Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

GM Hellir Íslandsmóti skákfélaga - toppslagur GM Hellis og Víkinga kl. 17

Skákfélagiđ GM Hellir leiđir eftir ţriđju umferđ Íslandsmóts skákfélaga sem fram fór í dag. Sveitin hefur 20 vinninga. GM Hellir vann b-sveit Taflfélags Reykjavíkur 7-1. Víkingaklúbburinn er í öđru sćti međ 18,5 vinning eftir 8-0 sigur á Vinaskákfélaginu. Taflfélag Vestmannaeyja er í ţriđja sćti međ 17 vinninga eftir sigur á Bolvíkingum 4,5-3,5. Fjórđa umferđ hefst kl. 17. Ţá verđur toppslagur Víkingaklúbbsins og GM Hellis.

Unnur úrslit umferđarinnar voru ađ Skákfélag Akureyrar vann óvćntan 5-3 sigur á Taflfélagi Reykjavík og Skákdeild Fjölnis vann b-sveit Skákfélagsins GM Hellis međ sama mun.

Stađan í efstu deild

 

Rk.TeamTB1TB2
1GM Hellir - a-sveit206
2Víkingaklúbburinn a-sveit18,56
3Taflfélag Vestmannaeyja a-sveit176
4Taflfélag Reykjavíkur a-sveit13,52
5Taflfélag Bolungarvíkur a-sveit13,52
6Skákfélag Akureyrar a-sveit124
7Skákdeild Fjölnis a-sveit10,52
8Vinaskákfélagiđ5,52
9GM Hellir - b-sveit50
10Taflfélag Reykjavíkur b-sveit4,50

 
2. deild

B-sveit Víkingaklúbbsins er efst í deildinni, Taflfélag Garđabćjar er í öđru sćti og Skákdeild Hauka er í ţví ţriđja.

3. deild

B-sveit Skákfélags Akureyrar er efst í ţriđju deild, UMSB er í öđru sćit og Briddfjelagiđ er í ţví ţriđja.

4. deild

A-unglingasveit Taflfélags Reykjavíkur leiđir í 4. deild, b-sveit Skákfélags Reykjanesbćjar, Skákfélag Mosfellsbćjar og c-sveit Skákfélags Akureyrar eru í 2.-4. sćti.



Góđar undirtektir viđ F3-klúbbnum

Í gćr hleypti Skáksambands Íslands ađ stokkunum F3-klúbbnum sem er vildarvinakerfi skákíţróttarinnar á Íslandi. Klúbburinn fékk góđar móttökur og strax á annan tug nýrra vildarvina gekk í klúbbinn á fyrsta starfsdegi hans.

Félagsgjöld eru 2.000 kr. á mánuđi.

Markmiđ klúbbsins er ađ styđja viđ íslenskt skáklíf og efla međ margvíslegum hćtti, en veita félagsmönnum jafnframt ómćldar gleđistundir í tengslum viđ ţessa merku og göfugu hugaríţrótt. Strax í nóvember er stefnt ađ EM-kvöldi ţar sem fariđ yfir árangur íslensku liđanna á EM landsliđa sem fram fer 7.-18. nóvember í Póllandi.

Innifaliđ er:

  • Sérstakt félagakort
  • Tímaritiđ Skák - 100 síđna ársrit í glćsilegu broti - gefiđ út í mars ár hvert
  • Fjöltefli og/eđa fyrirlestur tengt stjörnu Reykjavíkurskákmótsins
  • Fyrirlestrar og sögukvöld
  • Afsláttur á skákbókum hjá Skákbókasölu Sigurbjörns
  • Afsláttur á skákklukkum og taflsettum hjá Bobbý skákverslun 
  • Bođ í lokahóf helstu móta innanlands
  • O.m.fl. 
Hćgt er ađ skrá sig mótsstađ. Skráningarfrom er vćntanlegt á Skák.is. Skráningarform má nálgast beint hér

GM Hellir leiđir eftir tvćr umferđir

GM Hellir vann TB 5,5-2,5Skákfélagiđ GM Hellir leiđir í fyrstu deild Íslandsmóts skákfélaga en 2. umferđ fór fram í kvöld. Sveitin vann skáksveit Taflfélags Bolungarvíkur 5,5-2,5 og hefur 13 vinninga.

Taflfélag Vestmannaeyja, sem vann b-sveit GM Hellis er í 2. sćti međ 12,5 vinning. Íslandsmeistarar Víkingaklúbbsins unnu Taflfélag Reykjavíkur 5-3 en ţessar sveitir eru jafnar í 3.-4. sćti međ 10,5 vinning.

Önnur úrslit kvöldsins voru ţau ađ Skákfélag Akureyrar hafđi betur gegn Fjölnismönnum 4,5-3,5 og Vinaskákfélagiđ byrjar veru sína í efstu deild ákaflega vel og vann b-sveit TR 5-3.

Ţriđja umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 11.  Ţá mćtast forystusauđirnir, í GM Helli, b-sveit Taflfélags Reykjavíkur og Eyjamenn mćta Bolvíkingum. Íslandsmeistarar Víkingaklúbbsins mćta nýliđum Vinaskákfélagsins.

Stađan:

 

Rk.TeamTB1TB2
1GM Hellir - a-sveit134
2Taflfélag Vestmannaeyja a-sveit12,54
3Víkingaklúbburinn a-sveit10,54
4Taflfélag Reykjavíkur a-sveit10,52
5Taflfélag Bolungarvíkur a-sveit102
6Skákfélag Akureyrar a-sveit72
7Vinaskákfélagiđ5,52
8Skákdeild Fjölnis a-sveit5,50
9Taflfélag Reykjavíkur b-sveit3,50
10GM Hellir - b-sveit20


2. deild

B-sveit Taflfélags Vestamannaeyja leiđir eftir fyrstu umferđ. B-sveit Bolvíkinga og sveit Taflfélags Garđabćjar eru í 2.-3. sćti.

3. deild

B-sveit Skákfélaga Akureyrar leiđir. D-sveit GM Hellis er í öđru sćti.

4. deild

C-sveit Skákfélags Akureyra og A-unglingasveit Taflfélags Reykjavíkur leiđa.



F3-klúbburinn - Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi

 

F3-klúbburinn


F3-klúbburinn
er stofnađur til heiđurs ţremur snillingum skáksögunnar, Williard Fiske, Bobby Fischer og Friđriki Ólafssyni. Markmiđ klúbbsins er ađ styđja viđ íslenskt skáklíf og efla međ margvíslegum hćtti, en veita félagsmönnum jafnframt ómćldar gleđistundir í tengslum viđ ţessa merku og göfugu hugaríţrótt.

Skáksambandi Íslands vćri heiđur af ţví ađ ţú ţekktist bođ um ađ ganga í F3-klúbbinn og njóta alls ţess sem ţar verđur í bođi. Félagsgjöld eru 2.000 kr. á mánuđi.

Markmiđ klúbbsins er ađ styđja viđ íslenskt skáklíf og efla međ margvíslegum hćtti, en veita félagsmönnum jafnframt ómćldar gleđistundir í tengslum viđ ţessa merku og göfugu hugaríţrótt.

Innifaliđ er:

  • Sérstakt félagakort
  • Tímaritiđ Skák – 100 síđna ársrit í glćsilegu broti – gefiđ út í mars ár hvert
  • Fjöltefli og/eđa fyrirlestur tengt stjörnu Reykjavíkurskákmótsins
  • Fyrirlestrar og sögukvöld
  • Afsláttur á skákbókum hjá Skákbókasölu Sigurbjörns
  • Afsláttur á skákklukkum og taflsettum hjá Bobbý skákverslun 
  • Bođ í lokahóf helstu móta innanlands
  • O.m.fl. 

Skráning fer fram á Skák.is eđa beint hér.

Nánari upplýsingar má finna í PDF-viđhengi.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Gallerý Fiskur međ opiđ 12-17 á laugardag fyrir skákmenn

Gallerý FiskurVeitingahúsiđ GALLERÝ FISKUR í Nethyl verđur međ opiđ á laugardaginn milli kl. 12-17 og býđur skákmönnum upp ljúffengan sjávarréttaseđil - súpu og ađalrétt - á ađeins kr. 2800. 

Stađurinn,  sem er í stuttri fjarlćgđ frá Rimaskóla,  er eitt best geymda leyndarmál í veitingabransanum og rómađur fyrir sína sjávarrétti.  Bobby Fischer snćddi ţar hinn víđfrćga sérrétt stađarins "Lúđupiparsteik" á sínum tíma og lét afar vel af.

Liđstjórum eđa öđrum sem hyggjast nýta sér ţetta tilbođ til ađ fá sér stađgóđa máltíđ í hléinu milli umferđa í Íslandsmóti skákfélaga á laugardag er bent á ađ vissara er ađ panta borđ í síma 587-2882


Ţrjár sveitir efstar eftir fyrstu umferđ

Fyrsta umferđ fyrstu deildar Íslandsmóts skákfélaga fór fram í kvöld. Svo skemmtilega vildi til ađ sterkari fimm sveitirnar mćttu ţeim fimm lakari. Og úrslitin voru yfirleitt stór. TR og GM-Hellir unnu eigin b-sveitir 7,5-0,5 og Bolvíkingar lögđu Vinaskákfélagiđ međ sama mun. TV vann Fjölni 6-2. Óvćntustu úrslitin verđa ađ teljast ađ Íslandsmeistarar Víkingaklúbbsins unnu Skákfélaga Akureyrar "ađeins" 5,5-2,5.

Nokkuđ var um óvćnt úrslit. Má ţar einna helst nefna Rúnar Sigurpálsson, SA, (2230) gerđi sér lítiđ fyrir og vann landsliđsmanninn Hjörvar Stein Grétarsson (2505) og ađ Jón Trausti Harđarson, Fjölni, (1930) og lagđi Eyjamanninn Björn Ívar Karlsson (2269) ađ velli. Öll einstaklingsúrslit má finna hér.

Önnur umferđ fer fram á morgun. Ţá byrja sterkari sveitirnar ađ mćtast innbyrđis. Ţá mćtast annars vegar Víkingaklúbburinn og TR og Bolvíkingar og GM-Hellir.

Á morgun hefst jafnframt taflmennska í hinum deildunum.

Ţađ er athyglisvert ađ velta fyrir sér styrkleika sveitanna. Sé miđađ viđ međalstig skákmannanna í kvöld er hann hér segir:

  1. Víkingaklúbburinn (2483)
  2. TV (2413)
  3. GM Hellir-a (2343)
  4. TR-a (2321)
  5. TB (2260)
  6. SA (2218)
  7. Fjölnir (2135)
  8. GM Hellir-b (2066)
  9. Vinaskákfélagiđ (1982)
  10. TR-b (1939)
Rétt er ađ taka fram ađ styrkleiki sveitanna í kvöld ţarf á engan hátt ađ endurspegla styrkleikann um helgina.


Liđsstjórar spá Víkingaklúbbnum sigri

Skáklandiđ í DV hefur safnađ saman spám liđsstjóra í efstu deild Íslandsmóts skákfélaga. Víkingaklúbbnum er spáđ öruggum sigri - hlaut 98 stig af 100 mögulegum!

Liđsstjórar spá TV öđru sćti, TB ţví ţriđja, TR fjórđa og GM-Helli ţví fimmta en munurinn á milli ţessara liđa er lítill.

Sjá nánar á Skáklandinu.


Víkingum spáđ sigri

Ritstjóri hefur venju samkvćmt spáđ fyrir um Íslandsmót skákfélaga. Víkingaklúbbnum er spáđ sigri, Taflfélag Bolungarvíkur öđru sćti og Taflfélagi Vestmannaeyja ţví ţriđja.

Sjá nánar hér.


Fyrsta deild Íslandsmóts skákfélaga hefst í kvöld

Fyrsta deild Íslandsmót skákfélaga 2013-14 hefst í kvöld kl. 19:30 í Rimaskóla. Ađrar deildir hefjast á morgun kl. 20. Sú breyting hefur átt sér stađ ađ 10 liđ taka ţátt í efstu deildinni nú.

Sett hefur veriđ sérstök vefsíđa fyrir mótiđ sem finna má hér.

Yfirdómari mótsins er Omar Salama.

Í fyrstu umferđ mćtast:

  • Víkingaklúbburinn - Skákfélag Akureyrar
  • Taflfélag Reykjavíkur a-sveit - Taflfélag Reykjavíkur b-sveit
  • Vinaskákfélagiđ - Taflfélag Bolungarvíkur
  • GM Hellir a-sveit - GM Hellir b-sveit
  • Taflfélag Vestmannaeyja - Skákdeild Fjölnis

Töfluröđ allra deilda liggur nú fyrir.

Úr eldri tilkynningu:

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2013-2014 fer fram dagana 10.-13. október nk. Mótiđ fer fram í Rimaskóla í Reykjavík.  Fyrsta umferđ (eingöngu í 1.deild) mun hefjast kl. 19.30 fimmtudaginn 10. október. 

Ađrar deildir munu hefja taflmennsku föstudaginn 11. október kl. 20.00 og síđan verđur teflt laugardaginn 12. október kl. 11.00 og kl. 17.00 sama dag. Síđasta umferđin í fyrri hlutanum hefst kl. 11.00 sunnudaginn 13. október.

Umhugsunartími er 90 mín. á skákina + 30 sek. viđbótartími bćtist viđ eftir hvern leik.


Stefán í stuđi hjá Ásum

Stefán Ţormar Enn var tekiđ til hendi viđ skákborđin ađ Stangarhyl 4 en ţar mćttu Ćsir og félagar Riddarans úr Hafnafirđi í drengilegri baráttu viđ borđin. Samstarf og samvinna beggja hópa er međ miklum ágćtum og báđum í hag. Ţađ var Stefán Ţormar sem fór allmikinn ađ ţessu sinni og tefldi af leiftrandi snilld og Finnur Kr. Finnssonákveđni og gaf ekkert eftir. Ekki voru tefldar nema 9 umferđir ađ ţessu sinni en frá ţeim gekk garpurinn međ 8,5 vinninga og blés vart úr nös. 

Úrslitin

 

2013_okt.jpg
 

 


 

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 97
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband