Mikil ánćgja var međ ţennan "hausthitting" og samveru Afrekshópsins og var mikill áhugi á ađ endurtaka ţessa skemmtun viđ tćkifćri. Greinilegt er ađ hópurinn er sterkur félagslega og mun vinna vel saman fyrir hönd félagsins í ţeim liđakeppnum vetrarins sem framundan eru.

Pistill: Sigurlaug Regína Friđţjófsdóttir


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 119
  • Frá upphafi: 8780623

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 97
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband